Leita í fréttum mbl.is

Spáð 6,8% verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi 2012

Á fundi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um verðtryggingarskýrsluna Eyglóar-nefndarinnar sem kom út í vor, þá hélt ég erindi um sérálit meirihluta, þ.e. fulltrúa Framsóknar, Hreyfingarinnar og VG.  Í þessu erindi og svörum við spurningum, þá hélt ég því fram að verðbólguhorfur væru heldur dimmar.  Gekk ég raunar svo langt að segja að héldist sami hraði á verðbólgunni, þá gætum við staðið frammi fyrir yfir 10% verðbólgu í byrjun næsta árs.  Á fundinum var starfsmaður Seðlabankans. Brást hann ókvæða við þessari spá minni.  Sagði mig fara með fleipur og ekkert vera hæft í þessu.  Auk þess væri hættulegt að koma með svona órökstudda spá.  Ég benti honum þá á, að skammtímaverðbólga (3 mánaða) var (á þeim tíma) vel yfir 12% og jafnvel á lengra tímabili var verðbólgan vel yfir 8%.  Allt vísaði til þess að ársverðbólgan gæti orði há í janúar 2012.

Viti menn, nú er Seðlabankinn farinn að vara við hárri verðbólgu á 1. ársfjórðungi 2012.  6,8% er talsvert há verðbólga, þegar litið er til síðustu 20 ára eða svo.  Ætli hún lendi ekki í topp 15-20% á þessum árum.

Þó svo að spá Seðlabankans sé ekki eins dökk og mín, þá skulum við hafa í huga, að Seðlabankinn hefur sjaldnast spáð lægri langtímaverðbólgu en raunin varð.  6,8% geta því auðveldlega orðið 9% eða þess vegna eitthvað hærra.


mbl.is Seðlabankinn spáir 6,8% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem ræður verðbólgu á Íslandi er í raun gengislækkun krónunnar og þar mun gríðarleg skuldasöfnun ríkissjóðs miklu. Hér ættu að verða hallalaus fjárlög og að men gefist upp á því óþægilega ferli er eins og að hafa dauðan mann inni í brúnni.

Markaðsverð krónunnar er miklu lægra en gengi Seðlabankans (þeas aflandsgengi) aflandsgengi krónunar gagnvart € er yfir 263 Íkr meðan skráð Seðlabankagengi er um 100 Íkr lægra.

Það sem er áhyggjuefnið er þetta (vísa í frétt MBL í dag):

"Afgangur á viðskiptajöfnuði án innlánsstofnana í slitameðferð verður einnig minni eða tæplega 1% af landsframleiðslu en í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir 2,4% afgangi á þessu ári.

Útlit er fyrir að á þennan mælikvarða verði afgangur á viðskiptajöfnuði tæpt 1% á árinu 2012 en að lítils háttar viðskiptahalli myndist á ný á árinu 2013."

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/08/17/spa_8_5_prosent_vidskiptahalla/

Íslendingar feta stíg einangrunar og fátæktar. IMF er að fara. Það koma engir aðrir okkur til hjálpar.

Velferð á Íslandi verður borguð af íslenskum skattgreiðendum og engum öðrum.

Sammála því að spá SÍ er allt of bjartsýn. Ástandið getur fljótt orðið miklu verra. Ráðlaus veik og sundurlynd stjórn þrýfst vegna ráðlausrar stjórnarandstöðu. Okkur var ráðlagt að skera niður straks hið opinbera við hrun og án efa verstu mistökin að gera það ekki og þessi útkoma núna er ávísun á annað hrun og ekkert annað.

Gunnr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1679976

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband