17.8.2011 | 10:51
Er hækkun leiguverðs fjármálafyrirtækjunum að kenna?
Ég velti því fyrir mér hvort hækkun leiguverðs sé því að kenna, að þegar fólk sem misst hefur húsnæðið sitt til fjármálafyrirtækja leigir það til baka, þá er reiknuð leiga mjög oft gríðarlega há. Hef ég séð dæmi um að viðkomandi hefur þurft að greiða mun hærri leigu fyrir húsnæði, en nam afborgun lána. Fjármálafyrirtækin reikna leiguverðið nefnilega út frá allt öðrum forsendum en einstaklingar eða leigufélög. Þau þurfa að fá ávöxtun á heildarverðmæti eignarinnar meðan aðrir sætta sig við að eiga fyrir kostnaði vegna eignarinnar eða eru jafnvel bara að takmarka tjón sitt.
Einbýlishús til leigu á tæpar 6 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 1679974
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marinó
Er þetta ekki bara framboð og eftirspurn? Raunar er leiguverð á Íslandi er í raun ekki hátt ef miðað er við nágrannlöndin. Fermetraverðið er hæst á svæðum sem eru miðsvæðis og lækkar síðan ört. Litlar íbúðir hlutfallslega ódýrari en stór hús.
Í raun virðist ekki hafa verið lagt upp til leigumarkaðar, ef fjárfest er í húsnæði væntir fólk/fyrirtæki ávöxtun og vandamálið núna er að nánast engin og því þróast ekki neinn leigumarkaður, eftirspurnin meiri en framboðið og verður það um langa hríð.
Eiga lánastofnanir að niðurgreiða leigu? Hver getur reist leiguhúsnæði, gjalþrota ríkissjóður? eða sveitarfélög á vanskilaskrá? Útgjöld fela augljóslega í sér tekjuöflun og það mun í raun þýða auknar álögur og aukna skatta enda er þjóðarframleiðslan ekkert að aukast.
Húsnæðisbólan íslenska er ennþá ósprungina og hækkun á húsnæði 3 til 4 földun á húsnæði á 10 árum er ekki nema að litlu leiti gengin til baka. Það að þjóðnýta húsnæðiskuldir landsmanna er í raun ekki valkostur, ríki og sveitarfélögin geta það ekki þótt þau vildu og augljóslega lendir það á skattborgurum. Lífeyrissjóðir eiga eftir að lækka greiðslur og það verður nánast ómögulegt að fá fólk til að greiða í þessa sjóði upp á þessi bítti, þetta verður ekki nema aukaskattur á þá sem koma til með að greiða í lífeyrissjóð sem þeir ráða engu um.
Sannleikurinn er að fólk snertir varla höfuðstólinn ef það greiðir þetta niður á 40 árum og er í raun kaupleiga eða nánast bara leiga. Þótt upphæðin hækki í útvötnuðum íslenskum krónum.
Það að eignaverð bólgnaði svona upp vilti fólki, því miður sýn, og upphæðir í íslenskum krónum teknar td. 2003 eða 2005 eru ekki þær sömu.
Hvað fékk fólk mörg eppli eða marga banana eða marga Toyota Landkruser jeppa fyrir þessa upphæð 2003 eða 2005? og hvað kostar þetta núna?
Hvert er tap fólks sem keypti á 100% láni 2005 á 40 ára láni. Það átti ekkert og á ekkert í þessu núna og borgaði bara nokkurs konar leigu.
Gunnr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 11:44
Ég þekki ekki leigumarkaðinn á Íslandi en efast ég í raun um að markaðurinn borgi 6 miljónir á ári í leigu á ári. En ef við reiknum með að að 70 miljón króna skuld á 5% vöxtum eru 3.5 miljónir á ári einungis í fjármagnsskostnað, síðan bætist við fasteignaskattur og viðhaldskostnaður og fjármagnstekjuskattur og afskriftir.
Þetta virðist ekkert sérstaklega gróðvænlegt fyrir leigusalan sérstaklega ef hann er skuldugur.
Gunnr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 11:51
Nei, Gunnr, þegar fólk er að leigja af fjármálafyrirtækjunum eigin íbúðir (eða þær sem það átti áður), þá snýst þetta ekki um framboð og eftirspurn. Með þessu setja þeir ákveðna grunnlínu sem síðan aðrir fylgja.
Vissulega ræður framboð og eftirspurn upphæð leigu, en vegna skuldsetningar húsnæðis, þá fer viðmiðunarupphæðin hækkandi. Leigusalar þurfa að ná fyrir kostnaði og þar koma fjármálafyrirtækin aftur við sögu. Til að fá fjárhagslega endurskipulagningu, þá þarf að ná inn öllum þeim tekjum sem hægt er að ná í. Þar með að hækka leigu.
Marinó G. Njálsson, 17.8.2011 kl. 11:55
Verður fólk þá ekki að sækja til Reykjanesbæjar eða á völlunum við Hafnarfjörð eða einhver lágtekjugettóin í Breiðholtinu?
Það að strekkjast við að búa á stað sem fólk hefur ekki efni á er náttúrulega út í hött. Því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir þeirri staðreynd því betra, þótt óþægilegt sé.
Jólasveinninn kemur ekki, hann er ekki til.
Klárlega er þetta erfitt fyrir fólk með börn í skólum og annað.
Gunnr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 12:40
Það hljóta að vera mjög sérstakar aðstæður þar sem leig er lægri en sem nemur afborgun lána.
Ef þú ert með húsnæislán á eigninni eru flestir á fyrri hluta lánstímans og því afborganirnar að stærstum hluta vextir og verðbætur. Þar til viðbótar þarf leigan að dekka fasteignagjöld, viðhald, afskriftir, fjármangstekjuskatt, tryggingar, hússjóð jafnvel áhættuþóknun því ég held að ekki sé hægt að tryggja sig hjá tryggingfélögunum fyrir slæmri umgengni leigjanda.
Dekki leigan ekki þessa liði er verið að borga með eigninni og níðast á leigusalanum.
Leigusalar hér eru margir bara venjulegt fólk sem situr uppi með tvær eignir því þeir náu ekki að selja fyrir hrun við íbúðaskipti. Þeir geta fæstir borgað stóran hluta húsnæðiskosnaðar leigjanda sinna til viðbótar við sinn eigin.
Það setti margt ef ekki flest af þessu fólki á hausinn ef stjórnvöld færu að niðurbjóða leigumarkaðinn núna þegar hann er enn ekki búinn að ná lágmarksverðum eftir hrun.
Landfari, 17.8.2011 kl. 13:08
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna ibúðaverð sem og leiguverð ætti að vera eitthvað lægra á Völlunum í Hafnarfirði, en annarsstaðar í nýjum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Hvað er það sem ákveður að setja þetta hverfi sem er velbyggt, vel skipulagt, með góðu aðgengi að skólum og íþróttamannvirkjum, mögnuðum gönguleiðum, góðum strætósamgöngum og öðru, skuli vera eitthvað undirmálshverfi í verðlagningu ?
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 15:41
Jón, ætli það sé ekki bara að sumir hafa ekki lengri naflastreng og hinn endinn er fastur í 101 Reykjavík.
Landfari, ef afborganir eru mjög háar vegna þess hve stuttur lánstíminn er eða vegna þess hve höfuðstóll hefur hækkað vegna fjárglæfra hrunverja, þá geta þær einfaldlega verið og háar til þess að hægt sé að krefjast leiguverðs í dúr við þær. Þá er betra að taka á sig einhverjar byrðar, en losna við mestan þungann.
Marinó G. Njálsson, 17.8.2011 kl. 17:12
Trúlega er það rétt hjá þér Marinó. Þetta líkist því svolítið að það er lengra út á land, en það er utan af landi og til Reykjavíkur eins og löngum hefur verið þekkt. Hitt er svo annað mál að við þetta með Vellina í Hafnarfirði má bæta að þar er með stærri atvinnusvæðum landsins í nokkurra metra fjarlægð með hinu svokallaða iðnaðarsvæði í Hafnarfirði. Það vill nefnilega svo til að ekki vinna allir í 101 Reykjavík.
Athyglisvert er að skoða þetta einnig í samhengi við hugsanlega byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut þar sem ein af forsendunum eru svokölluð "Holtagöng" undir skólavörðuholtið þar sem annar gangnamunnurinn er við hlið sjúkrahússins en hinn nánast við hlið Hörpu. Það verður semsagt hægt að flytja tónlistargesti úr Hörpu með hraði á sjúkrahús, en aðrir landsmenn komast ekki vegna umferðarteppu frá Lönguhlíð að Snorrabraut.
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.