Leita í fréttum mbl.is

Snjóhengjan

Ekki er loku fyrir ţađ skotiđ, ađ orđiđ snjóhengja hafi hlotiđ nýja merkingu í íslensku máli.  Hefđbundiđ hafa snjóhengjur ógnađ lífi og limum fólks ţar sem mikiđ hefur snjóađ og snjóflóđahćtta myndast. Á Íslandi hefur engin náttúruvá á síđustu tveimur árhundruđum kostađ eins mörg mannslíf á landi og einmitt snjóhengjur sem hafa brotnađ og komiđ af stađ snjóflóđum međ geigvćnlegum afleiđingum.

Nýja merking orđsins er aftur vísun í efnahagslega ógn.  Ţetta eru krónueignir ţrotabúa hrunbankanna sem gćti ţurft ađ greiđa kröfuhöfum ţeirra út viđ uppgjör bankanna.  Ég hef ađ vísu viljađ vera međ víđari skilgreiningu á ţessari snjóhengju og vísa til mismuninn á mögulegu útflćđi fjármagns frá landinu og ţví sem mögulega fer hina leiđina nćstu 5-10 árin.  Ógnin viđ hagkerfiđ sem fellst í ţessum snjóhengjum er gríđarleg og nauđsynlegt er ađ finna langtíma lausn sem gerir ástandiđ viđunandi.

Stofnuđ hefur veriđ síđa, snjohengjan.is, ţar sem hvatt er til umrćđu um snjóhengjuvandann og leitađ sé lausnar á honum.  Ađ síđunni standa fjölmargir einstaklingar međ ólíkan bakgrunn, en fólk á ţađ sameiginlegt ađ vilja auka umrćđuna og hvetja stjórnmálamenn til ađ móta skýra afstöđu í málinu.  Snjóhengjan er grafalvarleg ógn viđ stöđugleika í landinu og verđi ekki fundin ásćttanleg lausn fyrir Ísland, ţá getur ţađ fest ţjóđina í skuldaklafa um ófyrirséđa framtíđ.  Ekkert nema happdrćttisvinningur á viđ fund stórra olíulinda myndi leysa ţjóđina undan slíkum klafa og jafnvel ţađ vćri fugl í skógi.

Umrćđan um snjóhengjuna hefur sem betur fer orđiđ meiri í samfélaginu hina síđustu mánuđi.  Ég skrifađi fyrstu fćrsluna mína um erlenda skuldastöđu ţjóđarbúsins síđari hluta apríl 2009, ţegar ég fjalla um erindi Haraldar Líndals Haraldssonar á fundi Félags viđskiptafrćđinga og hagfrćđinga.  Í fćrslu 13. júlí, 2009 segi ég Icesave er slćmt, en ekki stćrsta vandamáliđ.  Byrja ég ţá fćrslu á orđunum:

Ég veit ekki hve margir átta sig á ţví, en samkvćmt tölum sem finna má á vef Seđlabanka Íslands, ţá eru vaxtaberandi erlendar skuldir innlendra ađila, annarra en gömlu bankanna ţriggja, gríđarlega miklar.  Í árslok 2008 voru ţessar skuldir 3.649 milljarđar króna.

Ţessi tala hefur breyst mikiđ frá ţví ég birti hana ţarna í júlí 2009 og er helst eins og Seđlabankanum sé ógerlegt ađ festa hendur á rétta upphćđ.  Bćđi er ađ hún er mjög kvik, t.d. var hún komin í 4.483 milljarđa kr. í lok 1. ársfjórđungs 2009, ţ.e. ţremur mánuđum síđar, og hitt ađ Seđlabankinn virđist ekki hafa annađ hvort ađgang ađ öllum tölum eđa er sífellt ađ skipta um skođun hvađa tölur beri ađ telja međ.  Hafa ţví tölur oft ekki veriđ samanburđarhćfar ţegar sama taflan er sótt á vef Seđlabankans međ nokkurra mánađa millibili.

Einhvers stađar segir ađ fortíđin hverfi aldrei og hún muni fylgja manni inn í framtíđina ţar til tekiđ er á ţeim málum sem eru óuppgerđ.  Snjóhengjan er eitt slíkt mál.  Hún er mál úr fortíđinni, sem mun halda áfram ađ vofa yfir okkur uns henni er eytt.  Spurningin er bara hvort hún hrynji yfir ţjóđfélagiđ í formi eyđandi snjóflóđs eđa verđur fariđ skipulega í ađ fjarlćgja hana og tjóniđ af henni verđur takmarkađ eins og kostur er.  Hún er ţegar búin ađ valda miklu tjóni, spurningin er bara hver mikiđ verđur ţađ til viđbótar.


mbl.is Róbert Wessman stofnar snjohengjan.is
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband