13.6.2007 | 22:36
Gerum radarvara gagnslausa
Ég er nú alveg viss um að fljótlega verða komnir radarvarar sem vara við nýja tækinu þeirra þarna á Blönduósi. Fyrir utan að vararnir geta ennþá varað við hraðaeftirliti þar sem gömlu hraðamælingatækin eru notuð.
Fyrir nokkrum árum var ég farþegi í jeppabifreið sem ekið var um götur Reykjavíkur (Miklubraut austan Grensásvegar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsveg) um miðjan dag á um 140 km hraða. Bílstjórinn var karlmaður á sextugs aldri, sem var að fá útrás fyrir karlmennsku sína og að mínu mati ótrúlega heimsku. Hann taldi sig geta ekið á þessum hraða, þar sem hann var með radarvara í bifreið sinni. Í framhaldi af því sendi ég tillögu til Umferðaráðs um að eina leiðin til að gera radarvara gagnslausa, væri að setja upp radarvita með jöfnu millibili á götum/vegum þar sem búast má við svona hraðakstri. Þessir radarvitar myndu senda út sams konar merki og hraðaradarar og því væru radarvarar sífellt að fá inn á sig radarmerki. Þar sem þeir gætu ekki greint á milli radarvita og hraðaradara, þá yrðu radarvararnir gagnslausir eða til þess að menn hættu að taka þessa sjensa. Svona radarvitar þyrftu ekki að vera dýrir og gætu gengið fyrir sólarorku sem jafnframt sæi um að hlaða rafgeymi. Radarvitana mætti hengja á vegstikur, tré, kletta, símastaura eða rafmagnsstaura. Vitanlega yrðu einhverjir fórnalömb skemmdarverka, en það færi eftir staðsetningu þeirra. Þá yrði að staðsetja þar sem líklegt væri að lögregla væri að sinna hraðamælingum til þess að gera merkin frá þeim trúverðug.
Ég legg til að Sjóvá og VÍS leggi lögreglunni lið við að koma svona radarvitum upp um allt land.
Vildi gefa lögreglunni radarvarann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 4
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 1679948
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 196
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það eru till flottari, og dýrari radar sem geta truflað mæla lögreglurnar.
Dabbi (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 00:02
Svörun til Dabba....
Já, það eru til tæki sem senda út bylgjur á sömu tíðni og radarmælar lögreglunar....
Held að það sé ódýrara að fá hraðasektina heldur en viðurlögin gegn útsendingum á þeirri tíðni.
Maggi (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 04:24
Radarvarar sem virka á þessa "nýju" radartækni íslensku lögreglunar eru ekki bara til - heldur orðnir mjög svo viðráðanlegir í verði sökum þess að tæknin er í raun allt annað en ný.
Mesti hraði sem ég hef upplifað í bifreið var í aftursætinu hjá ungum þjóðverja á autobahninum. Honum þótti lítið um að keyra eins hratt og dollan komst, daglega var hann að ferðast á yfir 200km hraða á klukkustund með aðra hönd á stýri án þess að blikna.
Það hristi mig svolítið til meðvitundar að heyra aðeins viku seinna að hann og fjórir aðrir dóu í hrikalegu bílslysi sem gerðist á að minsta kosti 150km hraða.
G. H. (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 07:18
Dáldið kalt stríð milli ökunýðinga og lögreglu...
ætli það verði ekki alltaf einhver sem er reiðubúinn að framleiða betri tækni gegn hraðamælum. Eftirspurnin er slík. En þetta er mjög góð hugmynd, og eina raunsæja hugmyndin sem ég hef heyrt. Fullt ef "blekkjurum".
Önnur leið væri að dæma ökunýðinga til að búa bíllausir í köben í 2 ár. Maður lærir að róa sig niður. Annað hvort þarf maður að sýna þolimæði eftir almenningssamgöngum, eða hjóla. Bíll er dýr og ópraktískur hér.
Sigurður Jökulsson, 14.6.2007 kl. 08:28
Fín hugmynd Marínó
Annars vorkenni ég lögreglunni því mér finnst almenningsálitið vera þannig að ég og mínir vinir mega keyra hratt, hinir eiga ekki að vera fyrir. Var ekki gerð könnun þar sem 40% ökumanna gáfu skít í hámarkshraða?
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:48
Það veit ég vel Ísak. Enda hjóla ég um allt ef ég er ekki að nota almenningssamgöngurnar. En það veit ég vel að þegar ég kem heim á klakann er maður mun rólegri í umferðinni, stressið sem er þar, skiptir ekki eins miklu máli. Maður lærir að láta umferðina bara ganga sinn gang.
Ég er búinn að búa í köben í að verða 2 ár (og hlakka til að komast loks heim).
Sigurður Jökulsson, 14.6.2007 kl. 16:05
Einhver hefur skráð einkaleyfi í Bandaríkjunum á þessari hugmynd, eða hvað?
http://www.freepatentsonline.com/5530446.html
B Ewing, 15.6.2007 kl. 16:31
Það er gaman að sjá, að einhver hefur lagt sig fram að útfæra svona radarvita. Næsta spurning er: Hefur einhver framleitt þá?
Takk fyrir ábendinguna ,,B Ewing".
Marinó G. Njálsson, 15.6.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.