4.4.2016 | 16:02
Þegar íslenskir bankamenn gengu af vitinu
Uppljóstrun Panamaskjalanna er einn áfangi á langri göngu, sem hófst árið 1998 með annars vegar stofnun Kaupthing Luxembourg S.A. og hins vegar Landsbanki PCC (Guernsey) Limited. Ég er svo sem enginn sérfræðingur í þeirri starfsemi sem fór fram í þessum fyrirtækjum (sem betur fer), en ljóst er að þarna hófst sú atburðarrás, sem hefur verið að rekjast upp fyrir augunum á okkur síðustu klukkutíma, daga og vikur.
Hinir tveir bankarnir, Íslandsbanki og Búnaðarbanki Íslands, gátu ekki verið eftirbátar og keypti sá fyrri Raphael & Sons Plc. í Bretlandi árið 1999, meðan sá síðari setti á fót Bunadarbankinn International S.A. Luxembourg árið 2000. Sama ár keypti Landsbanki Íslands Heritables Bank í London, en hann var m.a. með starfsemi á Jersey. Eins og sést á þessu, þá átti þetta allt sér stað fyrir "einkavinavæðingu" LÍ og BÍ. Við sameiningu BÍ og Kaupþings, þá keypti LÍ síðan starfsemi BÍ í Luxemborg.
Hvers vegna voru íslenskir bankar að setja upp starfsemi í Luxemborg, á Guernsey og Jersey. Ja, bankamaðurinn sem aldrei var ákærður, Halldór J. Kristjánsson, lýsir því ágætlega í grobbviðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins 6. janúar árið 2000. Hann bjó vissulega að því á þessum tíma, að enginn áttaði sig á steypunni, en hann sagði m.a.:
[Stórfyrirtækin] nýta sér þetta til að ná betri stýringu, m.a. á skattskyldum sínum í alþjóðlegu umhverfi. Það er jú eitt af því sem svona lögsaga getur auðveldað, þ.e. stjórnun í fjölbreyttu og flóknu umhverfi, til dæmis hjá stórfyrirtækjum sem reka starfsemi í nánast hverju einasta Evrópuríki, með ólíkum skattareglum og ólíkum frádráttarmöguleikum o.h.þ. Erfitt getur verið fyrir fjölþjóðlegt fyrirtæki að stýra slíku og þar af leiðandi hentugt fyrir það að nýta sér umhverfi eins og á Guernsey. Það þýðir ekki að fyrirtækið sé að skjóta undan skatti, heldur reynir það að stýra eignasafninu m.a. út frá skattaskuldbindingum og væntanlega með það að markmiði að hámarka arðsemi og þá að sjálfsögðu að lágmarka gjöld sem leggjast á starfsemina.
Þarna lýsir bankastjóri ríkisbankans, Landsbanka Íslands, að ríkisbankinn ætlaði að aðstoða viðskiptavini sína við skattsvik.
A.m.k. er eitt alveg á hreinu, að þessi "viðskiptaráðgjöf" bankanna var hafin fyrir einkavæðingu þeirra árið 2003. Ríkisbankarnir tveir, Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands, fóru þar fremstir meðal jafningja.
En hvers vegna varð þetta svona vinsælt meðal Íslendinga? Þegar stórt er spurt eru svörin ótrúlega oft ákaflega einföld:
1. Hjarðhegðun: Eftir að einn banki fór að bjóða upp á þetta, þá gerðu allir það. Málið er nefnilega að vöruframboð íslensku bankanna er ákaflega einsleitt og enginn þorir að bjóða ekki það sama og hinir.
2. EES samningurinn: Fjöldi Íslendinga átti háar upphæðir í útlöndum og hafði treyst á bankaleynd, sem núna var að rakna upp. Því var tilvalið að færa eignarhaldið og auðinn, þar sem minni líkur voru á að allt fyndist.
3. Þetta var smart: Ég efast ekki um að þetta hafi þótt sniðugt og smart.
4. Enginn var auðmaður með auðmönnum nema eiga svona félag: Ég held að það hafi gengið smitsótt meðal auðmanna um að þetta væri nauðsynlegt.
5. Auðmenn sáu ofsjónum yfir sköttum sem þeir greiddu til samfélagsins: Líklegast helsta ástæðan.
Afleiðingarnar að koma í ljós
Á Íslandi hrundi bankakerfið á nokkrum góðum dögum í október 2008. Eftir á að hyggja, þá hefur gæfa Íslands líklegast aldrei verið meiri, en að þessir þrír bankar hafi fallið harkalega á nefið. Auðvitað var enginn sammála því þá, en pælum bara í soranum sem búið væri að byggja upp til viðbótar, ef þeir hefðu haldið áfram að starfa.
Áður en bankarnir þrír féllu, höfðu þeir hjálpað ótrúlega mörgum Íslendingum, auðmönnum og öðrum sem vildu láta sem þeir væru auðmenn, að setja upp pappírsfélög í skattaskjólum út um allan heim. Mér fannst nánast kjánalegt að sjá að Hrólfur Ölvisson og Sveinbjörg Kristjánsdóttir hafi verið skráð fyrir slíkum félögum. Er ekki örvænting bankanna eftir að fá fleiri viðskiptavini orðin mikil, að fólk sem í raun átti ekkert var nógu ríkt til að eignast skattaskjólsfélag? Eða var löngunin eftir að spila á leikvelli þeirra stóru svo mikil að menn urðu bara að vera með?
Í mínum huga bera tveir menn mesta ábyrgð á þessu skattaskjólsmálum: Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, og Sigurður Einarsson, þáverandi æðsti stjórnandi Kaupþings, lítils verðbréfafyrirtækis með aðsetur á annarri hæð húss við Hafnarstræti. Að öllum líkindum má bæta á þennan lista Sigurjóni Þ. Árnasyni, þáverandi yfirmanni hjá Búnaðarbanka Íslands.
Já, við erum enn að bíta úr nálinni varðandi ósiðsama viðskiptahætti bankakerfis landsins síðustu 20 ár eða svo. Ég hef þegar nefnt Íslandsbanka, Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands og Kaupþing, en gleymum ekki Byr, SPRON, Straumi, SpKef og hvað þessar fjármálastofnanir hétu sem tóku þátt í þessu. Viðurkennum þá staðreynd, að íslenskt fjármálakerfi var rotnara, en okkur hefur nokkru sinni dottið í hug. Ég vorkenni þeim starfsmönnum þessara fjármálafyrirtækja, sem voru dregnir á asnaeyrunum af yfirmönnum sínum. Ég vorkenni þeim starfsmönnum, sem telja þetta til afreka á ferilskrám að hafa leitt eða tekið þátt í þessum þætti viðkomandi fjármálafyrirtækja.
Siðferðishrun íslenska fjármálakerfisins hófst árið 1998. Við erum enn að súpa seyðið af því siðferðishruni. Við erum að líða fyrir að íslenskir bankamenn gengu af vitinu. Ef ekki væri fyrir afglöp þeirra og "snilli", þá væri Ísland kannski bara "best í heimi", eins og við viljum svo gjarnan vera.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Samt merkilegt Marinó að Gorge Soros fjármagni þetta IJIC (International Consortium of Investigative Journalists) með höfuðstöðvar í Washington, en hafi fyrst þurrkað út þúsundir af aflandsfélögum sínum af listanum úr því skattaskjóli sem hann braust inn í til að skaffa þessum nytsömu fíflum af blaðamönnum gögnin til að ganga erinda hans þannig frá veröldinni að hún passi inn í peningalegan hugarheim hans: 1) komi Vladimir Pútín frá völdum og vissum Orban landsmanni sínum í Ungverjalandi. Um leið 2) er hin undirliggjandi málefna-dagskrá þessa félagsskapar blandaður með kröfunni um "opin landamæri" og ýmislegt annað Píratalegt gotterí sem varða braut þeirra með heiminn til helvítis með svona rosalega góðum ásetningi eins og við sjáum.
Þetta er allt mjög nytsamt og fallegt, ekki satt. Sakleysið uppmálað í tunnum til að fóðra skrílinn á og halda honum við efnið; að mótmæla sem nytsamt verkfæri nytsamra kjána.
Manni dettur ósjálfrátt í hug James Bond myndin: Við treystum að sjálfstöðu George Soros, Elliot Carver og Skeggja Kjaftasyni. Þannig er bara það með og fyrir gjallarhorn Birgittu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2016 kl. 23:17
Hvernig er hægt að ganga af vitinu, þegar menn hafa ekkert vit?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2016 kl. 06:43
Gunnar Rögnvaldsson. Ekkert af þessum bollaleggingum þínum breytir þeim staðreyndum að það var mikið af svona braski og bralli í gangi hjá íslensku bönkunum fyrir hrun, eins og Marinó rekur af sinni alkunnu snilld hér að ofan. Að gera lítið úr þeim staðreyndum með vísan til einhverrar meintrar tengingar lekans við Soros, er bara ad hominem rökleysa.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2016 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.