5.6.2007 | 23:29
Er Seðlabankinn stikkfrí?
Mér finnst stundum eins og Seðlabankinn sé stikkfrí, þegar kemur að því að leita að orsökinni á hækkun verðbólgu, hækkun gengis og þenslunnar á húsnæðismarkaðnum. Það er eins og bankinn gleymi því að 30. júní 2003 voru settar nýjar reglur um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja (nr. 530/2003). Vissulega gaf Fjármálaeftirlitið þessar reglurnar út, en þær hafa varla farið framhjá bankanum (enda líklegast settar í nánu samráði við hann) og hann hefði því átt að hafa nægan tíma til að bregðast við þeim.
Það sem er svo merkilegt við þessar reglur að í þeim var fyrri áhættugrunni útlána (sem við leikmenn þekkjum kannski helst sem 8% eiginfjárhlutfall) breytt þannig að hann er nú margfaldaður með nýrri áhættuvog, en hún lýsir hversu mikil áhætta felst í því að veita lán. Áhættuvogin gat eftir breytinguna tekið fjögur gildi eftir því hversu áhættusamt lán taldist vera, þ.e. 0,0 þegar engin áhætta var talin fylgja láni, 0,2 þegar sáralítil áhætta var talin fylgja láni, 0,5 þegar lán var með fasteignaveði og 1,0 fyrir öll önnur lán. Málið er að áður voru veðlán í 1,0 flokknum. Og hvað þýddi þessi breyting? Jú, útlánageta fjármálafyrirtækja tvöfaldaðist á einu bretti til þeirra sem höfðu fasteignaveð, þ.e. upp að 80% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis eða ýmist 50 eða 60% af fasteignamati atvinnuhúsnæðis eftir því hvenær lán var tekið. Banki sem þurfti áður að eiga 8 kr. í eigið fé fyrir hverjar 100 kr. sem lánaðar voru til húsnæðiskaupa, gat nú lánað 200 kr. út á þessar 8 kr. í eigið fé. Þetta er númer eitt, tvö og þrjú ástæðan fyrir því að allt fór af stað. Og Seðlabankinn hefði átt að sjá þetta fyrir og hafa betri stjórn á atburðarásinni.
Nú spyr einhver: Af hverju átti Seðlabankinn að sjá þetta fyrir? Jú, svarið er einfalt. Ef ég tvöfalda ráðstöfunartekjur mínar, þá er nokkurn veginn öruggt að ég eyði meira en áður. Líklegast er að ég tvöfaldi neysluna/eyðsluna. Það er nákvæmlega það sem gerðist. Útlánageta fjármálafyrirtækja (svo sem bankanna, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs) vegna fasteignalána tvöfaldaðist á einu bretti og að sjálfsögðu nýttu þeir sér hið nýfengna frelsi. Fasteignamarkaðurinn hafði verið í langvarandi svelti og verð nýrra íbúða var hreinlega of hátt miðað við þá lánamöguleika sem voru í stöðunni.
En sagan er ekki búin, því 2. mars sl. voru gefnar út reglur nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, sem koma í staðinn fyrir reglur nr. 530/2003. Í þessum nýju reglum er áhættuvogin fyrir láni tryggðu að fullu með veði í fullbúnu íbúðarhúsnæði á Íslandi lækkuð úr 0,5 (50%) í 0,35 (35%). Þetta þýðir að fyrir 8 kr. í eigið fé getur fjármálafyrirtækið nú lánað 285 kr., þ.e. útlánagetan jókst allt í einu um rúm 40%. Er nema von að fasteignaverð sé áfram á uppleið og illa gangi að ná verðbólgumarkmiðum.
Davíð segir gagnrýni SA ekki trúverðuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 14.12.2007 kl. 14:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1679966
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Áhugaverð greining, Marinó, og sérstaklega ef höfð eru í huga launahækkun Seðlabankastjóra.
Hrannar Baldursson, 6.6.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.