18.2.2012 | 17:31
Leiðbeiningar FME/SÍ og Árna Páls lög hækkuðu vexti um allt að 357 ma.kr. á lánum heimilanna
Ég veit ekki af hverju ég hef ekki gert þetta áður, en í gær fór ég að velta fyrir mér hver hafi verið nákvæmlega áhrif leiðbeininga FME og Seðlabanka Íslands og síðar Árna Páls-laganna (nr. 151/2010) á heimilin í landinu. Hluti af ástæðunni var að upplýsingar vantaði og þær hafa verið að koma fram smátt og smátt. Hinn hlutinn var að hélt að þetta væri svo flókið.
Í dag lét ég sem sagt slag standa. Náði í allar tölur sem voru tiltækar um gengisbundin lán heimilanna, LIBOR-vexti, seðlabankavexti og gengisþróun. Reyndi að átta mig á hver var upprunaleg lánsfjárhæð á hverju þriggja mánaða tímabili, afborganir og gengisþróun. Vissulega eru niðurstöðurnar háðar einhverjum skekkjum í forsendum og útreikningum, en þær gefa samt grófa niðurstöðu eða eins og Kaninn segir "ball park figures".
Niðurstaðan er sláandi, eiginlega svo sláandi að hreinlega er hægt að tala um grófa tilraun til auðgunarbrots. Útreikningar mínir ná frá 1.1.2004 til nokkurn veginn dagsins í dag.
Munurinn á vaxtagreiðslu með seðlabankavöxtum og samningsvöxtum með stöðu lána fyrir ógildingu gengistryggingarinnar er um 290 milljarðar króna!!!
Ef tekið er tillit til ógildingar gengistryggingarinnar, þá hefðu Árna Páls-lögin fært fjármálafyrirtækjunum rúmlega 357 milljarða kr. í auknar vaxtatekjur!!!
Sagt og skrifað 350 ma.kr. frá 1.1.2004 til dagsins í dag. Og þetta eru bara lán heimilanna.
Á tímabilinu frá 1.1.2004 til 31.12.2007 er þessi tekjuauki fjármálafyrirtækjanna 88,7 ma.kr. og 82,5 ma.kr. Frá ársbyrjun 2008 til 30.9.2008 er tekjuaukinn 72,5 ma.kr. hvort viðmiðið sem er notað og loks frá hruni til dagsins í dag 143,4 ma.kr. gengistryggingin hefði haldist en 202,5 ma.kr. samkvæmt Árna Páls-lögum og tilmælu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands.
Taflan hér fyrir neðan sýnir hverjir vextir hefðu orðið miðað við mismunandi forsendur á þremur tímabilum.
milljónir kr. | Frá 1.1.04 til 31.12.07 | Frá 1.1.08 til 30.9.08 | Frá 1.10.2008 | Samtals |
Samningsvextir miðað við bókfært virði gengistryggðra lána hjá SÍ | 35.223 | 30.699 | 81.651 | 147.573 |
Samningsvextir miðað við "kröfuvirði" lán hjá bönkunum (enginn afsláttur) | 35.223 | 30.699 | 140.803 | 206.725 |
Samningsvextir án gengistryggingar | 35.993 | 25.757 | 77.484 | 139.234 |
Óverðtryggðir vextir SÍ án gengistryggingar | 118.432 | 98.252 | 279.996 | 496.680 |
(Nánari skýringar eru neðst í færslunni.)
Rán í skjóli laga, FME og Seðlabanka Íslands
Ofangreindar tölur sýna, ef rétt er reiknað, að Fjármálaeftirlit, Seðlabanki Íslands og tveir efnahags- og viðskiptaráðherrar stóðu fyrir ótrúlegri tilraun til að ræna heimili landsins (og fyrirtæki líka). Vissulega lækkuðu dómdar Hæstaréttar í málum nr. 92/2010 og 153/2010 höfuðstóla lána með gengistryggingu lánin mikið, en hvers vegna þurfti að hækka vexti fyrir 1.1.2008 um 83,2 ma.kr. og aðra 67,6 ma.kr. til viðbótar til 30.9.2008? Þetta eru 151,8 ma.kr. umfram það sem lántakar höfðu greitt í samræmi við heimsendar tilkynningar. Hver var tilgangurinn? Að færa "erlendum" kröfuhöfum peninga á silfurfati?
Dómur Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 er gíðarlegt högg
Gunnar Þ. Andersen, (fyrrverandi) forstjóri FME, og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hafa komið fram í fjölmiðlum og sagt dóm Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 ekki vera mikið högg á fjármálafyrirtæki. Þetta sé innan viðráðanlegra marka. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að bankinn hafi nóg eigið fé til að ráða við dóminn. Ég trúi Höskuldi svo sem, þar sem Arion banki lánaði lítið út gengistryggt til heimila, en hinum trúi ég ekki. Landsbankinn er í djúpum skít, sama á við um Íslandsbanka, ég get ekki séð að Lýsing sé gjaldfært fyrirtæki eftir þessa niðurstöðu. SPRON/FF/Drómi er nánast ónæmt fyrir niðurstöðunni, þar sem það eina sem breyst hefur hjá þeim er að kröfuhafar fá minna í sinn hlut.
Hvernig sem á það er litið, þá er höggið gríðarlegt miðað við óverðtryggðu vextina. Sé miðað við samningsvexti og bókfært virði lánanna hjá bönkunum (áður gengistryggð lán voru "elt" eftir að þau voru færð yfir í íslenskar krónur), þá er munurinn um 350 ma.kr., sé gert ráð fyrir að "kröfuvirði" haldi sér, þ.e. gengistrygging hafi verið lögleg og samningsvextir haldi sér, er munurinn 290 ma.kr. og miðað við aðdómur Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 sé fordæmisgefandi fyrir öll áður gengistryggð lán, þá er munurinn 357,5 ma.kr.
Tæknilegar skýringar
Til að skýra nánar töfluna:
- Í fyrstu röð eru lánin höfð með gengistryggingu í samræmi við upplýsingar frá Seðlabanka Íslands, þ.e. notað er við bókfært virði lánanna hjá bönkunum eins og þeir senda til SÍ, en frá þriðja ársfjórðungi 2010 taka lánin breytingu eftir gengisþróun til að láta ekki færslu yfir í endurreiknuð lán í íslenskum krónum skekkja myndina.
- Í annarri röð fylgja lánin sömu þróun og lánin í fyrstu röð til 30.9.2008, að þau eru uppreiknuð í samræmi við gengisþróun.
- Þriðja röðin sýnir aftur lánin í íslenskum krónum frá lántökudegi og með samningsvöxtum.
- Loks sýnir fjórða röðin lánin í íslenskum krónum og seðlabankavöxtum.
Til að finna út hvert upphafleg lánsfjárhæð var, er staða í lok ársfjórðungs tekin og reiknuð ætluð afborgun næstu 3 mánuði miðað við að meðallánstími væri 20 ár. Sú upphæð var dregin frá eftirstöðvum. Ný lán á ársfjórðungi fékkst með því að draga stöðu í lok hvers ársfjórðungs frá eftirstöðvum síðasta ársfjórðungs eftir afborganir. Loks var mismunurinn leiðréttur með tilliti til gengisþróunar á ársfjórðungnum. Þannig fékkst tala sem ætla mætti að væru ný lán á hverjum ársfjórðungi í krónum talið. Staða í íslenskum krónum fékkst með því að nota tölu síðasta ársfjórðungs, draga frá ætlaðar afborganir og leggja við ný útlán.
Varðandi gengi annars vegar og samningsvexti hins vegar var gert ráð fyrir að 10% lána væru í USD, 35% í CHF, 35% í JPY og 20% í EUR. Ofan á LIBOR vexti var bætt 2,5% vaxtaálagi. 3,0% álag hækkar samtölu samningsvaxta um 20-30 ma.kr. Önnur samsetning á myntum gæfi vissulega aðra niðurstöðu, en þar um bitamun en ekki stærðarmun að ræða.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Vel gert Marinó. Gat ekki staðist það sem Árni Páll og aðrir meðlimir þessarar ríkisstjórnar hafa haldið fram. Nú er að elta þetta uppi og reka oní þá. Þeir meiga ekki komast upp með það enn eina ferðina að hagræða sannleikanum.
Aðgerðir þessara manna sem og aðgerðarleysi er búin að koma okkur í mun verri stöðu en við vorum í. Þeir hafa "leyst "hrunið með því að koma öllum í vond mál.
Magnús Ólafsson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 18:04
Já sæll!!! Þessi færsla er bomba.
Annars virðist vera að molna undan þessu hjá elítunni. Það glittir í nýtt Ísland í gegnum kófið.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 18:11
Ef Bankarnir fá í skjóli Ríkisstjórnar að halda áfram að ræna almennig- koma barnafólki og öryrkjum Á götuna- taka vinnuvelar og fyrirtæki af fólki- erum við að lenda á sama stigi og KUBA.
Erla Magna Alexandersdóttir, 18.2.2012 kl. 19:14
Ertu í alvöru að gefa í skyn að bankarnir hefðu, án laganna, bara allt í einu séð ljósið og reiknað lánin út á sem hagstæðastan hátt fyrir lántakendur eftir Lýsingardóminn? Nú ertu að tala þvert á það sem þú veist sjálfur, Marinó.
Þú þekkir bankana og veist jafn vel og ég að þeir hefðu eflaust haldið sig við það að sá dómur ætti ekki við um húsnæðislánin, og þeir hefðu ekkert leiðrétt fyrr en fyrsti húsnæðislánadómurinn féll núna 2012 og jafnvel ekki þá.
Ég hef heyrt starfsmenn Íslandsbanka t.d. halda því fram að þeirra húsnæðislán hefðu verið lögleg vegna orðalags og eflaust hefðu þeir haldið sig við það án laganna, sem færði fordæmi Lysingardómsins yfir á öll gengistryggð lán.
Anna (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 22:21
Frábært Marinó !!! takk fyrir þetta KÆRLEGA. Það blasir ekki algert svartnætti við þjoðinni á meðan við eigum fólk eins og þig.
Margrét (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 22:54
Anna, ég held að eins og svo oft áður þá hafi menn ekki reiknað þetta út, heldur bara haldið að þeir væru að tapa. Svo er ég náttúrulega bara að tala um vaxtahlutann.
Höfuðstóllinn er annar vinkill á þessa umræðu. Því miður hefur aldrei fengist á hreint hver fékk hvaða afslátt og hvort sá afsláttur hafi verið nægur til að vega upp á móti lækkun höfuðstólsins vegna gengisdómanna 16/6/2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010. Það er staðreynd, að dómarnir lækkuðu kröfurnar verulega, en á móti þá höfðu hrunbankarnir afskrifað lánin verulega áður en þau voru flutt yfir.
Ég viðurkenni samt fúslega að eitt fyrirtæki er í allt annarri stöðu en öll hin. Þ.e. Lýsing. Segja má að það sé í sífelldum lífróðri og þess vegna á rökstuðningur Hæstarétta í vaxtadóminum frá september 2010 við gagnvart þeim, en líka þeim einum.
Marinó G. Njálsson, 18.2.2012 kl. 23:06
í þessari töflu eru bara lína 2 og 4 sem hafa eitthvað gildi, en með þeirri takmörkun að afborganir af höfuðstól sem fylgja skilyrðum línu 2 hljóta að metast ca helmingi minna virði fyrir greiðandann. Heildarútkoman er því mjög villandi.
EiríkurJ (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 23:40
Frábær greining hjá þér Marinó, engin smá summa. Sýnir þjóðinni í hvaða liði FME, Seðlabankinn og ríkisstjórnin er.
Það kæmi mér ekki á óvart að sjá þetta lið í bol með áletruninni "Eign Samtaka fjármálafyrirtækja"
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 23:41
Alveg er ég viss um að þeir sem sömdu lögin fyrir Árna Pál vissu þetta nákvæmlega. Hvort þeir hafi hins vegar haft fyrir því að segja Árna Páli frá því, er ég ekki alveg eins viss um.
Billi bilaði, 18.2.2012 kl. 23:50
Ég er ekki sammála þér, Eiríkur. Ástæðan er einföld. Kröfuhafi sem kaupir kröfu með verulegum afslætti til þess að koma til móts við greiðandann, hann á ekki að rukka kröfuna upp í topp. Slíkt er ekki siðlegt. Þess vegna skiptir lína 1 máli. Lína 3 skiptir máli, vegna þess að búið var að dæma gengistryggingun ólöglega og þar með setja höfuðstólinn í íslenskar krónur.
Viljir þú aftur eingöngu horfa á línur 2 og 4, þá endar þetta samt í ótrúlegum mun og þegar síðan er búið að taka tillit til lækkunar höfuðstóls, þá standa a.m.k. eftir 100 ma.kr. í hagnað fyrir kröfuhafa.
Marinó G. Njálsson, 18.2.2012 kl. 23:55
Kannski er rétt að taka fram, að einhver bílalán voru á hærri vöxtum en LIBOR+lágt vaxtaálag. Þau lán lækka því mismuninn eitthvað. Þær upphæðir eru þó óverulegar af heildinni.
Marinó G. Njálsson, 18.2.2012 kl. 23:59
Af hvaða upphæðum ertu að reikna vextina og hvar sækirðu upplýsingar um þær?
Lúðvík Júlíusson, 19.2.2012 kl. 00:13
Raundæmi með meiru:
Hver var varfærinn og hver ekki.
Smá staðreyndir um þá varfærnu, eru það þeir sem tóku íslensk lán eða þeir sem tóku gengisbundin lán.
Þegar ég og konan mín tókum okkar 26 m króna lán um mitt ár 2005 þá fór ég í mikla rannsóknarvinnu og skoðaði krónuna og gengi hennar og annara gjaldmiðla um 15 ár aftur í tímann áður en ég ákvað að taka það í jenum og frönkum, þ.e. gengisbundið með um 2,5 % vöxtu með vaxtaálagi og til 40 ára.
Reiknivélar bankanna sýndu mér að ég mundi þurfa að borga rétt um 40 m til baka á lánstímanum fyrir þetta erlenda lán og þó ég setti inn að gengið mundi falla um 100 % á lánstímanum, þ.e. kannski 20 % eftir 5 ár, segjum 30 % eftir einhver ár í viðbót og svo koll af kolli út lánstímann þá væru það í mesta lagi um 80 m sem endurgreiðslan væri.
Á þessum sama tíma var verið að bjóða upp á íslensk verðtryggð lán með 4,15 % vöxtum og þegar ég setti inn verðbólgumarkmið seðlabankans á þessum tíma út lánstímann þ.e. 3,5 % þá átti ég að borga til baka 120 m á lánstímanum.
Ég prófaði að setja inn hver endurgreiðslan á íslenska láninu yrði ef verðbólgan færi upp í 8 eða 9 % og fékk út þá ógnvænlegu tölu 560 milljónir, ekki prentvilla 560 milljónir. þannig að í mínum huga var ég að minnka áhættu mína verulega og fara varlega að mínu mati með því að taka erlent lán með gengisbyndingu eins og það var kallað.
Raunar fannst mér ég vera að fara miklu, miklu öruggari leið með því að taka erlenda lánið í stað þess að taka verðtryggtv íslenskt lán.
Núna sjö árum seinna er sami bankinn og lánaði mér umrætt lán orðinn uppvís af því að hafa vitað allan tímann að það var óheimilt að lána með gengisbyndingu og einnig að nokkrum árum eftir að ég tók lánið þá fór bankinn að vinna gegn krónunni sem olli falli hennar og hækkunar verðbólgu sem jók virði lána þeirra sem að sama skapi varð þess valdandi að lánið mitt hækkaði um allt að 150 %. Þetta endaði með því sem allir vita í dag að fjármálakerfið hrundi, þar á meðal allir bankarnir, flestir sparisjóðirnir og seðlabankinn.
Þessi sami banki, sem að vísu er búinn að fá að skipta um kennitölu og nafn ásamt því að fá að yfirtaka skuldina mína með allt að 60 % afföllum að því skýrslur AGS segja til um, átti svo að fá að rukka mig um lægstu óverðtryggðu vexti seðlabankans alveg frá tökudegi lánssins um mitt ár 2005 þó ég hafi greitt þá gjalddaga samviskusamlega og sé með kvittanir fyrir því. Skýringin á lægstu óverðtryggðu vöxtum er á einfaldan hátt að þeir eru þannig uppbyggðir að þeir eru með sömu grunnvöxtum og húsnæðislán á sama tíma að viðbættri verðbólgu hvers tíma í vöxtum og svo er bætt ofan á til öryggis um 1 % sem gerir að þeir eru á hverjum tíma c.a 1 % hærri en verðtryggðir vextir þeirra húsnæðislána sem í boði eru.
Nú er kominn hæstaréttardómur um að ólöglegt sé að reikna vexti aftur í tímann á greidda gjalddaga sem kom núna 15 febrúar og samkvæmt honum gæti ég trúað að ég skuldaði bankanum um 23,3 m. miðað við upprunalega greiðsluplanið sem ég og bankinn undirrituðum við lántökuna 2005 plús einhverja vexti og annan kostnað.
Í millitíðinni sendi bankinn mér endurútreikninga sína og segir þar að uppgreiðsluverðmæti lánssins á gömlu forsendunum sé 64,9 m. þó þeir hafi á tímabili sent mér miklu hærri tölu. En þeir af örlæti sýnu og með hjálp dómstóla og ríkisstjórnarinnar hafi bara ætlað að rukka mig um 53,666,330 kr sem skiptist í 26 m. fyrir upphaflega lánið að viðbættum 27,666,330 kr sem eru áfallnir lægstu óverðtryggðu vextir seðlabankans frá lántökudegi 2005, samtals 53,666,330 kr, gleymdi að þeir ætla að leyfa mér að draga frá þeirri upphæð það sem ég er búinn að borga af láninu frá 2005, þetta eru öðlingar.
Auðvitað þarf að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna líka því þau hafa hækkað um c.a. 40 % frá 1.1.2008. Það var búið að bjóða bönkunum og ríkisstjórninni alls konar lausnir í millitíðinni sem þau ekki þáðu og töldu sig geta komist upp með að rukka alla, bæði gengis og verðtryggða lántakendur um stökkbreyttar skuldir sínar vegna samstöðuleysis íslensku þjóðarinnar og með því að æsa þessa aðila upp, hvora á móti öðrum.
En núna held ég að fólk sé búið að fá nóg og muni ekki láta bjóða sér þetta lengur.
Samstaða er málið, stöndum saman og byggjum þetta frábæra land okkar aftur upp á nýtt fyrir börnin okkar og framtíð þeirra, á ÍSLANDI.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 19.2.2012 kl. 01:04
Eftir síðasta dómin eru gengislánin eins og lán eiga að vera, lánað í íslenskum krónum, greitt til baka í íslenskum krónum + vextir sem eru 3-5 % Þetta er eðlilegt lánaform í siðuðu ríki.
Svo eru aðrir lánveitendur td. lífeyrissjóðirnir sem vilja ekki þetta form heldur stunda kjötbrask, þeir segjast lána lambslæri og vilja þá fá til baka lambslæri. Ekki veit ég hvar þeir ætla að geyma allt þetta kjöt?
Jónas Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 07:15
En er um einhvern raunverulegan skuldaafslátt að ræða nema þá kannski á mili gamla og nýja Landsbankans og í því tilviki eru stjórnvöld að borga hægri hendinni með vinstri hendinni? Í raun þá eiga skilanefndirnar ennþá Arion og Íslandsbanka í gegnum félögin sem voru stofnuð til þess halda utan um eignina í nýju bönkunum.
Afslátturinn gæti allt eins verið 0% eða 100%. Það myndi ekki breyta þeirri staðreynd að það sem endar hjá skilanefndunum/kröfuhöfunum fyrir rest er það sem næst að innheimta af lánunum.
Við eigum þessa "snilld" SJS að þakka býst ég við. Honum virðist hafa tekist að stilla málum þannig upp að endurreisa bankana til þess eins að kröfuhafar geti hámarkað útbýttið úr lánasöfnunum. M.ö.o. að hámarka tjónið sem hrunið veldur lántakendum. Og það er ekki eins og að SJS eða ÁPÁ hafi legið á liði sínu við að valda lántakendum sem mestum skaða.
Vegna þessarar leiðar sem valin var við uppbyggingu bankakerfisins þá er það þjóðhagslega hagkvæmt að lágmarka endurheimtur kröfuhafana vegna þess að hver króna sem endar hjá erlendum kröfuhöfum bankana endar sem pressa á gjaldeyrisforðann og tefur fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna.
Maður spyr sig í framhaldinu að því af hverju stjórnvöld hafa gengið jafn langt við að aðstoða bankana við innheimtuna og raun ber vitni. Því fer víðs fjarri að stjórnvöld hafi gætt einhvers hlutleysis í þeim efnum. Ef þau hefðu gert það þá hefðu þau einfaldlega beitt sér fyrir því að þessi mál hefðu fengið flýtimeðferð fyrir dómsstólum. Þess í stað þá hafa stjórnvöld reynt að leiða í lög allar dómsniðurstöður sem eru lántakendum til ama en reyna að tala niður allar dómsniðurstöður sem eru lántakendum hagstæðar.
Hvað er það sem gerir það að verkum að SJS og ÁPÁ taka sér stöðu gegn augljóslegum hagsmunum þjóðarbúsins? Eru þessi snillingar búnir að lofa kröfuhöfum ákveðinni útkomu úr þrotabúunum? Í þessu samhengi má minna á að stjórninni hefur tekist að halda samkomulaginu um endurreisn bankakerfisins leyndu a.m.k. alveg fram á þennan dag.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 10:24
Hversvegna var lánþegum ekki boðið uppá að kaupa lánin sín af gömlu bönkunum á yfirfærsluverði og fjármagna þau í nýju bönkunum með nýjum lánum?
Jens Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 10:33
Lúðvík, allar frumtölur fengnar frá Seðlabanka Íslands, síðan reikna ég út frá þeim eins og lýst er að ofan.
Jónas Jónsson, ég er með aðra færslu í smíðum sem sýnir að fyrirtækin eru að búa við sama vaxtamun fyrir og eftir hrun miðað við dóminn á miðvikuaginn.
Góður punktur, Jens.
Marinó G. Njálsson, 19.2.2012 kl. 12:38
Marínó, geturðu ekki verið nákvæmari og sagt mér hvaða tölur þú notar og hvernig þú notar þær? Það er alls ekki óeðlilegt að þær séu taldar upp og að útreikningar séu sýndir þegar fullyrt er út frá þeim.
Lúðvík Júlíusson, 19.2.2012 kl. 12:46
Lúðvík, þessa töflu: Skuldir heimila við fjármálafyrirtæki
Marinó G. Njálsson, 19.2.2012 kl. 13:09
Skjal með útreikningum hefur verið hengt við færsluna.
Marinó G. Njálsson, 19.2.2012 kl. 14:00
Kæri Marinó
Frábær samantekt, á mannamáli, rökstudd og vel útfærð í alla staði.
Takk fyrir að nenna þessu!
Þorbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.