Leita í fréttum mbl.is

Hagnaður bankanna hefði líklegast orðið 450 ma.kr. árið 2011 ef ekki væri fyrir Hæstarétt!

Á síðustu 15 mánuðum eða svo hafa bankarnir barið sér á brjósti fyrir að vera að "afskrifa" háar upphæðir af lánum einstaklinga og fyrirtækja.  Samkvæmt tölum á síðu Samtaka fjármálafyrirtækja þá stóð "afskriftartalan" fyrir einstaklinga/heimili í 196 ma.kr. í desember sl.  Í fréttum frá Arion banka og Landsbankanum, þá hafa þessir tveir bankar fært niður áður gengistryggð lán um 55 ma.kr. vegna dóms Hæstaréttar 15. febrúar sl. þannig að sú upphæð bætist ofan á það sem áður var gert.  Alls gerir þetta því 251 ma.kr. og þá á Íslandsbanki eftir að koma með sínar tölur.  Frjálsi tilkynnti aftur fyrir helgi tap upp á milljarða tugi á tveimur árum, 8,9 ma.kr. fyrir 2011 og 27,4 ma.kr. vegna 2010.

Það stórkostlega við tölur bæði Landsbanka og Arion banka er að fyrir rúmu ári, þ.e. þegar dómar í málum nr. 603/2010 og 604/2010 gengu í Hæstarétti hinn 14. febrúar 2011, þá sáum við ekki afturvirka niðurfærslu í ársreikningi fyrir 2010.  Nei, þeir dómar höfðu nánast engin áhrif inn í ársreikningana.  Samt áttu bankarnir hlutdeild í 146 ma.kr. niðurfærslu vegna endurútreiknings gengistryggðra lána.  Núna er dómurinn sem gekk 15. febrúar 2012, þ.e. nr. 600/2011, látinn hafa strax áhrif.  Gefum okkur að þessi tveir bankar hafi gefið eftir 60% af 146 ma.kr. eða 87,6 ma.kr., bætum svo 55 ma.kr. vegna dóms nr. 600/2011 og hagnaði upp á 28 ma.kr., þá fáum við að hagnaður þessara tveggja banka hefði orðið a.m.k. 170,6 ma.kr. vegna síðasta árs.  Við þessa tölu á eftir að bæta áhrifum af "afskriftum" til lögaðila sem dómar nr. 603/2010 og 604/2010 þvinguðu bankana til að veita.  Heildarhagnaður hefði því líklegast endað í einhverjum 300-350 ma.kr. bara hjá þessum tveimur bönkum.  Ekki slæmt í hagkerfi sem varð nánast gjaldþrota fyrir 3,5 árum. Síðasta ár hefði því skilað tveimur bönkum hátt í tvöföldum hagnaði á við alla bankana þrjá ríflega 2 ár þar á undan.  Gefum okkur næst að Íslandsbanki sýni álíka hagnað og meðaltal hinna, þá 

Svo segjast þeir ekki hafa haft neitt svigrúm til að leiðrétta lán heimilanna.  Kanntu annan betri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Marinó, hvað svo með gjaldeyrishöftin? Hafa þau komið í veg fyrir að hagnaðurinn, sem þú tíundar, yrði fluttur beint úr landi þannig að ekkert yrði eftir til þess að leiðrétta ólöglegu lánin?

Kolbrún Hilmars, 19.3.2012 kl. 18:08

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Samkvæmt samkomulagi við stofnun bankanna var ákveðið að endanlegt uppgjör færi fram á þessu ári.  Mér skilst að slíkt uppgjör hafi þegar farið fram hjá Íslandsbanka og Arion banka og get ég ekki skilið að það hafi komið vel út miðað við dóminn 15/2/2012.  Í samkomulaginu var líka bannað að greiða út arð úr nýju bönkunum fyrstu 3 árin.  Ekki er því komið að því að greiða neinn arð og þar með hefur ekki reynt á þennan þátt gjaldeyrishaftanna.

Þetta með bann við útgreiðslu arðs skýrir hins vegar mögulega hvers vegna menn eru svona fljótir að gjaldfæra áhrif dómsins 15/2/2012 á síðasta ár, en ekki þetta.

Marinó G. Njálsson, 19.3.2012 kl. 18:40

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Má ég skilja þetta þannig að bankarnir hafi þegar fært "tapið" vegna febrúardómsins 2012 á árið 2011 vegna þess að það henti bönkunum betur þar sem þeir máttu hvort sem er ekki greiða neinn arð fyrir það ár?

"Tapið" hefur þó enn ekki verið viðurkennt gagnvart þolendum nema í semingi. Hvað þá endurreiknað eða endurgreitt.

Miðað við þessa bankaframkvæmd ætti þó ekki að tefjast lengi að leiðrétta lánamál einstaklinganna.

Kolbrún Hilmars, 19.3.2012 kl. 19:11

4 Smámynd: Reputo

Þessi bókhaldshagnaður er til kominn vegna uppfærslu á eignasafninu. Segjum að bankinn hafi tekið 100 milljarða í lán og endurlánað til fasteignakaupa. Þegar kennitöluflakkið byrjaði tóku þeir aðeins við helming skuldanna þannig að allt í einu skulduðu þeir bara 50 milljarða. M.ö.o. að þá var eignasafnið aðeins 50 milljarða virði í bókhaldinu þegar raunvirðið var 100 milljarðar. Þetta bil nota þeir til að uppfæra eignasafnið og skapa bókhaldshagnað sem er ekki raunverulegur hagnaður. Raunverulegur rekstur er sennilega í bullandi tapi en þeir ná að blöffa þetta til með bókhaldstrikkum.

Reputo, 20.3.2012 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1678166

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband