Leita í fréttum mbl.is

Erindi um gengisdóma

Laugardaginn 25. febrúar hélt ég erindi í Grasrótarmiðstöðinni um gengisdóma Hæstaréttar.  Erindið var tekið upp og hefur Rakel Sigurgeirsdóttir klippt það til og birt á vefnum.  Langar mig að birta upptökuna hér og fjalla lítillega um hvern hluta.

I. Nokkrir tímamótadómar Hæstaréttar frá hruni fram til dóms nr. 600/2011

Í fyrsta hlutanum kynni ég helstu dóma sem fallið hafa um gengistryggða láns- og leigusamninga.  Flesta tel ég vera mjög skýra og rökrétta, en einn tel ég vera á mörkunum að standast og annan tel ég hreinlega vera rangan, þ.e. vaxtadóminn nr. 471/2010 frá 15. september 2010.   Eftir um 8 og hálfa mínútu byrja ég svo að fjalla um dóm nr. 600/2011. (Ath. ég misrita númer dómsins í yfirskrift á glærum, en dómurinn er nr. 600/2011, en hvorki 600/2012 né 600/2010.)

Hér er svo yfirlit yfir dóma bæði héraðsdóms og Hæstaréttar sem gengið hafa og ég veit af:

Hæstiréttur

Héraðsdómur

Við þennan lista af héraðsdómum væri hægt að bæta við helling af dómum sem snúið hefur verið af síðari Hæstaréttardómum.

II. Dómur númer 600/2011

Í þessari klippu er eingöngu fjallað um dóm nr. 600/2011 og ekkert annað.  Legg ég mikla áherslu á muninn á rökleiðslu og niðurstöðu.  Tel ég t.d. niðurstöðuna vera að rangur lagaskilningur verði bara leiðréttur til framtíðar og skipti þá ekki máli hvort viðkomandi lántaki hafi fullnaðarkvittun í höndunum eða ekki.

III. Þýðing dómsins og álit Sigurjóns Högnasonar og lögmanna LEX

Í þessum hluta byrja ég að fjalla um þýðingu dómsins, þ.e. hver eru áhrif hans á lántaka.  Hvað á lántaki að greiða, hvað á hann ekki að greiða, hvaða upphæðir koma til lækkunar á höfuðstóli og hvaða upphæðir hafa ekki áhrif á eftirstöðvar og þar með framtíðar.  Höfum í huga að þetta er mín sýn á niðurstöðu dómsins, en ég tel líkur á því að lántakar eigi jafnvel betri rétt þegar öll kurl verða komin til grafar.

Daginn áður en erindið var flutt hafði KPMG verið með fund um dóminn þar sem Sigurjón Högnason, lögfræðingur (og líklegast starfsmaður Samtaka fjármálafyrirtækja), hafði greint frá sinni skoðun á fordæmisgildi dómsins og sama dag sendi LEX lögmenn frá sér álitsgerð unna að beiðni SFF.  Fjalla ég um skoðun Sigurjóns og álit LEX sem mér finnst hvorutveggja vera nokkuð halt undir fjármálafyrirtækin.  Örfá orð af þessari umfjöllun flæða yfir í byrjun hluta IV.

IV. Var Hæstiréttur blekktur og þá hvernig

Hér byrja ég að fjalla um muninn á mismunandi túlkunum, þ.e. hvað kostar mismunandi túlkun.   Tölurnar eru svakalegar, mun hærri en bankarnir hafa viljað viðurkenna.  Yfirleitt hafa bankarnir laumað inn frétt ef tölur eru út úr kú, en nú er það ekki gert.  Þeir hafa þegar viðurkennt að dómar Hæstaréttar hafi kostað þá um 200 ma.kr. og spurningin er bara hve mikið á eftir að koma upp úr hattinum.

Alvarlegast finnst mér þó hve Hæstiréttur lét blekkjast í máli nr. 471/2010 og byrja ég að fjalla um það í þessum hluta.

V. Grunnvillur í rökleiðslu Hæstaréttar og ábyrgð Lýsingar

Í þessum hluta held ég áfram með það sem ég kalla grunnvillur í rökleiðslu Hæstaréttar í máli nr. 471/2010.  Mest púður fer í að fjalla um hvers vegna Hæstiréttur mátti ekki samkvæmt lögunum dæma "seðlabankavexti" á gengistryggðu lánin, þ.e. lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu setja mjög strangar skorður á það hvenær nota má ákvæði II. kafla laganna, þ.e. "því aðeins að ekki leiði annað af samningum, venjum eða lögum."  Samkvæmt þessu mátti Hæstiréttur ekki dæma seðlabankavexti á áður gengistryggð lán.  Svo einfalt er það.

Stærsta ruglið í þessu öllu er þó hvernig stóð á því að mál nr. 471/2010 skyldi yfirhöfuð hafa orðið að örlagavaldi þeirra lántaka sem tekið höfðu lán með ólöglegri gengistryggingu.  Er það þvílík steypa og frekja að hálfa væri nóg.

VI. Kvörtunin til þriggja stofnana ESB

Byrjað er að benda á að Frjálsi fjárfestingabankinn hafi dregið til baka í febrúar 2011 áfrýjun á því atriði sem dæmt var um  í febrúar 2012.

Loks er fjallað um kvörtun lánþega til ESA, Evrópuþingsins og framkvæmdarstjórnar ESB.

Hugsanlega eiga fleiri bútar eftir að bætast við og verða þeir líka birtir hér ef svo verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marínó,

Mig langar að biðja þig að setja tengilinn á hvert myndband inn í innleggið þitt svo þeir sem eru ekki með Flash stuðning geti notið þeirra líka. Þetta á við um þá sem hafa ekki/vilja ekki setja upp Flash á tölvum sínum eða ef notað er tæki með iOS stýrikerfi. Þá er hægt að nota sérstök forrit til þess að horfa á YouTube en til þess þarf tengilinn á myndbandið. Eins er hægt að horfa á YouTube myndbönd í HTML5 á vefnum þeirra en ekki ef myndböndin eru sett inn í færslur eins og þú hefur gert. Þá þarf aftur að hafa tengilinn og fara beint inn á YouTube vefinn.

mkv.

Nonni (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 16:02

2 identicon

Sæll.

Fróðleg gegnumferð á þessu efni, ætti að skylda þingmenn að skoða þetta, þyrfti samt að tyggja þetta ofaníþá svo þeir skilji.

Þetta styrkir þá skoðun sem ég hef lengi haft að fjármálafyrirtækin vissu nákvæmlega á hvaða vegferð þau voru og höfðu mjög einbeittan brotavilja um lagasniðgöngu.

Sem vekkur upp spurningar um styrkþega á alþingi og þeirra þátt.

Jónas Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 20:08

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er afritið af efnisyfirlitinu sem er undir hverju myndbandi þegar farið er inn á You Tube:


I. Nokkrir tímamótadómar Hæstaréttar frá hruni fram til dóms nr. 600/2011: http://youtu.be/97QMsXRs2AQ

II. Dómur númer 600/2011: http://youtu.be/xyrRBqzuFPg

III. Þýðing dómsins og álit Sigurjóns Högnasonar og lögmanna LEX: http://youtu.be/zU4jsI8JQdg

IV. Var Hæstiréttur blekktur og þá hvernig: http://youtu.be/F_7NqTFtOjY

V. Grunnvillur í rökleiðslu Hæstaréttar og ábyrgð Lýsingar: http://youtu.be/To3VfME8hPc

VI. Kvörtunin til þriggja stofnana ESB: http://youtu.be/isQseUCb8SM

Hér er svo hægt að komast inn á öll myndböndin á einum stað.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2012 kl. 20:11

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sæll Marinó,

 

Ég vil gjarnan fá að leiðrétta það sem þú sagðir á fundinum í Grasrótarmiðstöðinni og kemur fram eftir 9 mín í myndskeiði nr. IV hér í færslunni um heimildir fjármálafyrirtækjanna til viðskipta með erlendan gjaldeyri:

Á yfirliti frá FME dags. 9.maí 2007 var SP-Fjármögnun hf. eina fjármögnunarfyrirtækið sem var ekki með heimild til gjaldeyrisviðskipta fyrir eigin reikningÞað hélst óbreytt þar til starfsleyfið var afturkallað.  Bæði Avant og Lýsing höfðu einnig slíkt leyfi þegar dómur nr. 471/2010 féll.  (Avant var þó undir skilastjórn á þeim tíma.)  Linkar á þetta skjal FME eru undir heitum fyrirtækjanna hér að framan vegna þess að á nýjum vef FME finnst þetta skjal ekki.   Þegar upprunalegi hlekkurinn er valinn, kemur: 404 - Síða fannst ekki.  Sumum gömlum hlekkjum virðist hafa verið lokað.

Ég benti FME á þennan skort á starfsheimildum SP á vordögum 2010 en var vísað á bug í árslok 2010 eftir mikla eftirgangsmuni. Starfsmaður FME hélt því m.a. fram í rökræðum um þetta mál að SP hefði hugsanlega verið í skjóli starfsleyfis eiganda síns, Landsbanka Íslands. Sem sagt í skjóli starfsleyfis annars fjármálafyrirtækis. Hann gat litlu svarað þegar ég spurði hvers vegna SP þyrfti eigð starfsleyfi ef þeir væru að nýta starfsleyfi LÍ.  Alveg makalaust viðhorf hjá FME.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.3.2012 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband