Leita í fréttum mbl.is

Ástandið versnar þvert á staðhæfingar stjórnvalda og AGS

Á ráðstefnunni í Hörpu í gær, þá voru nokkrir sem töluðu máli stjórnvalda og héldu því fram að allt væri á réttri leið.  Julie Kozack, yfirmaður AGS gagnvart Íslandi var ein af þeim.  Hún sagði að með AGS prógramminu hafi tekist að varðveita norræna velferðarkerfið og það sem hún kallar "the social fabric" (samfélagsgerðin).  Kannski er þetta rétt út frá einhverjum tölfræðilegum samanburði þar sem fundnir eru réttar viðmiðunartölur, en mér sýnist aftur sem tölur Hagstofunnar a.m.k. varpi skugga á þessa staðhæfingu hennar.

Eftir að Julie flutti sitt erindi, þá spurði ég hana einfaldrar spurningar:

Getur þú skýrt fyrir almenningi á Íslandi sem hefur þurft að þola miklar skattahækkanir, hrun í kaupmætti, atvinnuleysi á áður ókunnum slóðum, mesta fólksflótta í yfir eina öld, gríðarlegan fjölda nauðungarsalna, gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja sem aldrei áður, að lokað sé fyrir nauðsynlega þjónustu á landsbyggðinni og áratuga sparnaður tapast?  Hvernig getur nokkur haldið því fram að það hafi tekist að verja norræna velferðarkerfið eða að samfélagsgerðin hafi ekki raskast?

Er óhætt að segja að hún hafi orðið vandræðaleg og viðurkenndi að vissulega hefði almenningur þurft að þola margt.

Ég nefni þetta, vegna þess að upplýsingarnar í Hagtíðindum falla svo gjörsamlega að tilfinningu okkar sem höfum staðið í hagsmuna baráttu fyrir almenning í landinu.  Brestirnir í velferðarkerfinu og samfélagsgerðinni eru bæði áberandi og mjög víða.  Það er ekki hluti af norrænu velferðarkerfi eða samfélagsgerð okkar að stórir hópar fólks séu að missa húsnæðið sitt og lenda á götunni.   Norrænt velferðarkerfi myndi ALDREI leyfa að gengið væri á fjölskyldur vegna afglapa bankamanna á árum áður.  Norrænt velferðarkerfi myndi sjá til þess að tjónið sem afglaparnir ollu væri leiðrétt, þannig að foreldrar gætu búið börnum sínum áhyggjulítið líf.  Norrænt velferðarkerfi myndi veita sanngjörn úrræði svo fólk gæti náð réttláttri niðurstöðu í samningum við lánadrottna sína.  Íslensk samfélagsgerð hefur gengið út á að tryggja afkomu fólksins í landinu.  Réttláta skiptingu auð, að jafna byrðinni á fólk og fyrirtæki.  Núna hefur dæmið snúist þannig að þrír bankar hagnast um 163 ma.kr. meðan yfir 50% heimila á í erfiðleikum með að ná endum saman og stór hluti atvinnulífsins er í gjörgæslu bankakerfisins.  Það er ekki bara að samfélagsgerðinni hefur verið kollvarpað, heldur hefur samfélagssáttmálin verið rofinn.

Upplýsingarnar í Hagtíðindum sýna að þó einhverjum hagfræðilegum botni hafi verið náð og þjóðhagslegar stærðir benda til þess að nú liggi leiðin upp á við, þá eru heimili í sárum og verði ekki gripið strax til róttækra aðgerða til að rétta hlut þeirra, þá mun stórum hluta þeirra blæða út.  Fyrir gríðarlegan hluta íslenskra heimila, þá er gjaldþrot betri kostur en að halda þessu ströggli áfram.  Mér finnst liggja beinast við, að bankarnir þrír verða að láta hagnað síðustu þriggja ára renna til endurreisnar velferðarsamfélagsins.  Það er þeirra siðferðilega skylda, það er hluti uppgjörsins við hrunið og leið til að koma á sáttum.  Einnig eiga þeir undabragðalaust að skila öllum afslætti á lánasöfnum til viðskiptavina sinna.

Leiðrétting

Steinþór Pálsson leiðrétti við mig í gær að hann hafi 15 ára starfsreynslu úr bankakerfinu og er því hér með komið á framfæri.  Mér varð það á í færslu um daginn að segja hann frían af tengslum við gömlu bankana, en svo er sem sagt ekki.  Það breytir samt ekki því, að við mig hafa sagt starfsmenn innan Landsbankans, að þeir telji hann ekki alltaf skilja bankastarfsemi.  Tekið fram að þetta er ekki mín skoðun, þar sem ég hef hvorki vit né skoðun á hans störfum.  Hef bara átt með honum einn alvöru fund og rætt við hann kannski þrisvar og hef ég ekki verið neitt sérlega hrifin af þeirri samskiptataktík sem hann notar.  Það er kannski þess vegna sem hann er bankastjóri, en ég er einyrki.


mbl.is Mörg heimili í vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þina baráttu, spurning þín er góð og upplýsandi.  Sem sagt þetta hefur ekki verið sá Halelúja fundur sem stjórnvöld óskuðu sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2011 kl. 11:22

2 identicon

Góður pistill að vanda,

Mig langar að benda fólki á að hlusta á bankastjóra Arion sem var í viðali hjá Kollu í býtinu núna í vikunni.

Um hvernig gæti staðið á því að bankarnir tali um fullnýtt svigrúm til leiðréttinga á sama tíma og þessi 160 miljarða hagnaður bankanna er allur fenginn með því að stinga þessu svigrúmi í eigin vasa.

Þessi umræða byrjar í 9mínútum og 45 sekúndum í viðtalinu.

Höskuldur víkur sér ítrekað undan að svara þessari spurningu og fer að tala um eitthvað allt annað.

http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=6994

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 11:59

3 identicon

Þakka þer Marino fyrir alla þina elju og dugnað og baráttu þina okkur hinum til hálpar ,sem seint verður metin ! það heyrðu allir i frettum að þessi AGS samkunda var stjórnvöldum ekki jafn hagstæð og mikið halelúja og þau höfðu vonað fyrir þau sjálf !! Engu siður sagði STEINGRIMUR i hádegisfrettum i dag að stjórnvöld hafi allt gert sem fekast var hægt fyrir heimilin  og flesta aðra ...Og ástandið se ekkert verra nú en  oft áður eftir kreppur !!....Manni fallast alveg hendur ..við að hafa þetta fólk i Rikisstjórn og stjórnvölin og við stjórn þessa brotna lands sem svona hugsar og talar og mikil hörmung að ekki se hægt að breyta þessu ástandi .....af þvi það er hægt með góðum vilja og" VITI"

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 14:02

4 identicon

Ég held að það gerist ekkert í þessum málum fyrr en fólkið í landinu taki málin í sínar hendur og hætti að greiða af þessum okurlánum hvort sem það eru láná bílnum eða húsinu. Ef allur þessi fjöldi myndi nú standa saman og neita að greiða af sínum lánum þá er ég ansi hræddur um að fjármálastofnanir myndu aðeins íhuga hlutina betur og jafnvel fara að gera eitthvað í málunum þar sem fjöldin er svo mikill og þetta myndi hafa svo miklar afleiðingar fyrir fjármálastofnanir.

Hvað þessa ömurlegu ríkisstjórn varðar þá er það mín skoðun að það þarf að stokka upp á okkar ágæta þingi svo um munar. Stærsti hluti þeirra þingmanna sem eru þar með sæti hafa verið þar síðan fyrir hrun og eiga þátt í þessu öllu saman á einn eða annan hátt. Það sem við þurfum er framkvæmdastjórn held ég, sem hefur það markmið næstu 4 árin að ná okkur út úr þessi rugli.

Takk kærlega Marinó að standa vaktina fyrir okkur hin.

Hilmar Halldórsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband