19.4.2013 | 12:42
Snjóhengjan
Ekki er loku fyrir það skotið, að orðið snjóhengja hafi hlotið nýja merkingu í íslensku máli. Hefðbundið hafa snjóhengjur ógnað lífi og limum fólks þar sem mikið hefur snjóað og snjóflóðahætta myndast. Á Íslandi hefur engin náttúruvá á síðustu tveimur árhundruðum kostað eins mörg mannslíf á landi og einmitt snjóhengjur sem hafa brotnað og komið af stað snjóflóðum með geigvænlegum afleiðingum.
Nýja merking orðsins er aftur vísun í efnahagslega ógn. Þetta eru krónueignir þrotabúa hrunbankanna sem gæti þurft að greiða kröfuhöfum þeirra út við uppgjör bankanna. Ég hef að vísu viljað vera með víðari skilgreiningu á þessari snjóhengju og vísa til mismuninn á mögulegu útflæði fjármagns frá landinu og því sem mögulega fer hina leiðina næstu 5-10 árin. Ógnin við hagkerfið sem fellst í þessum snjóhengjum er gríðarleg og nauðsynlegt er að finna langtíma lausn sem gerir ástandið viðunandi.
Stofnuð hefur verið síða, snjohengjan.is, þar sem hvatt er til umræðu um snjóhengjuvandann og leitað sé lausnar á honum. Að síðunni standa fjölmargir einstaklingar með ólíkan bakgrunn, en fólk á það sameiginlegt að vilja auka umræðuna og hvetja stjórnmálamenn til að móta skýra afstöðu í málinu. Snjóhengjan er grafalvarleg ógn við stöðugleika í landinu og verði ekki fundin ásættanleg lausn fyrir Ísland, þá getur það fest þjóðina í skuldaklafa um ófyrirséða framtíð. Ekkert nema happdrættisvinningur á við fund stórra olíulinda myndi leysa þjóðina undan slíkum klafa og jafnvel það væri fugl í skógi.
Umræðan um snjóhengjuna hefur sem betur fer orðið meiri í samfélaginu hina síðustu mánuði. Ég skrifaði fyrstu færsluna mína um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins síðari hluta apríl 2009, þegar ég fjalla um erindi Haraldar Líndals Haraldssonar á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Í færslu 13. júlí, 2009 segi ég Icesave er slæmt, en ekki stærsta vandamálið. Byrja ég þá færslu á orðunum:
Ég veit ekki hve margir átta sig á því, en samkvæmt tölum sem finna má á vef Seðlabanka Íslands, þá eru vaxtaberandi erlendar skuldir innlendra aðila, annarra en gömlu bankanna þriggja, gríðarlega miklar. Í árslok 2008 voru þessar skuldir 3.649 milljarðar króna.
Þessi tala hefur breyst mikið frá því ég birti hana þarna í júlí 2009 og er helst eins og Seðlabankanum sé ógerlegt að festa hendur á rétta upphæð. Bæði er að hún er mjög kvik, t.d. var hún komin í 4.483 milljarða kr. í lok 1. ársfjórðungs 2009, þ.e. þremur mánuðum síðar, og hitt að Seðlabankinn virðist ekki hafa annað hvort aðgang að öllum tölum eða er sífellt að skipta um skoðun hvaða tölur beri að telja með. Hafa því tölur oft ekki verið samanburðarhæfar þegar sama taflan er sótt á vef Seðlabankans með nokkurra mánaða millibili.
Einhvers staðar segir að fortíðin hverfi aldrei og hún muni fylgja manni inn í framtíðina þar til tekið er á þeim málum sem eru óuppgerð. Snjóhengjan er eitt slíkt mál. Hún er mál úr fortíðinni, sem mun halda áfram að vofa yfir okkur uns henni er eytt. Spurningin er bara hvort hún hrynji yfir þjóðfélagið í formi eyðandi snjóflóðs eða verður farið skipulega í að fjarlægja hana og tjónið af henni verður takmarkað eins og kostur er. Hún er þegar búin að valda miklu tjóni, spurningin er bara hver mikið verður það til viðbótar.
Róbert Wessman stofnar snjohengjan.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Snjóhengjur | Breytt 5.12.2013 kl. 23:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 49
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 357
- Frá upphafi: 1680495
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.