29.8.2011 | 20:51
Vinna skal hættumat vegna eldgosa - Stórmerkileg og mikilvæg ákvörðun
Ég hef af og til bent á, að hættumat fyrir Ísland sem land og þjóð hefur verið ófullkomið. Áhugi minn á málinu er bæði faglegur, sem sérfræðingur í áhættustjórnun, og ekki síður þar sem ég tel mikilvægt að fyrir þjóðfélagið að skilja vel afleiðingar af ýmsum atvikum og atburðum sem riðið geta yfir.
Hættumat og áhættustjórnun hefur því miður allt of oft verið ófullkomið. Má benda á hrun fjármálakerfisins sem dæmi um áhættustjórnun sem gjörsamlega brást. Of margir aðilar treysta á guð og lukkuna, þegar kemur að hættum í umhverfinu og veikleikum í rekstrinum, oft með hörmulegum afleiðingum.
Samþykkt ríkisstjórnarinnar sl. föstudag er í senn stórmerkileg og mikilvæg ákvörðun. Ætlunin er að fara út í kortlagningu á því sem afvega getur farið við eldgos og hvaða viðbúnaður er nauðsynlegur af hálfu stjórnvalda,
m.a. uppsetning viðbragðskerfa og gerð viðbragðsáætlana, mótvægisaðgerðir sem tækju til landnýtingar, innviðavarna, trygginga og varnarvirkja, þekkingaruppbygging í gegnum kennslu, þjálfun, rannsóknir og miðlun upplýsinga og loks að farið yrði yfir lög og reglugerðir með tilliti til ólíkra hlutverka stofnanna í þessu samhengi
eins og segir í fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins.
Hvort sem það er tengt eða ekki, þá hef ég sent innanríkisráðherra tvö erindi í vor og sumar um áhættumat. Svo merkilega vill til að stuttu eftir að ég sendi fyrri póstinn, þá gaus í Grímsvötnum og eftir þann síðar hljóp Múlakvísl. Ekki stjórna ég náttúru landsins, en skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Lengur verður ekki beðið með að skoða afleiðingar af náttúruhamförum fyrir land og þjóð og innleiða aðgerðir sem dregið getur úr áhrifunum.
Í mínum huga er þetta ekki nóg. Hamfarir af mannavöldum árið 2008 reyndust þjóðinni mun skæðari en allar náttúruhamfarir síðustu 220 ára. Því þarf að ganga lengra en bara skoða áhrif og afleiðingar eldgosa. Við þurfum að skoða allar grunnstoðir samfélagsins og finna út hvað gæti farið úrskeiðis, skilgreina mótvægisaðgerðir, skjalfesta viðbragðsáætlanir og ekki síst endurreisnaráætlanir. Ekki gengur fyrir þjóðina að skilgreina öll úrræði eftir að skaðinn er orðinn.
Ríkisendurskoðun sendi frá sér tilmæli á vormánuðum um að allar A-hluta stofnanir ríkisins skuli framkvæma áhættumat. Þar á bæ hafa menn áttað sig á mikilvægi slíkrar vinnu. Menn setja fyrir sig kostnaðinn, en vinna mun skila sér margfalt til baka. Fyrst gerir hún það í betri skilningi starfsmanna og stjórnenda á rekstrinum. Menn átta sig á því hvað má betur gera, hvaða atriði eru tifandi tímasprengja og ekki síst hvar staðan er góð.
Ég hef unnið áhættumat fyrir nokkur fyrirtæki og stofnanir með tilheyrandi viðbragðsáætlunum, neyðarhandbókum og endurreisnaráætlunum. Þó samfélagið sé lítið, þá er ótrúleg fjölbreytni í þeim ógnum sem taka þarf tillit til og veikleikarnir sem eru til staðar eru ennþá fleiri. Oft er hægt að minnka líkur á áföllum eða a.m.k. draga verulega úr áhrifum þeirra með því einu að vera meðvitaður um hvað gæti gerst. Já, það þarf oft ekki meira til. Um leið og fólk verður meðvitað um hætturnar, þá breytir það hegðun sinni og það eitt dregur mjög oft úr líkum á atviki.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar sl. föstudag er stórmerkileg og mjög mikilvæg. Þó menn sjái fyrir sér að verkið taki 15 - 20 ár, þá er hvert skref í rétta átt mjög mikilvægt. Ef á sama tíma stofnunum ríkisins er gert kleift að framkvæma áhættumat fyrir starfsemi sína, eins og tilmæli Ríkisendurskoðunar hljóða upp á, þá verður vonandi búið að styrkja verulega mikilvægar grunnstoðir samfélagsins.
Bara svo það sé á hreinu, þá rek ég mína eigin ráðgjafaþjónustu Betri ákvörðun ráðgjafaþjónusta Marinós G. Njálssonar um stjórnun upplýsingaöryggis, áhættustjórnun, stjórn rekstrarsamfellu, gerð viðbragðsáætlana og endurreisnaráætlana. Þetta hefur verið minn megin starfsvettvangur undanfarin 14 ár og verður vonandi næstu 20 - 30.
Vinna hefst við hættumat fyrir eldgos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.