16.11.2011 | 01:42
Vitað um lélega arðsemi í áratugi
Ekki neitt í orðum Harðar Arnarsonar kemur mér á óvart. Margt af því má lesa í lokaritgerð minni í aðgerðarannsóknum frá Stanford háskóla árið 1988, þ.e. fyrir góðum 23 árum. Ritgerðin ber heitið The Icelandic Electricity System: Supply and Demand Interdependence eða Íslenska raforkukerfið: Samþætting framboðs og eftirspurnar.
Verkefnið vann ég í samvinnu við Landsvirkjun, þ.e. fyrirtækið útvegaði mér öll þau gögn sem ég bað um, og afhenti ég því fyrirtækinu afrit af ritgerðinni. Hana fékk ég senda til baka og var ekki einu sinni óskað eftir fundi með mér til að fara yfir niðurstöður mínar.
Í niðurstöðu kafla ritgerðarinnar fer ég yfir helstu forsendur og niðurstöður. Tekið skal fram að á þessum árum voru uppi áætlanir að breyta uppbyggingu verðskrár Landsvirkjunar, þannig að verð skiptist annars vegar í gjald fyrir afl og hins vegar orku. Gjaldið fyrir aflið færi því eftir hámarksaflnotkun tilgreinds tímabils, gat verið mánuður, mánuðir, eitt eða fleiri ár. Var þetta því tekið inn í reiknilíkanið sem ég útbjó. Einnig setti ég inn líkan fyrir verðteygni, þ.e. hver viðbrögð kaupenda væru við mismunandi verði, ef gert væri ráð fyrir að verð væri meira fljótandi.
Á þessum tíma biðu nokkrar virkjanir á teikniborðinu, þ.e. stækkun Búrfellsvirkjunar (sem enn er á teikniborðinu), Vatnsfellsvirkjun, Sultartangavirkjun og Fljótsdalsvirkjun, þ.e. sú fyrri sem var með uppistöðulón á Eyjabökkum. Á eftirspurnarhliðinni var þróun á almennum markaði byggð á orkuspá, en síðan var stillt upp tveimur sviðsmyndum fyrir álver upp á annars vegar 150 MW orkuþörf og hins vegar 300 MW orkuþörf.
Útreikningarnir gerður ráð fyrir að jaðarverð fyrir afl réðist af jaðar kostnaði við að auka aflgetu kerfisins, en jaðarverð fyrir orku réðist af mun flóknari útreikningum sem innbyggðir voru í líkanið. Því má segja að meðan aflgeta virkjunar hafði ekki verið nýtt, þá kostaði hvert MW ekkert til viðbótar, en breyttist svo eftir því hver kostnaðurinn var við nýja virkjun. Þar sem alltaf var gert ráð fyrir að ódýrasti kosturinn væri tekinn fyrst, þá hækkaði jaðarkostnaðurinn við aflið með hverri nýrri virkjun. Eftir því sem lengra gekk á aflgetu virkjunar, þá kom líka í ljós að dýrari gufuaflsvirkjanir höfðu meira að segja í verðútreikningum. (Athugið að verðtreygnin ákvarðaði verðið í líkaninu, ekki einhliða ákvarðanir fyrirtækisins.)
Líkanið leiddi í ljós að verð á orku varð að hækka hægt og bítandi meðan verð á afl sveiflaðist yfir það tímabil sem var skoðað, þ.e. frá 1990 til 2015, þó áhersla hafi verið lögð á 1995, 2005 og 2015. Þar sem líkanið var ekki pólitískt, þá gerði það ráð fyrir að hin ódýra Búrfellsvirkjun II kæmi framarlega í framkvæmdaröðinni. Slík röðun hefur áhrif til lækkunar á afli. Hafa skal þó í huga, að Búrfell II var á þeim tíma frá tekinn fyrir almenningsveitur, þ.e. ætlunin var að geyma ódýran virkjunarkost til handa almenningi, þannig að stóriðja yrði ekki til þess að keyra verð til almennings upp úr öllu valdi. Greinilegt er að þetta markmið hefur rokið út í veður og vind með innrás Orkuveitu Reykjavíkur á raforkuframleiðslumarkaðinn hin síðari ár.
Líkanið áttaði sig á því að Landsvirkjun gæti selt ódýra, óörugga raforku utan álagstíma og meðan ekki var næg eftirspurn miðað við framleiðslugetu virkjana. Þannig gat blautt ár (þ.e. ár með mikla úrkomu) orðið til þess að orkuframleiðsla varð meiri en eftirspurn, þar sem uppistöðulón gátu bara rúmað takmarkað magn af vatni, þá var annað hvort að hleypa því framhjá virkjunum eða að selja það með verulegum afslætti. Dæmið snerist svo við í þurru ári. Langtímaraforkusamningar urðu því að taka mið af framleiðslugetu fyrirtækisins í þurru ári eða a.m.k. að settir væru varnaglar vegna afhendingarbrests í slíku árferði. Þannig gat Landsvirkjun lent í því að greiða fyrir rekstur varastöðva. Að þessu leiti er gott að búið er að reisa nokkrar gufuaflsstöðvar, þar sem þær er hægt að nota til að sveiflujafna álagi í þurru ári. Í slíku ástandi er samt byrjað á því að skerða afhendingu óöruggrar orku.
Ein meginniðurstaða mín, sem kom alveg óvart út úr útreikningum mínum, var að virkjun fyrir orkufrekan iðnað var ekki alltaf hagkvæm. Eða eins og ég segi í ritgerð minni:
One last thing can be learned from these numbers. The new power intensive industry will speed up what looks to an inevitable increase in power prices. This means that a new power intensive industry is not always a good alternative, unless the National Power Company can demostrate some other benefits not counted for here.
Þarna segi ég að tekjur Landsvirkjunar af stóriðju stæðu ekki undir kostnaði fyrirtækisins vegna þeirrar raforku sem stóriðjan keypti. Í útreikningum á því var gert ráð fyrir að lán vegna framkvæmda væru greidd til baka á 15 árum (sem var það sem gert var á þeim tíma) og bæru 5% árlega vexti. Þetta þýðir að virkjun yrði að skila 9,6% hagnaði fyrir fjármagnsliði svo hún stæði undir sér. Síðustu orðin vísa hreinlega til þess að oft var arðurinn af sölu raforku svo lítill samkvæmt líkani mínu, að eina sem kæmi í hlut ríkisins væru skattar starfsmanna.
Fyrir rúmum 11 árum héldum við nokkrir kverúlantar því fram að Fljótsdalsvirkjun hin fyrri stæði ekki undir sér. Landsvirkjun hélt kostnaðarupplýsingum hina síðari þétt upp að sér svo sem fæstir sæu. Nú segir Hörður Arnarson, að sömu forsendur hafi brostið varðandi Kárahnjúkastíflu og Fljótsdalsvirkjun hina síðari og var varðandi þá fyrri. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Spurningin er bara: Hversu margar framkvæmdir sem farið hefur verið í undanfarna áratugi eru þessu marki brenndar? Hve oft eru sveimhugar búnir að selja auðlindir landsins á niðursettu verði til aðila sem er alveg sama um landið og þjóðina, ef þeir bara fá nægar tekjur af rekstrinum? Ég viðurkenni þörf fyrir uppbyggingu atvinnulífs, en sú uppbygging verður að skila einhverju til þjóðarinnar til langframa, en ekki vera skammtíma innspýting sem hverfur nánast um leið og skilur okkur eftir með himinháa reikninga fyrir allt of lítinn arð. Ég er ánægður með að núverandi forstjóri Landsvirkjunar er á sama máli.
Of lítil arðsemi af virkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Efnahagsmál | Breytt 6.12.2013 kl. 01:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Allt þetta Kárahnjúkamál verður í raun fáráðnlegt þegar maður hugsar til þess, að tilgangur virkjunarinnar var að efla atvinnulíf á Austfjörðum.
Störfin sem sköpuðust í Álverinu eru 400.
Fjárfesting Landsvirkjunar er 700.000.000.- á hvert starf.
Það er varla hægt að láta sér detta í hug vitlausari fjárfestingu.
Sigurjón Jónsson, 16.11.2011 kl. 10:51
Ekki eru reiknikúnstirnar á hreinu, Landsvirkju eitt ríkasta fyritæki landsins og þótt
lengra væri leitað.
En merkilegast við þetta alt er að DR kom með frétt í 9u fréttum í gær, nær því sömu frét, þó ekki um Landvirkjun heldur þar var kvartað undan olíu vinslu Merks í Norðursjó. En það merkilegasta er að Kratar eru við stórn bæði hér og þar.
Leifur Þorsteinsson, 16.11.2011 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.