Sú sótt sem lagst hefur á okkur Íslendinga er farin að dreifa sér víða. Hjá okkur kom hluti höggsins strax vegna gengistryggingarinnar. Fólkið með verðtryggðu lánin eru farin að finna fyrir hitanum og þar mun bara hitna undir pottinum.
Grikkir og Spánverjar eru líka farnir að taka sóttina ógurlegu, þar sem illa rekið fjármálakerfi ber enga ábyrgð. Nei, það er almúginn sem tekur skellinn. Spánverjar eru greinilega að átta sig á því að við svo verður ekki búið. 90 þúsund fjölskyldur hafa verið bornar út á rétt innan við tveimur árum. Það samsvarar 450 íslenskum! Ég veit ekki hver talan er hér á landi. Kannski er hún hærri og kannski er hún lægri. Þar á að innleiða lyklafrumvarpið, en hér heykjast menn endalaust við það.
Hættum að finna fyrir meðaumkun með fjármálafyrirtækjum sem ekki kunnu fótum sínum fjörráð. Tökum manngildi ofar auðgildum. Án viðskiptavina verða engin fjármálafyrirtæki.
Ég tilheyri stórum hópi fólks sem hefur í hátt í fjögur ár barist fyrir réttindum venjulegra fjölskyldna. Til að byrja með vorum við kölluð óráðsíufólk og enn þann dag í dag koma fram siðapostular sem kalla okkar fjárglæfrafólk. Margir þeirra átta sig ekki á því að sóttin sem herjað hefur á stóran hluta landsmanna getur náð til allra áður en yfir lýkur, ef ekki er ráðist gegn henni. Ávinningurinn er mun meiri en kostnaðurinn þegar til lengri tíma er litið. Kostnaður núna verður alltaf minni en kostnaðurinn í framtíðinni, ef sóttin fær að gerjast.
Stemmum stigum við henni áður en hún verður orðin svo skæð að við hana verður ekki ráðið. Hún er þegar búin að leggja fólk, fjölskyldur og fyrirtæki að velli. Þeir veikustu féllu fyrst. Og með hverju fórnarlambi vex henni ásmegin, þannig að fleiri sogast í fang hennar þaðan sem fáir losna. Hvert sem litið er, sér maður fólk, fjölskyldur og fyrirtæki sem eru helsjúk vegna þess að fjármálastarfsemi þarf eingöngu að taka ábyrgð að því marki sem það hentar fjármálafyrirtækjunum. Skilja þau ekki að þau eru þegar smituð af sóttinni og haldi þau sínu striki verður önnur kollsteypa. Sú næsta, Guð forði okkur frá henni, verður helmingi verri en sú síðasta.
Reynt að forða útburði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Skuldamál heimilanna | Breytt 6.12.2013 kl. 00:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
næsta hrun er skammt undan og verður stærra og verra en það síðasta . . . þetta ferli er hannað en ekki náttúruhamfarir . . . markmiðið er að brjóta niður sjálfræði þjóða og svifta mannkyn lífi og réttindum . . .
Axel Pétur Axelsson, 22.2.2012 kl. 17:06
Blessaður
ég er 60 ára fráskilin með 4 uppkomin börn og keypti mér íbúð við skilnaðinn 2005, sem ég átti tæp 50% í. Greiðslur á mánuði áttu að vera um 40 þúsund krónur. Lánið var tekið hjá spron með föstum 4,15% vöxtum í 40 ár. Upphæðin var 10 milljónir. Í dag þarf ég að borga rétt rúmlega 80 þúsund og lánið er komið í 18 milljónir. Ég missti vinnuna 2010 og nú get ég bara ekki meir. Drómi leyfði mér að frysta lánið í heilt ár en afborganir hafa nú lagst á mig að fullum þunga.
Ég sé fram á að eina atvinnan sem ég fæ sökum aldurs er væntanlega skúringar eða sjoppuvinna. Launin fyrir það munu aldrei duga fyrir öllum nauðsynlegum útgöldum, hvað þá að reka bíl eða fara í frí. Nú nenni ég ekki meiru. Búin að vinna alla mína hundstíð og algerlega fyrirsjánlegt að tíminn sem ég á ólifað fer í peningaáhyggjur og skrimmt. Ég þarf nauðsynlega að komast til tannlæknis en kostnaðarmat hans er um 800 þúsund. Aldrei skal ég leggjast uppá börnin mín enda hafa þau sko meir en nóg með sitt.
Enda kannski fer best á því í þessu "jafnaðar þjóðfélagi" hennar Jóhönnu að maður klári þetta bara sjálfur frekar en að fara í biðröð á elliheimili eða líknadeild þegar þar að kemur.
Hanna (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 19:02
Skrattanum skemmt stanzlaust.
GB (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 08:40
Góð grein Marínó, getur verið að dropinn holi steininn í þessu máli og þeir sem eru áhrifavaldar átti sig á þó seint sé að svona aðgerðarleysi og dekur við fjármagið gengur ekki.
En í guðanna bænum, göngum ekki að því vísu að næsta kreppa sé óumflýjanleg og að hún verði mikið verri en sú síðasta. Ég tel að við eigum að horfa til þeirrar reynslu sem við höfum öðlast, og reyna af öllum mætti að stýrt fram hjá annarri kreppu. Þar tel ég að sjálfboðaliðahópurinn sem þú tilheyrir spili verulega stórt hlutverk, því stjórnvöld virðast ekki átta sig á þessum harmleik, jafnvel þrátt fyrir sí ítrekaðar ábendingar frá þér og öðrum sem hafa lagt lóð á vogarskálarnar í þessari baráttu.
Hanna! við verðum að lifa í þeirri von að það birti upp öll él um síðir, megum ekki gefa upp vonina.
Kjartan Sigurgeirsson, 23.2.2012 kl. 08:54
Málið er að Hanna er langt frá því að vera ein um að vera í þessari aðstöðu, mér sýnist það vera eini tilgangur "norrænnar velferðar" að þurrka millistéttina út svo fjármálafyrirtækin fái notið sín.
Það vildi bara þannig til að það var "vinstri" stjórn þegar þetta skall á almenningi, hefði heitið einhverju öðru nafni með hægri stjórn.
Samnefnari fjórflokksins er bara svokallaður fjármálalegur stöðugleiki. Annað er eitthvað sem við höfum ekki efni á, það er sama hvern þú talar við í fjórflokkinum.
sr (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 12:56
Marinó, hefur einhver reiknað það út hversu langan tíma það tekur verðtrygginguna (að óbreyttu) að éta upp allt eigið fjármagn húsnæðisskuldara? Miðað t.d. við allt frá 50% upphaflegu láni?
Ég geri ráð fyrir því að hin önnur kollsteypa sem þú nefnir muni einmitt stafa af því.
Kolbrún Hilmars, 23.2.2012 kl. 14:21
Ég þakka hughreystingarorð en hvað von hef ég er mér spurn? Lottovinning? held ekki. Allt sem ég hef nurlað saman á langri æfi hefur verið tekið af mér og satt best að segja má ég bara þakka fyrir að þurfa ekki á heilbrigðiskerfinu að halda. Tennurnar missi ég eflaust og eftir að hafa verið í þokkaleg vel launuðum störfum allt mitt líf og aldrei skuldað neinum neitt er ég bara búin að fá nóg. Ég skulda ekki bíl, yfirdrátt, vísa eða neitt. Fallast hreinlega hendur við ellinni og sé ekki fram á neitt gleðilegt. Auðvitað á ég yndisleg börn og barnabörn en sé bara fram á að verða baggi á þeim og ég veit nú þegar hafa þau áhyggjur af mér. Ég hef akkúrat ekki ráð á neinu. Ég hef stolt og mér finnst það bara hreinlega alveg óbærileg hugsun að geta ekki tekið þátt í lífun vegna fátæktar. Ég er nú þegar einangruð vegna féleysis og skammar yfir að vera atvinnulaus svona lengi.
Nú þarf ég bara að safna kjarki til að ganga þannig frá málum að það valdi sem minnstri sorg meðal minna nánustu og að það sé borin virðing fyrir ákvörðun minni.
Hanna (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 14:45
Hanna, ég er búinn að vera á kafi og sá ekki færsluna fyrr en vakinn var athygli mín á henni.
Ég hvet þig til að leita aðstoðar fagfólks. Hringdu í Rauðkross línuna og talaðu við fólk þar. Talaðu við börnin þín og barnabörn. Fagnaðu því fallega í lífinu og reyndu að gleyma því slæma. Stígðu frekar fram og fjallaðu um mál þitt svo hægt sé að nota þína reynslu til að bæta kerfið. Svo hægt sé að minnsta kosti fækka þeim sem eru í þínum sporum. Skömmin er ekki þín. Mundu það. Skömmin er kerfisins sem kom þér í þessa stöðu.
Safnaðu kjarki til að tala um mál þitt við alla í kringum þig, til að vinna þig út úr stöðunni. Börnin þín og barnabörn munu lifa við það um aldur og ævi að hafa ekki getað hjálpað mömmu og ömmu. Ekki missa trúna á að þau geti það. Aldrei missa trúna á hið góða í manninum. Mundu að ekki þarf nema eina eldspýtu til að lýsa upp myrkrið í kringum þig og meðan eldspýtan logar hefur myrkrið engin ráð. Notaðu eldspýtuna til að kveikja á kerti og fyrsta kertið til að kveikja á öðru og því þriðja og fjórða o.s.frv.
Fyrst og fremst mundu að skömmin er ekki þín.
Marinó G. Njálsson, 24.2.2012 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.