26.11.2011 | 02:18
Nubo má ekki kaupa landið en má hann byggja?
Mér finnst þessi umræða um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, hafa farið út algjöra vitleysu. Nokkrir þingmenn hafa vaðið á súðum og ausið úr skál reiði sinnar, eins og dómsdagur hafi runnið upp. Örfáir hafa haldið ró sinni og er Oddný Harðardóttir gott dæmi um það.
Ég get ekki séð að ákvörðun Ögmundar í dag þýði að engin leið sé fyrir Huang Nubo að fara í þær framkvæmdir sem hann vill fara út í. Þær munu bara ekki byggja á eignarhaldi á flennistóru svæði austan Jökulsár á Fjöllum. Viðskiptahugmyndin hefur varla breyst mikið við það, að hann þurfi ekki að punga fyrirfram út 1 ma.kr. fyrir landi sem margir sjá bara sem auðn en aðrir sem mikla fegurð. Spurningin sem menn eiga því að velta fyrir sér er hvort framkvæmdirnar hafi verið háðar því að Nubo eignaðist jörðina. Sé málum svo vaxið, þá er næst að spyrja hvernig á því standi. Hafi slíkt samhengi ekki verið til staðar, þá ætti að vera auðvelt að finna aðra lausn leiðir til þess að framkvæmdir geti hafist.
Mér er ómögulegt að skilja að meiri arður verði af framkvæmdinni, ef hún kostar 1 ma.kr. meira í upphafi frekar en að greidd sé leiga af því landi sem fer undir framkvæmdasvæðið og kannski eitthvað helgunarsvæði í kring. Vissulega fá landeigendur ekki eins mikið í sinn vasa strax og því er hér fyrst og fremst um þeirra tap að ræða.
Ég tek það fram, að ég sé ekki mikinn mun í því að "selja" land til Alcoa fyrir orkuöflun vegna verksmiðju fyrirtækisins eða að hóteleigandi kaupi flæmi undir sína framkvæmd. Vissulega er það fyrra klætt í búning þess að Landsvirkjun sé að nýta landið, en meðan orkusölusamningar eru í gildi milli Alcoa og Landsvirkjunar, þá er alveg eins hægt að segja að Alcoa "eigi" landið. Hefði Alcoa fengið að eignast landið undir Hálslóni? Nei, alveg örugglega ekki. Ekkert frekar en að Alusuisse fékk að eignast Búrfellsvirkjun og lón hennar á sínum tíma.
Ef nota á jöfnun á milli álvers Alcoa og hugmynda um hótel á Grímsstöðum, þá ætti Nubo að fá að kaupa eða leigja lóð undir þær byggingar sem hann vill reisa vegna hótelsins og það annað sem hann vill framkvæma á svæðinu. Síðan ætti hann að greiða þóknun fyrir að landið verði að öðru leiti ósnortið, þar sem hann lítur greinilega á það sem auðlind, líkt og Alcoa greiðir fyrir rafmagnið.
Hagsmunir þjóðar mikilvægir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
ég segi bara aumingja landeigandinn sem héllt hann hefði sellt landið myndi einhver hér vilja fá þetta svar eftir að hafa reint í 10 ár að selja eign sína ég hefði hengt mig er ég hræddur um og ekki af öðru en reiði mér fynnst að landeigandinn eigi skaðabætur skilið hann losnar núna ekki við landið og er hann sáttur með að búa þarna var hann spurður hver hans skoðun var í hreinskilni sagt eigum við þjóðin minst af þessu landi því bóndinn á meirihlutan og ögmundur ætti að skammast sín fyrir þetta
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 04:12
Þú ert alltaf jafn jarðbundinn og yfirvegaður.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2011 kl. 10:28
Ragnar, Ögmundur fór að lögum og engin skaðabótaskylda í málinu. "Bóndinn" getur átt frumhlaupið við sjálfan sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 11:03
Ef landið er svona eftirsóknarvert, þá er sjálfsagt fyrir eigendurna, að brytja það niður í sumarbústaðarlönd, sem öllum er falt að kaupa og/eða leigja, jafnt útlendir sem innlendir. Já, en ,bíddu, sumarbústað þarna, æ nei, ég held ekki! allt of langt í þjónustu og svo er frost í jörðu 10 mánuði á ári, nei takk og því síður hótel!!
Ég er á því, að ef kínverjinn hefði fengið landið, þá hefði hann komist undan að byggja með öllum ráðum og aldrei framkvæmt nokkurn skapaðan hlut. Eignarland er eignarland!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 13:27
Eigum við ekki að hætta að fara í kringum þetta mál eins og köttur í kringum heitan graut.
Ég skil ekki hvers konar tepruskapur og hræðsla hrjáir íslendinga.
Öllum er ljóst að Jörðin Grímstaðir á fjöllum er ekki 1ma kr virði, hvorki sem bújörð né sem lóð undir hótel.
Eins og Marinó bendir á, þá ætti Nupo að vera feginn að þurfa ekki að punga út með 1 ma fyrir jörðinni ef hann getur fengið leyfi til að byggja hótelið án þess.
Nupo virðist leggja áhersluna á að kaupa landið en ekki að byggja hótelið, og þá byrja klukkurnar að hringja í hausnum á þjóðinni.
Málið er það að við erum hrædd við að Kínverjar ætli sér að seilast til áhrifa á Íslandi á fölskum forsendum, og miðað við hvernig þeir hafa hagað sér í Afríku, er sá ótti ekki ástæðulaus.
Sigurjón Jónsson, 26.11.2011 kl. 15:58
Jón Steinar Ragnarsson, ég ættla nú ekki að rífast við þig en sannleikurinn er sá maðurinn vill selja og honum er bannað að selja landið bara af því hann var frá kína við eigum mart í öðrum löndum bíddu af hverju meigum við það og eitt enn við eigum bara 30% af landinu bóndinn á allt hitt eins og það leggur sig þetta kallast að vera rasisti og geta ekki beigt þessa reglu við hér á norður landi og nágreni þess þurfum fjárfestingu og það fljótt fyrirtæki hér eru hvert á fætur öðru að hætta eða fara á hausinn en rvk búar geta ekki hvartað því þar er ekki eins mikið skorið niður ég gæti dáið bara upp á slisa deild því þar er margra klukkutíma bið reglur eru fyrir aula enda eru þær marg brotnar
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 08:11
Mér finnst ótrúlegs misskilnings gæta í þessu máli og kemur hann m.a. fram hjá Ragnari Þór. Huang var neitað um undanþágu frá lögum sem gilt hafa hér á landi að stofninum til frá snemma á síðustu öld. Honum var ekki neitað vegna þess að hann væri frá Kína, heldur vegna þess að hann var utan EES. Það vill svo til að hann er frá Kína. Þetta kemur kynþáttafordómum ekkert við. Hann hefði fengið sömu afgreiðslu, ef hann hefði verið hvítur Kanadamaður af frönskum uppruna, Bandaríkjamaður af írskum uppruna, Suður-Afríkumaður af hollenskum uppruna, Ástrali af breskum uppruna og allt hitt líka. Að ætla að búa til einhverja kynþáttahyggju úr þessu er algjörlega út í hött. Kannski má segja að Huang hafi veirð hafnað af því að hann reyndi ekki að fara framhjá lögum. Ef hann hefði bara stofnað sína skúffu í Svíþjóð, þá hefði enginn geta sagt neitt, eins og Kanadamaðurinn af breskum uppruna gerði hér um árið.
Marinó G. Njálsson, 28.11.2011 kl. 12:18
ef ég ætti grímstaði þá myndi ég kæra alþingi fyrir að hafa af mér miljarðin sem var boðin í þetta en ég var nú svolitið fljótur að skrifa og las ekki yfir en dreg kynþáttahatur út en það er nú alltaf talað um gott samstarf milli þessa landa og ég held þetta geti skaða það fyrst við höfnuðum honum þá þora ameríkanar og bandar´kja menn ekki að koma og þannig vindur þetta upp á sig
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.