3.10.2011 | 15:52
Já-bræðraráðstefna ríkisstjórnarinnar
Ég fagna því að stjórnvöld ætla að halda um árangur Íslands í baráttunni við efnhagskreppuna. Á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins segir:
Á ráðstefnunni Ísland á batavegi: Lærdómar og verkefni framundan koma saman íslenskir og erlendir ráðamenn, fræðimenn og fulltrúar félagasamtaka. Meðal helstu ræðumanna verða nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman og hinir kunnu alþjóðahagfræðingar Willem Buiter og Simon Johnson.
Ráðstefnan skiptist í þrjá hluta. Þátttakendur munu leggja mat á þau úrræði sem notuð voru til að bregðast við kreppunni, svo sem beitingu gjaldeyrishafta og endurskipulagningu bankakerfisins. Þá verður fjallað um það markmið Íslands að standa vörð um velferðarkerfið á sama tíma og ráðist var í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Loks verður rætt hvernig þessi stefnumál voru útfærð í efnhagsáætlun stjórnvalda sem unnin var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lauk í ágúst síðastliðnum.
Mjög gott er að fá hingað menn á borð við Martin Wolf, Simon Johnson, Willem Buiter og Paul Krugman til að ræða málin, en hvað vita þeir í raun og veru um stöðuna á Íslandi. Ég efast ekki um að stjórnvöld munu senda þeim alls konar upplýsingar, en ég vil leyfa mér að efast um réttleika þeirra.
Svo þegar maður skoðar frá hvaða "félagasamtökum" ræðumenn eru, þá eru það Samtök atvinnulífsins (Confederation of Icelandic Employers), Alþýðusamband Íslands (Confedration of Trades Unions) og Viðskiptaráð (Chamber of commerce), þ.e. Vilhjálmur Egilsson, Gylfi Arnbjörnsson og Finnur Oddsson. Tveir sem tala fyrir hönd fjármálafyrirtækjanna og einn fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Hvar er einhver sem talar fyrir hönd almennings í landinu?
Aðrir innlendir ræðumenn og pallborðsaðilar eru: Arnór Sighvatsson, Friðrik Már Baldursson, Katrín Ólafsdóttir, Jón Daníelsson, Stefán Ólafsson, Gylfi Magnússon, Már Guðmundsson og Gylfi Zoega. Ég leyfi mér að fullyrða, að ekki nema í mesta lagi tveir af þessum eru gagnrýnir á störf ríkisstjórnarinnar og er annar þeirra Jón Daníelsson. Aðrir hafa að jafnaði fylgt sér í já-bræðra lið ríkisstjórnarinnar.
Hvers vegna er ekki einhverjum boðið sem hefur haft uppi opinberri gagnrýni á úrræði ríkisstjórnarinnar og fjármálafyrirtækjanna. Þá á ég við aðila eins og Hagsmunasamtaka heimilanna eða Lilju Mósesdóttur? Hræðist ríkisstjórnin að hinir erlendu gestir fái að heyra sannleikann um það að kröfuhafar voru teknir fram yfir almenning. Að það sem haldið er á lofti í erlendum fjölmiðlum af stjórnvöldum er tilbúningur. Að "norræna velferðarstjórnin" hafi viljað ganga lengra að almenningi í landinu en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem þó hélt uppi vörnum fyrir erlenda kröfuhafa og þar með fjárhættuspilara.
Ég skora á skipuleggjendur ráðstefnunnar að leiðrétta skekkjuna sem er í hópi fyrirlesara og þátttakenda í pallborði, þannig að sjónarmið þeirra sem á öndverðum meiði við ríkisstjórnina komist á framfæri í öllum hópum og í pallborði.
Ræða um lærdóma af kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1680025
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ein gerð þöggunar felst í að segja hálfan sannleikann.
Hrannar Baldursson, 3.10.2011 kl. 20:31
Þetta er í stíl við allt annað hér. Það er að segja; þegar t.d. ráðstefna er haldin um fiskveiðistjórnarkerfið, sem gerist á eins til tveggja ára fresti. Þá er passað upp á að bjóða ekki neinum að halda erindi sem gagnrýnt hefur kerfið. Aðeins fulltrúum Hafró, LÍÚ og öðrum úr sama klakinu sem einhvern hag hefur af óbreyttu kerfi, eða eru að verja sín "vísindastörf og kenningar" - þó engan sjaánlegan árangur sé að finna.
Atli Hermannsson., 4.10.2011 kl. 13:53
Það mundi sennilega enginn stæra sig af svokölluðum árangri byggðum á því einu að senda heimilum landsins stökkbreyttar skuldir til 40 ára ásamt 50% gengisfellingu.
En það gera fulltrúar fjármálafyrirtækjanna, meintir vinstri og jafnaðarmenn.
sr (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.