29.12.2011 | 23:45
Íþróttamaður ársins: Þórir Hergeirsson
Samtök íþróttafréttamanna hafa valið íþróttamann ársins á hverju ári frá 1956 eða alls 55 sinnum. Fyrir dyrum stendur að velja íþróttamann ársins í 56. sinn á næstu dögum. Úr einstaklega vöndu er að ráða fyrir íþróttafréttamenn, þar sem enginn karlíþróttamaður hefur staðið sig afburðarvel. Heiðar Helguson er sá sem best hefur staðið sig af boltastrákunum og því er líklegt að hann verði fyrir valinu.
Hjá kvenþjóðinni er um fleiri góða kosti að ræða, en samt enginn sem hefur staðið upp úr. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er þó sú sem mér sýnist að hafa vinninginn, m.a. vegna frammistöðu sinnar á HM í Brasilíu. Nokkrar af fótboltastelpununm hafa einnig staðið sig vel og þar finnst mér Þóra Helgadóttir vera fremst meðal jafningja.
Meðal íþróttamannanna finnst mér valið því standa á milli þessara þriggja og kannski gerist það að handknattleikskona hljóti verðlaunin í annað sinn. Með fullri virðingu fyrir afreki Heiðar Helgusonar, þá eru nokkrar konur sem staðið hafa sig betur en hann á árinu og væri það dæmigerð óvirðing íþróttafréttamanna að velja þann karl, sem staðið hefur sig best í fótbolta, þegar kvennalandsliðin bæði í handbolta og fótbolta hafa staðið sig frábærlega á árinu. Svo má náttúrulega ekki gleyma ýmsum sem ekki komast á blað meðal topp 10 vegna þess að þeir leika sér ekki með bolta.
Sá íþróttamaður sem ég tel að eigi að fá titilinn er ekki kjörgengur. Þá á ég við Þóri Hergeirsson, Selfyssinginn knáa, sem gerði norsku stelpurnar að heimsmeisturum á HM í Brasilíu. Ekkert fer á milli mála, að afrek Þóris er með þeim bestu og mestu sem íslenskur afrekstíþróttamaður getur státað af. Ef einhver ætlar að segja að Þórir sé ekki afreksíþróttamaður, þá tel ég þann hinn sama vera með fordóma gagnvart starfi þjálfans. Þjálfarinn er mikilvægast einstaklingurinn í hverju keppnisliði. Hans hlutverk er að raða púslunum saman, samræma snúning tannhjólanna, smyrja legurnar, stilla klukkuverkið. Margir íslenskir þjálfarar hafa sýnt það og sannað, að fáir standast þeim snúningin hvað þetta varðar. Þórir Hergeirsson hefur náð lengst þeirra allra og gert lið í hópíþrótt að heimsmeisturum. Þess vegna er hann íþróttamaður ársins að mínu áliti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gleðilegt ár
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2011 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.