16.7.2007 | 14:51
Er þá verðbólgan lægri hér á landi?
Mér finnst þessi frétt nokkuð merkileg. Hún greinir frá því að verðbólga á evrusvæðinu síðustu 12 mánuði hafi verið 1,9%. Hafa skal í huga að þetta er verðbólga án húsnæðis (ég vona að ég fari rétt með). Hér á landi var verðbólgan 3,8% með húsnæðisþættinum, en 1,2% án húsnæðis. Það þýðir að verðbólga er lægri hér á landi en á evrusvæðinu. Þá spyr maður sig: hvers vegna eru stýrivextir 14,25% hér á landi en innan við 5% á evrusvæðinu? Það er einhver að strumpa falskt hér, eins og sagt var í gamladaga.
Þessar upplýsingar sýna líka að Seðlabankinn er kominn í sjálfheldu. Hann getur ekki lækkað stýrivexti því þá lækkar gengið og ef gengið lækkar þá eykst verðbólgan og þá er aftur þörf á að hækka stýrivexti sem veldur því að gengið hækkar. Nú á meðan gengið er hátt, er mikið verslað í útlöndum. Þetta allt heldur upp háu atvinnustigi og miklum framkvæmdum.
Rök Seðlabankans eru að stýrivextir verði að vera háir til að slá á þenslu og draga úr umsvifum, en getur verið að það sem hafi gerst á síðustu árum er að við höfum færst upp um deild í þessum efnum. Hagkerfið hafi einfaldlega stækkað svo mikið á stuttum tíma, að það framkvæmdastig sem við búum við um þessar mundir sé hreinlega það sem við munum búa við á næstu árum og gamla framkvæmdastigið sé liðin tíð. Við sjáum þetta í umsvifum á fjármálamarkaði. Býst einhver við því að við eigum eftir að hverfa aftur til fjármálaumsvifanna eins og þau voru fyrir einkavæðingu bankanna? Af hverju ætti önnur starfsemi í þjóðfélaginu að vera á nokkurn hátt frábrugðin? Þegar knattspyrnuhúsið Fífan í Kópavogi var reist fyrir 4 árum eða svo, þá þótti þetta stór framkvæmd. Síðan eru kominn Boginn á Akureyri, Reyðarfjarðarhöllin, hús Knattspyrnuakademíunnar í Kópavogi, Risinn í Hafnarfirði og knatthúsið á Akranesi svo einhver séu nefnd og þetta hefur gerst án þess að um það hafi verið rætt. Fyrir 5 - 7 árum voru svona framkvæmdir stórar, en þær eru það ekki lengur. Þess vegna segi ég: Við færðumst upp um deild og nú eru stóru tölurnar orðnar stærri án þess að það þýði að það sé meiri þensla en áður.
Vissulega eru miklu meiri umsvif núna en árið 1999, en er núverandi ástand ekki bara meira normal en fyrra jafnvægi. Við skulum hafa í huga, að ríki og sveitarfélög hafa frestað mörgum stórum framkvæmdum sem munu fara í gang á næstu mánuðum og árum. Er þá þensla áfram vegna þess að þessi verkefni eru í gangi? Hvenær hættir þenslan? Hver eru viðmiðin? Þjóðinni fjölgaði um rúmlega 9.000 manns á síðasta ári. Það þýðir að þörf er á ríflega 4.000 nýjum íbúðum miðað við meðal fjölskyldustærð upp á rúmlega 2 og 3.000 nýjar íbúðir, ef það eru 3 til heimilis. Telst það þá þensla að verið sé með 3 - 4.000 íbúðir í smíðum og þó þær væru 6.000. Það er bara verið að bjóða upp á nóg húsnæði fyrir þá sem eru að leita. Ef það væri nóg framboð, þá væri húsnæðisverð ekki ennþá að hækka.
Verðbólga á evrusvæðinu 1,9% í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég hef gaman af því að frá því að ég birti þetta blogg, hafa bæði greiningardeild Kaupþings og formaður félags fasteignasala bent á það sem ég bendi á, að miðað við fólksfjölgun síðasta árs þurfi lágmark 3.000 nýjar íbúðir til að anna eftirspurn. Það er gott að þeir lesi bloggið mitt
Marinó G. Njálsson, 24.7.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.