7.3.2012 | 17:59
Landsbankinn: Dómur hefur lítið fordæmisgildi!
Skuldara barst bréf frá Landsbankanum:
Sæll
Því miður þá get ég aðeins gefið þér takmarkaðar upplýsingar um stöðu þessara mála þar sem ekki liggur fyrir hvernig þessum málum verður háttað.
Samkvæmt upplýsingum lögmanna bankans þá hefur dómur Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 lítið fordæmisgildi þar sem deilan snérist um það hvort Frjálsa fjárfestingarbankanum væri heimilt að skuldajafna málskostnaðarkröfu stefnanda við vangreidda vexti sem bankinn taldi sig eiga eftir endurútreikning á fasteignaláni stefnenda. Niðurstaða dómsins var sú að bankinn var ekki talinn eiga kröfu á hendur stefnendum vegna vangreiddra vaxta og var því ekki fallist á skuldajafnaðarrrétt bankans.
Í Hæstarétti verður þann 23. mars nk. flutt mál sem mun hafa mun meira fordæmisgildi heldur en framangreindur dómur um framkvæmd endurútreiknings. Eftir dómsuppkvaðningu mun liggja ljósar fyrir hvaða lán þarf að endurreikna að nýju og hvaða aðferðum þarf að beita til þess.
Í hjálagðri fréttatilkynningu sem Landsbankinn sendi út föstudaginn 2. mars þá kemur fram að bankinn muni senda út greiðsluseðla meðan óvissa er um þessi mál og að hann hvetji viðskiptavini bankans til þess að greiða þá.
Kveðja
--
Já, dómur Hæstaréttar hefur lítið fordæmisgildi en samt segir bankinn:
Niðurstaða dómsins var sú að bankinn var ekki talinn eiga kröfu á hendur stefnendum vegna vangreiddra vaxta
Er ekki allt í lagi? Mér sýnist þessi texti vera ákaflega skýr varðandi það að ekki megi krefja lántaka um seðlabankavexti.
Í dómi Hæstaréttar nr. 600/2011 frrá 15. febrúar 2012 segir auk þess:
Samkvæmt framansögðu verður að taka afstöðu til þess hvort sóknaraðili teljist í ljósi atvika málsins hafa fengið réttmæta ástæðu til að ætla að ekki gæti komið til frekari vaxtakröfu varnaraðila síðar.
Hæstiréttur telur því að málið snúist um hvort reikna megi hærri vexti á kröfuna síðar (eins og reyndar lögmenn Landsbankans komast að niðurstöðu um).
Mér finnst lesskilningur lögmanna Landsbankans ekki upp á marga fiska. Hvernig geta þeir túlkað orðin sem ég vitna í að ofan, bæði í bréfi Landsbankans og dómi Hæstaréttar, þannig að um lítið fordæmisgildi sé að ræða?
Kannski lögmenn Landsbankans eigi að spyrja sig hvers vegna Frjálsi fjárfestingabankinn átti ekki kröfu vegna vangreiddra vaxta. Jú, ástæðan er augljós:
..þykir það standa varnaraðila nær en sóknaraðila að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust og um er deilt í málinu. Er því fallist á með sóknaraðilum, að sá rangi lagaskilningur sem [...] lá til grundvallar lögskiptum aðila í upphafi og þar til dómur Hæstaréttar gekk 14. febrúar 2011 verði í uppgjöri aðila einungis leiðréttur til framtíðar.
Sem sagt FF átti ekki kröfu til vangreiddra vaxta vegna þess að deilan um vangreidda vexti verður einungis leiðrétt til framtíðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 1680022
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Detta mér nú allar dauðar lýs úr höfði ! Hvað getur maður eiginlega sagt við svona dómstúlkun?
Er hreinlega orðlaus.
Arnar (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 18:23
Hehehe...!
Vá...!?! Hann fær ekki hátt í rökfræði þessi bréfritari...
Ætli svona heimsk-spekingar séu á háum launum hjá bönkunum...?
Þetta er bara sorglega fyndið...
Sævar Óli Helgason, 7.3.2012 kl. 18:33
Alveg merkilegt hvað er hártoga kristaltæra niðurstöðu Hæstaréttar. Bankinn hangir eins og hundur á roði á ólöglegum vöxtum.
Sigurður Sigurðsson, 7.3.2012 kl. 21:19
Þetta er fullkomlega eðlileg afstaða bankans.
Það er komin áralöng reynsla á það að þeir geta gert það sem þeim dettur í hug, þegar þeim dettur það í hug án þess að nokkur skipti sér af því.
Brot bankanna virðast ekki hafa neinar afleiðingar, alveg sama hversu vísvitandi þau eru.
Hvernig stendur á því að lögreglan, eða saksóknari er ekki enn farin að rannsaka þessi vinnubrögð, þó ekki væri nema fyrir það að það er til skrifleg sönnun frá árinu 2001 að bankarnir vissu að gengistrygging er búin að vera ólögleg síðan þá.
Hvers vegna er þessi sjálfvirkni enn í eftirlitsstofnunum að bankar brjóti aldrei lög, og séu alltaf í fullum rétti með alla sína hegðun?
Á meðan engin í bankanum þarf að hafa áhyggjur af því að hann verði látin sæta ábyrgð á afbrotum sínum þá getur þetta haldið svona áfram út í hið óendanlega.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:20
Ég er með bílalán frá SP sem er búið að endurreikna einu sinni. Það ættu því að vera hæg heimatökin að endurreikna þetta fljótt og örugglega.
Ég hefði viljað koma því svo við að ég fengi allt mitt til baka með dráttarvöxtum, en ekki Seðlabankavöxtum, vegna vísvitandi dráttar á endurgreiðslu.
Skúli (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:43
sparnaður.is var fljótur að setja upp reiknivél vegna dóms hæstaréttar! Hversvegna er það erfitt fyrir bankana sjálfa? Eru þeir að bíða eftir næsta skrefi Árna Páls, eða Gylfa Magnússonar?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 03:55
Eitt aðalmálið hér (og það er grafalvarlegt mál) er að stjórnsýslan er svo vanmáttug að hún gengur ekki í það að framfylgja Hæstarréttardómi sem kveðinn hefur verið upp með góðu eða illu fyrir þolandann (fjármálafyrirtækin).
Svona veikburða stjórnsýlsa er klárt hættumerki um hnignandi innviði samfélagsins og það ætti að vera eitt af meginverkefnum núvernandi löggjafavalds og framkvæmdavalds að koma henni á lappirnar - nema auðvitað að stjórnsýslan sé lömuð með vilja framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins en ef svo er þá er fólki og venjulegum fyrirtækjum allar bjargir bannaðar í viðureign sinni því dómsvaldið er áhrifalaust ef ekki kemur til eftirfylgni af hálfu stjórnsýslunar og undirstofnananna hennar.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 08:44
"Skuldara barst bréf frá Landsbankanum"
Hér kemur ekki fram hvort skuldari er í skilum eða ekki. Ef hann hefur ekki staðið í skilum tekur dómurinn einfaldlega ekki á því. Dómstólar eru ekki að reyna að setja lög heldur túlka lögin og þá bara í nákvæmlega þeim málum sem tekin eru fyrir.
Dómurinn snérist um að ef búið var að greiða ákveðinn gjalddaga þá myndast eignaréttur og því ekki hægt að krefja afturvirkt um vangoldna vexti.
Það sem virðist vera ljóst og er búið að dæma er.
1) Ef þú greiddir gjalddaga færðu samnings vextir (dómurinn nú)
2) Eftir 14. febrúar 2011 gilda seðlabanka vextir (fyrri dómur)
Þá stendur útaf vangoldnir gjalddagar fyrir 14. febrúar 2011 og þar liggur óvissan og lán sem hefur verið skilmálabreytt.
Gunnar (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 15:16
Ég tek það sem svo, Gunnar, að þú sért lögfræðingur fjármálafyrirtækis eða eitthvað tengdur þeim. Það eru nefnilega bara þeir sem eru á þeirri hlið sem túlka dóminn á þennan veg.
Tökum vel eftir orðum Hæstarétta:
Er því fallist á með sóknaraðilum, að sá rangi lagaskilningur sem [...] lá til grundvallar lögskiptum aðila í upphafi og þar til dómur Hæstaréttar gekk 14. febrúar 2011 verði í uppgjöri aðila einungis leiðréttur til framtíðar.
Í þessum orðum er hvergi tekið fram að lán þurfi að vera í skilum eða ekki. Rangur lagaskilningur verður bara leiðréttur til framtíðar.
Hæstiréttur talar um skuldbindinguna sem kemur fram í útsendum greiðslutilkynningum sem hér segir:
Um þetta snýst málið líka, þ.e. að þegar skuldari móttók greiðslutilkynninguna, þá gæti hann treyst því að þeir vextir sem þar voru tilgreindir væru réttir.
Marinó G. Njálsson, 8.3.2012 kl. 18:23
Hvað var eiginlega verið að dæma sem ólög?
Árna Páls lögin, þ.e. afturvirknihluta þeirra, ekki satt?
Það þýðir, frá mínum bæjardyrum séð, að öll lán sem Árna Páls lögin náðu til eru undir sama hatt sett og allir endurútreikningar sem gerðir hafa verið á grundvelli þeirra laga eru hrekjanlegir fyrir dómi.
Einfalt ekki satt þegar maður sér það svona svart á hvítu?
Skúli (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 21:03
Ég er sammála þessari túlkun, Skúli. Ekki var verið að dæma neitt ólöglegt, bara benda á hverjar reglur kröfuréttar eru, þ.e. að ekki megi breyta vaxtakröfu eftir á. Vissulega var líka hnýtt í Árna Páls-lögin, þ.e. bannað er að setja afturvirk íþyngjandi ákvæði gagnvart neytendum, en það var ekki talið skipta máli gagnvart þessu dómsmáli.
Marinó G. Njálsson, 8.3.2012 kl. 21:09
Kröfuréttur -Ekki megi breyta vaxtakröfu eftir á- bannað að setja afturvirk íþyngjandi ákvæði gagnvart neytendum-
Er ekki bannað að setja íþyngjandi ákvæði inn í samninga á milli banka og einstaklinga til framtíðar skv. Neytandaverndarlögum?
Þarf ekki einn dóm til að taka af þennan vafa?
Eggert Guðmundsson, 10.3.2012 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.