25.8.2011 | 00:59
Furðuleg styrkleikaröðun hjá UEFA
Hún er ansi hreint furðuleg styrkleikaröðunin hjá UEFA. Ég átti mig alveg á því hvernig hún er fengin út, en með ólíkindum er að þýsku meistararnir eru í fjórða styrkleikaflokki, liðið sem lenti í 2. sæti er í þriðja styrkleikaflokki, en liðið sem varð þriðja í vor og fór í gegn um forkeppni er í fyrsta styrkleikaflokki. Frönsku meistararnir raðast í 3. flokk, liðið sem lenti í 2. sæti rétt mer það að vera í 2. flokki og Lyon sem lenti í 3. sæti og fór í gegn um forkeppni er einnig í 2. flokki. Þá eru ítölsku meistararnir í 2. flokki meðan liðið sem varð í 2. sæti er í efsta flokki. Rússnesku meistararnir raðast einum flokk fyrir neðan liðið sem varð í 2. sæti.
Ætli einhver velkist í vafa um að Borussia Dortmund er mun öflugra lið en Basel, Olympiacos og BATE og alveg örugglega ekkert síðra en Arsenal, Porto, Lyon, Valencia, Benfica, Villareal, CSKA Moskva, Marseille, Ajax og Bayer 04 Leverkusen. Samt raðast þýsku meistararnir allt að þremur flokkum neðar en sum af þessum liðum.
Þessi styrkleikaröðun er aftur ávísun á mjög áhugaverða möguleika þegar dregið verður í riðla. Helst er að Bayern Munchen njóti þess að sterk þýsk lið eru röðuð neðarlega, þar sem með því kemst liðið hjá því að leika við langsterkasta liðið í 4. flokki. Sterkasti mögulegi riðillinn sem mér sýnist geta komið út úr drættinum á morugn væri:
Barcelona eða Real Madrid/AC Milan/Manchester City/Borussia Dortmund
Önnur skemmtileg samsetning væri Man. Utd., AC Milan, Lille og Dortmund. Tveir veikir riðlar væru:
Porto/Villareal/Basel/APOEL
Arsenal/CSKA Moskva/Olympiacos/Genk
Eins og styrkleikaröðunin er, þá eru nokkur lið úr neðri flokkunum ekkert síðri en lökustu liðin úr efri flokkunum og þá nefni ég úr neðri flokkunum Dortmund, Man City, Napoli, Dinamo Zagreb, Lille, Zenit og Leverkusen, meðan Porto, Arsenal, Benfica, Lyon, Villareal og CSKA hafa oft verið sterkari en um þessar mundir og eiga því líklegast ekki inni fyrir hárri röðun sinni.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.