Leita í fréttum mbl.is

Erla Stefánsdóttir 1935-2015

Horfin er til annars heims Erla Stefánsdóttir.  Fáir sjá heiminn með hennar augum eða hafa boðað kærleikann eins hreinan og tæran og hún hefur gert.

Ég er einn af nemendum Erlu.  Kynntist henni fyrir um aldarfjórðungi, þegar ég sótti námskeið hjá henni.  Yndislegri manneskja er vandfundin.  Þessi óskilyrti skilningur og vinátta sem hún sýndi okkur, nemendum sínum, var eitthvað sem ég hafði aldrei kynnst áður.  Ekki bara það, heldur að vera nálægt henni, var eins og vera hleypt inn í heilagt rými, slík var orka hennar og orkuhjúpur.

Erla er vissulega þekkt meðal almennings, sem mikill sjáandi, "álfadrottningin" var hún stundum kölluð, vegna þess að hún sá meira en fólk flest.  Þeir hæfileika voru henni bæði blessun og byrði.  Samt vildi hún aldrei gera mikið úr þessum hæfileikum sínum.  Hún stærði sig aldrei af þeim í mín eyru eða taldi sig á nokkurn hátt betri en aðrir vegna þess.  Eitt sinn vorum við að ræða saman og ég segi svona, að ég verði bara að láta mér nægja í bili að sjá ljósið skína í gegn um skráargatið á hurðinni, en hún sé örugglega þar fyrir innan.  Svaraði hún mér hlæjandi:  "Nei, ég er bara nær skráargatinu!"  Var þetta lýsandi fyrir þá hógværð og virðingu sem hún bar fyrir hæfileikum sínum.  Hún bar þessa byrði og deildi reynslu sinni og upplifun með okkur, eins og hún þorði, því hún taldi ekki allt, sem hún sá, eiga erindi við okkur.

Fyrir okkur sem kynntumst Erlu og tókum þátt í starfi Lífssýnar, þá var margt meira og mikilvægara í fari hennar, en að geta séð meira en við hin.  Það var fyrst og fremst sá hæfileiki hennar að geta miðlað þekkingu sinni áfram til okkar.  Að geta kveikt ljós kærleika í huga okkar og hjörtum. Að geta fengið okkur til að leita inn á við og upp á við að ljósinu í lífi okkar.  Að finna stoð og stuðning í æðri verum þessa heims óháð trúarbrögðum.

Kæra Erla, það voru mikil forréttindi að kynnast þér og mun ég alltaf búa að þeim kynnum.  Engin manneskja (utan minna nánustu) hefur haft jafn mikil áhrif á mig eða á jafn stóran hlut í mótun minni sem einstaklings.  Þú ert og verður um ókomna tíð merkasti kennarinn minn vegna þess að þú kenndi mér skilyrðislausa ást, að lifa án fordóma, að láta af dómhörku, að heimurinn er fullur af endalausri orku og ást og það væri mitt (og allra annarra) að nýta þetta til góðs fyrir alla.  Þú hvattir mig (sem og aðra nemendur þína) til að leggja alúð við störf okkar, að hlúa að blómi sálar okkar, að vera heilstæð persóna í eigin rými, því þá liði okkur vel og útgeislun okkar ykist.  Kannski verðum við einhvern tímann að því leiðarljósi fyrir aðra, sem þú varst fyrir okkur!

Ég þakka þér fyrir einstaklega áhugavert ferðalag.

Marinó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta, hún bjó hjá mér um tíma meðan við unnum Ísafjarðarálfakortið.  

Hún átti samt sínar dökku hliðar þessi elska, það var erfitt að sætta sig við skilnaðinn, en alltaf stóð hún sem hetja.  Blessuð sé minning hennar, það hefur ekki verið neitt sérlega stórt skref fyrir að hana að fara héðan, rétt eins og hjá afa mínum, sem átti sér vinkonu í álfheimum, þau voru bæði nærri hinu þunna tjaldi sem aðskilur þessa tvo heima.  Ég hef stundum fengið að kíkja þangað inn og er þakklát fyrir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2015 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband