30.1.2012 | 13:10
Ber Landsbankinn þá ábyrgð á núverandi verðbólgu?
Greiningardeildir bankanna eru stundum alveg óvart uppspretta skemmtiefnis. Oftast hefur það verið greiningardeild Arion banka, sem veitt hefur mér slíka skemmtun, en núna er það deild Landsbankans.
Niðurstaða greiningardeildar Landsbankans er að 2,5 ma.kr. endurgreiðslur Arion banka til skilvísra viðskiptavina geti haft áhrif til hækkunar verðbólgu, þar sem slík endurgreiðsla gæti leitt til meiri einkaneyslu á komandi mánuðum. Ég er að vísu ekki búinn að sjá hvernig deildin tengir saman meiri einkaneyslu við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu við hækkun vöruverðs. Vissulega er slíkt orsakasamhengi þekkt, en það tengist yfirleitt því að eftirspurn eykst umfram framboð. Hér á landi hefur lítið borið á því síðustu mánuði að eftirspurn sé að drekkja framboðinu. Frekar að því sé öfugt snúið, þ.e. að framboð sé lagt umfram þá eftirspurn sem er í þjóðfélaginu.
En þetta er ekki það mér er skemmt yfir. Ástæðan er að Landsbankinn fór út í tífalt umfangsmeiri aðgerðir í fyrrasumar og ég spyr því: Ber Landsbankinn ábyrgð á núverandi verðbólgu? Er það niðurstaða greiningardeildar Landsbankans, að það hafi verið stórhættulegt fyrir þjóðfélagið, að Landsbankinn hafi ákveðið að koma til móts við skuldsetta viðskiptavini sína? Ef það er skoðun greiningardeildar Landsbankans að slík endurgreiðsla valdi verðbólgu, varaði greiningardeildin bankastjórn Landsbankans við því áður en hann fór út í aðgerðirnar sl. sumar og haust? Ef ekki, hvers vegna varaði deildin ekki við því?
Sýnir þörfina að losna við verðtryggingu
Þessi umsögn greiningardeildar Landsbankans er enn ein vísbending um hve nauðsynlegt er að losna við verðtryggingu af neytendalánum. Sama hvernig hlutirnir þróast, þá verða þeir einhvern veginn alltaf til þess að verðbólgan eykst og lánin hækka. Hagkerfið hrynur, þá hækka lánin. Hagkerfið rís úr öskustónni, þá hækka lánin. Lánin hækka, þá eykst verðbólgan og lánin hækka. Lánin lækka vegna leiðréttingar, þá eykst verðbólgan og lánin hækka aftur. Þetta er vítahringur sem verður ekki rofinn nema á einn hátt. Aftengja þarf verðtryggingarákvæði neytendalána, þar til jafnvægi verður komið á og verið viss, jafnvægið kemst á innan 12 mánaða.
Landsbankinn og Arion banki munu ná til baka þeim endurgreiðslum, sem þeir greiddu viðskiptavinum sínum, á nokkrum mánuðum í formi verðbóta. Málið er nefnilega að stærsti hluti verðtryggðra lán bankanna er fjármagnaður með óverðtryggðum innlánum. Með vaxtamun upp á 8-10%, þá tekur það Landsbankann í mesta lagi 1 ár og Arion banka innan við 1 mánuð. Séu aðgerðirnar auk þess verðbólguvaldandi, eins og greiningardeild Landsbankans heldur fram, þá má segja að aðgerðin sé ókeypis fyrir bankanna. Það sem meira er, að með þeim er verið að leggja meira á þá sem ekki fengu neina endurgreiðslu, þar sem verðbólgan leggst jafnt á alla. Sem sagt, miðað við rök greiningardeildar Landsbankans, er enn einu sinni verið að færa fé frá þeim sem eru í erfiðleikum til þeirra sem eru aflögufærir.
Endurgreiðslan getur aukið verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Efnahagsmál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Á svo ekki eftir að koma í ljós hvort lánþegar fái bakreikning frá skattinum út af þessum endurgreiðslum? Landsbankinn telur svo ekki vera en hvað segir Skattmann? Það kemur væntanlega í ljós í síðasta lagi í ágúst.
Hef ekki séð neitt frá Arion banka.
Erlingur Alfreð Jónsson, 30.1.2012 kl. 13:51
Landsbankinn greiddi reyndar til baka inn á lán. Ekki í peningum.
Samt fyndið
Ólinn (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 14:27
Einhver ágætur útvarpsmaður kallaði:
Kristinn Pétursson, 30.1.2012 kl. 18:57
Aukin fjárráð almennings hér á landi er ávísun á aukin vöruinnflutning, sem þýðir meiri neikvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd og þar afleiðandi lækkun á gengi íslenskrar krónu, sem þýðir eifnfaldlega aukna verðbólgu vegna hækkana á erlendum vörum.Landsbankinn hefur rétt fyrir sér.
Sigurgeir Jónsson, 30.1.2012 kl. 21:25
Skattmann hefur svarað því í tilfelli Landsbanka að ekki sé litið á þetta sem skattskyldar tekjur, en tekið er fram í svari frá Ríkisskattstjóra(RSK) sem ég hef undir höndum að ekki sé ólíklegt að þetta hafi áhrif á útreikning vaxtabóta. Það er gleðiefni að svona skuli vera litið á þetta í tilfelli LÍ og spurning hvort ekki sé eðlilegt að líta til þessa við útreikning vaxtabóta. (tek ekki afstöðu að svo stöddu) Hins vegar gæti, án þess að ég viti um það, verið litið á endurgreiðslu Arion banka á annan hátt þar sem bankinn greiddi út fjármuni beint til skuldara. Það þarf bara að senda fyrirspurn varðandi það til RSK, fá skriflegt svar og vona að það verði á svipuðum nótum og hjá viðskiptavinum LÍ. Ítreka hins vegar að eðlismunur er á þessu tvennu, annars vegar er lán lækkað sem nemur afslættinum og hins vegar er afslátturinn greiddur inn á bankareikning til frjálsarar ráðstöfunar. Ekki ólíklegt í mínum huga að RSK muni líta það öðrum augum.
Þessi eðlismunur er sennilega ástæðan fyrir því að "söludeild" Landsbankans lítur svo á að endurgreiðsla Arion skapi verðbólguþrýsting en þeirra aðgerð hafi ekki haft þau áhrif, án þess að ég hafi nokkra hugmynd um það í raun hvort svo er.
Arnar (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 21:29
Þarna hittir Sigurgeir naglann svo sannarlega á höfuðið. En skýring hans á fyrst og fremst við stefnu ríkisstjórnarinnar frekar en hvort greiningardeild Landsbankans hafi rétt fyrir sér.
Erlingur Alfreð Jónsson, 30.1.2012 kl. 21:46
Það væri fróðlegt ef hægt væri að reikna það út hversu mikil vísitöluhækkunin verður með þessari endurgreiðslu og svo aftur hversu miklu sú vísitölun skilar til baka til Arion banka í formi verðbóta, bæði strax og svo á næstu tíu árum.
Ef þetta er rétt hjá hagfræðingum Landsbankans gæti þetta verið bara mjög arðvænleg fjárfesting hjá Arion banka.
Skúli Sigurðsson, 30.1.2012 kl. 23:40
Skúli. Nákvæmlega það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las þetta.
Samkvæmt rökum greiningardildar NBI væri stórgróði í því fyrir bankana að endurgreiða okkur fúlgur fjár með reglulegu millibili. Það myndi þá viðhalda verðbólgu og hækka lánin jafnóðum á ný. Þá yrði hægt að endurgreiða okkur helling á nýjan leik, orsaka verðbólguskot og hækka lánin aftur. Allir stórgræða og bankinn yrði voða vinsæll, eða hvað? Endutökum þetta svo í nokkra hringi þangað til mjólkurpottur kostar skyndilega fimm miljónir og brauðhleifur tíu milljónir, en skömmu síðar ekkert þegar hvorugt verður lengur fáanlegt í verslunum.
En þetta er reyndar alveg nákvæmlega það sama og bankarnir stunduðu í massavís fram til 2008Q4, þegar rétt svo tókst að afstýra áðurnefndum afleiðingum (vöruskorti). Eini munurinn er að áður fór hagnaður þeirra af verðtryggingunni ekki til lántakenda og þaðan í umferð í atvinnulífinu, heldur var honum ráðstafað í ofurlaun, bónusa, arðgreiðslur, áhættusamt hlutabréfabrask og markaðsmisnotkun. Á þeim tíma gerðist það heldur aldrei að greiningardeild Landsbankans vekti athygli á hinum óskemmtilegu afleiðingum sjálfvirkrar peningafölsunar.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2012 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.