9.12.2011 | 13:07
Fátækt er raunverulegt og stækkandi vandamál
Mikil umræða er í nokkrum vefmiðlum um einstæða móður, sem hafði ekki efni á að kaupa kludaflík á 7 ára dóttur sína. Eins hræðilegt og þetta er, þá ætti þetta ekki að koma nokkrum manni á óvart. Lífskjararannsókn Hagstofnunnar, sem birt var um daginn, sýnir að staða einstæðra foreldra er mjög erfið og stór hluti þeirra, 78,4%, eiga erfitt með að ná endum saman. Tala sem hefur farið hækkandi undanfarin ár. Því miður hafa stjórnvöld lítið sem ekkert hugsað fyrir neyð þessa hóps og látið sem allt snúist um skuldavanda. Ég hef aftur ítrekað bent á að:
Skuldvandi er ekki vandamál nema honum fyldi greiðsluvandi, meðan greiðsluvandi er alltaf vandamál hvort sem honum fylgir skuldavandi eða ekki.
Stjórnvöld verða að átta sig á þessum sannindum og fara að bregðast við þeim.
Fátækt er raunverulegt vandamál
Í september í fyrra var haldinn fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur um fátækt. Ég var einn af þeim sem sátu fyrir svörum á fundinum. Þar kom margt áhugavert fram, en fyrst og fremst hversu veikburða félagslega kerfið er hér á landi. Markmið þess virðist vera að skera allt við nögl og vísa síðan fólki á hjálparstofnanir. Ég skrifaði færslu um fundinn og hvet ég fólk til að lesa hana, þar sem mér sýnist að því miður hafi minna áunnist á síðustu 15 mánuðum en efni hafa verið til. Raunar sýnist mér, sem við séum sífellt að færast fjær markinu.
Staðreyndin er að fátækt er raunverulegt og vaxandi vandamál. Er svo sem þekkt að slíkt gerist í kjölfara skuldakreppu, eins og þeirrar sem við erum að kljást við hér. Í vinnu minni fyrir svo kallaðan sérfræðingahóp um skuldamál heimilanna fyrir rúmu ári þá settum við tölur í alls konar samhengi. Skrifaði ég færlsu um máli í byrjun nóvember í fyrra sem ég byrja á eftirfarandi orðum:
Eftir að hafa setið yfir tölum í nokkrar vikur um afkomu heimilanna, greiðslugetu og skuldastöðu, þá finnst mér einsýnt að hér munu hlutirnir ekki færast í samt lag nema kaupmáttur aukist með hækkandi tekjum. Slík hækkun tekna verður að ná til allra hópa með undir 450 þús.kr. í laun á mánuði.
Því miður er staðan sú, að tiltekinn hópur fjölskyldna hefur ekki tekjur til að standa undir lágmarksneyslu, hvað þá að hafa eitthvað afgangs til að greiða fyrir húsnæði. Þetta er vandamál sem nær til allra fjölskyldugerða, en þó síst hjá barnlausum hjónum.
Lokaorð færslunnar voru síðan:
Allt virðist þetta bera að sama brunni: Stór hópur landsmanna hefur ekki efni á því lífi sem þeir lifa, hver svo sem ástæðan er.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar frá því fyrir ári um fjölda heimila sem áttu ekki fyrir neyslu, samkvæmt neysluviðmiðum sem Umboðsmaður skuldara notaði. Viðmiðin eru annars vegar margfölduð með 1,5 og hins vegar 2,0 þar sem inn í þau vantar gríðarlega háa útgjaldaliði, eins og dagvistun, símkostnað, tryggingar og fleira svona "smávægilegt".
Eiga ekki fyrir neyslu | ||
ney*1.5 | ney*2 | |
Einst. | 977 | 1.744 |
Einst. For. | 1.004 | 2.289 |
Hjón | 1.670 | 3.064 |
Alls | 3.651 | 7.097 |
Taflan sýnir að ríflega 7.000 heimili eiga ekki fyrir almennri neyslu miðað við naumhyggju neysluviðmið sem leiðrétt eru með tilliti til þátta, sem skoðaðir eru sérstaklega í hverju tilfelli. Þetta er eitthvað um 5% heimila í landinu og þegar kemur heimilum þar sem foreldrar eru einstæðir, þá er hlutfallið mun hærra.
Fyrir þessi heimili dugar ekki að hækka vaxtabætur eða koma með smávægilega hækkun barnabóta. Eina sem dugar er veruleg hækkun launa, meðlags og barnabóta. Þessir hópar þurfa að vinna upp kaupmáttarskerðingu undanfarinna ára. Fyrir þá sem þetta dugar ekki, þá þurfa sveitafélögin að grípa inn í á mun meira afgerandi hátt.
Ég geri mér alveg grein fyrir að fjölmargir einstaklingar misnota sér kerfið, eru í óreglu eða hafa ekki getu til að stjórna sínum fjármálum. Varnir gegn slíku mega ekki bitna á þeim sem eru ekki í þannig málum.
Flokkur: Efnahagsmál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Get tekið 100% undir þessi skrif þín, fátæktin læðist að mörgum.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2011 kl. 14:00
Þetta er hárrétt hjá þér. Hvað er til ráða?
Gríðarlegur niðurskurður er ennþá eftir bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Sú einfalda staðreynd er sú að velferðarkerfið á Íslandi er og verður kostað af Íslendingum sjálfum í gegnum skatttekjur. Það ríkir nú óeðlilegt ástand með neikvæðum raunvöxtum, gjaldeyrishömlum og of hátt skráðu gengi íslensku krónunnar. Forsenda alvöru launahækkana með auknum kaupmætti þarf að fylgja aukin verðmætasköpun og það er því miður ekki að gerast og við megum búast við samdrætti og það eru svört ský framundan hvað varðar hagkerfi heimsins.
Það ríkir minna atvinnuleysi á Íslandi en það er vegna þess að það er búið að verðfella hagkerfið með útþynntum krónum. Meira að segja bak við ofskráð gengi krónunnar eru laun því miður hlægilega lág á Íslandi og 900 þús króna "ofurlaun" forsætisráðherra er í raun það sama sem reynd flugfreyja hjá SAS hefur um 38.000 kr danskar á mánuði með ódýrari mat.
Það er búið að skrúfa fyrir gluggana og þétta sprungurnar í þessu agnarsmáa "örhagkerfi" en það kemur ekkert meira nýtt súrefni inn í íslenskt hagkerfi. Fólk og fyrirtæki eru unnvörpum að flýja land. Fjárfesting er í sögulegu lágmarki. Minnihlutahluthafar eru réttlausir, ENRON svindl eru lögleg. Engin tekur ábyrgð og umræðan gensýrð af illmælgi, fáfræði, raunveruleikafyrrtri óskhyggju.
Það er enginn sem vill lána í svo til arðlausar virkjunarframkvædir. Það er ekkert neitt óskaplega mikið af auðvinnanlegri orku eftir þrátt fyrir að fólk ýmindi sér eitthvað annað.
Þsð er hægt að komast úr þessu en það verður engin lúxus ferð á fyrsta farrými lengur.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 15:25
þetta er góð greining hjá þér og ég get tekið undir hana sem einstæður faðir án atvinnu . Ég færi í skóla og lærði vélvirkjun ef ég gæti (norðurál og elkem vilja bara vélvirkja) en ég má ekki við því að fara á námslán eins og staðan er og verð því bara að bíta í það súra epli að hafa lært blikksmíði og málmsuðu .
Annars mætti nú líka gagnrýna vinnumálastofnun fyrir að hafa takmarkað af námskeiðum í boði sem gætu stuðlað að því að atvinnuleitendur fái vinnu með þolanlegum launum . Mér finnst til dæmis ekki líklegt að ég auki líkur á því að komast í starf þó ég sækti námskeið í kvíðastjórnun eða dale carnegie ásamt fleiri úrræðum sem sjá má á http://www.vinnumalastofnun.is/vinnumalastofnun/thjonustuskrifstofur/vesturland/urraedi-og-ataksverkefni/
það virðist því miður vera að þeir sem eiga að sjá um þessa hluti virðast ekki gera sér grein fyrir vandanum sem útskýrir líka lausnirnar.
Valgarð (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 16:11
Mér sýnist þú, Valgarð, alveg vera fær um það sjálfur að gagnrýna Vinnumálastofnun. Farðu bara inn á vefinn þeirra, fyndu þar netfang stofnunarinnar og sendu þessa ábendingu til þeirra.
Marinó G. Njálsson, 9.12.2011 kl. 16:15
Góð grein og margt þarna sem maður kannast við af eigin skinni. Þrautalendingin er því miður að hætta að borga af skuldum og reyna að safna nægu fé til að komast úr landi. Því það kostar líka peninga sem erfitt og seinlegt getur verið að skrapa saman.
Í sambandi við Vinnumálastofnun, þá hef ég haft það á tilfinningunni að þeir hreinlega megi ekki halda námskeið sem raunverulega gagnast fólki því þá eru þeir komnir í samkeppni við menntastofnanir og aðra námskeiðahaldara. Námskeiðin þeirra eru (með fáum undantekningum) stutt og yfirborðskennd og frekar innihaldslaus. Eins og hálfgerðar tupperwarekynningar. Svo bíta þeir höfuðið af skömminni með því að kalla þessi námskeið "úrræði".
HA (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 18:37
Ástæða stórs hluta fátæktar á Íslandi, er að fynna á
gudbjornj.blog.is
Raunveruleikinn með réttri verðtryggingu.
Þetta er náttúrlega ekkert annað en rán um hábjartan dag,í boði Norrænu velferðarstjórnarinnar.
Hennar stóru mistök voru að aftengja ekki víxitöluna strax við Hrunið,og þessi mistök eiga eftir að verða þjóðinni mjög dýr.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 20:28
Kvóti 2010/12. þorskur 170.000 t. karfi 50.000 t.
ufsi 50.000 t. ýsa 40.000 t.
Þetta er 1/3 af því sem fiskimiðin eiga að gefa okkur,
afléttum oki banka og líú, þarna vantar 6 til 700.000 t.
upp á eðlilegan afla af Íslandsmiðum.
Krefjumst frjálsra handfæraveiða sem leysa byggða,
fátæktar, mannréttinda og atvinnuvanda gjaldþrota þjóðar.
Aðalsteinn Agnarsson, 9.12.2011 kl. 21:17
Því miður einkennist umræðan á Íslandi af algjörri afneitun.
Klárlega ef ekki á að taka auðlindagjöld (kvótagjald eða annað) verður ríkissjóður fjármagnaður af skattheimtu, tollum og bensíngjaldi.
Það fara næstum 30 miljarðar á ári í atvinnuleysisbætur á ári, og því miður þekkja allir þekkja fólk sem er á bótum og vinnur á svörtu. Þetta er fjármagnað með lántöku ríkissjóðs og yfir 90 miljarðar hafa farið í þetta frá hruni. Lægstu laun eru það lág að það borgar sig ekki að vinna og raunar er margt af þeim sem er á bótum hámenntað hámenntað, lögfræðingar, viðskipta- hagfræðingar. Ég hef hvergi heyrt eða séð að atvinnuleysistryggingasjóður mennti fólk ókeypis ekki einu sinni í Noregi er það gert.
Hópur fólks dettur nú út af bótum og lendir á sveitar- og bæjarfélögum.
Vandamálið á Íslandi er í raun að fólk hefur fengið allt of mikinn aðgang að lánsfé. Fólk er að kaupa eignir sem það ræður ekki við og tileinka sér lífstíl sem það hefur ekki ráð á og síðasti áratugur hefur einkennst af þessu. Þetta hefur verið falið í því að fólk hefur vafið þessu inn í húsnæðisverðið sem hefur gosið upp með nánast 3-4 földun á raunverði frá 1999 til 2008 og síðan hefur það sigið.
Klárlega hefur fólk með undir 500 þús á mánuði ekki fjárghagslega burði til að eignast sitt eigið húsnæði.
Menn geta farið þá leið að þjóðnýta íbuðarskuldir heimilanna og það munu landsmenn greiða niður í sköttum sínum. Auðvitað geta menn tekið lífeyrissjóðina eignarnámi en hver vill þá greiða í þessa hít og augljóslega verður næsti slagurinn það að ríkið á ekki efni á lífeyrisskuldbindingum opinberra starfsmanna. Þá þarf að velja hvort á að borga ellilífeyrisþegum eða greiða atvinnuleysisbætur eða halda sjúkrahúsunum og skólunum opnum.
Fólk sem situr á rassinum og bíður eftir ókeypis menntun kostaða af Atvinnuleysistryggingasjóð getur þurft að bíða ansi lengi. Það eru yfir 22% atvinnuleysi á Spáni og sums staðar 40-60% hjá þeim innan við 25 ára aldur. Hér er fjárfesting í algjöru lágmarki hefur ekki verið lægri en síðan kreppuni miklu fyrir stíð. Ein af útflutningsafurðunum hafa raunar verið vinnuvélar.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 06:38
Sæll Marinó,
Fátækt hefur verið talsvert mikið umfjöllunarefni í fjölmiðlum hérna, bæði norðan og sunnan landamæranna við Kanada. Í Kanada sýna tölur að um 10% barna búa við sára fátækt, þ.e. fjölskyldur sem eiga ekki fyrir mat alla 7 daga vikunnar. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta hlutfall stóraukist undanfarin ár og er nú svo komið að milli 20% og 25% barna innan 18 ára eru í sömu sporum og ganga ekki að vísum máltíðum 7 daga vikunnar!
Atvinnuleysi og fátækt hér er víða mikið vandamál og sveitarfélög, ríki og alríki varla í stakk búin lengur til að takast á við vandamálið. Misdreifing auðs hér í Bandaríkjunum er skelfileg og þeir allra ríkustu hafa hagnast gífurlega undanfarin ár á meðan þeir sem áttu varla til hnífs og skeiðar hafa lent á vergangi.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 10.12.2011 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.