28.5.2014 | 10:24
Vísitölutenging lána heimilanna er alltaf slæm hugmynd
Mér finnst stundum merkilegt og nánast hlægilegt, þegar menn leita um allan heim af dæmum sem sýna að verðtryggð lán eða vísitölutengd lán eru töfralausnin, en ekki nafnverðslán (það sem við köllum óverðtryggð) eins og eru algengust í heiminum.
Í pistlinum Japan og óverðtryggð lán á mbl.is hefur Már Mixa fundið dæmi um að Japanir séu í slæmu máli vegna þess að jenið sé að styrkjast samhliða því að húsnæðisverð lækkaði. Hann nefnir ekki í pistli sínum hvort laun í Japan, og þar með húsnæðiskaupenda/lántaka, hafi lækkað. Það er nefnilega grunnforsenda þess að lán með nafnvöxtum sé óhagstæðara núna en við töku þess. Hafi laun ekki lækkað og frekar hækkað, þá eru lánin augljóslega hagstæðari núna en við töku þeirra. (Már bendir á að vextir lánanna hafi lækkað.)
Forðast ber vísitölutengingu langtímalána heimilanna
Bara svo það sé á hreinu, þá er tenging langtímalána við vísitölu slæmur kostur. Sama í hvaða mynd tengingin er. Húsnæðisvísitala er alveg jafnafleit og vísitala neysluverðs. Skýringin er einföld. Staða lántaka er misjöfn meðan vísitölumæling mælir einhvers konar meðaltalsþróun eða jafnvel öfgafyllstu hækkunina. Húsnæðiseigandi sem ekki ætlar að selja húsnæðið sitt hefur ENGAN hag af hækkandi verði, sama hvaða lán hann er með á húsinu. Eina leiðin fyrir hann til að hagnast á hækkandi verði, er að selja, en á mót þyrfti hann að kaupa á hærra verði. Nettóáhrif fyrir viðkomandi gætu því í reynd verið neikvæð, ef húsnæðið sem hann kaupir hefur hækkað meira en það sem hann seldi, þó það sé ódýrara. Vísitölutengingin (sama hver vísitalan er) mun hins vegar ALLTAF leiða til þess að höfuðstóllinn hækkar til langframa, þ.e. að meiri vísitölubætur leggjast ofan á höfuðstólinn á lánstímanum vegna hækkunar vísitölunnar, en dragast af honum vegna lækkunarvísitölunnar. Vissulega er fræðilega til sú staða að lækkun verði mikil og langvarandi og hugsanlega hægt að finna eitt eða tvö lönd í heiminum, þar sem það hefur raunverulega gerst, en hvort heldur í íslenskum raunveruleika eða raunveruleika líklegast 99% landa í heiminum hefði hvaða vísitölubinding sem er leitt til þess að vísitölubætur hefðu hækkað höfuðstólinn.
Hvers vegna eru húsnæðislán í nágrannalöndum okkar ekki vísitölubundin? Ætli það sé vegna þess að nágrannar okkar hafi ekki uppgötvað töframátt vísitölubindingarinnar? Eða er það vegna þess að þeir átta sig á fásinnu hennar?
Vísitölubinding barn síns tíma
Vísitölubinding fjárskuldbindinga heimilanna er slæm hugmynd, sem við Íslendingar höfum þurft að líða fyrir í 35 ár. Henni var komið á í ástandi þegar verðbólga var um og yfir 40% á ársgrunni. Þegar við vorum með vanþroskað fjármálakerfi og stór hluti þeirra sem höndluðu með fjármuni lífeyrissjóðanna höfðu litla þekkingu á því sem þeir voru að gera. Fiskveiðar og eitt álver sáu landinu fyrir gjaldeyrir. Og voru viðbrögð við verðbólgu sem að miklu leiti má rekja til vaxtaverkja í þjóðfélaginu eftir að höftum eftirstríðsáranna hafði verið aflétt.
Fátt er líkt núna með ástandinu á vordögum 1979. 4% verðbólga þykir há (!), bygging Búðarhálsvirkjunar fór nánast framhjá þjóðinni, stoðir efnahagslífsins eru orðnar margar, samfélagið er orðið tengdara alþjóðasamfélaginu, fólk með viðskipta- og/eða fjármálamenntun sér um lífeyrissjóðina, vitund fólks fyrir umhverfinu og fjármálum er margfalt meiri og svona mætti lengi telja. Breytingin hefur líka orðið í neikvæða átt, þ.e. græðgivæðing samfélagsins er farin úr böndunum, flóknir fjármálagjörningar gera fólk erfitt að skilja margt sem er í gangi, bólur eru búnar til svo hægt sé að færa fjármagn á milli hópa í samfélaginu í nafni frjálsmarkaðar, markaðsmisnotkanun eru nánast reglan (kannski ekkert nýtt), hraði og upplýsingatækni er notaður til að breiða út röngum upplýsingum eða dæla út slíku magni upplýsinga að enginn ræður lengur við að vinna úr þeim.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 28
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 225
- Frá upphafi: 1679920
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 202
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Lán og laun verða að vera á sama verðtryggingar/vaxtastiginu. Allt annað er siðlaust lögleysisrugl.
Það er væntanlega alveg skýrt, að það er á ábyrgð skattstofu ríkisins/banka, að upplýsa fólk rétt um alla skilmála og áhættu, sem sækja um séreignarsparnað og/eða leiðréttingu.
Þeir sem setja þennan sparnað í bankana, verða að muna að bankarnir vinna enn á sama siðlausa og lyklafrumvarpslausa uppboðsháttinn og fyrir hrun/rán.
Best væri ef hægt væri að setja sparnaðinn beint í nýtt kaupleigu-húsnæðiskerfi, sem væri utan allra þessara siðlausu uppboðs-banka.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2014 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.