21.4.2012 | 17:14
Málaferli ESA og Icesamningurinn eru tvö óskyld mál
Hún er merkileg þessi umræða um að málaferli ESA séu til komin vegna þess að Íslendingar felldu Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þá tengingu út frá röklegu samhengi.
Icesavesamningarnir
Um hvað snerust Icesavesamningarnir eiginlega? Þeir sneru í grundvallaratriðum um þrennt:
- Endurgreiðslutíma á lánum sem tryggingasjóðirnir í Bretlandi og Hollandi veittu svo hægt væri að greiða innstæðueigendum út lágmarksinnstæður í samræmi við ákvarðanir þessara þjóða.
- Vaxtakjör á þessum lánum.
- Að íslensk stjórnvöld tækju ábyrgð á endurgreiðslunni.
Síðan er það um hvað snerust samningarnir ekki:
- Icesavesamningarnir snerust ekki um ákvæði innstæðutilskipunar ESB, þó svo að hún hafi vafalaust verið til umræðu.
- Samningarnir snerust ekki um mismunun kröfuhafa, þar sem hún var til staðar hvort sem samningarnir voru samþykktir eða ekki.
- Samningarnir voru heldur ekki um hvort lög um innstæðutryggingar hefðu verið rétt innleidd hér á landi eða ekki, þar sem Tryggingasjóður innstæðueigenda viðurkenndi endurgreiðsluskyldu sína.
- Samningarnir voru ekki um mismunun milli innstæðueigenda, þó vissulega megi færa rök fyrir því að slík mismunun hafi átt sér stað.
- Samningar voru ekki um það að íslenski tryggingasjóðurinn ætlaði að sleppa við að greiða það sem honum bar.
Viðsemjendur í samningaviðræðunum voru íslenski tryggingasjóðurinn annars vegar og þeir í Hollandi og Bretlandi hins vegar. Hvorki ESA né ESB komu að þessum samningum.
Við það að síðasti Icesavesamningurinn var felldur, þá var ekki lengur samkomulag um greiðslu- eða vaxtakjör á þeim lánum sem íslenski tryggingasjóðurinn fékk hjá Bretum og Hollendingum, en eftir stóð yfirlýsingin íslenska sjóðsins um endurgreiðslur eins fljótt og mögulegt væri. Endurgreiðslutíminn færi eftir því hve vel gengi að koma eignum þrotabús Landsbanka Íslands í verð og innheimta útistandandi skuldir.
Dómsmál ESA
Um hvað er dómsmál ESA? Mjög einfalt:
Hvort íslensk stjórnvöld hafi leitt innstæðuskipun ESB á réttan hátt í lög hér á landi.
Hvað hefur þetta atriði með það að gera að Icesavesamningarnir voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Nákvæmlega ekkert.
Icesavesamningarnir voru felldir fyrst 2010 og síðan aftur 2011. Lögin um innstæðutryggingar voru sett 27. desember 1999 og höfðu verið í gildi í tæp 9 ár þegar reyndi á þau í október 2008. Þeim hafði verið breytt 2002, 2004 og 2006 og svo loks 6. október 2008. Síðasta breytingin var til að styrkja sjóðinn en ekki veikja hann.
Hvernig geta samningar sem felldir voru 2010 og 2011 haft áhrif á því hvort lög um innstæðutryggingar voru rétt innleiðing á tilskipun ESB? Svarið við þessu er einfalt: Þeir geta það ekki. ESA hafði sem sagt sama tilefni til að fara í mál við íslensk stjórnvöld hvort sem samningarnir voru samþykktir eða ekki. Svo ég gangi lengra:
Það hefði verið dæmi um pólitískan loddaraskap af hálfu ESA, ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu hafði breytt því hvernig ESA tók á því broti íslenskra stjórnvalda á EES samningum sem fellst í kæru þeirra til EFTA-dómstólsins.
Ef ESA er sannfært um að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn EES-samningnum með rangri innleiðingu tilskipunar 94/19/EC on deposit-guarantee schemes, þá breytir nákvæmlega engu þar um hvort fyrir liggur samningur milli Breta og Hollendinga annars vegar og Íslendinga hins vegar um endurgreiðslu- og vaxtakjör á þeim lánum sem Bretar og Hollendingar veittu íslenska innstæðutryggingasjóðnum svo hægt væri að endurgreiða innstæðueigendum í þessum tveimur löndum.
ESA gerði ekki athugasemd áður
Reglulega fer ESA yfir innleiðingu EES landanna innan EFTA á þeim tilskipunum ESB sem falla undir EES samninginn. Svo merkilegt sem það nú er, þá tók ESA einu sinni út innleiðingu landanna þriggja á tilskipun 94/19/EC. Hér eru tvær fréttir frá árinu 2002 sem er að finna á vefsvæði ESA. Önnur er um athugun ESA á frammistöðu Íslendinga og Liechtensteina á nokkrum tilskipunum, en hin um frammistöðu Norðmanna og Liehtensteina. Í báðum fréttunum er minnst á tilskipun 94/19/EC. Í þeirri fyrri er gerð athugasemd við innleiðingu Liechtensteina á tilskipuninni, en þeirri síðari innleiðingu Norðmanna.
Nú hef ég enga trú á því að ESA hafi bara tekið út innleiðingu hinna landanna tveggja á tilskipun 94/19/EC en ekki Íslendinga. Finnst mér því líklegast að ESA hafi talið innleiðingu Íslands á tilskipuninni fullnægjandi og í samræmi við þær kvaðir sem þar koma fram.
Hvaða skyldur á Ísland að hafa vanrækt
Skoðum hvað segir í tilskipun 94/19/EC um innstæðutryggingakerfi (on deposit-guarantee schemes). Hér er fyrst nokkur atriði úr inngangskafla, en hann lýsir markmiðum tilskipunarinnar:
Whereas in the event of the closure of an insolvent credit institution the depositors at any branches situated in a Member State other than that in which the credit institution has its head office must be protected by the same guarantee scheme as the institution's other depositors;
Whereas the cost to credit institutions of participating in a guarantee scheme bears no relation to the cost that would result from a massive withdrawal of bank deposits not only from a credit institution in difficulties but also from healthy institutions following a loss of depositor confidence in the soundness of the banking system;
Whereas harmonization must be confined to the main elements of deposit-guarantee schemes and, within a very short period, ensure payments under a guarantee calculated on the basis of a harmonized minimum level;
Whereas deposit-guarantee schemes must intervene as soon as deposits become unavailable;
Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;
Og síðan úr tilskipuninni sjálfri:
Article 3
1. Each Member State shall ensure that within its territory one or more deposit-guarantee schemes are introduced and officially recognized. Except in the circumstances envisaged in the second subparagraph and in paragraph 4, no credit institution authorized in that Member State pursuant to Article 3 of Directive 77/780/EEC may take deposits unless it is a member of such a scheme.
Article 4
1. Deposit-guarantee schemes introduced and officially recognized in a Member State in accordance with Article 3 (1) shall cover the depositors at branches set up by credit institutions in other Member States.
Article 10
1. Deposit-guarantee schemes shall be in a position to pay duly verified claims by depositors in respect of unavailable deposits within three months of the date on which the competent authorities make the determination described in Article 1 (3) (i) or the judicial authority makes the ruling described in Article 1 (3) (ii).
2. In wholly exceptional circumstances and in special cases a guarantee scheme may apply to the competent authorities for an extension of the time limit. No such extension shall exceed three months. The competent authorities may, at the request of the guarantee scheme, grant no more than two further extensions, neither of which shall exceed three months.
3. The time limit laid down in paragraphs 1 and 2 may not be invoked by a guarantee scheme in order to deny the benefit of guarantee to any depositor who has been unable to assert his claim to payment under a guarantee in time.
Mér sýnist þetta vera þau atriði tilskipunarinnar sem fjalla um virkni innstæðutryggingakerfisins. Ef íslensku lögin (nr. 98/1999) eru síðan skoðuð, þá kemur í ljós að þau uppfylla öll ofangreind atriði. Auðvitað má alltaf deila um hve mikla fjármuni tryggingasjóðurinn skuli hafa á milli handanna. Hér á landi voru framkvæmdir tryggingastærðfræðilegir útreikningar á þörf tryggingasjóðsins. Var þá gert ráð fyrir að eignir fjármálafyrirtækis dygði fyrir stærstum hluta lágmarkstryggingarinnar og sjóðurinn tæki við eftir það.
Stærstu atriðin varðandi þetta álitamál (þ.e. hvort hér á landi var virkt tryggingakerfi) lýtur að því hvort kerfið sé frábrugðið kerfum annarra landa og hvort gera skuli ríkari kröfur til landa með fáar og hlutfallslega stórar innlánsstofnanir. Ekkert bendir til þess að íslenska kerfið sé á mikilvægan hátt frábrugðið kerfum annarra landa. T.d. er tekið fram í greinargerð með frumvarpi að lögum 98/1999 að hugmyndin sé að innleiða svipað kerfi og í Danmörku. Við skoðun á fyrirkomulagi í löndum ESB, þá virðist mér að víðast baktryggi ríkissjóðir tryggingasjóðina. Um það er ekki gerð krafa í tilskipun 94/19/EC og raunar kvörtuðu Bretar til framkvæmdastjórnar ESB þegar írsk stjórnvöld ákváðu 100% tryggingu á innstæður í írskum bönkum. Það sem meira var, framkvæmdastjórn ESB komst að þeirri niðurstöðu að um ólöglega ríkisaðstoð hafi verið að ræða.
Ég skil ekki hvernig íslensk stjórnvöld áttu að gera ríkari kröfur til innstæðutrygginga, en gert var í lögum 98/1999, án þess að koma í nánast í veg fyrir að innlendar innlánsstofnanir tækju við innlánum. Ef íslenski tryggingasjóðurinn hefði átt að vera nógu öflugur til að geta greitt út 300, 600 eða 1.100 milljarða kr. á innan við ári frá falli bankanna, þá hefði sjóðurinn þurft að krefjast gott betur en iðgjalds upp á 1% (ath. að þetta er einsskiptis iðgjald, þannig að það er ekki greitt árlega). Nær hefði verið að tala um 50% iðgjald, en það hefði komið í veg fyrir að nokkur fjármálafyrirtæki tæki við innlánum. Er ég viss um að íslensku fjármálafyrirtækin hefðu litið á þetta sem samkeppnishamlandi iðgjald og kært það til ESA.
Lokaorð
Mér finnst mikilvægt að hamra á því, að ESA hafði sömu skyldur til að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hvort sem Icesavesamningarnir hefðu verið samþykktir eða ekki. Í annan stað, þá legg ég áherslu á athugun ESA árið 2002, en mér þykir ólíklegt að stofnunin hafi eingöngu skoðað innleiðingu tilskipunar 94/19/EC í Liechtenstein og Noregi, en ekki hér á landi. Álykta ég af því að ESA hafi talið innleiðinguna hér á landi uppfylla skilyrði tilskipunarinnar. Þar með hafi íslensk stjórnvöld verið í góðri trú um að rétt væri að málum staðið. Ekki gengur fyrir ESA að skipta um skoðun mörgum árum síðar vegna þess að samningur um óskyld málefni var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég átta mig á því, að þeir, sem vildu fá Icesavesamningana samþykkta, eru að reyna að koma einhverri sök á hina sem felldu samningana. Mér finnst það vera ákaflega aumur málflutningur. Deiluefnið hvorki birtist við höfnunIcesavesamninganna né hefði horfið við samþykkt þeirra. Ef ESA hefði ákveðið að líta málin öðrum augum út af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslnanna, þá þýðir það bara að stofnunin er að taka þátt í pólitískum loddaraskap og ekkert annað.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þráhyggjan um að komast í ESB klúbbinn sem hlýtur að vera paradís líkastur blindar hópi fólks hér á landi alla sýn. Öll mál eru matreidd út frá því hvort það hentar hagsmunum umsóknar eða ekki. Stjórnvöld eru allsendis ófær um að gæta hagsmuna okkar hvort sem um er að ræða IceSave, makríl eða málaferli fyrir ESA því þau eru haldin sömu þráhyggju. Einnig efast ég um að ráðherra og þingmenn yfirhöfuð átti sig á því hvað mál snúast um yfirleitt sbr. yfirlýsingar þeirra þar sem þessi mál eru tengd saman. Eins og pistill þinn sýnir þá þarf greinilega að vakta frammistöðu stjórnvalda í þessu ESA máli eins og IceSave.
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 18:33
Þetta er laukrétt sem þú bendir á. Þessi mál eru alls óskyld.
Öll umræða um Icesave-samningana og málshöfðun ESA er fyrir löngu komin út í skurð. Það verður að fara draga grundvallaraðalatriðin saman svo fólk hafi allar staðreyndir á hreinu en haldi ekki á lofti upphrópunum sem skekkja alla umræðu, enda ekki hægt að ætlast til að allur almenningur lesi málsgögnin og rökstuðning í þaula.
En ég vil benda á eitt mikilvægt atriði:
Það eru engir lánasamningar í gildi vegna Icesave-endurgreiðslna, hvorki við Breta eða Hollendinga.
Tryggingasjóðir þessara landa leystu til sín kröfu þegna þessara landa og hafa stöðu innstæðueigenda hjá TIF. Þetta sést í tilkynningum frá stjórn íslenska tryggingasjóðsins frá því í september 2011.
Ég bendi á þessa hér upp á 10 blaðsíður, og ekki hefur komið fram í fjölmiðlum svo ég hafi tekið eftir, en þar kemur fram rétt fyrir neðan miðja blaðsíðu 3 að:
"Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. itrl. hefur stjórn TIF heimild til að taka lán til að greiða innstæðueigendum hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og telji stjórn brýna ástæðu til. Svo sem kunnugt er stóð til að slík lántaka færi fram með Icesave samningum sem komið var á fyrir atbeina íslenskra, hollenskra og breskra stjórnvalda. Forsenda þeirrar lántöku af hálfu TIF var að íslensk stjórnvöld ábyrgðust greiðslu lánsins að því marki sem eignir sjóðsins nægðu ekki til greiðslu. Stjórn TIF telur ekki lengur grundvöll fyrir lántöku af hálfu sjóðsins til að standa undir skuldbindingum sem á sjóðinn féllu á árinu 2008."
Undirritun tilkynningarinnar er: "Þannig samþykkt á stjórnarfundi 8. september 2011."
Þá segir í sömu tilkynningu að hvorki viðskiptavinir Kaupþings né Glitnis muni fá greiðslu úr TIF, sjá ofarlega á blaðsíðu 4. En umræða um það er engin og ekki minnst á það í málshöfðun ESA.
Málshöfðun ESA snýst um að íslenska ríkið (ekki ríkissjóður) hefur ekki séð til þess að innstæður Icesave hafi verið aðgengilegar innan tilskilins tíma sem tilskipun um innstæðutryggingar tilgreinir. Það þýðir alls ekki, ef málið tapast, að ríkissjóður eigi að greiða lágmarkstrygginguna út, eða vexti af útgreiðslu tryggingasjóða Breta og Hollendinga, bótalaust. Það myndast engin fékrafa úrskurðu dómstóll ESA gegn málstað Íslendinga.
Erlingur Alfreð Jónsson, 21.4.2012 kl. 19:04
Ég er alveg sammála því að ESA hefði farið í mál fyrir EFTA gegn Íslenska ríkinu í þessu máli hvernig sem þjóðaratkvæðagreiðslan hefði farið. Þess vegna var mikilvægt að semja áður en úrskurður þar tæki af allan vafa um réttarstöðuna. Að svo miklu leyti sem hægt er að taka af allan vafa í svona flóknu máli. Dómur verður að standa geri ég ráð fyrir. Dómar leysa aldrei nein mál.
Það er alveg hárrétt líka að enn er ósamið við Breta og Hollendinga og verður áfram hvernig sem dómsniðurstaðan verður. Mér dettur amk ekki í hug að millríkjamál af þessu tagi "gufi upp" og afleiðingarnar verði jákvæðar einsog hægt væri að láta sig dreyma um í villtustu fantasíum. Ef samningar hefðu legið fyrir núna hefði niðurstaða ESA engin afturvirk áhrif.
Nú liggur fyrir að engir samningar verði gerðir fyrr en hún liggur fyrir. Töfin hefur ófyrirséðar afleiðingar og það er alls ekki víst að þær verði íslenska ríkinu til framdráttar. Óvissa er óvissa og það verður ekkert á henni byggjandi.
Það liggur fyrir að það verður samið á endanum því við höfum ekki efni á því að fara í viðskiptastríð við milljónaþjóðir með það að markmiði að vinna það. Það er ekki herkænska að fara í stríð nema vita fyrir fram að maður hafi sigur. Það á við um báða deiluaðila. Þess vegna verður samið á endanum.
Dómur getur hinsvegar haft áhrif á möguleika þeirra sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við Landsbankann að sækja fé í þrotabúið. Það lá líka fyrir eftir síðustu samningalotuna þó að ríki Breta og Hollands hafi ekki ætlað að fylgja eftir slíkum málum fyrir sitt leyti að því að mér skildist. Einkamál er alltaf hægt að sækja.
Gísli Ingvarsson, 21.4.2012 kl. 22:10
Frábær pistill hjá þér Marinó að venju. Samt merkilegt hvað það eru til margir sem finnst að þjóðin eigi að semja um skuldir einkafyrirtækis..
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.4.2012 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.