Leita í fréttum mbl.is

Þúsaldarmarkmiðin

Ég man að einhvern tímann var haft eftir Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, um Þúsaldarmarkmiðin, að loforðin sem gefin voru á sínum tíma hafi miðað við að framlög Íslendinga, ekki ríkisstjórnarinnar, yrðu 0,7% af þjóðarframleiðslu.  Ef það er rétt, sem Árni Snævarr gæti örugglega flett upp, þá veit ég ekki betur en að þeim markmiðum hafi verið náð fyrir löngu og gott betur.  Það getur verið að þarna sé íslenska ríkisstjórnin að svindla aðeins (miðað við frammistöðu hinna Norðurlandanna), en hafi loforðið hljóðað upp á framlag Íslendinga, þá er lítið hægt að kvarta.  Það er kannski ekki heiðarleg framsetning, en svona er pólitík.

Mig minnir einnig að í umræðunni á sínum tíma, hafi verið bent á að Íslendingar styðji betur við bakið á sjálfstæðum hjálparstofnunum, en flestar aðrar þjóðir, þó alltaf megi gera betur.


mbl.is Þúsaldarmarkmiðin: Til skammar hvernig íslensk stjórnvöld hafa hagað sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þróunaraðstoð hefur hingað til ekki hjálpað neinum til þess að standa á eigin fótum. Eina sem verður um þessa peninga frá Vesturlöndum er þeir safnast saman á bankabækur einræðisherra og spilltra stjórnmála manna í Sviss. 

Þessi 0.7% af landsframleiðslu er sýndarmennska svona til þess vesturlöndinn geti metist sín á milli.  

Fannar frá Rifi, 2.7.2007 kl. 14:14

2 identicon

Að koma á frjálsum viðskiptum í heiminum (engir tollar eða aðrar stýringar) myndi hjálpa fátækustu ríkjunum margfalt meira heldur en allir núverandi styrkir til samans. Það er ekkert nema hræsni að gera erfitt fyrir þessu fólki að komast á vestræna markaði á sama tíma og þeim er gefin hluti af prósentu til þess að friða samviskuna. Við erum ýta undir að þessar þjóðir séu betlarar frekar en það að þróast og standa á eigin fætum.

Hérna er fínt viðtal sem virkilega opnar augun hjá manni, kallast "For God's Sake, Please Stop the Aid!". Mæli með því að þú lesir það... http://www.spiegel.de/international/spiegel/0,1518,363663,00.html

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband