Leita í fréttum mbl.is

Lögfræðiálit vegna gengislána dóma 16. júní 2010

Löng sorgarsaga hjónanna Ástu Lóu Þórsdóttur og Hafþórs Ólafssonar hefur verið birt. Hún er merkileg yfirlestrar, því hún sýnir úrræðaleysi stjórnvalda og vald fjármálastofnana. Ég þekki því miður of margar svona sögur og eina af eigin raun.

Ásta minnist á þrjú lögfræðiálit í færslunni sinni, tvö frá Aðalsteini Jónssynni og eitt frá Jóhannesi Karli Sveinssyni. Hún hefur deilt þessum álitum með mér og undrast ég sérstaklega ýmislegt í áliti Jóhannesar, því hann var einn af samningarmönnum Steingríms í samningum við kröfuhafa vegna uppgjörs og eignarhalda á nýju bönkunum. Álitin eru hengd við þessa færslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki virðast lögmennirnir alveg sammála og það fyrsta sem ég tók eftir var neðanritað:

Jóhannes Karl Sveinsson, hrl.

þetta er af blaðsíðu 5

Ef tekið er mið af þessum reglum um brostnar forsendur og hliðrun samninga vegna óvæntra atvika eftir samningsgerð myndi maður ætla að rétta niðurstaðan fælist í því að leytast yrði við að hliðra ákvæðum viðkomandi samninga þannig að lánveitandi sæti a.m.k. ekki einn uppi með tjónið sem varð af hinu ógilda samningsákvæði og lántakandinn héldi ekki þeim hagnaði að fullu.

Það er áhugavert að sjá að þarna vill lögmaðurinn hliðra reglum og hliðra ákvæðum samninga til að bæta upp tjón fjármálafyrirtækis.

Aðalsteinn E. Jónasson hrl

Samantekt liður B

18. gr vaxtalaga nr. 38/2001 þar sem kveðið er á um leiðréttingu miðað við verðtryggða eða óverðtryggða vexti,séu vextir eða annað endurgjald fyrir láni ógilt. þrátt fyrir takmarkað gildissvið þess lagaákvæðis eru undirstöðurök þess skýr þ.e. að skuldari á ekki að hagnast á ógildingu samnings um vexti eða annað endurgjald.

Ég veit eiginlega hvað mér á að finnast um það sem Aðalsteinn setur hérna fram.

Valgarð (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband