Leita í fréttum mbl.is

Hæstiréttur vandar um fyrir lögfræðingum Arion banka

Í annað sinn í desember vísar Hæstiréttur frá máli, þar sem fjármálafyrirtæki ónýtir málið með furðulegum uppákomum í tengslum við breyttar kröfur fyrir dómi.  Ekki það, að í þessu máli, var ekki heilbrú (að mínu mati) í niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands, en ekki kom til þess að Hæstiréttur þyrfti að taka á þeirri niðurstöðu.

Arion banka er nokkur vorkunn í þessu máli.  Hæstiréttur er búinn að dæma lán, eins og það sem um ræðir, ólöglegt gengistryggt lán (mál nr. 603/2010 og 604/2010 og nr. 30/2011, 31/2011 og 155/2011).  Því hélt ekki niðurstaða héraðsdóms varðandi það efni.  Vissulega var áfrýjað út frá varakröfum stefndu að lánið væri með ólöglega gengistryggingu (henni var vísað frá dómi í héraðsdómi!), en samkvæmt Hæstarétti átti bankinn ekki lendingu í því atriði.  Til þess hefði bankinn þurft að hafa kröfur uppi í héraði með rökstuðningi fyrir útreikningi o.s.frv.  

En sem sagt, Hæstiréttur var búinn að dæma sams konar lán hafa verið með ólöglega gengistryggingu og því var úr vöndu að ráða.  Augljóst var að Hæstiréttur gat ekki fallist á að áfrýjendur ættu að greiða gengistryggða upphæð, þegar hann var áður búinn að segja að svona lán væri með ólöglegu ákvæði.  Lausnin virðist því hafa verið, líkt og hjá Íslandsbanka um daginn, að ónýta málið fyrir Hæstarétti.  Ég vona svo sannanlega að það hafi verið gert viljandi því annars er umvöndun Hæstaréttar í niðurlagi dómsins í besta falli neyðarleg:

Málið er þannig nú í því horfi að í raun eru engar málsástæður lengur tiltækar af hendi stefnda til að byggja úrlausn þess á að því er varðar ákvörðun á fjárhæð kröfunnar. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa málinu af sjálfsdáðum frá héraðsdómi.


mbl.is Gengislánamáli vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband