3.5.2007 | 14:44
Enn ein hneisan fyrir Kastljós
Þetta er nú farið að verða alltaf vandræðalegra og vandræðalegra fyrir Kastljósið. Þórhallur er ekki fyrr búinn að svara Jónínu, en það kemur yfirlýsing frá dómsmálaráðuneytinu. þar sem fullyrðing Þórhalls um afgreiðslutíma er skotin í kaf. Fresturinn um afgreiðslutíma umsókna sem auglýstur er á vef ráðuneytisins Á EINGÖNGU VIÐ ÞEGAR RÁÐUNEYTIÐ VEITIR SJÁLFT RÍKISBORGARARÉTTINN. Það stendur nú orðið fátt eftir af stóru sprengjunni hans Helga samfylkingamanns Seljans og það er orðið tímabært að Kastljósið biðji bæði Jónínu og blessaða stúlkuna afsökunar á slælegum vinnubrögðum. Engar staðhæfingar hafa staðist:
1. Byrjað var að gefa í skyn að Jónína hefði beitt sér. Það reyndist rangt.
2. Allsherjarnefnd hlaut að hafa þekkt tengsl stúlkunnar við Jónínu. Því hafa nefndarmenn neitað.
3. Útlendingastofnun hafði neitað stúlkunni svo það hlaut að vera maðkur í mysunni. Það hafa allir fengið neitun frá Útlendingastofnun sem leita til Alþingis. Annars væri líklegast ekki þörf að leita til Alþingis.
4. Fyrst var sagt að enginn hafi fengið ríkisborgararétt eftir svona stutta dvöl á Íslandi, síðan örfáir og að mestu börn. Í ljós kemur að um þriðjungur þeirra sem Alþingi hefur veitt ríkisborgararétt hafa dvalið í 2 ár eða skemur og í hópi þeirra eru börn.
5. Umsókn sem venjulega tekur 5 - 12 mánuði að afgreiða tók aðeins 10 daga. Það er ekki rétt heldur. Umsóknir sem fara beint til Alþingis falla ekki undir 5 - 12 mánaða biðtíma. Þær eru sendar allsherjarnefnd strax og umsagnir liggja fyrir.
Það verður forvitnilegt að sjá hvað Kastljósið kemur upp með næst. Hversu langt munu Þórhallur og hans fólk ganga í að níðast á blessaðri stúlkunni, áður en ákveðið verður að láta staðar numið? Og mun Þórhallur, og að ég tali nú ekki um Helgi Seljan, biðjast afsökunar á rakalausum málatilbúnaði sínum? Eða er allt í lagi að gera eins og DV forðum, að ofsækja saklaust fólk í nafni fréttamennsku? Mér þætti það ekki skrýtið ef blessuð stúlkan kæmi sér sem lengst í burtu frá þessu landi þar sem persónuvernd er að engu höfð.
Ráðuneytið segir ekkert athugavert við afgreiðslu umsóknar um ríkisfang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2007 kl. 14:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hneisa fyrir katljós ?
Nei þetta er hneisa fyrir Jónínu og framsóknarflokkinn.
Jens Sigurjónsson, 3.5.2007 kl. 15:12
Sammála þér Marinó! Kastljósið sýndi fádæma dónaskap og smekkleysi í þessari umfjöllun sinni. Að ég bæti nú ekki við dómgreindarleysi. Almenningur í landinu áttar sig ekki á þessum vinnubrögðum vegna þess að almennir borgarar lenda sjaldan sjálfir í þessu liði. Það er líka svo spennandi að sjá fræga fólkið gjörsamlega "grillað" af fréttamönnum. Menn eru í raun gjörsamlega óvarðir fyrir kastljósi blaðamennskunnar, sem böðlast áfram þó svo öll rök tali gegn málflutningi þeirra. Og aldrei dettur þeim í hug að viðurkenna mistök sín. Mér finnst að Jónína eigi að fara í meiðyrðamál við RÚV.
Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 15:37
Tökum þessa liði fyrir.
1. Þó ekki hafi tekist að sanna þetta er ekki þar með sagt að þetta sé ragnt. Það að konan hafi fengið ríksiborgararétt út á jafn léttvæg rök samanborið við marga aðra, sem hafa fengið synjun bendir sterklega til að hún hafi fengið sérmeðferð hjá Alsherjarnefnd.
2. Auðvitað neita þeir þessu, annars væru þeir að bera upp á sig sök í málinu. Sú sérmeðferð, sem þessi kona hlaut bendir hins vegar til annars.
3. Útlendingastofnun veitir ekki ríksiborgararétt. Það gera aðeins Dómsmálaráðuneytið og Alþingi.
4. Því hefur aldrei verið haldið fram að engin hafi fengið ríksiborgararétt eftir svona stutta dvöl á landinu. Því hefur aðeins verið haldið fram að miðað við hversu lítil tengsl hún hefur við landið sé þetta á skjön við aðrar afgreiðslur Alsherjarnefndar. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það er rétt.
5. Hér er aðeins verið að leiðrétta smávægilegan misskilning varðandi ályktanir út frá heimasíðu Dómsmálaráðuneytisins. Þetta hefur ekki stóra vikt í málinu.
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.