Leita í fréttum mbl.is

Dómur Hćstaréttar er mjög skýr: Vextir verđa eingöngu leiđréttir til framtíđar

Dómur Hćstaréttar í máli nr. 600/2011 um vaxtaútreikning áđur gengistryggđra lána er mjög skýr:

..ţykir ţađ standa varnarađila nćr en sóknarađila ađ bera ţann vaxtamun sem af hinni ólögmćtu gengistryggingu hlaust og um er deilt í málinu.  Er ţví fallist á međ sóknarađilum, ađ sá rangi lagaskilningur sem [...] lá til grundvallar lögskiptum ađila í upphafi og ţar til dómur Hćstaréttar gekk 14. febrúar 2011 verđi í uppgjöri ađila einungis leiđréttur til framtíđar.

Ţetta er eins skýrt og frekast er hćgt ađ komast ađ orđi.  Dómurinn segir ađ rangur lagaskilningur um vextina verđi ekki leiđréttur nema til framtíđar. Hann segir ekkert um ţađ hvort lán ţurfi ađ vera í skilum eđa ekki, en vissulega var hann ađ fjalla um lán í skilum.  Ţađ bara skiptir ekki máli, ţar sem ţađ ţykir standa nćr varnarađila ađ bera ţann vaxtamun sem deilt eru um í málinu og rangur lagaskilningur um vexti lánsins verđur bara leiđréttur til framtíđar.

Rangi lagaskilningurinn felst í fleiru en fullnađarkvittuninni, eins og Hćstiréttur nefnir.  Hann fellst raunar fyrst og fremst í skuldbindingunni sem birtist á greiđslutilkynningunni. Eđa eins og Hćstiréttur segir: 

Voru sóknarađilar ţví í góđri trú um lögmćti ţeirrar skuldbindingar [um vexti] sem ţeir höfđu gengist undir gagnvart varnarađila..

Ţetta atriđi er síđan grundvöllur ţess ađ fullnađarkvittanir fćlu í sér ađ ekki vćri hćgt ađ rukka meira, en ekki ađ fullnađarkvittun ţyrfti líka ađ vera til stađar eins og segir í framhaldinu:

..og ţar međ í góđri trú um ađ fyrrnefndar greiđslur ţeirra fćlu í sér fullar og réttar efndir af ţeirra hálfu. 

Í rökfrćđi vćri talađ um ađ hér vćru tvćr yrđingar.  Fyrri er góđ trú um lögmćti skuldbindingar og sú síđari góđ trú um fullar og réttar efndir.  Ţađ sem meira er, ađ fyrri yrđingin er sterkari yrđingin af ţessum tveimur, ţar sem sú síđari gildi "ţar međ", ţ.e. síđari yrđingin gildi vegna ţess ađ sú fyrri gildir en ekki öfugt.  Hćstiréttur segir ađ skuldbindingin sé mikilvćgari ţátturinn, en fullnađarkvittunin vćri svona eins og kremiđ ofan á kökuna.

Ćtli menn ađ fara ađ deila um ţađ hver skuldbindingin hafi veriđ, ţá svarar Hćstiréttur ţví líka í nćstu setningu á undan, ţví sem nefnt er ađ ofan:

Viđ mat á ţví hvort svo hagi til í máli ţessu ađ heimilt sé ađ víkja fá meginreglunni er fyrst til ţess ađ líta, ađ ţegar sóknarađilar á einstökum gjalddögum frá stofndegi kröfunnar og fram til 14. febrúar 2011 greiddu afborganir og vexti af skuldabréfi nr. 712986 gengu báđir ađilar út frá ţví ađ útreikningur varnarađila á fjárhćđ afborgana og vaxta tćki miđ af ţví ađ ákvćđi skuldabréfsins um gengistryggingu höfuđstólsins vćru gild.

Skuldbindingin felst í ţví ađ báđir ađilar hafi haldiđ ađ fjárhćđ afborgana og vaxta vćri gild fram til 14. febrúar 2011.  Hćstiréttur notar ţetta atriđi til ađ styđja viđ ţađ sem á eftir kom og ég nefni ađ ofan.  (Vissulega er ţetta rangt hjá Hćstarétti, ţar sem sóknarađilar gerđu jú athugasemd viđ fjárhćđ skuldarinnar, m.a. á grunni ákvćđa vaxtalaga nr. 38/2001 og síđar á grunni niđurstöđu Hćstaréttar í málum nr. 92/2010 og 153/2010 frá 16. júní 2010.)

Höfum í huga ađ í málinu er bara deilt um vextina.  Ekki er deilt um ađ höfuđstóll lánsins lćkki til samrćmis viđ dóma nr. 92/2010 og 153/2010.  Úr ţví var kljáđ í máli nr. 604/2010.  Enn og aftur vil ég ţví taka fram ađ niđurstađa Hćstaréttar um vextina er mjög skýr:

ţađ ţykir standa nćr varnarađila ađ bera ţann vaxtamun sem deilt eru um í málinu og rangur lagaskilningur um vexti lánsins verđur bara leiđréttur til framtíđar


mbl.is Ţeir sem ekki greiddu sitja í súpunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Marínó.

Hér ađ ofan eru rök sem verđa ekki véfengd.

Hinn meinta óvissa er stýrđ ţađ er menn kjósa ađ skilja ekki.  Og ţá vćntanlega til ađ geta haldiđ áfram ađ hafa pening af saklausu fólki.

Svo má ekki gleyma ađ fólk komst í vanskil vegna stökkbreytingu hinna ólöglegu gengislána.  Ţađ var stökkbreytingin sem gerđi fólki ókleyft ađ standa í skilum.

Ađ neita síđan ţessum fórnarlömbum ránsins um réttlćti međ tilvísun í einhverja meinta óvissu, ţađ er siđleysi á lćgra plani en áđur hefur sést á Íslandi.

Takk enn og aftur fyrir skýrandi grein.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 16:29

2 identicon

Harđstjórn er stjórnarfyrirkomulag sem felur í sér ţéttriđiđ net einstaklinga sem rćđur ríkjum međ algerum pólitískum yfirráđum. Hin forna skilgreining á harđstjórn er yfirráđ eins manns, sem nefndur er harđstjóri, og hefur alla valdatauma í hendi sér og allir ađrir lúta valdi hans en hann gćtir sinna eigin hagsmuna fremur en hagsmuna heildarinnar. Harđstjórn er í raun hiđ fyrsta stjórnarform ţegar einhvers konar ríkisvald og siđmenning kemst á. Faróar eru ágćtt dćmi um fyrri tíma harđstjóra.

 Núna eru Bankarnir harđstjórar.

mbk

Benedikt.

Benedikt. (IP-tala skráđ) 2.3.2012 kl. 21:19

3 Smámynd: Eggert Guđmundsson

Hvers vegna er talađ um gildi samnings fram 14. feb. 2011. ? Hví ekki fram í febrúar 2012, ţegar dómur féll?

Eggert Guđmundsson, 4.3.2012 kl. 21:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.6.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 194
  • Frá upphafi: 1678918

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 190
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2024
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband