5.6.2007 | 17:26
Dæmisaga 3: Viskan af fjallinu
Þetta er þriðja af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Líkt og hinar fyrri er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992.
Viskan af fjallinu - The Wisdom of the Mountain
Í Kína til forna, stóð á efst á Ping fjalli klaustur þar sem Hwan, hinn upplýsti, dvaldi. Af mörgum lærisveinum hans, þekkjum við aðeins einn, Lao-li. Í meira en 20 ár nam Lao-li og hugleiddi undir leiðsögn hins mikla meistara, Hwan. Þrátt fyrir að Lao-li væri einn af efnilegustu og staðföstustu lærisveinunum hafði hann ekki náð stigi hugljómunar. Viska lífsins var ekki hans.
Lao-li stritaðist við sitt hlutskipti daga, nætur, mánuði og jafnvel ár þar til einn morgun, er hann sá kirsuberjablóm falla, að hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér. ,,Ég get ekki lengur vikist undan örlögum mínum," hugsaði hann. ,,Eins og kirsuberjablómið, verð ég að sætta mig við hlutskipti mitt." Á þeirri stundu ákvað Lao-li að hverfa af fjallinu og gefa frá sér vonina um hugljómun.
Lao-li leitaði að Hwan til að láta hann vita af ákvörðun sinni. Meistarinn sat undir hvítum vegg í djúpri hugleiðslu. Auðmjúkur nálgaðist Lao-li hann. ,,Þú hinn upplýsti", sagði hann. En áður en hann fékk haldið áfram, tók meistarinn til máls. ,,Á morgun mun ég fylgja þér á ferð þinni niður af fjallinu." Það þurfti ekki að segja neitt meira. Meistarinn mikli skildi.
Næsta morgun, áður en för þeirra niður hófst, meistarinn horfði yfir víðáttuna í kringum fjallstindinn. ,,Segðu mér, Lao-li," sagði hann, ,,hvað sérðu?" ,,Meistari, ég sé sólina vera að vakna rétt undir sjóndeildarhringnum, hæðir og fjöll hlykkjast óravegu og líða niður í dalinn fyrir neðan, vatn og gamalt þorp." Meistarinn hlustaði á svör Lao-li. Hann brosti og hóf síðan förina niður hlíðina.
Klukkutímum saman, meðan sólinn leið eftir himninum, héldu þeir ferð sinni áfram, stoppuðu aðeins einu sinni þegar þeir nálguðust hlíðarfótinn. Aftur bað Hwan Lao-li að lýsa því sem fyrir augum bar. ,,Mikli meistari, í fjarlægð sé ég hana hlaupandi um í hlöðu, kú sofandi innan um vel sprottinn hagann, öldunga sem láta síðdegissólina skína á sig og börn ærslast við læk." Meistarinn hélt göngu sinni þögull áfram þar til að þeir komu að þorpshliðinu. Þar benti meistarinn Lao-li að koma og setjast hjá sér undir gömlu tré. ,,Hvað lærðir þú í dag, Lao-li?" spurði meistarinn. ,,Kannski er þetta síðasta spekin sem ég miðla til þín." Lao-li svaraði með þögninni.
Loks eftir langa þögn, hélt meistarinn áfram. ,,Leiðin til hugljómunar er líkt og leiðin ofan af fjallinu. Hún verður eingöngu þeim fær sem átta sig á því að það sem þeir sjá uppi á fjallinu er ekki það sama og þeir sjá við rætur þess. Án þessarar visku, við lokum huga okkar fyrir öllu sem við sjáum ekki úr þeirri stöðu sem við erum í og takmörkum þar með getu okkar til að vaxa og bæta okkur. En með þessari visku, Lao-li, vöknum við til vitundar. Við meðtökum að hver og einn er með takmarkaða sýn - sem í sannleika sagt er ekki mikil. Þetta er sú viska sem getur opnað augu okkar fyrir framförum, hrundið burt fordómum og kennt okkur að virða það sem við sjáum ekki í fyrstu. Gleymdu aldrei þessari lexíu, Lao-li: Það sem þú sérð ekki er hægt að sjá frá öðrum stað á fjallinu."
Þegar meistarinn hafði lokið máli sínu, horfði Lao-li út á sjóndeildarhringinn og á meðan sólin settist fyrir framan hann, reis hún í hjarta hans. Lao-li sneri sér til meistarans, en hinn mikli var horfinn á braut. Þannig endar hin gamla kínverska frásögn. En það er víst, að Lao-li sneri aftur upp á fjallið og lifði þar alla sína ævi. Hann varð mikill meistari.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 1679974
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þær eru hver annarri betri sögurnar.
María Kristjánsdóttir, 6.6.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.