Á vef dv.is er lítil frétt um skuldauppgjör "tískuverslanaveldisins NTC" við Landsbankann. Ég ætla ekki að gera það uppgjör að umtalsefni heldur ummæli sem DV hefur eftir talsmanni Landsbankans:
Talsmaður Landsbankans vill ekki tjá sig um það hvort skuldauppgjörinu sé lokið því bankinn tjáir sig ekki um einstök mál en segir að í tilfellum þar sem aðilar tóku erlend myntkörfulán fyrir hrun, geti þeir búist við að fá að meðaltali um 40 prósenta niðurfellingu af lánunum.
Ég get ekki annað en dáðst af þessari fullyrðingu talsmannsins, þar sem ég hef verið að fara yfir útreikninga hjá fjölmörgum aðilum og ekki í eitt einasta skipti er niðurfellingin að ná 40% niðurfellingu hvað þá að meðaltalið sé eitthvað nálægt þessu hlutfalli. Kannski er það þannig, að litli maðurinn fær ekki svona niðurfellingar, heldur bara stóru fyrirtækin sem síðan eru færð yfir til Framtakssjóðs.
Þessi fullyrðing talsmanns Landsbankans er ekki síður áhugaverð fyrir þær sakir, að samkvæmt skýrslu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, um endurreisn bankakerfisins, þá fengu nýju bankarnir 50% afslátt af öllum gengistryggðum lánum (miðað við gengi í október 2008, frekar en lok september það ár). Samkvæmt þessu er bankinn að hagnast að meðaltali um 20% á þessum lánum og meira á umbjóðendum mínum.
Landsbankinn hefur svo sem gengið lengra en aðrir bankar í endurskipulagningu skulda einstaklinga. Á hann hrós skilið fyrir það. Uppgjör hans sýna þó að hann á ennþá meira svigrúm inni og hvet ég bankann til að nota það.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó,
Ég hef undir höndum endurútrekning af láni fá LÍ sem dæmt var ólöglegt með Motormax dómnum svonefnda og þar lækkaði höfuðstóll úr ca. 44,9 milljónum og niður í ca. 19,0 milljónir eða um ca. 57,6%. Upphaflegi höfuðstóllin var hins vegar ca. 14,7 milljónir og var frá árinu 2007.
Þetta þýðir að það eru amk. til margar útgáfur af þessu.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 12:15
Það þarf að vera krafa lántakenda gjaldeyrislána, að endurkaup lána hinna nýju banka frá þeim gömlu komi upp á yfirborðið. Það getur ekki verið hægt að endurreikna lán lántakenda fyrr en forsendur "nýrra" lána liggur fyrir.
"Ný lán bankanna"eiga að endurspegla kaupverð(yfirfærsluverð) hinna nýju banka frá þeim eldri. Allir gömlu bankarnir eru gjaldþrota.
Hver og einn lántakandi þarf að endurreikna sitt lán á þeim forsendum, sem liggja að baki yfirfærsluverði sinna lána til hina nýju bankana.
Síðuhöfundur hefur birt áður gengi erlendra lána sem var almenn viðmiðun við yfirtöku hinna nýju banka frá þeim sem eru gjaldþrota.
Hver og einn þarf að sækja sitt mál og krefjast þess að fá uppgefið "kaupverð" síns láns frá "gjaldþrotafyrirtæki" til hins nýstofnaðra eða okt 2008 kennitala .
Best væri að fólk safnaðist saman sem eitt, og neitaði að greiða eitt eða neitt fyrr en þessar upplýsingar lægju fyrir.
Bankinn gerir ekki neitt fyrr en dómstólar segja þeim að gera skv. dómsorði.
Þess vegna er gott að fólk sameinist og þá myndast grundvöllur að fjöldinn kemur saman í réttarsal á móti "nýjum" kröfum nýrra banka.
Þá skapast sterkur grundvöllur í rökræðunni um opið og gagnsætt ferli á sölu og meðferð skulda almennings og endurútreikning sinna lána.
Á meðan "hinir nýju" bankar opna ekki á kaupverð sinna krafna, sem NB. voru ekki til fyrr en skuldabréf voru útbúinn til þeirra gömlu og föllnu banka, þá geta þeir nýju ekki rukkað að neinum sanngirnisnótum.
Það er lágmarkskrafa að hinu nýju bankar upplýsi um kaupverð sitt á bestu kröfum sem fyrirfinnast á jarðríki, eða kröfum sem allir vilja greiða,ef sanngjarnar eru, til þess að halda sinni fjöldskyldu saman, án tilliti til annara áreita ríkisstjórnar þó erfiðar eru.
Eggert Guðmundsson, 7.1.2012 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.