7.10.2012 | 01:19
4 ár
Já, það eru fjögur ár síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland. Ég er ekki viss um að honum hafi orðið að ósk sinni. Aftur á móti virðist blessunin hafa náð til hluta ofurríkra fjármagnseigenda og fjármálafyrirtækja sem reist voru á rústum fjármálafyrirtækja sem höfðu samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu á sér yfirbragð skipulagðrar glæpastarfsemi.
Allir aðrir voru meira og minni hengdir út til þerris, ef þeim var ekki bara hent beint á eldinn. Stór hluti almennings og fyrirtækja landsins voru bara talinn til eðlilegra affalla í stríði. Ekki bara það, þeir sem lifðu af eiga að greiða stríðsskaðabætur til þeirra sem settu allt á hliðina. Þetta er hundalógík, sem ég skil ekki og hef aldrei skilið.
Margir tóku til varnar
Sem betur fer misbauð mörgum það mikið, að þeir ákváðu að gera meira en að tala um það á Barnalandi, í heita pottinum eða í saumaklúbbum. Ég held að öllum hafi misboðið, en hvaða gagn er af því að vera misboðið, ef maður býður bara hina kinnina eða kyssir hönd kvalarans? Því miður, þá tóku fjölmiðlar landsins þá afstöðu almennt að taka málstað kvalaranna. Því miður, þá tóku stjórnvöld þessa lands, þá afstöðu að taka málstað kvalaranna. Hingað kom Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og viti menn. Hann tók sér stöðu með kvölurunum. Almenningur átti að borga stríðskaðabætur til fjármagnseigenda hér á landi og í útlöndum, því þessir aðilar voru svo fjandi mikilvægir að þeim varð að bjarga.
En eins og áður segir, þá misbauð mörgum það mikið að þeir tóku til varna. Indefense hópurinn tók til varna í Icesave málinu vegna þess að ríkisstjórn Geirs H. Haarde taldi mikilvægara að halda andlitinu og sýnast grand út á við, en að verja þegna þessa lands fyrir ósanngjörnum kröfum. Hagsmunasamtök heimilanna og Samtök lánþega tóku til varna í lánamálum heimilanna, vegna þess að stjórnvöldum þessa lands, hvort heldur ríkisstjórn Geirs H. Haarde eða ríkisstjórnir Jóhönnu og Steingríms, fannst það vera rétt að heimilin borguðu stökkbreytta höfuðstóla lána sinna.
Kröfur á heimilin lækkað um 300 milljarða þegar
Þrátt fyrir að fjármálafyrirtæki hafi ekki gengið að kröfum HH og SL í orði, þá eru þau langt komin með að gera það á borði. M.a. með hjálp dómstóla, þá er búið að lækka stökkbreyttar kröfur lánastofnana á almenning um hátt í 300 milljarða. Kröfur sem m.a. kröfuhafar hrunbankannahöfðu þegar gefið eftir, en snillingarnir í nýju bönkunum töldu sjálfsagt að halda til streitu. Merkilegt að maður fái eitthvað á allt að 50% afslætti, en ætli samt að krefja fullt verð fyrir! Slíkt á ekkert skylt við eðlilega og hvað þá heiðarlega viðskiptahætti. Svo sem ekki við því að búast í þjóðfélagi sem er gegnsýrt af klíkuskap, leynimakki, vinargreiðum og endalausu vanhæfi þar sem mönnum finnst allt í lagi að sitja við allar hliðar samningaborðsins til að tryggja að einkavinirnir og klíkurnar fái alltaf sinn skerf af kökunni, en almenningur (við sem ekki erum í klíkunni) borgum alltaf það sem sett er upp.
Margt aflaga farið
Langt mál væri að tala um allt það sem aflaga hefur farið í endurreisninni síðustu 4 ár. Ég ætla ekki að neita því að margt hefur verið gert, en það hefur í 9 tilfellum af hverjum 10 snúist um að þóknast fjármagnseigendum og varðhundi erlendra kröfuhafa, þ.e. AGS. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er orðinn slíkur að á það vantar báða fætur og annan handlegg. Í menntakerfinu hefur svo sorfið að mörgum skólum, að þeir eru vart starfhæfir. Í velferðarkerfinu sitja öryrkjar og ellilífeyrisþegar eftir með tekjur sem eru langt undir naumhyggjuframfærslu. Atvinnuleysi hefur verið fært inn í skóla og í stað atvinnuleysisbóta, þá eru stórir hópar fólks komir á námslán. Einu útgjöldin sem hafa hækkað um tugi milljarða eru vaxtagreiðslur til AGS og "vinaþjóða" til að halda uppi þeirri blekkingu að við eigum gjaldeyrisforða. Hvernig getur verið að við eigu gjaldeyrisforða, ef hann er allur tekinn að láni? Og hvaða skynsemi er að taka gjaldeyrisforða að láni, ef það kostar okkur 70, 80 eða 90 milljarða á ári að vera með gjaldyeyrisforðann að láni? Kannski fatta menn það einhvern tímann, að það skaðar gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, að vera með gjaldeyrisforðann í formi erlendra lána!
Aumingja erlendu kröfuhafarnir
Hvers vegna eigum við að hafa áhyggjur af eignum erlendra aðila hér á landi? Hvað koma jöklabréf okkur við? Hvers vegna eru menn að horfa á hina svo kölluðu snjóhengju sem okkar vandamál, þegar hún er vandamál þeirra sem eiga peninga í snjóhengjunni.
Ég neita að bera ábyrgð á mistökum í áhættustýringu þeirra sem lánuðu peninga hingað til lands. Ég neita að bera ábyrgð á mistökum í áhættustýringu þeirra sem fjárfestu hér í skuldabréfum sem höfðu skrifað stórum stöfum utan á sér að fælu í sér meiri áhættu en ásættanleg væri nema fyrir þá sem þyldu að tapa þeim peningum sem í þetta væri lagt. Shit happens, er sagt og þannig var það með þessa peninga. Þeir eiga einfaldlega að fara aftast í kröfuröðina og verðum við einhvern tímann aflögufær, þá geta eigendur þessara krafna kannski fengið eitthvað upp í kröfur sínar.
Lífeyrissjóðirnir - stærsta óleysta vandamálið
Almenningur varð víða fyrir búsifjum á árunum kringum hrun, en líklegast hvergi eins miklum og hvað varðar lögbundinn lífeyrissparnað. Inni í lífeyriskerfinu er risastór hola. Hún var svo sem orðin stór löngu fyrir hrun, en þá var hún viðráðanleg. Höggið sem hrunið gaf lífeyriskerfinu, var hins vegar gríðarlega þungt og er nánast hægt að segja að um tæknilegt rothögg hafi verið að ræða. Snillingarnir sem telja sig einráða um kerfið, vilja að komandi kynslóðir bjargi lífeyrinum þeirra. Þeir vilja fá sinn lífeyri óskertan á kostnað réttingaávinnings þeirra sem greiða til sjóðanna í framtíðinni. Göfugmannlegt af þeim eða hitt þá heldur. Ef forseti ASÍ væri í raun að berjast fyrir réttindum launafólks, þá væri það forgangskrafa hjá sambandinu að loka núverandi kerfi og láta greiðendur framtíðarinnar greiða inn í nýja deild í sjóðunum sínum. Nei, það er ekki gert, vegna þess að forseti ASÍ vill að börnin hans greiði honum lífeyri í framtíðinni, í staðinn að vera maður til að taka á sig þá skerðingu sem óhjákvæmileg er samkvæmt núverandi eignastöðu sjóðanna. Stjórnvöld og Alþingi eru síðan svottan bleiður að taka ekki hreinlega fram fyrir hendur "snillingunum" og ákveða svona breytingu sjálf.
Endurreisn trúverðugleika
Menn segja að trúverðugleiki Íslands sé að veði. Bull. Trúverðugleiki Íslands fauk út um gluggann 2008 og hann verður ekki endurreistur með því að lof mönnum einhverju sem ekki verður hægt að standa við. Trúverðugleikinn verður aðeins endurreistur með því að segja sannleikann, lofa engu og reyna síðan að gera betur.
Hluti af þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir varðandi trúverðugleikann, er að ekki hafa orðið nægjanlegar breytingar í lykilstöðum í þjóðfélaginu. Þó svo að Höskuldur og Steinþór hafi ekki verið í gömlu bönkunum fyrir hrun, þá á það við nær alla, ef ekki alla, sem þar vinna. Sama á við um margar lykilstofnanir. Nokkrir ráðherrar voru í þeirri ríkisstjórn sem fór með völd hér meðan hallaði undan fæti. Ríkisstjórn sem var upptekin af því að afneita öllum hættumerkjum og skjóta sendiboðana. Ríkisstjórn sem tók þátt í hrunadansinum með fjármálageiranum. Ekki tekur betra við, þegar horft er til þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þó Geir og Árni hafi farið út af þingi, þá eru allt of margir aðrir þingmenn flokksins annað hvort þeir sömu og sátu á þing meðan allt hrundi eða tóku þátt í sukkinu. Og einhverra hluta vegna, þá stefnir allt í að þetta fólk fái glimrandi kosningu í næstu þingkosningum sækist það á annað borð eftir áframhaldandi þingsetu. Er þetta leið til að endurreisa trúverðugleika eða er þetta leið til að verja klíkurnar?
Erfitt hlutverk ríkisstjórna Jóhönnu og Steingríms
Þrátt fyrir það sem að ofan er skrifað, þá viðurkenni ég fúslega að hlutverk ríkisstjórna Jóhönnu og Steingríms var ekki öfundsvert. Þau tóku við brunarústum, þar sem ennþá loguðu eldar á víð og dreif. Það sem meira var, að eina byggingarefnið var það sem fannst heillegt í rústunum. Þau gerðu sér hins vegar endurreisnina erfiðari með því að taka til hliðar það sem best leit út til að láta það í hendur erlendra kröfuhafa.
Dæmigert mun vera fyrir brennuvarga, að þeir sniglast í kringum brunastað til að fylgjast með hvernig til tókst. Í þessu tilfellu gengu þeir lengra og þvældust sífellt fyrir í slökkvistarfinu og kveiktu nýja elda við öll tækifæri. Ekki það, að mér finnst ríkisstjórnirnir Jóhönnu og Steingríms einblínt of mikið á upprunalega eldinn, en að mestu látið brennuvargana um að slökkva eldana sem kviknuðu út frá honum. Þetta er eins og láta árásarmann gera að sárum fórnarlambsins!
Ríkisstjórnir Jóhönnu og Steingríms tóku þá kolröngu ákvörðun að setja endurreisn heimila og fyrirtækja í hendur þess fólks sem orsakaði hrunið. Það átti aldrei að gera. Alþingi átti að ákveða leikreglurnar og setja skýr lög um þær. Síðan átti hlutlaus aðili að sjá um framkvæmdina. Að setja fjármálafyrirtækin í dómarasæti, þar sem þau eru annar málsaðili, gengur gegn heilbrigðri skynsemi og er helsta ástæðan fyrir því að ekki hefur gengið betur. Þetta er eins og leikmenn annars liðs í kappleik sjái um dómgæsluna í leiknum. Geta menn rétt ímyndað sér hversu einhliða sú dómgæsla myndi verða. Þetta var nú samt gert, vegna þess að Alþingi virðist vera í heljargreipum fjármálafyrirtækjanna og klíkanna. Raunar er mín upplifun af Alþingi, að sjálfstæði þess sé í nánast ekkert og það fari bara eftir því sem valdaöflin í þjóðfélaginu segja. (Þá er ég að tala um meirihluta þingmanna, því þar er líka hópur, því miður ekki stór, sem hefur sjálfstæðan vilja ekki bara í orði heldur líka á borði.) Þessi valdaöfl hafa bara áhuga á að skara óhóflegan eld að sinni köku á kostnað almennings. Þess vegna erum við 4 árum eftir hrun bankanna, enn að horfa upp á gríðarleg vandamál hjá almenningi og fyrirtækjum (þ.e. þeim sem er ekki eru í klíkunni) meðan fjármagnseigendur hafa náð að safna vopnum sínum.
Að lokum
Eins og lesendur pistla minna hafa orðið varir við, þá hefur lengst nokkuð á milli þeirra og þeim fækkað. Ástæðan er góð og gild, en ég tók hinn 1. september við nýju starfi sem gefur mér færri tækifæri til að standa í þessum skrifum. Ég mun þó halda áfram að berja lyklaborðið sem þurfa þykir, en eingöngu þegar málin eru stór.
Ég tel mig eiga stóran hlut í þeim 300 milljörðum sem fjármálafyrirtækin þegar lækkað stökkbreyttar kröfur. Ég vonast síðan til að ekki undir 150 milljörðum eigi eftir að bætast við og jafnvel allt að 400 milljörðum, þegar dómar verða gengnir í gengislánamálum og þegar Alþingi sýnir loksins þann kjark og þor að samþykkja frumvarp Hreyfingarinnar um björgunarsjóð vegna verðtryggðra lána. Að frumvarpið hafi ekki þegar verið samþykkt tel ég vera ljótan blett á störf Alþingis. Fjármunum ofurríkra fjármagnseigenda sem nemur um hærri upphæð var bjargað með einu pennastriki, en þegar kemur að hinum almenna borgara, þá má hann éta það sem úti frýs. Segja má að þetta sé það sem best lýsir hinni meintu endurreisn. Ég vona að ekki líði önnur 4 ár áður en raunverulegri endurreisn lýkur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1680016
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Bestu þakkir Marinó fyrir ómetanlegt vinnuframlag þitt í þágu þjóðarinnar allt frá bankahruni!
Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 08:02
Sterk grein eftir Marinó, sem flestir ættu að lesa, ekki síst þeir sem taka þátt í umræðunni. Það ætti engum að dyljast að fjármagnseigendur ráða of miklu á skerinu. Hafa tögl og hagldir of víða. Málið er flókið, en ég ber traust til seðalabankastjórans. Vonum að hans "bearing" sé rétt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 08:32
Allt saman kórrétt. Munu kosningar í vor breyta einhverju? Held ekki. Við þurfum aðra byltingu.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 7.10.2012 kl. 08:51
Eitthvað breyst síðust 4 ár - nýlegar fréttir 2012
Stjórnendur Eimskips hafa gert ríflega kaupréttarsamninga við hvorn annan.
Banki hefur samþykkt að efna ráðningasamninga við fyrrverandi bankastjóra sem er í samræmi við aðra samninga sem yfirstjórnendur gerðu við hven annan. (Sigurður Einarsson/Kaupþing)
Seðlabankastjóri tilkynnir óbreytta stýrivexti
Grímur (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 08:51
Þú átt heiður skilið Marinó fyrir hetjulega baráttu. Gangi þér vel í nýju starfi.
Jón Baldur Lorange, 7.10.2012 kl. 10:37
Bestu þakkir fyrir framlag þitt Marinó og takk fyrir góða grein.
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 10:55
Íslendingar eiga ekkert betra skilið.
Sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur eiga ágætismöguleika að mynda nýja stjórn í vor, og þá er endurreisn gamla Íslands fullkomnuð.
Það er ekki nokkur einasta leið að vorkenna svo heimskri þjóð.
Ég batt vonir við Samstöðu Lilju, en þeim flokki var snyrtilega lógað í sumar af formanninum sjálfum.
Það er ekkert annað framundan en eitt risastórt crash.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 11:36
Sammála.
Íslensku bankaræningjarnir sem settu Ísland á hliðina eru aftur með aðstoð vinstri manna og lífeyrissjóðanna að ná fyrri styrk.
Íslensku bankaræningjunum hefur á snilldarlegan hátt tekist að færa alla ábyrgð á hruninu frá sér yfir á stjórnarskránna, stjórnmálaflokkana, forsetann, Davíð Oddsson og þá sem keyptu sér nýjan flatskjá.
Í staðinn fyrir að nýta það tækifæri sem neyðarlögin gáfu til að slá skjaldborg um heimilin þá létu aumir vinstrimenn teyma sig á asnaeyrunum til þess að gefa vogarsjóðum skuldir heimilanna.
Undirlægjuháttur vinstri elíturnar gagnvart auðvaldinu var orðin slíkur að það þótti bara sjálfsagt mál að íslenska þjóðin tæki á sig Icesave skuld íslensku baknaræningjana.
Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 11:55
Hvenær var byltingin Arinbjörn Kúld?
stefán benediktsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 12:11
Frábær grein Marinó. Takk fyrir hana og fyrri greinar um sama málefni. Allar vandaðar og tímafrekar í ritun. Kalla mætti þessa grein "lokaskýrslu" sem óþarft er við að bæta og allir ættu að lesa. Það er þó borin von. Barátta fyrir mannsæmandi launum allra, breyttu sjálfbæru hagkerfi og umfram allt leiðréttingu og niðurfærslu stökkbreyttra lána mun halda áfram næstu misseri.
Sigurður Ingólfsson, 7.10.2012 kl. 12:44
Það er rétt hjá Arnbirni að ofan, það þarf nýja byltingu. Almenningur þarf að ná vopnum sýnum og "ryðja siðlausum kaupmöngurunum út úr musterinu"
Það er með öllu ófyrirgefanlegt að verðtryggingin á lánsfé(en ekki laun) er til staðar ennþá og notuð af siðleysingjunum til að ræna (þetta er ekkert annað en rán) eiginfé almennings (munið að þetta er í boði Jóhönnu, Steingríms og Gylfa ASÍ)
Að endingu þakka ég Marinó fyrir hanns hlut í baráttunni og vona að við njótum krafta hans sem lengst.
Jónas Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 12:51
Frábær grein Marinó, takk!
Gunnar Skúli Ármannsson, 7.10.2012 kl. 14:20
Bestu þakkir Marinó fyrir þitt framlag til okkar almúga þessa lands.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 14:36
Sæll Marinó. Enn ein frábær og teintétt grein frá þér, en þú fyrirgefur, ég var farin að halda að það hefði verið stungið uppí þig þig beini, eins og svo marga aðra er tóku þátt í potta og pönnu mótmælunum.
Það hefur nefnilega ekki mikið sést frá þér á blogg ritvellinum þínum upp á síðkastið. Í sannleika sagt hvað mig varðar og kanske fleiri ert þú ert þú ritlegt haldreypi sem "hvarfst" um hríð.
Það var því þægilegt að lesa "Ég mun þó halda áfram að berja lyklaborðið sem þurfa þykir, en eingöngu þegar málin eru stór." Skuldamál heimilanna er stórmál og farg sem liggur á fólki, það er því gott að vita til þessa að þú ert ekki hættur skrifum.
Svo er ein spurning, þú segir "Og hvaða skynsemi er að taka gjaldeyrisforða að láni, ef það kostar okkur 70, 80 eða 90 milljarða á ári að vera með gjaldyeyrisforðann að láni?"
Er þetta virkilega rétt, ég las einhverstaðar að þetta væru 25-30 miljarðar, fáum við ekki rentur á móti láninnu frá IMF. ?? Vinsamlega leiðréttu mig, gæti hafa mislesið um málið, svo galið sem það er að hafa allt þetta lán frá IMF, en það er allt-önnur ella... Guð blessi island...
Kristinn J (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 14:52
Brennuvargarnir eru enn að: Fámennur hópur hefur eignað sér fiskimiðin og notar til þess stórvirk skip og veiðarfæri sem róta upp öllu lífríkinu. Td. milljörðum fiskseiða sem hafa þar skjól, einnig drepa dregin veiðarfæri fáránlegt magn af smáfiski. 300.000. Tonn ! Þrjúhundruðþúsund tonn vantar upp á eðlilegan þorsk afla, á hverju ári, í 30 ár. Frelsi almennings til handfæraveiða kæmi gjaldþrota fiskimiðum og þjóð í gang. Ekki er hægt að ofveiða fiskistofna með handfærum, jafnvel þó öll þjóðin færi á skak, fá % af fiski láta plata sig. Það eru fáránlega miklir möguleikar í sjávarútvegi, nýttum við fiskimiðin með handfærum, línu og netum. Fiskimiðin myndu lifna við og gefa metafla og jafna lífskjör heimilanna ;)
Aðalsteinn Agnarsson, 7.10.2012 kl. 14:56
Takk fyrir Marinó.
Eyjólfur G Svavarsson, 7.10.2012 kl. 18:14
Kærar þakkir fyrir góða hugvekju núna fjórum árum síðar - hver okkar hefði trúað því að þetta yrði þróunin á Íslandinu okkar þegar við lögðum upp í björgunarstarfið hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í ársbyrjun 2009. Við héldum þá að þetta yrði spretthlaup og sennilega myndi nú allt verða komið í lag innan skamms - en annað hefur nú aldeilis komið á daginn, því miður fyrir íslenskt samfélag. En HH og fleiri halda baráttunni áfram: Í Maí 2011 var gerð út sendinefnd til Brüssel til að fylgja eftir erindi til ESA og framkvæmdastjórnar ESB vegna gengistryggingar. Þar var líka getið um hina almennu verðtryggingu, þó það hafi ekki verið aðalatriði málsins, en eins og það snýr að Evrópurétti eru hinsvegar öll sömu sjónarmið á lofti varðandi ótakmarkaða hækkun vegna vísitölutengingar. http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1307-esa-kvortun-fylgt-eftir
7. Júlí 2011 var formlega hafin undirskriftasöfnun heimilanna þar sem krafist var leiðréttingar og afnáms verðtryggingar. Söfnunin stóð fram að áramótum.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1356-undirskriftasofnun-heimilanna
15. júlí 2011. Morgunblaðið birtir grein eftir þáverandi formann HH Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur þar sem velt er upp því sjónarmiði að framkvæmd verðtryggingar eigi sér ekki lagastoð.
https://docs.google.com/file/d/0B2259XvAKbLpYzg2N2Q3MjYtOGRhNS00ZmNiLWIyMzgtYTQ2OTQ4MWE4YjEz/edit?hl=en_GB
16. ágúst 2011. Hagsmunasamtök heimilanna hafa leitað lögfræðiálits og beina erindi um lagastoð verðtryggingar til Umboðsmanns Alþingis, sem krefur Seðlabankann skýringa innan 10 daga.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1388-hagsmunasamtoekin-vefengja-reglur-si-um-veretryggingu
20. ágúst 2011. HH standa fyrir dagskrá á Menningarnótt til að vekja athygli á undirskriftasöfnun gegn verðtryggingu. http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1391-undirskriftasoefnun-heimilanna-a-menningarnott
25. ágúst 2011. Undirskriftasöfnun heimilanna nær 25.000 undirskriftum og uppfyllir þar skilyrði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1397-undirskriftasoefnun-heimilanna-uppfyllir-skilyrei-thjodaratkvaedagreidslu
1. september 2011. Svarbréf Seðlabankans um lagastoð verðtryggingar vekur fleiri spurningar en það svarar, HH vekja athygli á óvissu.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1400-hh-telja-svar-seelabankans-ofullnaegjandi
26. september 2011. HH fylgja eftir máli Umboðsmanns Alþingis gagnvart Seðlabanka Íslands, með ítarlegum rökstuðningi, frekari gögnum, smíði og vottun reiknilíkans til að sýna fram á misræmi á milli laga og framkvæmdar á verðtryggingu. Að þeirri vinnu koma kerfisfræðingur, viðskiptafræðingur, stærðfræðingur, doktorsnemi í hagfræði og ýmsir fleiri sérfræðingar.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1406-kvoertun-til-umboesmanns-altingis
Verkfræðingur sem einnig er félagsmaður, beinir jafnframt sjálfstæðu erindi til umboðsmanns um meinta galla í útreikningi vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.
1. október 2011. HH afhenda forsætisráðherra 33.525 undirskriftir heimilanna með áskorun um leiðréttingu og afnám verðtryggingar.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1411-viljayfirlysing-hh-i-skoeun
28. janúar 2012. Formaður HH flytur erindi á opnum fundi undir yfirskriftinni "Verðtryggður lánavandi". http://www.grasrotarmidstodin.is/index.php/vidburdir/6-laugardagsfundur-verdhtryggdhur-lanavandi
21. febrúar. Stjórn HH á fund með Forseta Íslands og afhenda tæplega 38.000 undirskriftir heimilanna um leiðréttingu og afnám verðtryggingar.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1450-stjorn-hagsmunasamtaka-heimilanna-fundaei-mee-forsetanum
15. mars 2012. HH tilkynna opinberlega um undirbúning málsóknar gegn verðtryggingu neytendalána. http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1456-logsokn-verdtrygging
17. mars 2012. Afrakstur af samstarfi HH við Dr. Jacky Mallet ber ávöxt með birtingu greinar um glæpsemi verðtryggingar og fyrirlestri um gagnsleysi hennar.
http://www.grasrotarmidstodin.is/index.php/vidburdir/27-laugardagsfundur-samspil-peningakerfis-og-verdhtryggingar
29.mars 2012 HH skrifa opið bréf til Alþingismanna og inna eftir efndum á stefnumarkandi ályktunum stjórnmálaflokkanna um afnám verðtryggingar.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1463-opie-bref-til-altingismanna-i-efnahags-og-vieskiptanefnd-um-afnam-veretryggingar
14. september 2012 Að kröfu HH hefur Neytendastofa rannsókn á því hvort takmarkalaus lántökukostnaður standist lög um neytendalán.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1506-neytendastofa-hefur-rannsokn-a-svokoellueu-vaxtagreieslutaki-islandsbanka
...og á næstu dögum verður birt stefna HH í dómsmálinu sem við byrjuðum að undirbúa uppúr áramótum 2011-2012.
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 20:58
Takk fyrir góða grein.
Sigurður Þórðarson, 7.10.2012 kl. 21:21
Flott grein og nákvæmlega það sem er að gerast hjá okkur! Þeir sem inn á þessa síðu hafa komið ættu að taka höndum saman og ráðast gegn kerfinu sem hér er allt að sliga! Ef ekki þá mun okkur ekki vera vært hér á klakanum eftir annað hrun og mun alvarlegra en það fyrra því nú þegar er búið að yfirfæra hrun bankakerfisins einu sinni á almenning og fyrirtæki og það verður ekki gert aftur!
Sigurður Haraldsson, 7.10.2012 kl. 23:15
Takk fyrir alla baráttuna þína og greinar á þessu bloggi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2012 kl. 01:51
Flott grein Marinó.
Þegar þú talar um að nýju bankarnir hafi fengið 50% afslátt á lánunum við yfirfærslu, ertu þá að tala um að höfuðstólsafslátt eða stökbreyttan höfuðstól.
Ef ég man rétt þá varstu með grein um að í tilfelli gengislána hefðu lánin verið yfirfærð á ákveðnu gengi til nýju bankanna.
Eggert Guðmundsson, 8.10.2012 kl. 12:48
Já, þú ert sá sem setur orð á hlutina og klárlega er hlustað á, ein grein í viku frá þér, hefði verðið frekar betra en ekki, vona að þú gefir þig ekki þrátt fyrir brauðstritið.
Audunn Thorsteinssson (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 22:31
Eggert, ég er að tala um að gömlu bankarnir færðu niður stökkbreyttar kröfur á einstaklinga og lögaðila um háar upphæðir. Í tilfelli einstaklinga segir í skýrslu Steingríms J um endurreisn viðskiptabankanna, að kröfur á þá hafi verið færðar niður um allt að 50%, en þetta var gert miðað við gengi á tilteknum degi, sem gerir það að verkum að í sumum tilfellum fór gengið niður fyrir lántökugengi. Í öðrum tilfellum var miðað við meðalgengi sumarið 2008 og síðan veittur allt að 50% afsláttur, þannig að gengið fór niður í það sem samsvaraði gengisvísitölunni 80. Bankarnir eru aftur að reyna að ná sem mest af þessum afslætti til sín sem virðisaukningu lánasafna og þar með hagnaði til að greiða til þrotabúa hrunbankanna samkvæmt samningum þar að lútandi.
Marinó G. Njálsson, 8.10.2012 kl. 22:46
Kærar þakkir Marinó. Þessar upplýsingar koma mér vel að notum.
Eggert Guðmundsson, 8.10.2012 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.