2.9.2011 | 22:19
Hættur að setja athugasemdir á Eyjuna
Eyjan tók upp nýtt athugasemdakerfi í gær. Nota þarf Facebook til að skrá athugasemdir í staðinn fyrir að fara með þær í gegn um þeirra eigin skráningarkerfi. Ég er einn af þeim sem nota Facebook ákaflega sparlega vegna þeirra gríðarlegu persónunjósna sem eigendur samskiptasíðunnar virðast stunda. Ég einfaldlega treysti ekki miðlinum, enda hafa eigendur hans sýnt að þeim er fátt heilagt, ef marka má fréttir utan úr heimi.
Vissulega nota ég Facebook til að vekja athygli á skrifum á blogginu mínu, en þó bara valdar færslur. Einnig skrifa ég athugasemdir á færslur hjá vinum mínum, en þær eru fáar svona yfir það heila litið. Í mínum huga er Facebook eitthvað sem maður notar sparlega og hleður alls ekki inn öllum manns skoðunum á hinum og þessum fréttum líðandi stundar. Af þessari ástæðu mun ég a.m.k. ekki þar til ég ákveð annað, rita athugasemdir á Eyjuna.
Ég þakka þeim sem ég hef skrifast þar á fyrir samskiptin og óska Eyjunni velfarnaðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1680031
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sama hér.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2011 kl. 22:28
Ditto.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 22:55
Sama hér, er reyndar ekki með Facebook.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 23:22
Sama hér.
Bæði hættur að skrifa þar athugasemdir, og svo einnig nánast hættur að lesa eyjunna.
Ég reyndi svo aðeins að lesa yfir ummæli annarra, en það er alveg vonlaust líka að reyna að halda einhverju samhengi á milli athugasemda, svo ég er bara hættur að lesa þennan miðil.
Ég held að þetta verði endalok eyjunnar, sem aldrei náði sér fyllilega á strik aftur eftir síðustu breytingar á ummælakerfinu þegar maður þurfti að skrá sig í gagnabanka Binga til að taka þátt í umræðunum þar.
En það kann líka að hafa verið tilgangurinn, að drepa niður þennan umræðuvettvang sem var nokkuð öflugur þar til hann var yfirtekinn af Binga og félögum.
Sigurður (#1) (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 17:50
Mér finnst reyndar athugasemdirnar frá Sigurði #1 einna bestar. Vefpressan var að fara í þriðju hlutafjáraukninguna í sumar þannig að kannski starfa þessir vefir ekki mikið lengur í óbreyttri mynd.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 21:56
Sammála.
Nú vantar vettvang fyrir opna umræðu.
Hrannar Baldursson, 4.9.2011 kl. 10:25
Eyjunni hefur því miður hrakað mikið undanfarna mánuði. Hún er orðin yfirborðskenndari, fréttirnar meira í copy/paste stíl og meira af slúðurfréttum sem maður átti ekki von á að sjá. Helst að hægt sé að lesa þar ummælin. Eftir að Seiken hætti að senda inn þar ummæli þá hefur helst Siguður #1 haldið uppi góðri umræðu og svo þú Marinó. Án ykkar þá getur maður alveg eins strokað út bókamerkið á Eyjuna. Bloggið þitt hérna er mun innihaldsríkara en heill fréttamiðill, enda kem ég hingað daglega.
HA (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.