Leita í fréttum mbl.is

Hver er lögmætur eigandi láns?

Samkvæmt mínum upplýsingum var aðgerðum hætt við Breiðagerði eftir að íbúar báru fyrir sig að gerðarbeiðandi væri líklega ekki lögmætur eigandi lánsins sem ágreiningurinn stóð um.  (Kemur sé ég fram í frétt RÚV um málið.)  Málinu verður nú vísað til fyrirtöku hjá úrskurðarnefndar Fjármálaeftirlitsins og mjög líklega eftir það til dómstóla.

Ætli þetta sé vísbending um að stjórnvöld séu hætt að taka orð fjármálafyrirtækjanna góð og gild.  Um daginn var vörslusvipting bifreiðar stöðvuð, þar sem réttarúrskurð vantaði.  Bæði innanríkisráðherra og talsmaður neytenda höfðu áður (og raunar síðar líka) tjáð sig um að slíkan úrskurð þyrfti.  Þrátt fyrir það fullyrðir fulltrúi fjármálafyrirtækisins að hans fyrirtæki sé hafi lögin sín megin og geti farið sínu fram.  Þau viðbrögð lögreglu að hindra þessa vörslusviptingu er dæmi um breytta tíma, því áður hafa vörslusviptingarmenn farið sínu fram eins og þeir væru yfir lög hafnir.  Reikna ég með, að reynt verið að svipta umrædda bifreið við fyrsta tækifæri, því þannig haga menn sér of oft.

Aftur að réttmætum eiganda kröfu.  Hver er eigandi kröfunnar?  Ég er með í höndunum fjölmörg staðfest afrit af skuldabréfum. Nokkur þeirra gefin út af hrunbönkunum og síðan færð yfir samkvæmt ákvörðun FME til nýju kennitölunnar.  Innihald þeirra er fjölbreytilegt, en öll eiga þau tvennt sammerkt.  Ekkert þeirra er handhafaskuldabréf og á ekkert þeirra hafa verið tilgreind eigendaskipti.  Þetta fyrra er mikilvægt vegna þess að sé bréfið handhafaskuldabréf, þá þurfa eigendaskipti ekki að koma fram á skuldabréfinu.  Hið síðara er mikilvægt vegna þess að eingöngu lögmætur eigandi bréfs getur haldið uppi kröfum vegna þess.  Nú er spurningin hvort nóg sé að tilgreina í stjórnvaldsákvörðun að nýr eigandi sé á skuldabréfinu eða hvort þarf að gera breytingu á bréfinu sjálfu og þinglýsa þeirri breytingu.

Ég reikna nú varla með því að FME eða úrskurðarnefnd stofnunarinnar komi með úrskurð sem gangi almenningi í hag gegn fjármálafyrirtæki.  Slíkri réttargæslu hefur stofnunin ekki sinnt svo ég viti til og hafa fjármálafyrirtækin þó ítrekað brotið lög, svo sem með útgáfu gengistryggðra lána.  Á ég því von á því að úrskurðarnefndin segi nýju kennitöluna lögmætan eiganda, þrátt fyrir að það komi ekki fram á skuldabréfinu.  Mér skilst nefnilega að það hefði verið svo tímafrekt og kosnaðarsamt að tilgreina nýjan eiganda á öllum skuldabréfum.  En mestu máli skiptir, að sýslumaðurinn í Reykjavík frestaði gerðarbeiðninni og vonandi mun sú frestun gilda, þar til endanleg niðurstaða verður komin í ágreininginn um hver sé lögmætur eigandi kröfunnar.  Ekki verið farið í skjóli nætur og fólkið borið út.  Það er því miður allt of algeng aðferð í þessu samfélagi.


mbl.is Aðgerðum lokið við Breiðagerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1679981

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband