21.9.2011 | 19:59
Er það þess vegna sem skuldatryggingaálagið er í 310?
Steingrímur J. Sigfússon sagði í hádegisfréttum RÚV að hann hefði ekki svo miklar áhyggjur af áhrifum efnahagsóróleikans í Evrópu á Ísland. Landið væri "í miklu skjóli þeim efnum enda búið að koma sér að mestu út af hættusvæðinu" er haft eftir honum.
Ég hef svo sem aldrei haft mikla trú á skuldatryggingaálagi ríkisins, en sveiflurnar í því segja að líklegast er Ísland ekki komið af mesta hættusvæðinu. Fyrir nokkrum vikum stóð það í 210 stigum, en er núna komið í 310 stig. Einhvern veginn finnst mér það benda til að erlendir fjárfestar hafi ekki eins mikla trú á stöðu íslenska hagkerfisins og Steingrímur J hefur.
Orð Steingríms minna mig agnarögn á orð Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á vor mánuðum 2008. Við vitum öll hvers konar svikalogn það var, sem landið naut þá, og líklegast þarf vindátt ekki að breytast mikið til að skjólið snúist upp í andhverfu sína núna.
Satt best að segja vildi ég frekar heyra Steingrím J segjast hafa miklar áhyggjur af ástandinu og að íslensk stjórnvöld séu á tánum út af því, en að berja sér á brjósti yfir skjólinu sem a.m.k. heimilin og fyrirtækin í landinu kannast ekki við. Við erum að skauta á þunnum ís og ennþá er langt í traustari.
Ísland að mestu af hættusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 135
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1680813
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ef Ísland þarf ekki að hafa áhyggjur af óróleikanum á evrusvæðinu þá erum við eina landið í heiminum sem þarf þess ekki.
Ekki er það nú trúverðugt.
En við getum þakkað fyrir að ekki tókst að veita ríkisábyrgð á eignasafn gamla Landsbankans.
....nema það eigi líka að reyna að halda því fram að þær eignir séu líka í skjóli fyrir vanda evrusvæðisins.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 20:27
Nú stígur aðstoðarseðlabankastjóri fram, og segir að Íslendingar ættu að fagna því að vaxtamunaviðskipti, snúi aftur, segir aðstoðarseðlabankastjórinn, og bætir við "jákvæðar aukaverkanir" að halda gengi krónunnar stöðugu.
Þetta var nú stór þáttur í að setja fjármálakerfið á hliðin, og gera seðlabankan tæknilega gjaldþrota, þannig að gaman væri að vita í hvaða heimi þessir menn lifa.
Vaxtamunaviðskipti eru ein alvarlegasta meinsemdin í alþóða fjármálastarfsemi í dag, líkt og áður.
Festa gengi krónunnar strax á morgun og lækka vexti, áður en þessum herra mönnum tekst að rústa hér öllu í annað sinn.
Siggi T. (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 20:55
Hér er listi sem sýnir skuldatryggingarálag nokkurra landa í byrjun ágúst.
Die Werte sind per 05.08.2011. Der Rang in Klammern ist per 08.07.2011. Die Prozentzahl im Klammern hinter der Prämie ist der entsprechende Zuwachs in der Periode. Mit „L“ gekennzeichnete Länder weisen eine geringe Marktliquidität auf, welche eventuell zu falschen oder sprunghaften Ergebnissen führen kann. Alle Daten sind Thomson Datastream entnommen und werden nach Möglichkeit monatlich aktualisiert.
Rang Land Risk Premium PD Note Rating
1 (1) Greece 1644 (-22%) 98% U, R, I, E, S CCC
2 (2) Venezuela 956 (3%) 88% BB-
3 (4) Pakistan 883 (5%) 86% 5y B-
4 (3) Portugal 855 (-5%) 85% BBB-
5 (12) Cyprus 809 (118%) 83% A-
6 (5) Ireland 716 (-5%) 79% U, R, I, E, S, K BBB+
7 (6) Argentine 691 (7%) 77% R B
8 (7) Jamaica 581 (5%) 71% B-
9 (8) Ukraine 494 (3%) 65% I,U B+
10 (20) Spain 414 (40%) 58% AA
11 (18) Hungary 406 (30%) 57% I,U,K, E,S BBB-
12 (11) Lebanon 398 (7%) 56% B
13 (9) Dominican Republic 391 (3%) 56% B+
14 (10) Dubai 387 (3%) 55%
15 (15) Croatia 378 (19%) 54% BBB-
16 (29) Italy 373 (66%) 54% A+
17 (14) Vietnam 354 (4%) 52% BB-
18 (13) Serbia 349 (1%) 51% I BB
19 (17) Egypt 344 (9%) 51% 5y BB
20 (16) El Salvador 318 (0%) 48% BB-
21 (19) Iraq 299 (0%) 46%
22 (23) Romania 287 (14%) 45% U,K,I BB+
23 (25) Malta 287 (19%) 45% A
24 (24) Bulgaria 285 (13%) 44% U,K BBB
25 (26) Latvia 269 (15%) 42% I,U,R, K,E,S BB+
26 (27) Lithuania 262 (12%) 42% U,K BBB
27 (22) Bahrain 261 (1%) 41% BBB
28 (21) Iceland 256 (-8%) 41% I,U,R BBB-
29 (28) Turkey 254 (11%) 41% BB
30 (40) Belgium 240 (40%) 39% AA+
31 (32) Poland 230 (19%) 38% E A-
3
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 21:31
Hrafn, það eru ekki tveir mánuðir síðan álagið var um 210 stig.
Marinó G. Njálsson, 21.9.2011 kl. 21:36
Efnislega sagði Steingrímur J það sama og Gylfi magnússon í kastljósþætti fyrir nokkrum dögum. Til skamms tíma hafa erfiðleikar evrulanda ekki mikil áhrif en til lengri tíma er ástæða til að miklar áhyggjur af þróun mála. 25% eigna lífeyrissjóðanna eru erlendar en það eru langtímafjárfestingar. ESB er langmikilvægasta viðskiptasvæði okkar og ljóst að það sem þar gerist snertir okkur fyrr eða síðar.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 21:36
Ég hef ekkert um það sagt hvenær álagið var 210 stig. Listinn er fenginn af þýskri síðu sem birtir slík yfirlit reglulega.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 21:39
Einusinni var dyralæknir og hann er nú jarðfræðingur og kommi með meiru... þetta er um auramálastjórann á íslandi .
Annras , hvenær er hægt að taka mark á gylfa gósa og seðlabnkagaurana á íslandi einu sinni var dabbi (kongurinn ) og hann er nú már ( sleikjupinni jóa klóa) flúgfreyjan vonda....
ÞETTA ER VONLAUS
ALLIR já ALLIR sem vöru hjá SÍ og unnu hjá Dabba og gerðu allt vitlaust og eru en í starfi og en eru að gera allt vitlaust eru ekki treystandi að vinna , ég treysti LALLA jóNS
iskan (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 22:42
Það sem er að gerast er að svimandi hækkun skuldatryggingarálags á Miðjarðarhafslöndin er að toga upp allt sem er nálægt og það smitast óbeint yfir á hin löndin. Það má ímynda sér þetta eins og togað sé í heklaðan borðdúk, hann lyftist mest næst staðnum þar sem togað er upp, en lyftist minna eftir því sem fjær dregur upptakastaðnum í tengslanetinu. Ástæðan fyrir því að CDS Íslands hefur hækkað lítillega á meðan hún hefur margfaldast við Miðjarðarhafið, er einfaldlega vegna landfræðilegra og sálrænt ímyndaðra tengslaneta í hugum fjárfesta.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2011 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.