20.12.2011 | 21:29
Hæstiréttur vandar um fyrir lögfræðingum Arion banka
Í annað sinn í desember vísar Hæstiréttur frá máli, þar sem fjármálafyrirtæki ónýtir málið með furðulegum uppákomum í tengslum við breyttar kröfur fyrir dómi. Ekki það, að í þessu máli, var ekki heilbrú (að mínu mati) í niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands, en ekki kom til þess að Hæstiréttur þyrfti að taka á þeirri niðurstöðu.
Arion banka er nokkur vorkunn í þessu máli. Hæstiréttur er búinn að dæma lán, eins og það sem um ræðir, ólöglegt gengistryggt lán (mál nr. 603/2010 og 604/2010 og nr. 30/2011, 31/2011 og 155/2011). Því hélt ekki niðurstaða héraðsdóms varðandi það efni. Vissulega var áfrýjað út frá varakröfum stefndu að lánið væri með ólöglega gengistryggingu (henni var vísað frá dómi í héraðsdómi!), en samkvæmt Hæstarétti átti bankinn ekki lendingu í því atriði. Til þess hefði bankinn þurft að hafa kröfur uppi í héraði með rökstuðningi fyrir útreikningi o.s.frv.
En sem sagt, Hæstiréttur var búinn að dæma sams konar lán hafa verið með ólöglega gengistryggingu og því var úr vöndu að ráða. Augljóst var að Hæstiréttur gat ekki fallist á að áfrýjendur ættu að greiða gengistryggða upphæð, þegar hann var áður búinn að segja að svona lán væri með ólöglegu ákvæði. Lausnin virðist því hafa verið, líkt og hjá Íslandsbanka um daginn, að ónýta málið fyrir Hæstarétti. Ég vona svo sannanlega að það hafi verið gert viljandi því annars er umvöndun Hæstaréttar í niðurlagi dómsins í besta falli neyðarleg:
Málið er þannig nú í því horfi að í raun eru engar málsástæður lengur tiltækar af hendi stefnda til að byggja úrlausn þess á að því er varðar ákvörðun á fjárhæð kröfunnar. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa málinu af sjálfsdáðum frá héraðsdómi.
Gengislánamáli vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 1680565
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.