29.12.2011 | 03:46
Glæsilegir viðskiptahættir nýrra banka eða hitt þó heldur
Sveinbjörnn Sveinsson setti færslu inn á vegginn hjá Lilju Mósesdóttur sl. þriðjudag 27. desember. Mér finnst að þetta innlegg hans verði að fá betri umfjöllun og krefjist raunar rannsóknar, því sé þetta rétt sem hann heldur fram í innleggi sínu, þá er hér einfaldlega um þá mestu svívirðu að ræða sem um getur. Ekki að þetta komi mér neitt á óvart, þar sem ég hef margoft bent á að þetta gæti gerst, en ég hélt að nýju bankarnir væru að meina það, þegar þeir segjast vera að reyna að leysa mál skuldugra viðskiptavina með sanngirni, réttlæti og jafnræði í huga. En fyrst er það færslan hans Sveinbjörns. (Ég tek það fram að ég hef leyft mér að laga aðeins ásláttarvillu og bætt inn orðum sem greinilega vantar.)
Ég gerði könnun og bauð í nokkrar eignir til að sjá hver viðbrögð bankanna yrðu . Þeir eru til búnir að semja við nýjan kaupanda; ekki skuldarann.
Dæmi 1: hjón í vinnu, tóku erl lán. Mat á húsi var 35 miljónir og þau skulduðu 33. Ásett nú 29 og bankinn til í að fara niður í 25 og halda frystingar eiginleikum. 115,000 í byrjunar afborganir og svo bæta 3 árum eftir á að 40 árum liðnum. En þeir eru ekki til í að semja við eigandann sem er búin að eyða öllum sparimerkjum og séreignarsjóðum + miklu hærri afborgana frá 1/1 2008 .
Dæmi 2: hjón í vinnu skulda 30 mil og sams konar hús á 30 milljónir en þeir eru til í að láta nýjan eiganda hafa það á 20 mil og henda fyrri eigendum á götuna. Sem sagt hreinn þjófnaður af fyrri eigendum, sem gætu ef þeir fengju leiðréttingu aftur í tímann (1/1 2008 og þar með eins og yfir 30 % skuldara) komið sínum málum á hreint, en NEI..
Ég er viss um að þessi dæmi Sveinbjörns eru ekki þau einu. Ég er líka viss um að bankarnir telji sig ekki skuldbundna til að ganga til samninga við núverandi/fyrri eigendur. Þetta er samt svívirða og ekkert annað.
Forkaupsréttur núverandi/fyrri eigenda
Ég hef nokkrum sinnum gert tillögu að því, að sett verði lög sem tryggja einstaklingi í skuldavanda forkaupsrétt að húsnæði sem fjármálafyrirtæki tekur yfir eða lætur bjóða upp. Slíkur forkaupsréttur gildir þar til húsnæðið er keypt af eiganda, sem ætlar að búa í húsnæðinu eða ætlar sannanlega að setja það á leigu. Margt mun vinnast með slíku fyrirkomulagi. Í fyrsta lagi, þá verður tryggt að sá sem missir húsnæði sitt á nauðungarsölu fá annað hvort sanngjarnt verð fyrir húsnæðið eða geti gengið inn í fáránlega lágt uppboðsverð. Í öðru lagi kemur það í veg fyrir að fjármálafyrirtæki hirði eign af viðskiptavini sínum til að koma henni í hendur vildarvinar. Ég hef heyrt af því að húsnæði hafi verið tekið af fólki eftir pöntun, þó ég hafi ekki staðfest dæmi enda erfitt að sanna slíkt hátterni. Tekið skal fram að fleiri en einn aðili hefur haft samband við mig út af grun um að hafa misst hús sitt um slíkum kringumstæðum. Í þriðja lagi, kemur það í veg fyrir að fjármálafyrirtækin mismuni fólki, þ.e. líkt og Sveinbjörn lýsir, er tilbúið að selja þriðja aðila húsnæði á 10 m.kr. lægra verði en hann krefur núverandi eigendur um að greiða. Í fjórða lagi, eykur þetta líkurnar á því að fólk haldi húsnæði sínu.
Siðasáttamálar og fagurgali virðast blekkingar einar
Ef Sveinbjörn fer rétt með, sem ég efast ekki um, þá er ljóst að fagurgali og siðasáttmálar eru blekkingar einar. Fjármálafyrirtækin hafa ekki áhuga á að ná sátt. Þau hafa eingöngu áhuga á að níðast á fólki eins lengi og mögulegt er. Eins og Sveinbjörn bendir á, þá er fólk búið að reyna að standa í skilum. Sparnaðurinn búinn, séreignarsparnaðurinn búinn, allt aukalegt hefur verið selt á brunaútsölu, en nei bankinn vill meira. Hann er nefnilega búinn að reikna út að hægt er að fá meira með þessum hætti. Hann tapar engu, þar sem hann heldur áfram að rukka fyrri eigandann eins lengi og mögulegt er.
Satt best að segja, þá fæ ég æluna upp í háls í hvert sinn sem ég les svona færslur. Halda menn virkilega að núverandi bankar séu stikk-frí frá því sem gerðist fyrir hrun? Þeir eru í eigu skilanefnda og/eða slitastjórna gömlu bankanna og þar með eru þeir skilgetin afkvæmi villinganna sem settu Ísland á hausinn. Stór hluti af því sem nýju bankarnir eiga er afrakstur af lögbrotum, markaðsmisnotkun, vanhæfi, svikum, blekkingum, prettum og hvað það nú er sem kallað var bankastarfsemi hér á landi á árinum 2003 - 2008. Hluti af því sem nýju bankarnir eru að reyna að kreista út úr viðskiptavinum sínum, er því illa fengið fé. Þýfi og ekkert annað. En svo merkilega vill til, að sé þjófnaður stundaður í nafni fjármálafyrirtækja, þá virðist hann vera löglegur. Ef mér dytti í hug að gera 1/10 af því sem bankarnir gerðu fyrir hrun, þá væri fyrir löngu búið að senda á mig sérsveitina, en, nei, vegna þess að svo kallaðir bankamenn stóðu fyrir gjörningnum, þá leggja stjórnvöld sig í líma við að hjálpa nýju fjármálafyrirtækjunum að innheimta hið illa fengna fé.
Blekkingar á blekkingar ofan
Verst finnst mér í þessu öllu eru þær blekkingar sem fjármálafyrirtækin virðast ennþá beita varðandi endurútreikninga á áður gengistryggðum lánum. Mjög margir aðilar hafa snúið sér til mín og ekki sagt farir sínar sléttar. Þeim eru boðnir endurútreikningar sem eiga að vera svo ofboðslega hagstæðir, en í ljós kemur að mjög oft eykst greiðslubyrðin verulega við endurútreikninginn! Svo heldur fjármálafyrirtækið því fram að það sé að gefa eitthvað eftir.
Hvernig getur fjármálafyrirtækið verið að gefa eftir, þegar greiðslan sem það fær er hærri en áður en lánið var náðarsamlegast endurreiknað? Hvernig get ég sem lántaki verið betur settur með því að greiða meira mánaðarlega, en ég gerði áður? Sá sem getur skýrt þetta út fyrir mér, þannig að ég fallist á útskýringuna, ætti næst að taka að sér að miðla málum milli gyðinga og palestínumanna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég var að velta fyrir mér...ef menn hætta að borga og málið fer fyrir dóm, þ.e. að komið er að því að henda fólki út, er þá ekki rétt að krefjast þess að fá staðfestingu á því hvort bankinn er raunverulegur handhafi samningsins? (þ.e. eru þeir með skuldabréfið og geta framvísa' því undirrituðu og allt)
Ég hef einhvernvegin á tilfinningunni að mörg þessara bréfa liggi í vafningum hjá erlendum bönkum, sem séu jafnvel búnir að afskrifa þau sem toxic waste.
BAra svona hugmynd. Er hægt að rekja það hvort viðkomandi skuldabréf eru til í raun og veru og hvort þau séu yfirleytt í gildi?
Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2011 kl. 07:25
Er ekki lágmark sem sagt að komast að því hvort bankinn er raunverulegur handahafi samnings eða hvort hann er í höndum einhvers annars sem hefur keypt hann í vafningi. Eru allir að borga raunverulegum handhafa kröfunnar?
Ég hef á tilfinningunni að svo sé ekki. Það væri allavega fróðlegt að sjá hvort eitthvað af þessum innheimtum er hreinræktuð glæpastarfsemi og þjófnaður. Ekki bara að einhverjum prósentuhluta, eins og þú bendir á hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2011 kl. 07:31
Þetta er forkastanlegt og sorglegt. Bankar hugsa aldrei nema um sig sjálfa.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2011 kl. 11:22
Um daginn bað ég starfsmann Arion banka um heimild til þess að greiða niður lán á nokkrum mánuðum, sem er ekki stórt, og láta húsnæðislánið bíða á meðan. Sem sagt ekki hætta að greiða, eingöngu að færa allar greiðslurnar á eitt lán í nokkra mánuði. En, nei, ekki við það komandi sagði sá ágæti maður. Og ástæðan: jú, lánið var ekki lengur á hendi bankans og því væri þetta ekki hægt, þeir hefðu ekki heimild til þess !!! Þegar eftir því var spurt hver ætti lánið, var ekki hægt að fá svar við því.
Starkaður (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 14:38
Það er aldrei að vita nema að núverandi eigandi bréfsins, sé búinn að afskrifa það Starkaður. Þessar upplysingar áttu að fá. Það er eitthvað dulafullt í gangi þarna. Af hverju er ekki eigandi bréfsins ekki sá sem innheimtir? Hver er hann? Er það kostnaðarauki að þriðji aðili sjái um innheimtu? Hvað er Arion að fá fyrir það? Hvað ert þú að borga fyrir það?
Menn ættu að taka sig saman og heimta að slóð þessara bréfa sé rakin og dílað við eigandann. Ef Arion á ekki vafninginn með láninu , þá er lánið ekki á þeirra könnu. Hvað ef þú hættir að borga? Á þá Arion veðin og getur gengið að þér? Gerir hann það fyrir hönd einhvers annars?
Ég held að allar forsendur fyrir lánaviðskiptunum hljóti að vera brostnar, ef bankinn á ekki lengur skuldabréfið. Ég myndi vilja fá að sjá það. Orginalinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2011 kl. 14:48
Framferði bankanna er mikil svívirða. Og ekki er framferði stjórnvalda betra.
Einu er ég þó ekki sammála í færslunni þinni, og það er þessi setning:
"Þeir [innsk: nýju bankarnir] eru í eigu skilanefnda og/eða slitastjórna gömlu bankanna og þar með eru þeir skilgetin afkvæmi villinganna sem settu Ísland á hausinn."
Nýju bankarnir eru í eigu eignarhaldsfélaga, sem eru í eigu gömlu bankanna að mestu, en gömlu bankarnir eru enn sömu hlutafélögin og þeir voru fyrir hrun, með sömu kennitölur. Skilanefndir fengu aðeins vald hluthafafundar með ákvörðun FME í október 2008 þegar félagstjórnum bannkanna var vikið frá störfum, en ekki sjálft eignarhald hlutafélagsins. Formlegt eignarhald hlutafélaganna hefur ekki breyst. FME hefur staðfest þetta við mig í tölvupósti þar sem ég spurðist fyrir um afdrif minns litla hlutar í Glitni. FME svaraði fyrirspurni minni þannig 21. júní sl:
"Hlutafjáreign yðar í Glitni banka hf. hefur hvorki verið tekin eignarnámi né verið fyrnd. Á hinn bóginn tók Fjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar Glitnis banka hf. með ákvörðun sinni hinn 7. október 2008 og vék félagsstjórn bankans í heild sinni frá störfum þegar í stað. Fjármálaeftirlitið skipaði í kjölfarið skilanefnd sem tók við öllum heimildum stjórnar bankans."
Og síðar í sama pósti:
"Á hinn bóginn gildir um hlutafjáreign yðar 2. mgr. 105. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög en þar segir: Standi eignir eftir við gjaldþrotaskipti að greiddum kröfum lánardrottna skal skipta þeim milli hluthafa í hlutfalli við hlutafjáreign þeirra nema samþykktir félags kveði á um aðra skipan. Með öðrum orðum stendur hlutafjáreign hluthafa aftast í réttindaröð krafna við gjaldþrotaskipti."
Tveim dögum síðar, þ. 23. júní sagði FME svo þetta:
"Með vísan til svars Fjármálaeftirlitsins í tölvubréfi sínu, dags. 21. júní sl., má með einföldun hætti segja að eigendur Glitnis banka hf. séu núverandi kröfuhafar bankans en slitastjórn fer með málefni bankans á meðan hann er í slitameðferð."
Ég verð að viðurkenna að ég fæ ekki séð hvernig þetta álit fæst staðist enda voru skilanefndir settar á stofn til að "tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi (Glitnis banka, Kaupþings banka og Landsbankans) á Íslandi" sbr. tilkynningar FME sem eru hlekkjaðar hér að framan.
Það er eins og enginn vilji kannast við hvert langtímamarkmiðið með öllu þessu brambolti er.
Ég minni á að umræðan hefur alltaf snúist um að endurreisa bankanna, ekki gera þá upp, enda er það aukinheldur ekki frumhlutverk skilanefndar eða slitastjórnar að leggja bankana niður séu ákvarðanir FME lesnar. Stofnun þriggja nýrra banka, að mestu í eigu forvera sinna (utan Landsbankann hinn nýja), sem fengu "góðu lánasöfnin" til sín á niðursettu verði, þykir mér benda til að langtímamarkmið stjórnvalda (FME) sé að sameina þá forverum sínum þegar uppgjör lánasafnanna er ljóst, eftir að búið er að þröngva almúganum í gegnum 110% leið, eða viðlíka afurð, sem er hönnuð til þess eins að skýra efnahagsreikninga nýju bankanna. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk er látið skrifa undir skjöl vegna 110% leiðar, þar sem því er gert að samþykkja að eftirstöðvar lána (og þar með virði þeirra) eru hærri en fylgiskjöl við stofnefnahagsreikninga bankanna sýna. Fylgiskjöl sem þó fást ekki afhent eða skoðuð.
Slitastjórn Glitnis hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum mínum um heimildir hennar skv. lögum til að afhenda kröfuhöfum eignarhald Glitnis. Í dag birtist svo frétt á visir.is um áform slitastjórnar Kaupþings að afhenda kröfuhöfum eignarhald Kaupþings. Það á að endurreisa búin og gefa þau hrægömmunum sem keyptu kröfurnar á þau á hrakvirði. Það á beinlínis að ræna skráðum eignarhlutum hlutafélaganna af þeim sem voru skráðir eigendur í byrjun október 2008. Ekki að ég hafi neina samúð með villingunum sem áttu þá en sorry, ég get ekki séð að gr. 103.a. í lögum um fjármálafyrirtæki heimili slíka gjörninga, og enn síður að áformað sé að gera bú bankana upp og leggja þá niður.
Því spyr ég: Er þetta harkalega framferði nýju bankanna því ekki í raun komið frá skilanefndum/slitastjórnum gömlu bankanna svo þær geti rækt hlutverk sitt sbr. ákvarðanir FME í október 2008?
PS: Afsakaðu hvað þetta er langur texti.
Erlingur Alfreð Jónsson, 29.12.2011 kl. 15:34
Gott innlegg hjá þér Marinó og öðrum sem kommenta hér, sér í lagi hjá Erlingi.
Ef einhver skilur eitthvað í spillingunni hér á Íslandi þá ætti hinn sá sami skilið Nóbelsverðlaun. Eina stundina á að fylgja lögum og aðra stundum ekki. Ef vafi leikur á lögunum þá skal sá sem brýtur lögin túlka þau.
Þannig má segja að ef þú brýtur lögin nógu oft og lengi þá er komin hefð fyrir því og lög því ekki lengur í gildi.
Sumarliði Einar Daðason, 29.12.2011 kl. 18:03
Veit einhver símanúmerið hjá Kaupthing mortgages Fund?
Þessi aðili er gerðarbeiðandi í nálægt 100 nauðungasölubeiðnum á höfuðborgarsvæðinu frá því í apríl á þessu ári og eru eignirnar allar í eigu einstaklinga, ekki fyrirtækja.
Kv, Toni.
Toni (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 18:44
Ég hef kært bankan til Sérstaks Saksóknara auk c.a. 8-9 annarra.
Málið er einfalt, fyrir myntkörfulánunum og skuldabréfum gömlu bankanna er ekki lagastoð. Þetta er viðurkennt bæði af Umboðsmanni Alþingis og starfsmanni Sérstaks, þegar ég fór yfir málið með honum. Bankarnir bygga sitt á hefð, og grein eins Háskólakennara, sem segir að það sé hefð fyrir því að bankar megi vera lögbrjótar.
Réttast væri að taka lögmannsréttindin af viðkomandi Háskólakennara.
Til dæmis er það svo að veðsetning kvóta hefur verið dæmd ólögleg. Því á að framfylgja þeim dómi með formlegum hætti.
Þetta mál hefur verið kært formlega til ESA.
Ég var ekkert lítið hissa á því, en ég sendi öllum flokkum bréf vegna málsins, auk Guðmundar Steingríms, Lilju M. og Hreyfingarinnar.
Einungis barst bréf frá Margréti. Þegar ég óskaði síðan eftir lista þingmanna sem stóðu að kærunni til ESA, þá var einnig Margrét Tryggvadóttir ein á þeim lista.
Það er með öllu ólíðandi að bankar, Sýslumenn og þingmenn virði ekki lög. Ef það er raunin þá er þingið markleysa.
Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.
Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 19:00
Hér eru slóðir, þetta þarf að skíra fyrir okkur, ef til vill tengist það því sem þið ræðið um,ekki síst frá, john-f-kennedy.net
http://www.john-f-kennedy.net/thefederalreserve.htm
http://www.herad.is/y04/1/2011-10-05-Central-banks-05.htmhttp://www.herad.is/y04/1/2011-11-03-fjarmagn.htm
http://www.herad.is/y04/1/2011-11-14-flettan.htm
Jonas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 23:52
Slæmt er óréttlætið en verra er réttlæti þeirra. Ég þakka fyrir ofangreind innlegg. Það sem veldur mér mestum ótta er að almenningur sem ég þekki, virðist vera að verða ónæmur fyrir þófinu og ekki til í slaginn. Fyrir mér gengur þetta ekki upp. Ég er svo þrár að ég þyrfti lyf til að kyngja þessu og halda niðri með "Sólheimaglotti" eða flytja frá landinu verði ekki tekið á málinu af heiðarleika og sanngirni. Bæði er varðar kvótann og hrunið....
Ingólfur Vestmann Ingólfsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 04:47
Ég hef skoðað þessi mál á líkum nótum og Erlingur Alfreð og komist að líkri niðurstöðu. Ljóst er að FME hefur ekki enn staðið við þá skuldbindingu sína að standa LÖGLEGA að yfirfærslu eignasafna gömlu bankanna, yfir til þeirra nýju, eins og átti að gera í október 2008. Af þeirri ástæðu hefur aldrei verið hægt að mynda löglegt fylgiskjal nr. 1 í nýju bönkunum, sem er eignaskráning þeirra við stofnun þeirra og skráningu hjá Fyrirtækjaskrá. Engar undaþágur eru til frá þessari skyldu. Þó er vitað að stuttur frestur hefur verið gefinn til að skila slíkri eignaskrá en hún verður að liggja fyrir áður en stofnári er lokið. Þar sem þessi eignaskrá nýju bankanna, frá október 2008, liggur ekki enn fyrir, í árslok 2011, er ljóst að öll uppgjör nýju bankanna fyrir árin 2008, 2009, 2010 og árshlutauppgjör fyrir árið 2011, eru fölsk og ólögleg. Öll þessi uppgjör eru þó viðurkennd af endurskoðendum bankanna og samþykkt af FME (í það minnsta með þögninni).
Það er rétt sem Erlingur segir að nýju bankarnir eru eign eignarhaldsfélaga sem eru, beint eða óbeint, í eigu gömlu bankanna. Sum þessi eignarhaldsfélög eru ekki einu sinni skráð sem rekstrarfélög, heldur einungis að þau hafi með umsýslu eigna eigenda sinna að gera. Það er því augljóst að þegar búið verður að keyra í gegn nauðasamninga á gömlu bankana og afskrifa þær kröfur sem verða utan nauðasamninga, þarf ekkert annað að gera en láta eignarhaldsfélög um nýju bankana, ganga hvert inn í sinn gamla banka og þá hafa þeir sem komu þjóðinni í öll þessi vandræði, aftur fengið bankana í sínar hendur. Þetta er afburða góð leikflétta, þegar svo er sem hér hefur verið raunin, að opinbert eftirlit er ekkert og FME virðist beinlínis vera þátttakandi í sukkinu og framkvæmir að engu leiti skylduverk sín að gæta hagsmuna samfélagsins og ríkissjóðs. Gæti sagt mikið meira, en læt hér staðar numið.
Guðbjörn Jónsson, 31.12.2011 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.