17.12.2011 | 15:35
Múrbúðin og samkeppni á Íslandi
Á Eyjunni er frétt (fengin úr Viðskiptablaðinu) um málsókn Jóns Helga Guðmundssonar, aðaleiganda BYKO, gegn Baldri Björnssyni, stofnanda Múrbúðarinnar. Ég ætla ekki að fjalla um málið sem fréttin er um heldur það sem segja má að sé undanfari þess.
Fyrir mig sem húsbyggjanda er það guðs blessun detti Múrbúðinni í hug að flytja inn og selja nýja vörutegund. Í fyrsta lagi, þá er hægt að nálgast vöruna á hagstæðu verði hjá Múrbúðinni, en það sem kannski skiptir ekki minna máli, er að samsvarandi vara lækkar umtalsvert hjá samkeppnisaðilum. Þannig lækkaði verð á hreinlætistækjum þegar Múrbúðin opnaði hreinlætistækjaverslun sína og grófvara þegar grófvörudeildin var opnuð.
Viðbrögð samkeppnisaðila Múrbúðarinnar hafa borið þess öll merki, að þessi samkeppni hefur verið af hinum góða. Eða eigum við frekar að segja, að sú "samkeppni" sem var fyrir á markaðnum hafði stöðvast í einhvers konar jafnvægi án þess að ég ætli að skýra það nánar. A.m.k. var það þannig, að verð á sumum stærðum gipsplatna lækkaði umtalsvert hjá samkeppnisaðilum Múrbúðarinnar, þegar grófvörudeildin opnaði, meðan þær tegundir gipsplatna, sem ekki voru til sölu hjá Múrbúðinni, stóðu í stað! Ég er með verðlista í höndunum, sem sanna þetta. Vara sem fært í grófvörudeild Múrbúðarinnar er allt í einu á "sérverði" meðan sú sem ekki fæst þar er ekki merkt vera á "sérverði".
Ég ætla ekki að kvarta yfir því sem húsbyggjandi, að samkeppnisaðilar Múrbúðarinnar bregðist svona við, en ég ætti að hafa áhyggjur af því sem neytandi. Þetta er nefnilega aðferð hins stóra til að drepa niður samkeppni alls staðar í heiminum.
Hér á landi höfum við mýmörg dæmi um það, að "stóri" aðilinn hafi reynt að drepa "litla" aðilann með undirboðum. Lyfsali vogaði sér að opna lyfjabúð í samkeppni við annan aðila á Akranesi. Allt í einu buðust Akurnesingum alls konar kosta boð frá þeim sem líkaði ekki samkeppnin. Nokkrir stráklingar sýndu þá ósvífni að opna bensíndælu í Kópavogi og því var sko ekki tekið með þegjandi þögninni. Kaupmaður opnaði verslun í litlu bæjarfélagi og þá rigndi yfir bæjarbúa ómótstæðilegum tilboðum frá kaupfélaginu. Matvöruverslun var svo ófyrirleitin að bjóða mjólk á betra verði en Bónus og það endaði í því að Bónus seldi mjólkurlítrann á 1 kr. Allt er þetta dæmi um það, að forráðamenn fyrirtækja hafa nákvæmlega enga þekkingu á samkeppnislögum. Þeir halda að þeir geti gert hvað sem er í nafni samkeppni.
Sem neytandi á ég að hafa miklar áhyggjur af þessu hátterni þeirra, sem telja sig eiga markaðinn. Staðreyndin er nefnilega sú, að þegar búið er að berja þann óþæga til hlíðni eða ryðja honum út af markaðnum, þá kemst á jafnvægi að nýju. Jafnvægi sem stóri aðilinn ekki bara sættir sig við, heldur er líklegast að hann stjórni því. Jafnvæginu fylgir síðan hærra vöruverð.
Ég sem neytandi ætti að taka öllum "Múrbúðum" landsins fagnandi og vona að sem flestar slíkar verslanir opni. Ekki til að þvinga þá stóru í ófyrirleitna samkeppni eða ýta þeim út af markaðnum, heldur til að lækka vöruverð í landinu og bæta þjónustuframboð.
Okkar vandamál er af tvennum toga. Annað er fákeppni, þ.e. fáir aðilar keppa á hverjum markaði, en slíkt leiðir alltaf til þess að einhvers konar samkomulag næst um jafnvægi. Eitt form slíks samkomulags (sem jafnan er þegjandi samkomulag) er að fyrirtæki A fær að eiga ákveðinn geira markaðarins, fyrirtæki B annan og fyrirtæki C þann þriðja. Annað form er að menn sættast á ákveðið verðbil á milli fyrirtækja, þannig er Bónus nær alltaf 1 kr. ódýrari en Krónan og aðrar verslanir eru þar fyrir ofan. En það voru vandamálin. Annað var fákeppni, en hitt er hve stórar viðskiptablokkir eru hér á landi. Í gamla daga var það Kolkrabbinn og Sambandið, síðan var það Jón Ásgeir og Jón Helgi og núna eru það blokkir sem myndast í kringum eignarhald bankanna á fyrirtækjum.
Meðan þessi blokkamyndun heldur áfram, þá verður engin alvöru samkeppni hér á landi. Blokkirnar munu ná jafnvægi sín á milli og síðan ráðast af sameinuðum krafti gegn öllum þeim sem voga sér að raska jafnvæginu. Þannig hefur þetta verið, þannig er það og þannig verður það meðan samkeppnisyfirvöld leyfa slíka hegðun.
Og hvað get ég gert sem neytandi? Jú, líklegast verð ég að halda öllum góðum. Með því get ég helst tryggt að sá sem heldur uppi virkri samkeppni fái að lifa og hinir sem telja sér ógnað að þeim litla sætti sig við að hann fái sína sneið af kökunni. Múrbúðin verður að Bónus okkar húsbyggjenda, meðan BYKO og Húsasmiðja eru Hagkaup og Nóatún, þ.e. eru með hærra verð en jafnframt meira vöruúrval.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér Marínó. Minn maður er múrari og hann verslar allt sem hann þarf fyrst og fremst í Múrbúðinni einmitt vegna hagstæðs verðs.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2011 kl. 23:20
,,Meðan þessi blokkamyndun heldur áfram, þá verður engin alvöru samkeppni hér á landi."
Marinó, það hefur aldrei nokkurn tíman verið til eitthvað sem heitir samkeppni á Íslandi !!!
Hver fann þetta orð ,, samkeppni " ?
Hvar er þessi ,, samkeppni " ??????
Það var viðtal fyrir nokkrum árum við einn erfingja af Ofnasmiðjunni og þar sagði hann frá hvernig ákveðnum aðilum, þar á meðal hans forfeðrum, var afhent sjálfdæmi í verslun með vörur á árum áður. Það voru pólitískir vildavinir sem fengu að vera með !
Það hefur ekkert breyst !
Hvers vegna hafa verkalýðsrekendur innan ASÍ ekki barist fyrir því að eitthvað gerist varðandi þessi mál ? Jú, þeir eiga vildavini í gegnum setu sína með atvinnurekendum í stjórnum lífeyrissjóða ! Á meðan getur verkalýðurinn bara fengið áfram ,,gervi-samkeppni" í boði allra samtaka á vinnumarkaði !
Auðvitað virðist vera vonlaust fyrir fyrirtæki að komast inn á sölumarkaðinn í þessu landi, eins og Múrbúðin er að reyna að gera !
JR (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.