Leita í fréttum mbl.is

Ţegar íslenskir bankamenn gengu af vitinu

Uppljóstrun Panamaskjalanna er einn áfangi á langri göngu, sem hófst áriđ 1998 međ annars vegar stofnun Kaupthing Luxembourg S.A. og hins vegar Landsbanki PCC (Guernsey) Limited.  Ég er svo sem enginn sérfrćđingur í ţeirri starfsemi sem fór fram í ţessum fyrirtćkjum (sem betur fer), en ljóst er ađ ţarna hófst sú atburđarrás, sem hefur veriđ ađ rekjast upp fyrir augunum á okkur síđustu klukkutíma, daga og vikur.

Hinir tveir bankarnir, Íslandsbanki og Búnađarbanki Íslands, gátu ekki veriđ eftirbátar og keypti sá fyrri Raphael & Sons Plc. í Bretlandi áriđ 1999, međan sá síđari setti á fót Bunadarbankinn International S.A. Luxembourg áriđ 2000.  Sama ár keypti Landsbanki Íslands Heritables Bank í London, en hann var m.a. međ starfsemi á Jersey.  Eins og sést á ţessu, ţá átti ţetta allt sér stađ fyrir "einkavinavćđingu" LÍ og BÍ.  Viđ sameiningu BÍ og Kaupţings, ţá keypti LÍ síđan starfsemi BÍ í Luxemborg.

Hvers vegna voru íslenskir bankar ađ setja upp starfsemi í Luxemborg, á Guernsey og Jersey.  Ja, bankamađurinn sem aldrei var ákćrđur, Halldór J. Kristjánsson, lýsir ţví ágćtlega í grobbviđtali viđ Viđskiptablađ Morgunblađsins 6. janúar áriđ 2000.  Hann bjó vissulega ađ ţví á ţessum tíma, ađ enginn áttađi sig á steypunni, en hann sagđi m.a.:

[Stórfyrirtćkin] nýta sér ţetta til ađ ná betri stýringu, m.a. á skattskyldum sínum í alţjóđlegu umhverfi.  Ţađ er jú eitt af ţví sem svona lögsaga getur auđveldađ, ţ.e. stjórnun í fjölbreyttu og flóknu umhverfi, til dćmis hjá stórfyrirtćkjum sem reka starfsemi í nánast hverju einasta Evrópuríki, međ ólíkum skattareglum og ólíkum frádráttarmöguleikum o.h.ţ.  Erfitt getur veriđ fyrir fjölţjóđlegt fyrirtćki ađ stýra slíku og ţar af leiđandi hentugt fyrir ţađ ađ nýta sér umhverfi eins og á Guernsey.  Ţađ ţýđir ekki ađ fyrirtćkiđ sé ađ skjóta undan skatti, heldur reynir ţađ ađ stýra eignasafninu m.a. út frá skattaskuldbindingum og vćntanlega međ ţađ ađ markmiđi ađ hámarka arđsemi og ţá ađ sjálfsögđu ađ lágmarka gjöld sem leggjast á starfsemina.

Ţarna lýsir bankastjóri ríkisbankans, Landsbanka Íslands, ađ ríkisbankinn ćtlađi ađ ađstođa viđskiptavini sína viđ skattsvik.

A.m.k. er eitt alveg á hreinu, ađ ţessi "viđskiptaráđgjöf" bankanna var hafin fyrir einkavćđingu ţeirra áriđ 2003.  Ríkisbankarnir tveir, Landsbanki Íslands og Búnađarbanki Íslands, fóru ţar fremstir međal jafningja.

En hvers vegna varđ ţetta svona vinsćlt međal Íslendinga?  Ţegar stórt er spurt eru svörin ótrúlega oft ákaflega einföld:

1. Hjarđhegđun:  Eftir ađ einn banki fór ađ bjóđa upp á ţetta, ţá gerđu allir ţađ.  Máliđ er nefnilega ađ vöruframbođ íslensku bankanna er ákaflega einsleitt og enginn ţorir ađ bjóđa ekki ţađ sama og hinir.

2. EES samningurinn: Fjöldi Íslendinga átti háar upphćđir í útlöndum og hafđi treyst á bankaleynd, sem núna var ađ rakna upp.  Ţví var tilvaliđ ađ fćra eignarhaldiđ og auđinn, ţar sem minni líkur voru á ađ allt fyndist.

3. Ţetta var smart: Ég efast ekki um ađ ţetta hafi ţótt sniđugt og smart.

4. Enginn var auđmađur međ auđmönnum nema eiga svona félag: Ég held ađ ţađ hafi gengiđ smitsótt međal auđmanna um ađ ţetta vćri nauđsynlegt.

5. Auđmenn sáu ofsjónum yfir sköttum sem ţeir greiddu til samfélagsins: Líklegast helsta ástćđan.

Afleiđingarnar ađ koma í ljós

Á Íslandi hrundi bankakerfiđ á nokkrum góđum dögum í október 2008.  Eftir á ađ hyggja, ţá hefur gćfa Íslands líklegast aldrei veriđ meiri, en ađ ţessir ţrír bankar hafi falliđ harkalega á nefiđ.  Auđvitađ var enginn sammála ţví ţá, en pćlum bara í soranum sem búiđ vćri ađ byggja upp til viđbótar, ef ţeir hefđu haldiđ áfram ađ starfa.

Áđur en bankarnir ţrír féllu, höfđu ţeir hjálpađ ótrúlega mörgum Íslendingum, auđmönnum og öđrum sem vildu láta sem ţeir vćru auđmenn, ađ setja upp pappírsfélög í skattaskjólum út um allan heim.  Mér fannst nánast kjánalegt ađ sjá ađ Hrólfur Ölvisson og Sveinbjörg Kristjánsdóttir hafi veriđ skráđ fyrir slíkum félögum.  Er ekki örvćnting bankanna eftir ađ fá fleiri viđskiptavini orđin mikil, ađ fólk sem í raun átti ekkert var nógu ríkt til ađ eignast skattaskjólsfélag?  Eđa var löngunin eftir ađ spila á leikvelli ţeirra stóru svo mikil ađ menn urđu bara ađ vera međ?

Í mínum huga bera tveir menn mesta ábyrgđ á ţessu skattaskjólsmálum:  Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, og Sigurđur Einarsson, ţáverandi ćđsti stjórnandi Kaupţings, lítils verđbréfafyrirtćkis međ ađsetur á annarri hćđ húss viđ Hafnarstrćti.  Ađ öllum líkindum má bćta á ţennan lista Sigurjóni Ţ. Árnasyni, ţáverandi yfirmanni hjá Búnađarbanka Íslands.

Já, viđ erum enn ađ bíta úr nálinni varđandi ósiđsama viđskiptahćtti bankakerfis landsins síđustu 20 ár eđa svo.  Ég hef ţegar nefnt Íslandsbanka, Landsbanka Íslands, Búnađarbanka Íslands og Kaupţing, en gleymum ekki Byr, SPRON, Straumi, SpKef og hvađ ţessar fjármálastofnanir hétu sem tóku ţátt í ţessu.  Viđurkennum ţá stađreynd, ađ íslenskt fjármálakerfi var rotnara, en okkur hefur nokkru sinni dottiđ í hug.  Ég vorkenni ţeim starfsmönnum ţessara fjármálafyrirtćkja, sem voru dregnir á asnaeyrunum af yfirmönnum sínum.  Ég vorkenni ţeim starfsmönnum, sem telja ţetta til afreka á ferilskrám ađ hafa leitt eđa tekiđ ţátt í ţessum ţćtti viđkomandi fjármálafyrirtćkja.

Siđferđishrun íslenska fjármálakerfisins hófst áriđ 1998.  Viđ erum enn ađ súpa seyđiđ af ţví siđferđishruni.  Viđ erum ađ líđa fyrir ađ íslenskir bankamenn gengu af vitinu.  Ef ekki vćri fyrir afglöp ţeirra og "snilli", ţá vćri Ísland kannski bara "best í heimi", eins og viđ viljum svo gjarnan vera.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Samt merkilegt Marinó ađ Gorge Soros fjármagni ţetta IJIC (In­ternati­onal Consorti­um of Investigati­ve Journa­lists) međ höfuđstöđvar í Washington, en hafi fyrst ţurrkađ út ţúsundir af aflandsfélögum sínum af listanum úr ţví skattaskjóli sem hann braust inn í til ađ skaffa ţessum nytsömu fíflum af blađamönnum gögnin til ađ ganga erinda hans ţannig frá veröldinni ađ hún passi inn í peningalegan hugarheim hans: 1) komi Vladimir Pútín frá völdum og vissum Orban landsmanni sínum í Ungverjalandi. Um leiđ 2) er hin undirliggjandi málefna-dagskrá ţessa félagsskapar blandađur međ kröfunni um "opin landamćri" og ýmislegt annađ Píratalegt gotterí sem varđa braut ţeirra međ heiminn til helvítis međ svona rosalega góđum ásetningi eins og viđ sjáum.

Ţetta er allt mjög nytsamt og fallegt, ekki satt. Sakleysiđ uppmálađ í tunnum til ađ fóđra skrílinn á og halda honum viđ efniđ; ađ mótmćla sem nytsamt verkfćri nytsamra kjána.

Manni dettur ósjálfrátt í hug James Bond myndin: Viđ treystum ađ sjálfstöđu George Soros, Elliot Carver og Skeggja Kjaftasyni. Ţannig er bara ţađ međ og fyrir gjallarhorn Birgittu.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2016 kl. 23:17

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvernig er hćgt ađ ganga af vitinu, ţegar menn hafa ekkert vit?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2016 kl. 06:43

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Gunnar Rögnvaldsson. Ekkert af ţessum bollaleggingum ţínum breytir ţeim stađreyndum ađ ţađ var mikiđ af svona braski og bralli í gangi hjá íslensku bönkunum fyrir hrun, eins og Marinó rekur af sinni alkunnu snilld hér ađ ofan. Ađ gera lítiđ úr ţeim stađreyndum međ vísan til einhverrar meintrar tengingar lekans viđ Soros, er bara ad hominem rökleysa.

Guđmundur Ásgeirsson, 8.4.2016 kl. 17:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband