Leita í fréttum mbl.is

Mislæg gatnamót skilja eftir marga lausa enda

Ennþá einu sinni hefst þessi umræða um mislægu gatnamótin á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.  Og ennþá einu sinni virðist vera sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík átti sig ekki á því að þessi gatnamót verði ekki gerð mislæg nema með umfangsmiklum aðgerðum á aðliggjandi gatnamótum.  Það er ekki nóg að leysa vandamálin við Lönguhlíð heldur þarf líka að horfa til Háaleitisbrautar (á tveimur stöðum), Grensásvegar, Laugavegar/Suðurlandsbrautar, Listabrautar og Hamrahlíðar.

Fyrir tæpum þremur árum birti Morgunblaðið grein eftir mig um þetta mál, þar sem ég kom með rök með og á móti mislægum gatnamótum.  Þar gerði ég tilraun til að bera saman tvo kosti, þ.e. mislæg gatnamót og ljósastýrð gatnamót með það sem heitir fjögurra fasa umferðaljósum.  Niðurstaða mín var að fjögurra fasa lausnin væri umtalsvert betri lausn.  (Greinina er hægt að finna á vef Betri ákvörðunar eða með því að smella hér Mislæg gatnamót - ekki eina lausnin.)

Nú hefur verið lögð talsverð vinna í að setja upp betri ljósastýringu á öll ljósastýrð gatnamót á megin umferðaræðum.  Við, sem ökum þessa leið daglega eða a.m.k. oft í viku, höfum fundið fyrir því að umferð gengur nú mun greiðar en undanfarin ár.  Vissulega á umferðarþunginn eftir að þyngjast, en ég held að lausnin felist ekki í því að reisa mikið mannvirki á þessum stað.  Í mínum huga er skynsamlegra að leita leiða til að létta umferðinni af þessum gatnamótum.  Það er hægt að gera með því að grafa Öskjuhlíðargöngin og fara í Sundabraut.  Þetta eru hvort tveggja framkvæmdir sem verður farið í á einhverjum tímapunkti og báðar verða til þess að beina umferð frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Það má heldur ekki gleyma því að það eru til fleiri lausnir, ef menn leyfa sér að hugsa út fyrir kassann.  Ein er að skipuleggja atvinnusvæði þannig að þau dreifist meira um höfuðborgarsvæðið.  Vandamál umferðarinnar í Reykjavík er að mjög miklu leiti sjálfskaparvíti.  Loksins þegar gafst t.d. tækifæri til að flytja einn stærsta vinnustað miðbæjarins, þ.e. Landspítalann - háskólasjúkrahús, þá er tekin ákvörðun um að stækka vinnustaðinn og beina ennþá fleira fólki um umferðaræðar sem eiga í erfiðleikum við að ráða við þá umferð sem fer þar um í dag, hvað þá umtalsverða viðbót.  Á sama hátt er hreinlega heimskulegt að ætla að setja Háskólann í Reykjavík út í Nauthólsvík með tilheyrandi umferð.  Vissulega mun fólk fyrst og fremst velja sér heimili, þar sem það vill búa, en ekki með tilliti til fjarlægðar til vinnustaðar.  En með því að bjóða upp á fleiri kosti varðandi atvinnusvæði, þá mun dreifast meira úr umferðinni.  Ef atvinnuuppbygging á að einskorðast við 101 Reykjavík, þá er nauðsynlegt að fjölga búsetukostum á því svæði líka.  Og öfugt, ef byggðin á að dreifast um höfuðborgarsvæðið, þá verða atvinnutækifærin að dreifast að sama skapi.


mbl.is Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband