Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna vegna mismununar fjármálafyrirtækjanna við úrlausn mála samkvæmt 110% leiðinni. Eyjan fjallar um málið og eins og venjulega spretta þar fram einstaklingar, sem verja lögbrot, fjárglæfri, svik og pretti hrunbankanna. (Heimildir mínar fyrir fjárglæfrum, lögbrotum(meint), svik og pretti fæ ég úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem kom út í apríl 2010.)
Mér finnst merkilegt hvað fólki finnst það eðlilegur hlutur að hækkun lána sem komu til vegna fjárglæfra fjármálafyrirtækjanna, lögbrota, svika og pretta eigi að vera sjálfsögð eign þessara fyrirtækja. Bankarnir þrír, þ.e. Landsbanki Íslands hf., Glitnir hf. og Kaupþing banki hf., voru valdir að tjóni fyrir íslenskt samfélag upp á þúsundir milljarða, þar á meðal hækkun á lánum heimilanna upp á nokkur hundruð milljarða. Í hvert sinn sem kemur upp umræða um þá sjálfsögðu kröfu að þetta verði leiðrétt, þá spretta fram einstaklingar, sem flokka sig til jafnaðarmanna eða samfylkingarmanna, og finnst sjálfsagt að nýju kennitölur þessara banka haldi hinu illa fenga fé og tala um að eingöngu eigi að hjálpa þeim sem þess þurfi. Í mínum huga er þetta ekki spurning um að þeir fái hjálp sem þurfi þess með. Þetta er spurning um að það sem ranglega var tekið verði skilað.
Ég veit ekki hve oft ég hef fjallað um þetta mál. Örugglega vel á annað hundrað sinnum. Afstaða mín hefur alltaf verið mjög skýr:
Það sem bættist á eftirstöðvar lána vegna fjárglæfra, svika, lögbrota og pretta hrunbankanna og annarra fjármálafyrirtækja í aðdraganda og eftirmála hrunsins skal þurrkað út aftur.
Hagsmunasamtök heimilanna lögðu til strax í janúar 2009 að gengistryggðum lánum yrði breytt í verðtryggð lán frá lántökudegi og öll verðtryggð lán (þar með þau sem áður voru gengistryggð) fengju 4% þak á árlegar verðbætur. Með þessari aðferð tækju lántakar á sig sanngjarnar og eðlilegar hækkanir og í dúr við hærri vikmörk verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands. Með þessu væri hlutur allra leiðréttur á sama hátt, allir fengju jafnstóra hluta af tjóni sínu leiðréttan. Það sem mestu skiptir er, að aðferðin var skjótvirk og fækkaði verulega þeim sem þyrftu sérstaka og einstaklingsbundna meðhöndlun hjá fjármálafyrirtækjunum og umboðsmanni skuldara. Ef þessi leið hefði verið farin strax á vormánuðum 2009, þá þori ég að fullyrða að yfir 90% af heimilum landsins væru í góðum málum og laus við allar fjárhagsáhyggjur. Það sem meira er, neysla heimilanna væri meiri og þar með velta fyrirtækja með auknum skatttekjum ríkissjóðs vegna hærra atvinnustigs og meiri neyslu.
110% leiðin
Það var mín skoðun í nóvember og hefur hún ekki breyst, að 110% leiðin er ótrúlega heimskuleg aðferð til að leiðrétta hlut fólks. Á það benti ég í séráliti mínu í nóvember í fyrra en það varð einmitt til þess að ég þótti sjálfsagt skotmark óvandaðra einstaklinga.
Í fyrsta lagi er fasteignaverð rangur viðmiðunarpunktur. Það tekur sífelldum breytingum og getur munað milljónum á nokkrum mánuðum. Þannig byggist upphæð leiðréttingarinnar á því hvenær aðgerðin fer fram. Í öðru lagi þá tekur hún ekkert mið af tjóni fólks vegna fjárglæfra fjármálafyrirtækjanna og refsar beinlínis þeim sem voru hagsýnir, en verðlaunar þá sem fóru greitt. Í þriðja lagi, þá staðfestir hún að fjármálafyrirtæki eru ekki ábyrg fyrir fjárglæfrum sínum, svikum, lögbrotum og prettum. Það er allt í lagi að stela af almenningi, ef það er gert í nafni löglegra stofnaðra fjármálafyrirtækja. Í fjórða lagi er hún brot á lögum um fjármálafyrirtæki nema greiðslumat fari fram, þar sem lögin kveða á um að framkvæma skuli greiðslumat áður en lánveiting (hvort sem hún er ný, endurnýjun á láni eða endurskipulagning) á sér stað. Fjármálafyrirtæki er óheimilt að veita einstaklingi lán sem ekki stenst slíkt greiðslumat.
Hvaða fjármálafyrirtæki dettur í hug, að það sé í lagi að lána fyrir 110% af því veði sem lagt er til? Þessi aðferð er svo vitlaus, að ekki tekur neinu tali. Síðan er 110% leiðin ekki einu sinni 110% leið. Hún er í mörgum tilfellum 130% leið eða jafnvel 180% leið, allt eftir því hvaða aðrar eignir viðkomandi á án tillit til skulda. Þar kemur stærsti brandarinn í þessu. Eigi viðkomandi 2 m.kr. bíl skuldlaust, þá bætast 2,2 m.kr. við eftirstöðvarnar, en eigi viðkomandi 2 m.kr. Kjarval uppi á vegg, þá bætist ekkert við eftirstöðvarnar. Samt er það þannig að bíllinn getur verið fólki nauðsynlegur, en Kjarval er bara til skrauts.
Eignarupptaka í boði hins opinbera
Hún ætlar að verða lífseig jafnaðarmannaskoðunin að þeir sem hafa efni á því eigi að sitja uppi með tjónið sem fjármálafyrirtækin ollu þeim. Bara eigi að koma þeim til hjálpar sem áttu minnst fyrir og helst ekki neitt. 110% leiðin er hrein og klár eignaupptaka og ekkert annað. Þeir sem áttu eitthvað fyrir eiga að skulda 10% meira en þeir eiga og þeir sem áttu ekkert fyrir eiga áfram ekkert og skulda 10% til viðbótar. Óheiðarleiki, vanhæfi og spilling stjórnenda og eigenda hrunbankanna er bara eðlilegur þáttur í rekstri banka. Nokkuð sem viðskiptavinurinn á bara að reikna með og taka á kinnina. Helst á hann að snúa hinum vanganum að nýju kennitölunni svo hún geti líka slegið hann.
Já, stærsta málið varðandi 110% leiðina er, að hún er fullkomnun á eignarupptökunni sem hrunbankarnir hófu með fjárglæfrum sínum, lögbrotum, svikum og prettum. Ríkisstjórn vinstri flokkanna hefur farið leið vinstri sinnaðra þjóðarleiðtoga að gera eignir upptækar, en sá er munurinn á þeim og t.d. Hugo Chavez í Venesúela að hann tekur eignir af stórfyrirtækjum og færir almenningi, en hér á landi eru eignir almennings færðar stórfyrirtækjum.
Ef hrunbankarnir og nýju kennitölur þeirra hefðu sent hóp manna til að brjótast inn á heimili fólks til að ræna það eigum sínum, þá væri lögreglan fyrir löngu komin í málið. Það er nefnilega ólöglegt og brot á hegningalögum. En sé farið rafrænt inn á eignir fólks og þeim stolið sem afleiðing af lélegum rekstri, óheiðarleika í viðskiptum, afglöpum í starfi, spillingu, svikum, lögbrotum og prettum, þá er ekkert gert. Jú, vissulega er heilmikið gert. Þrjár ríkisstjórnir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjármálaeftirlit, Seðlabankinn og dómstólar hafa varið fjármálafyrirtækin í bak og fyrir með lagasetningu, ströngum kröfum, tilmælum, birta ekki lögfræðiálit fyrr en eftir dúk og disk og hafna kröfum um lán séu leiðrétt með vísan í alls að framan auk forsendubrests, neytendaréttar, samningsréttar og stjórnarskrárinnar svo fátt eitt sé nefnt. Þessir aðilar hafa, með fáeinum undantekningum, barist um hæl og hnakka svo fjármálafyrirtækin fái að halda hinu illa fengna fé sem tekið var með rafrænu innbroti á eigur fólks.
Gleymum því ekki að sá sem kaupir þýfi er sekur um lögbrot. Hafi nýja kennitalan keypt illa fengnar kröfur hrunbankanna, þá eru þær jafn illa fengnar eftir sem áður og jafn innstæðulausar. En þetta skilja ekki íslenskir jafnaðarmenn, vegna þess að ráðherrar þeirra eru svo uppteknir við að kyssa tærnar á "erlendum" kröfuhöfum.
Héraðsdómur Suðurlands
Kostulegast af þessu öllu er Héraðsdómur Suðurlands. Túlkar dómurinn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar á einn hátt, þegar verið er að vernda eignarétt fjármálafyrirtækja, en á allt annan þegar eignarétturinn er lántakans. Hann komst svo að því að 50% fall íslensku krónunnar væri ekki forsendubrestur og heldur ekki hrun hagkerfisins. Það væri nefnilega ekki eins alvarlegt og Suðurlandsskjálfti og eldgos í Vestmannaeyjum! Samt kostaði Suðurlandsskjálfti ekki tjón upp á nema nokkra tugi milljarða meðan hrun hagkerfisins kostaði húsnæðislántaka nokkur hundruð milljarða. Nei, þetta var ekki forsendubrestur heldur eitthvað sem alltaf má reikna með. Mig langar að benda dómurum við Héraðsdóm Suðurlands að Heimaey byggðist upp í líklegast 15 mismunandi gosum á löngu tímabili. Ef eitthvað er öruggt, þá er það að gjósa mun aftur í eyjunni. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær. Líklegast innan 10.000 ára. Suðurlandsskjálftar verða reglulega. Íbúar Selfoss vita að stór skjálfti (upp á 6+ á Richter) verður á svæðinu í skjálftahrinum sem ganga yfir á 60 - 100 ára fresti. Ein slík hrina hófst árið 2000 og henni er ekki lokið. Hvernig getur þá slíkur skjálfti verið forsendubrestur? Hann er fyrirséður að öðru leiti en því að tímasetning er óviss.
Voru fjárglæfrir, svik, lögbrot og prettir íslenskra bankamanna í undanfara hrunsins fyrirsjáanlegir atburðir? Var þetta eitthvað sem viðskiptavinir bankanna máttu búast við? Var 50% verðfall íslensku krónunnar á 9 mánuðum frá mars til desember 2008 atburður sem lántakar áttu að reikna með við lántöku árið 2001 eða voru það bara þeir sem tóku lán árið 2007 sem áttu að búast við slíku? Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu í dómi sl. haust, að framangreint gæti ekki talist forsendubrestur. Lántaki átti að reikna með í sinni lántöku að mótaðilinn væri óheiðarlegur, óhæfur og spilltur stjórnandi. Þetta er gott að vita. Spurningin er hvort Hæstiréttur verði Héraðsdómi Suðurlands sammála.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fín grein - maður veit varla hvort ríkisstjórnin átti sig á því að 110% leiðin með al-íslenskri verðtryggingu mun ekki þýða neitt annað en gjaldþrott tugþúsunda Íslendinga í framtíðinni. Mönnum er greinilega alveg sama um það.
Hvenær mun hæstiréttur taka fyrir málið sem héraðsdómur suðurlands dæmdi í?
Jón Magnús (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 14:09
Hörku góður pistill eins og svo oft áður.
Það er alveg galið að enn í dag, þegar það liggur fyrir að bankarnir hafi frá einkavæðingu ekki getað starfað einn einasta heilan vinnudag án þess að brjóta einhver lög um fjármálafyrirtæki skuli enn vera litið á þýfi þeirra sem stjórnarskrárvarða eign sem ekki megi eindurheimta án skaðabóta úr ríkissjóði???
Og það af flokkum sem kalla sig vinstri flokka?
Þetta ástand er algerlega galið og það hlítur bara að fara að sjóða upp úr, allavega í síðasta lagi á gjalddaga AGS lánanna.
Það er nefninlega ekki aðeins búið að hirða stórann hluta heimila í landinu upp í skjaldborgina um banksterana heldur eigum við einnig eftir að fá gíróseðilinn fyrir AGS lánunum og þá fyrst byrjar ballið.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 14:53
Það var níðingsverk af verstu gerð, af norrænu velferðarstjórninni, að gefa erlendum vogunarsjóðum, ótakmarkað skotleyfi á atvinnulaus íslensk heimili, og fjárvana fyrirtæki, vegna ólöglegra gengisbundinna lána, og vegna stökkbreyttra, ólöglega reiknaðra verðtryggðra lána.
Siggi T. (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 15:15
Algerlega sammála. Samfylking og VG eru engu betri en sjálfstæðisflokkur og framsókn.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.8.2011 kl. 15:26
"Hún er í mörgum tilfellum 130% leið eða jafnvel 180% leið, allt eftir því hvaða aðrar eignir viðkomandi á. Þar kemur stærsti brandarinn í þessu. Eigi viðkomandi 2 m.kr. bíl skuldlaust, þá bætast 2,2 m.kr. við eftirstöðvarnar, en eigi viðkomandi 2 m.kr. Kjarval uppi á vegg, þá bætist ekkert við eftirstöðvarnar."
Og eins og þetta sé ekki nóg þá er ekkert tillit tekið til annarra skulda s.s. námslána - sem mögulegar eignir (bíll) þyrftu kannski að ganga uppí líka.
Hins vegar þarf maður ekkert að vera hissa, þetta er akkúrat í anda skjaldborgarhugsunarháttarins!
Haraldur Rafn Ingvason, 27.8.2011 kl. 15:58
Flott grein hjá þér Marínó og nákvæmlega í anda þess sem maður heyrir svo sterkt í umræðunni.
Hinsvegar eru skilaboð frá ríkisstjórninni og fylgismanna oft með ólíkindum.
Við skulum ekki gleyma orðum Steingríms J. frá því í vor; "engin venjuleg heimili urðu fyrir eignabruna í kreppunni".
Hvað lyfjum er þetta fólk á ??
Það eina sem dugir er að það verði enn fleiri sem mæta í þingsetningu í haust en gerðu í fyrra og mótmæli. Höfum skilaboðin skýr, sýnum allt þetta vejulega fólk sem varð fyrir eignabruna og krefjumst leiðréttingar !!
Neytandi (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 16:57
...Hugo Chavez í Venesúela að hann tekur eignir af stórfyrirtækjum og færir almenningi, en hér á landi eru eignir almennings færðar stórfyrirtækjum.
Það fyrrnefnda er kommúnismi.
Hið síðarnefnda er fasismi.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2011 kl. 17:21
Sæll Marinó,
Ég held að það sé rangt að kalla þessi ósköp vinstri stjórn! Hægri stjórn gæti dugað ef ekki væri fyrir ótrúlega skattpíningu, sem, eftir nýjustu fréttum að dæma, þarf enn að aukast. Skemmtileg samlíking við Venezuela og alveg hárrétt - Ísland er algjör andstæða. Þjóðnýtingin á Íslandi er þjóðnýting á fólkinu í landinu, ekki stórfyrirtækjum eins og annarsstaðar hefur raunin orðið. Sérkennilegt svo ekki sé meira sagt!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 27.8.2011 kl. 17:26
Klassísk jafnaðarmennska. Finna lægsta mögulega samnefnara í eymdinni og færa alla þangað. Þá hljóta allir að vera sáttir enda allir jafnir.
Annars finnst mér líklegast að meðferð stjórnvalda á skuldavanda heimilanna sé tengd ESB umsókninni. Það þyrfti ekki að koma neinum á óvart að ESB hefði neitað að taka við umsókninni nema að kröfuhafar fengju að hámarka innheimtur. Á ekki t.d. Deutsche Bank mikið af kröfum hér á landi? A.m.k. sá SJS ástæðu til þess að kalla þá að "samningaborðinu" í febrúar 2009 þegar stefnubreyting verður í sambandi við endurreisn bankakerfisins. Það þyrfti að toga það endanlega upp úr Mats Josefsson hvað eiginlega gerðist á þessum tíma. Hann yfirgaf landið ósáttur. Þið finnið varla þann jafnaðarmann í dag sem ekki er tilbúinn til þess að kasta sér á spjótin í vörn sinni fyrir kröfuhafa.
Ef að allt hefði verið með felldu þá hefðu stjórnvöld verið fullkomlega sátt við að gengistryggðu lánin hefðu verið gerð upp á samningsvöxtum. Það hefði leyst verulegan hluta af skuldavanda heimilanna. Það blasir hins vegar við að það er maðkur í mysunni samanber örvæntingarfull viðbrögð Gylfa Magnússonar eftir fyrsta dóm Hæstaréttar þegar hann áttaði sig á því að lántakar gætu verið að landa ásættanlegri niðurstöðu. Ákveðið var í framhaldinu að senda Hæstarétti skýr skilaboð um hvað væri æskileg niðurstaða í málinu og Hæstiréttur beit á agnið. Þá er lagasetning Árna Páls frá desember 2010 augljós tilraun til þess að rétta hlut kröfuhafa á kostnað lántakenda.
Á sama tíma og Jóhanna var að lofa skjaldborg um heimilin voru hún og Steingrímur að semja á bak við tjöldin (sjá skýrslu SJS um endurreisn bankakerfisins) við kröfuhafa um hvernig mætti rétta þeirra hlut. Skjaldborgin varð þannig að ríkisvæddri árás á heimili landsmanna. Ég styð hvern þann mann sem reisir þessum mannskap níðstöng.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 18:01
Ég er ekki frá því að Guðmundur Ásgeirsson hafi rétt fyrir sér þegar hann bendir á að hin íslenska ríkisstjórn sé fasísk frekar en kommúnísk.
Fyrir utan það: snilldargrein hjá þér Marinó. Það væri gott ef þú birtir hana víðar.
Hrannar Baldursson, 27.8.2011 kl. 18:54
Góður pistill Marinó - að venju.
Eyjan er löngu orðinn hluti Samspillingar og þar með 4fokksins. Hvernig þetta 4fokk birtist okkur er flestum ljóst, sérhagsmunapot fjármálafyrirtækja út í gegn.
Ágætt dæmi um hvernig 4fokkið smyr smjörklípum á særða samvisku kjósenda birtist vel núna. VG ætla nefnilega að láta rannsaka hvernig í ósköpunum það gerðist að íslensk stjórnvöld standa með loftárásum á Líbíu. Síðast þegar ég gáði voru VG í ríkisstjórn þessa lands og þeir bera því alla ábyrgð á þessum stuðningi. Á auðvitað að líta út eins og þetta hafi bara gerst að sjálfu sér. Eins og hrunið, bara óheppni sko. Alveg óvart neyðarlög og svoleiðis.
En kannski er þetta nóg til að kjósendur meintra vinstri og meintra jafnaðarmanna sleiki smjörið og gleymi meiddinu. Skítt með sprengjurnar.
Er það annars ekki alltaf fasismi þegar stjórnvöld taka afstöðu með fjármálafyrirtækjum á kostnað almennings? Man ekki eftir neinu tilfelli þar sem það gildir ekki, kannski einhver geti leiðrétt mig.
sr (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 21:03
Góð grein hjá þér!
Sumarliði Einar Daðason, 27.8.2011 kl. 23:04
Enn skilar Marinó af sér afbragðs góðri grein um bankahrunið og afleiðingar þess. Ég get heils hugar tekið undir það sem þarna er sagt. Og þó margt sé sagt, er margt einnig ósagt, því engu er líkara en allt stjórnkerfi landsins og dómskerfið því til viðbótar, hafi gengið frá viti sínu og dómgreind, á vit einhverra undarlegra afla. Slík er fásinnan sem hér hefur viðgengist frá byrjun október 2008, að vart er hægt að tala um heilbrigða skynsemi í sömu andrá og aðgerðir lánastofnana, stjórnvalda og dómskerfis. Lítum á faein dæmi:
Svo virðist sem að enn séu svonefnd "gengislán" ekki skráð með eðlilegum hætti í lánakerfum bankanna. Alls er því óvíst enn, að um raunveruleg lán sé að ræða. Allt eins getur þetta verið tölvukeyrð svikamylla, sem einungis virðist í forsjá útvalinna einstaklinga í höfuðstöðvum hvers banka. Þetta á Fjármálaeftirlitið að vita og með ólíkindum að ENN, meira en tveimur árum eftir hrun, skuli ekki vera búið að skrá þessi lán í lánakerfi bankanna. Hvers vegna þegir Fjármálaeftirlitið yfir þessari sniðgöngu bankanna við eðlilega starfhætti?
Í öðru lagi er meginþorri gengislánanna þinglýst skudlabréf milli lántaka og einhvers af gömlu bönkunum, sem eiganda skuldarinnar. Svo virðist sem engin eignayfirfærsla hafi farið fram, þar sem skuldabréfin, hvert fyrir sig, eru eignfærð frá gömlu bönkunum, yfir til nýju bankanna, með þinglýstri eigendabreytingu. Nýju bankarnir hafa innheimt þessar skuldir í sínu nafni, sem sína eign, en virðast í raun algjörlega umboðslausir, þar sem þeir eru ekki eigendur skudlabréfanna.
Lögmenn hafa tekið að sér þessa ólögmætu innheimtu, á fjárkröfum sem bankarnir eru ekki löglegir eigendur að. Hver er ábyrgð þeirra að beita valdi sínu til innheimtu kröfu sem umbjóðandi þeirra er ekki löglegur eigandi að?
Sýslumenn hafa skráð nýju bankana eignedur fjárnámskrafna, sem byggðar eru á svona gengislánum, sem gömlu bankarnir eru löglegir eigendur að. Það ætti að vera hægur vandi fyrir sýslumannsembættin að vera með þessi atriði á hreinu, því skuldabréfin að baki fjárnámskröfunum eru þinglýst í bækur embættanna. Einkanlega ætti þetta að vera augljóst og aðgengilegt fyrir sýslumanninn í Reykjavík, því þar er líklega flestum skuldabréfunum þinglýst.
Sama er að segja um dómskerfið. Dómskerfið skráir nýju bankana sem eigendur að kröfum vegna gengistryggðra lána, þó augljóst sé, þar sem á skudlabréfunum sjálfum eru gömlu bankarnir skráðir eigendur skuldabréfanna, og engar þinglýstar eigendabreytingar fylgdu með við þingfestingu mála.
Hve langt nær óvitaskapurinn í þessum málum? Er hvergi í allri stjórnsýslu okkar eða dómskerfi, maður með heilbrigða dómgreind og næga þekkingu á stjórnskipan okkar, stjórnarskrá, lögum og réttarfari, sem treystir sér til að stöðva þessa yfirgengilegu vitleysu sem hér hefur viðgengis, allt frá hruni í október 2008???
Hvernig væri að taka þessa þætti alla saman og senda neyðarkall til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Evrópudómstólsins, um réttarvernd fyrir alþýðu þessa lands og smærri fyrirtæki. Einhvers staðar hlýtur að vera hægt að fá hjálp gegn þvílíkri forheimskan sem virðist hafa heltekið allt stjórnkerfi landsins og dómstólana með.
EÐA!! Verðum við að leysa okkur undan þessu forheimskaða spillingarveldi með vel samstilltri biltingu, þar sem ALLT stjórnkerfið yrði skipað fólki sem þekkir réttindi fjöldans og skyldur þeirra sem í "kerfinu" starfa??
Bíðum við!! Er ekki stutt síðan talað var um að íslenska þjóðin væri svo vel menntuð? Það virðast ekki amrgir af þeim stofni hafa sest að í "kerfinu" :-(
Guðbjörn Jónsson, 28.8.2011 kl. 00:01
Góð grein eins og venjulega Marinó.
110% leiðin er skrifuð af fjármálafyrirtækjunum. Það er ótrúlegt að sjá hversu margir eru síðan tilbúnir að verja þetta rugl, allt út af því að það kýs einhvern stjórnmálaflokk. Það er eins og fólk sé í einhverjum sértrúarsöfnuði.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 00:16
Takk fyrir góða grein Marinó. Fólk ætti að mæta á Austurvöll og smíða gálga, sem táknrænt minnismerki sem stjórnmálamenn gætu skoða við þingsetningu.
Magnús Sigurðsson, 28.8.2011 kl. 05:29
God grein hja ther Marino. Tek undir oll komment sem her hafa birts en langar jafnframt ad benda a ad ALLT islenksa embaettismannakerfid er handonytt. Medan engin endurnyjun a ser stad thar, verdur allt vid thad sama. Thad a ad taka Polland til fyrirmyndar, en thar var flest af thessu handonyta folki komid fra og allir sem komu ad stjorn landsins 10 arum fyrir hrun voru teknir af eftirlaunaskra Polsku thjodinni til mikils sparnadar. Svo er thad alveg storfurdulegt ad thad skuli finnast menn sem tilbunir eru ad verja thetta fjarmalahyski med rokum um thad ad thessi thjofnadur se rettlaetanlegur..??? Latum tha borga osoman en ekki almenning ur thvi thetta er svo rett og gott. Svo ma benda a, ad flestir politikusar a althingi i dag, hafa setid allt of lengi thjodinni til storskada og aettu ad sja soma sinn i thvi ad koma ser burt adur en thjodinn hendir theim ut. Thetta folk er svo sidblint ad thad skilur ekki og hlustar ekki a folkid i landinu og truir thvi ad thad hafi umbod til ad gera hvad sem theim synist. Thad er bara ekki svo. Halltu afram Marino ad hamra a thessu lidi. Med godum kvedjum.
Sigurdur
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 05:30
Þetta er allt mjög vandað hjá þér Marinó.
Ef kafað er dýpra - er skortur á þekkingu trúlega stórt vandamál -reynslulaust skólafólk er sett í fín jakkaföt - en það virðist duga skammt....
Hjá ríkissjóði liggur kjarni vandamálsins - útþynning krónunnar er alltaf vegna seðlapenturnar - eða dulbúinnar seðlaprentunar - sem svo kemur síðarf ram sem rýrnun krónunnar.
Síðustu ár er dulbúna seðlaprentunin í formi "óuppsegjanlegra leigusamninga" hjá ríki og sveitarfélögum - en hjá ríkissjóði er þetta ekki fært í bókhaldið sem skuld - þó það sé skylt skv 40. og 41 gr stjórnarskrár....
Nú á t.d. næst að reisa heilt háskólasjúkrahús á þannig "óbókaðri kaupleigu"... fyrir hvað 70 milljarða??
Ætli það vanti ekki 1-200 milljarða í vantaldar skuldir ríkissjóðs í dag - í formi slíkra ólöglegra "leigusamninga"... Ríkisendurskoðun heldur kjafti - sinnir ekki eftirlitshlutverki sínu....
Fjármáleftirlitið segir ekkert - þó loftbólum í kvótaveðum sé haldið enn inni í bankakerfinu - í stað þess að afskrifa það loft í gömlu bönkunum... Ég fjallaði nýlega um þetta... ég held að þú Marinó verðir líka að taka til hendinni með þetta tvennt - dulbúnu seðlaprentunina og fölsku kvótaveðin.... þetta tvennt mun kalla fram annan skell síðar - sem svo bitnar á almenningi.... best er að taka ærlega til strax og hreinsa allt rusl út.
Engin alvöru endurreisn á fjármálakerfi og bankakerfi getur farið fram með gamlar fúnar stoðir undir.
Það er bara ávísun á annan skell.
Kristinn Pétursson, 28.8.2011 kl. 12:11
Alla vega 110% zammála, vel unnið hjá þér félagi.
Steingrímur Helgason, 28.8.2011 kl. 22:54
Magnús Sigurðsson: Fólk ætti að mæta á Austurvöll og smíða gálga, sem táknrænt minnismerki
"SØKKØMB er ný og hagkvæm lausn, sérhönnuð fyrir sjálfskipað áhugafólk um réttlæti á tímum arðráns og eignaupptöku."
Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2011 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.