Fyrir um 20 árum var ljóst að þáverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna stefndi í þrot, ef svo héldi sem horfði, þ.e. að greiðslubyrði myndi smátt og smátt vaxa ríkinu yfir höfuð. Þá var farin sú leið að skipta Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og fleiri opinberum sjóðum upp í tvær deildir. Eina sem nýir starfsmenn greiddu í og þeir sem skiptu um störf eða fóru í takmarkað starfshlutfall og aðra sem þeir sem voru fyrir í sjóðnum greiddu í.
Ég held að við verðum að fara svipaða leið varðandi alla lífeyrissjóði í dag. Raunar held ég að við verðum að taka ennþá stærra og áhrifaríkara skref.
Staðreyndir tala sínu máli. Nánast enginn lífeyrissjóður stendur undir þeim loforðum sem hann hefur gefið sjóðfélögum sínum þegar sjóðurinn tók við iðgjaldagreiðslum þeirra hvort heldur þær voru dregnar af launum við komandi eða kom úr pyngju launagreiðandans. Halli sumra þessara sjóða er ógnvænlegur og verður ekki réttur af nema með stórtækum aðgerðum. Aðrir eru í þokkalegum málum og örfáir í fínum málum.
Þó svo að staða sumra sjóða sé alveg með ágætum, þá tel ég rétt að gera samræmda breytingu á lífeyrissjóðakerfinu. Hún er sem hér segir:
Frá og með nýju ári verði öllum lífeyrissjóðunum skipt upp í nýjan sjóð og gamlan. Hætt verði greiða í gamla sjóðinn, en í staðinn hefji allir sjóðfélagar að greiða í nýja sjóðinn. Gamla sjóðnum verði sem sagt lokað fyrir inngreiðslu iðgjalda, en sá nýi verður virkur frá og með áramótum. Iðgjöld í nýja sjóðinn verði óbreytt frá sem áður var, nema hvað greiddur yrði strax skattur til ríkisins og útsvar til sveitarfélaga af iðgjöldunum. Ríki og sveitarfélög yrðu þó að leggja þessar skatttekjur í varasjóð sem aðeins mætti ganga á í sérstökum tilfellum, sem ég ætla ekki að fara út í hér og nú. Höfum í huga að lífeyrissjóðirnir töpuðu í hruninu vel yfir 100 milljarða af framtíðarskatttekjum ríkis og sveitarfélaga og hafa því glatað rétti sínum til að ávaxta skattféð.
Ávinningur
Hvað vinnst með þessari breytingu? Í stórum dráttum er það tvennt:
1. Komið verður í veg fyrir að iðgjaldagreiðendur framtíðarinnar verði látnir borga upp það sem vantar upp á að lífeyrissjóðirnir eigi til að standa undir útgreiðslu lífeyris miðað við loforð sjóðanna um áunnin réttindi þeirra sem greitt hafa í sjóðina til þess. Uppi eru áform um að hækka iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóðina úr 12% í 15,5%. Þessi peningur á að koma frá launagreiðendum, sem margir eiga þegar erfitt með að standa undir öllum þeim launatengduálögum sem þeim er ætlað að greiða. En hvorki þessi viðbótar 3,5% né þau 2% sem bættustu við fyrir 6 og 7 árum var/er ætlað að auka réttindi þeirra sem greitt er fyrir í samræmi við viðbótargreiðslurnar. Nei, þessi hækkun iðgjalda á að bæta upp það klúður sem orðið hefur í ávöxtun sjóðanna. Tekið skal fram að hugmyndin um hækkun í 15,5% kom fram áður en lífeyrissjóðunum tókst að tapa nokkur hundruð milljörðum árið 2008.
Mikilvægt er að greiðendur framtíðarinnar verði ekki látnir burðast með lífeyrisskuldbindingar sem lífeyrissjóðirnir standa ekki undir. Nýjar kynslóðir eiga að vera öruggar um að það sem þær greiða í lífeyrissjóðinn sinn fari í þeirra réttindaávinning, en ekki til að rétta af fortíðarhalla. Nýjar kynslóðir greiðenda eiga að koma að hreinu borði. Á sama hátt þarf að skilja á milli fortíðargreiðslna og réttindaávinnings þeirra sem eru núna að greiða í lífeyrissjóði og framtíðargreiðslna og réttindaávinnings þeirra sem munu greiða frá og með áramótum. Þannig verða minni líkur á að lífeyrissjóðirnir verði tómir þegar kemur að því að þeir sem eru nýlega byrjaðir að greiða í sjóðina, komast á lífeyrisaldur.
2. Hitt sem ávinnst er að hægt verður að gera upp lífeyrissjóðina og skilja betur hvert tap núverandi sjóðfélaga er. Staðreyndin er nefnilega sú, að ávöxtun sjóðanna hefur líklegast aldrei staðið undir þeim væntingum sem til hennar var gerð. Myndast hefur gríðarstór hola í mörgum sjóðanna, ekki öllum, og þessi hola gerir það að verkum að viðkomandi lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir þeim greiðslum sem búið er að lofa iðgjaldagreiðendum/lífeyrisþegum. Menn voru búnir að búa til leikfléttu sem átti að bjarga þessu, þ.e. láta iðgjaldagreiðendur framtíðarinnar borga meira án þess að þeir ættu að njóta þess í betri lífeyrisréttindum. Viðbótin átti, eins og áður segir, að leiðrétta klúður fortíðarinnar. Yngri kynslóðirnar áttu að greiða fyrir lífeyri þeirra eldri.
Þó svo að margir sjóðir standi illa í dag, þá er ekkert sem segir að séu færustu sérfræðingar fengnir til að aðstoða við fjárstýringu þeirra, þá geti þeir ekki rétt sig af. Málið er að þá áhættu á ekki að leggja á framtíðargreiðendur, heldur verða þeir sem eiga réttindi í sjóðunum í dag að bera þá áhættu. Ég er einn af þeim. Það sem síðan ekki verður hægt að endurheimta af tapaðri ávöxtun verður síðan ýmist að bæta með sértækum aðgerðum í gegn um skattkerfið eða að koma fram í skerðingu réttinda.
Lífeyrisréttindi - loforð sem ekki gengu eftir
Nú þýðir ekki að segja, að einhver eigi réttindi vegna þess að viðkomandi greiddi í lífeyrissjóð. Þau réttindi voru ekki raunveruleg, heldur bara svikin loforð. Mönnum mistókst í flestum tilfellum að ávaxta eignir sjóðanna, eins og nauðsynlegt var, svo hægt væri að standa við loforð um réttindi. Við getum ekki ætlast til þess að greiðendur framtíðarinnar taki á sig þau mistök. Það verðum við, sem greitt höfum í sjóðina að gera. Skítt? Já, alveg örugglega, en það eina sanngjarna og réttláta í stöðunni. Við verðum að sýna þá manndóm, ef svo má segja, að láta ekki börnin okkar líða fyrir mistök manna sem misfóru með fé okkar. Þessir aðilar (nær eingöngu karlmenn) klessukeyrðu fína, flotta bílinn okkar og nú eigum við bara til pening fyrir umtalsvert lakari gerð.
Ef rétt verður haldið á spilunum, þá verður hægt að rétta marga lífeyrissjóði af. Hjá öðrum verður ekki komist hjá einhverjum skerðingum, en mér finnst rétt að stilla þeim í hóf og grípa frekar til sértækra aðgerða til að koma í veg fyrir óbærilegar skerðingar. Þessar skerðingar þurfa að ná jafnt til almennra lífeyrissjóða og opinberra. Svo vill til að ég á réttindi á báðum vígvöllum og er því að tala fyrir skerðingu eigin réttinda. Ég bara sé ekkert réttlæti í því að börnin mín eigi að fá lægri réttindaávinning á hverjar 1.000 kr. greiddar í lífeyrissjóðinn sinn, en eðlilegt er, eingöngu vegna þess að þeim er ætlað að tryggja mér betri réttindi. Svo lágt neita ég að leggjast. Nei, hafi einhverjum "snillingum" tekist að tapa mínum peningum í lífeyrissjóðunum mínum, þá skal ég vera meiri maður en svo að ég láti börnin mín borga með mér í gegn um lífeyrissjóðina.
Aldurstengd skerðing réttinda
Ég á 15 - 20 ár eftir af minni starfsævi og mun því borga í nýja lífeyrissjóð í þann tíma (verði þessi hugmynd ofan á). Vonandi verður skerðing réttinda í þeim sjóðum sem ég á réttindi í, ekki það mikil að hún reynist mér þungbær, en þeir sem komnir eru á lífeyrisaldur eða eru nálægt því gætu orðið fyrir búsifjum. Af þeim sökum þarf að leggja öryggisnet fyrir þá og hjálpa þeim. Þetta öryggisnet gæti falist í því að réttindi sjóðfélaga skreðist í réttu hlutfalli við þann tíma sem þeir eiga eftir að greiða í lífeyrissjóð og ekki hjá þeim sem eru byrjaðir að taka lífeyri. Segjum sem svo að skerða þurfi réttindi í lífeyrissjóði um 10%, þá skertust réttindi þeirra sem eru nálægt lífeyrisaldri um 1 - 2% meðan réttindi þeirra sem yngri eru skertust um kannski allt að 15%. Á móti kæmi að tækist lífeyrissjóðnum að snúa spilinu við og ávöxtun yrði nægileg til að auka réttindi sjóðfélaga, þá rynni sú aukning fyrst til þeirra sem fengu mesta skerðingu og síðar til þeirra sem sátu uppi með óverulega skerðingu.
Hitt er annað mál, að ekkert óréttlæti fælist í því að allir tækju á sig skerðinguna, jafnt lífeyrisþegar sem aðrir, en í mínum augum, þá snýst þetta ekki bara um hvað er stærðfræðilega rétt heldur líka hvað er siðferðilega rétt. Og siðferðilega, þá finnst mér ekki hægt að skerða réttindi þeirra sem ekki eiga möguleika á að rétta hlut sinn. Þess fyrir utan, þá mun skerðing á núverandi lífeyrisþega bara leiða til hærri útgjalda í almannatryggingakerfinu og þar með auka skattbyrðina. Við sem erum á atvinnumarkaði höfum því einfaldlega um tvennt að ræða: að greiða þetta í gegn um skerðingu lífeyrisréttinda eða að greiða þetta í gegn um skatta til ríkisins.
Flokkur: Lífeyrissjóðir | Breytt 6.12.2013 kl. 00:12 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
En hvað með að fara alla leið Marínó, og leggja núverandi kerfi niður, þ.e. taka upp gegnumstreymiskerfi þar sem þær greiðslur sem nú fara í lífeyrissjóði fari til ríkisins sem síðan greiðir lífeyrinn aftur út?
Við erum í raun nú þegar með slíkt kerfi sem er tekjutryggingin sem skerðist eftir þeim lífeyri sem menn fá. Slík skerðing er réttlætanleg en þarf að vera hófleg og sanngjörn, helst bundinn í einhver grundvallarlög sem pólitíkusar hafi ekki daglega puttana í. Fólk á að geta lagt fyrir til ellinnar án þess að vera refsað fyrir það, 100% skerðing er fráleit.
Viðskilnaðurinn við gamla lífeyriskerfið gæti eftir sem áður verið á einhverjum þeim nótum sem þú lýsir.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 10:42
Sæll Marinó,
Þessi orð þín eru í tíma töluð. Ég hef þó viðrað svipaða hugmynd áður þótt hljótt hafi farið. Hún gengur þó heldur lengra en gengur út á að loka öllum sjóðum og allir greiði inn í "nýja séreignarsjóðinn sinn". Að mínu mati eiga lífeyrissjóðir eingöngu að vera eftirlaunasjóðir. Þessir nýju séreignarsjóðir sem launþegar velja sjálfir, frjálsir af einhverjum ákvörðunum stjórnvalda, geta boðið upp á tryggingar vegna örorku og þess háttar, en meginmálið er að þeir eru séreignarsjóðir. Lífeyrissjóðir eins og þeir eru reknir í dag eru ekkert annað en framlenging á skattheimtu ríkisins.
Theodór Magnússon (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 15:02
Að mínu áliti þarf að ganga lengra.
A)Skipta sjóðunum upp í 300.000 sjóði. Hver einstaklingur fengi sinn eigin sjóð. Vissulega með takmörkuðu aðgengi, en umsýsla sjóðsins yrði lífeyrisþegans.
B)Sjóðurinn gæti tekið sér Sigurjón Árnason til fyrirmyndar og fjárfest í húsnæði á móti lífeyrisþeganum (sem mér finnst snjöll útfærsla).
C) Ávöxtunarkröfunni yrði aflétt (ábyrgðin væri lífeyrisþegans)
D) Lífeyrissöfnuninni yrði ekki allri ráðstafað inn í sjóð lífeyrisþegans, heldur færi hluti hans í samneyslu, sem tryggði öryrkjum lífeyri
E) Inn í hlutfall samneyslunnar yrði líka færð samfélagstrygging fyrir fólk eldra en 80 ára. (80..85...90...finna þarf sátt um þennan aldur)
F) Ávinningurinn er margþættur
-ábyrgð (og frelsi) í umsýslu eigin sjóða
-spilling (boð um 14 utanladsferðir) hyrfi að stórum hluta
-aukið "flot" kæmist á hlutabréfamarkaðinn, sem nú er stýrt af örfáum aðilum (núverandi lífeyrissjóðum)
Haraldur Baldursson, 13.9.2012 kl. 06:40
Sælir og Haraldur ég get tekið undir liði a, b og c. Liðir d og e eru á forræði ríkisins og við greiðum fyrir það með sköttum okkar. Mundu að greiðsla í lífeyrissjóð er ekki skattur heldur greiðsla í eftirlaunasjóð.
Theo, 13.9.2012 kl. 13:42
Vegna ábendinga sem komið hafa fram í athugasemdum, þá er ekkert sem segir að innborgun í nýja deild þurfi að vera eins og í gömlu deildina. Auðveldlega má breyta því og jafnvel umturna. Punkturinn hjá mér er að skilja á milli fortíðar og framtíðar, svo iðgjaldagreiðendur framtíðarinnar þurfi ekki að burðast með mistök fortíðarinnar á bakinu.
Marinó G. Njálsson, 13.9.2012 kl. 19:01
Frábærar hugmyndir svo langt sem þær ná. Það vantar bara meira til.
1. Staðlaða uppgjörsaðferð óháðs aðila (FME) sem gefur lífeyrisþegum skiljanlegar upplýsingar um stöðu sjóðanna (birt opinberlega fyrir alla sjóði).
2. Mánaðarlega opinbera birtingu á stöðu á öllum eignum allra sjóða, nafnverð og matsverð (lífeyrissjóðslán til einstaklinga má birta sem summutölu).
3. Mánaðarlega birtingu á öllum skuldbindingum sjóða, með skiljanlegu niðurbroti (t.d. eftir aldri lífeyrisþega)
4. Staðlaða aðferð til að flytja réttindi á milli sjóða þannig að ef lífeyrisþega líka illa við meðferð fjármuna geti hann flutt réttindi sín í annan sjóð.
5. Burt með lögbundna ávöxtun. Sjóðirnir geri sitt besta og leiðrétti árlega fyrir góðri/slæmri ávöxtun. Sjóðsfélagar flytji sjálfir skert réttindi sín í aðra sjóði frá illa reknum sjóðum.
6. Horft verið til langs tíma (30+ ár) þegar samsetning fjárfestinga er lögbundin/sett í reglugerð. Það er arfavitlaust að skylda lífeyrissjóðina til að vera með stóran hluta eigna sinna í innlendum eignum.
Maelstrom, 14.9.2012 kl. 14:25
Fínar hugmyndir sem ég er að lesa um lausnir. En það má alltaf reyna rýna út fyrir rammann og finna lausnir.
Lífeyrissjóðirnr eru eign landsmanna og því þarf að láta þá vinna í okkar þágu.
Við íslendingar eigum rúmlega 2.000 milljarða í sjóð, sem liggur í höndum manna sem ekkert vilja gera fyrir okkur.
Þar af eigum við 454 milljarða í erlendum eignum. Hvað getum við gert við þessa eign, eða a.m.k. látið okkur dreyma um hvað sé hægt að gera.
Ég er ekki með töluna á hreinu hvað útlendingar eiga í krónubréfum, aflandskrónum, Jöklabréfum o.s.fr. Ég veit einungis að þetta eru stórar upphæðir og sagðar vera VÁ yfir okkur-"Snjóhengja"orsök gjaldeyrishafta o.s.fr.
Ríkisstjórn okkar hefur ekki komið með neinar lausnir, og heldur ekki stjórnendur okkar eigin fjármuna og því þurfum við að finna lausnir fyrir þessa örfáu stjórnendur, eða eins og þú, Marinó,ert að gera með pislum þínum sl. 4 ár.
Mín hugmynd er sú að við förum í samninga við alla "snjóhengjuna"og bjóðum þeim díl. Díl sem þeir geta ekki hafnað, nema skúrkar séu.
Ég segi skúrkar, því allir hafa þeir notið ávaxtanna(gjaldeyri í formi vaxta, sem Ríkisstjórn greiðir til þeirra reglulega sl. 4 ár).
Við bjóðum þeim allar eignir okkar erlendis 454 milljarða á móti öllum krónueignum þeirra. Líklega eru þetta á milli 1000 0g 2000 milljarðar., en ég nota 1.600 milljarðar.
Við látum "sjóðinn" okkar njóta viðskiptanna og skila inn til hans 20% meira en hann reiknar með að eiga miðað við síðasta uppgjör.
Við notum 33 milljarða til að setja inn í okkar sameiginlega sjóð þ.e. íbúðalánasjóð, án þess að skattpeningar séu notaðir.
Við notum 460 milljarða, til að kaupa yfirfærð lán á milli gömlu og nýju bankanna +20%, svo nýju bankarnir geti sýnt jávæða eignastöðu,eða löggilda eiginfjárstöðu. Við niðurfærum íbúðarlán einstaklinga til samræmis við kaupverð.
Við munum loka fjárlagagati fjárlaga okkar og setja skatta niður.
Við gætum átt líklega 50 milljarða afgangs til í sjóði okkar ef þetta yrði niðurstaða. Ríkið gæti aflétt gjaldeyrishöftum.
Það hafa verið settar fram hugmyndir um nýja krónu, nýjan ríkisdal og hugmynd um hringekju í gegnum banka -seðlabanka og almennngings. Allar þessar hugmyndir eru til að reyna að leysa fjárhagslegar þjáningar okkar .
Þær er allar gjaldgengar og mögulega þurfum við að nota þær í samningum við okkar tilvistarógn.
Við eigum erlenda peninga og því ekki að nota þá til að semja við okkar ógnvalda -þ.e. erlenda krónueigendu. Krónueigendur sem hinir föllnu bankar bjuggu til í gegnum tölfurafeindir, eða rafkrónur sem bankarnir höfðu engin efni á að búa til, en voru leyfð af Ríkisstjórn okkar.
Það má benda á að bankar höfðu og hafa ekki seðlaprentunarvald, en þó gátu þeir búið til þessar skuldir án nokkurar umhugsunar um okkur eða nokkurar greiðlu til okkar fyrir þessa peningaprentun. Eftirliskerfi okkar brást.
Ég veit að við getur samið við þessa aðila sem eiga "syndsamar" krónur gömlu bankanna.
Það þarf einungis mann sem hefur áræði og þor tl að setja þetta á borðið fyrir þá.
Þennan mann/menn þurfum við að finna, ef hann finnst ekki innan stjórnar sjóða okkar.
Eggert Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 23:05
Ég vil einnig segja að vaxtakostnaður okkar í gegnum seðlabanka má skoða sérstaklega í samhengi við það sem ég hef sagt hér að ofan.
Það er erfitt að réttlæta vaxtahækkun á lánum frá IMF úr tæplega 3% í rúmlega 6% og ég vil fá svör seðlabankans á því, en vaxtakostnaður vegna krónubréfa og þ.h. þarf að skýra sérstaklega og upplýsa okkur hvað hann er mikill sl. 4 ár.
Ég held að mönnum verði flögurt við að heyra þá tölu.
Eggert Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.