21.7.2011 | 15:13
Geta bankamenn (og fleiri) átt yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi vegna gengistryggðra útlána fjármálafyrirtækjanna?
Ég var spurður að því um daginn hvort að útgáfa og innheimta fjármálafyrirtækja á gengistryggðum lánum gæti hafa verið refsiverð athöfn. Vísaði viðkomandi þá sérstaklega til 264. gr. laga nr. 19/1940 almennra hegningarlaga. Þar sem mér finnst eðlilegt að svara fyrirspurnum sem til mín berast (þó það dragist stundum og gleymist líka oft), þá lagðist ég í smá rannsókn á þessu máli.
Samkvæmt 17. gr. laga nr. 38/2001, þá varðar það sektum ef brotið er gegn ákvæðum VI. kafla laganna. Svo vill til að Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbanki Íslands (síðar NBI hf. og núna Landsbankinn hf.), Kaupþing banki (síðar Nýi Kaupþing banki og núna Arion banki), Glitnir (síðar Nýi Glitnir og núna Íslandsbanki), Lýsing hf., SP-fjármögnun hf., Avant hf. og Frjálsi fjárfestingabankinn hf. (líklegast Drómi hf. í dag) brutu öll gegn 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, en þessar greinar eru einmitt í VI. kafla laganna. 17. gr. hljjóðar sem hér segir:
Brot á VI. kafla laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum.
Nú í lögum nr. 19/1940 almennum hegningarlögum segir í 248. gr.:
Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.
og í 264. gr. segir m.a.:
Hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögum þessum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Nú veit ég bara að þeir bankar, sem ég á í viðskiptum við, reyndu allt síðast liðið ár (og einn raunar fram í mars á þessu ári) að innheimta hjá mér afborganir með gengistryggingu þrátt fyrir dóma Hæstaréttar frá 16. júní í fyrra. Virðist mér sem með því hefi þeir verið að brjóta gegn 248. gr. hegningarlaga. Nú mér voru sendar innheimtukröfur á hverjum gjalddaga og greiddi ég þær eins lengi og ég gat og þar til ég áttaði mig á því að um ólöglegar innheimtukröfur að ræða. Sýnist mér sem það hafi verið brot á 264. gr. laganna. Brot gegn báðum þessum greinum varða allt að 6 ára fangelsi og samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 81.gr. hegningarlaga, þá fyrnist sök vegna slíkra brota á 10 árum. Einhverjum gæti dottið í hug að sekt sé ekki refsing, en því er fljót svarað: Refsing getur hvort heldur verið sekt, skilorðsbundinn fangelsisdómur eða óskilorðsbundinn fangelsisdómur. Ákvæði 264. gr. nær því yfir brot á VI. kafla laga nr. 38/2001.
En það er búið að leiðrétta þessi lán, hugsa vafalaust einhverjir. Er það svo? Er virkilega búið að leiðrétta að fullu þá hækkun lána einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélagasem kom til vegna þess sem RNA vísar til sem möguleg lögbrot stjórnenda og eigenda fjármálafyrirtækjanna? Hvað síðan með allar vörslusviptingarnar og uppboð sem gerð voru á grunni ólöglegrar gengistryggingar?Það eru síðan ekki bara bankamenn sem gætu átt yfir höfði sér kæru vegna brota á 264. gr. hegningarlaga. Greinin tekur nefnilega til allra sem aðstoða við brotin. Þar koma ansi margir við sögu, svo sem skilanefndarmenn, slitastjórnir, vörslusviptingaaðilar, sýslumenn og fulltrúar þeirra, dómarar, starfsmenn Fjármálaeftirlitsins, starfsmenn Seðlabanka Íslands, starfsmenn stjórnarráðsins, ráðherrar og jafnvel þingmenn, þó fimm síðast töldu taki beinan þátt í verknaðnum, þá aðstoðuðu aðgerðir þeirra eða aðgerðarleysi fjármálafyrirtækin í brotum sínum.
Nú þýðir ekki fyrir fjármálafyrirtækin að bera fyrir grandleysi, þar sem samtök þeirra sendu inn umsögn við frumvarp að lögum nr. 38/2001 þar sem bent var á að þessi lán yrðu ólögleg færi þessi hluti frumvarpsins óbreyttur í gegn um Alþingi. Brotaviljinn var því ótvíræður og ásetningurinn einbeittur. Seðlabankinn og viðskiptaráðuneytið höfðu á vormánuðum 2009 í höndum lögfræðiálit þar sem sagt var nánast augljóst að gengistrygging væri ólögleg. Búið var að benda FME á hið sama. Gr. 264 segir ekkert um að viðkomandi þurfi að vera meðvitaður um lögbrotið, þannig að ekki hægt að bera þekkingarleysi fyrir sér.
Þetta eru náttúrulega bara mínar vangaveltur í kjölfar spurningarinnar sem ég fékk og væri gott að fá viðhorf löglærðra einstaklinga á þeim. Einnig væri áhugavert að fá ábendingar um það hverjir það eru sem gætu kært þennan verknað, hverja væri í reynd hægt að kæra og hvert ætti að kæra. Síðan væri gott að vita hvort slík kæra yrði til þess að um opinbert mál eða einkamál yrði að ræða.
Það er með þetta eins og margt annað, að væri búið að leysa skuldamál heimila og fyrirtækja með farsælum hætti, þá væri fólk ekki velta þessum hlutum fyrir sér. Enginn er mér vitandi á leiðinni með að kæra einn eða neinn vegna þessara mála, en ljóst er að farið er að styttast í kveikjuþræðinum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1680025
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Enginn er mér vitandi á leiðinni með að kæra einn eða neinn vegna þessara mála
Segðu mér hvert á á að leita, og ég skal leggja inn kæruna! Hér er samantekt á viðbrögðum þeirra sem ég hef sjálfur reynt að fá til að framfylgja lögunum:
Auk þess hef ég spurt óformlega fyrir hjá Umferðarstofu um þúsundir ökutækja sem eru líklega skráð á ranga eigendur, síðan hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að vaxtaberandi "bílasamningar" væru í raun lán til bílakaupa en ekki kaupleigusamningar. Svörin bentu til þess að frumkvæðið að leiðréttingu á þessu þyrfti að koma annarsstaðar frá, en ekki fylgdi sögunni hvaðan.
Þá er tveir aðilar sem eftir standa og hafa það í sínum verkahring að framfylgja lögum á þessu sviði: Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og Sérstakur Saksóknari. Ég á eftir að láta reyna á það í eigin persónu, en ég veit að aðrir hafa sent erindi til þeirra sem ganga út á nokkurnveginn það sama.
Hvort er þetta vanhæfni, spilling, meðvirkni, eða allt þrennt?
Hvers vegna er svona ofboðslega djúpt á réttlætinu???
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2011 kl. 18:42
Það er fagnaðarefni að þessi umræða er tekin upp á svona víðlesnu bloggi eins og þínu. Vonandi verður framhald þar á og fleiri íhuga að kæra stjórnendur og starfsfólk sinna viðskiptaaðila vegna þessara brota.
Eins og áður er það almennra borgara að bera gunnfánann í þessari orrustu og eftirlitsaðilar standa og horfa á. Ég get nefnt einn sem er á leiðinni að kæra vegna þessara mála, þ.á.m. vegna brota gegn 264.gr. almennra hegningarlaga sem þú nefnir ásamt fleiri greinum. Ég hef tekið saman rökstuðning sem spannar um 20 síður, án nauðsynlegra fylgigagna, vegna þess sem ég tel lögbrot gegn nokkrum greinum almennra hegningarlaga við umsýslu míns samnings. Meintir lögbrjótar eru 19 talsins og telja núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn, framkvæmdastjóra, fyrrverandi innheimtustjóra og starfandi lögfræðing. Ekki verða varastjórnarmenn eða lægra settir starfsmenn nefndir.
Við leit á netinu vegna þessarar vinnu fann ég ritgerð Elisabeth Patriarca til embættisprófs í lögfræði frá HÍ í júní 2010 þar sem fjallað er um fjársvikaákvæði 248.gr. Í ritgerðinni segir m.a. eftirfarandi:
"Ragnheiður Bragadóttir prófessor lýsir einkennum fjársvika þannig að „beitt er saknæmum blekkingum með því að skýra vísvítandi rangt frá einhverjum atriðum eða leggja vísvitandi launung á einhver atriði til þess að ná fram ákveðnu markmiði.“27 Það markmið sem stefnt er að með blekkingunum er að ná fram fjárhagslegum ávinningi…………Samkvæmt skilgreiningu Ragnheiðar er beitt vísvitandi blekkingum til að ná fjárhagslegum ávinningi. Einnig spilar vísvitandi launung mikilvægan þátt í verknaðarlýsingunni þegar reynir á blekkingu sem verknaðaraðferð.28 Fjársvikaákvæðið er almennt varðandi aðferðir sem hægt er að beita, þótt afleiðingarnar séu takmarkaðar við fjárhagslegar afleiðingar. Í grein sinni um fjársvik lýsir Ragnheiður því hvernig tilteknum aðferðum er beitt til að hafa áhrif á eða notfæra sér huglæga afstöðu blekkingarþola til þess að fá hann til ráðstöfunar. Þar segir: Hinn brotlegi nær fjárhagslegum ávinningi með því að segja vísvítandi rangt frá einhverju eða leyna einhverju vísvitandi og vekur þannig villu hjá blekkingarþola eða hann styrkir villu, sem fyrir er. Blekkingarþoli byggir síðan athafnir sínar á villunni. Einnig er hugsanlegt, að villan sé fyrir hendi hjá blekkingarþola í upphafi og hinn brotlegi hagnýti sér hana.29…………Verknaðurinn hefst þegar hinn brotlegi ákveður að notfæra sér villuna. 31 ………………Til að hægt sé að beita 248. gr. er það grundvöllur ákvæðisins að það verði að vera villa til staðar hjá brotaþola."[leturbreyting er mín]
Voru neytendur í villu um að lögmæti gengistryggðra lán? Svarið er auðvitað já. Höfðu einhverjir fjárhagslegan ávinning af þessari villu? Svarið er auðvitað já. Stjórnendur fjármálafyrirtækjanna fengu allir bónusa og greiðslur vegna “góðrar afkomu” sinna fyrirtækja, sem fengin var með ólögmætum gjörningum. 264.gr. tekur svo á athöfnum aðila til að tryggja öðrum slíkan ávinning, og þar komum við að hlutverki starfsfólks fjármálafyrirtækjanna.
Ég tel að svona kæru eigi að afhenda efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sem þá vonandi metur hana réttmæta og sendir áfram til sérstaks saksóknara.
PS: Grein Ragnheiðar Bragadóttur sem Elisabeth vísar til heitir: „Villan og hið ólögmæta atferli hins brotlega skv. 248. gr. aml. hgl.“ og birtist á bls. 3-52 í 1. tbl. Úlfljóts, árið 1985.
Erlingur Alfreð Jónsson, 21.7.2011 kl. 18:42
Góður pistill og góð innlegg hér að ofan.
Sérstakur saksóknari fékk ábendingar frá Gunnari Tómassyni í vetur í framhaldi af athugunum Gunnars á gjaldeyrisjöfnuði bankana sem virðist hafa verið vísvitandi falsaður í tengslum við gengistryggða lánastarfsemi.
Það er öllum ljóst að bankarnir vissu frá upphafi að þessi lán væru ólögleg og það blasir einnig við að stjórnvöld hér eftir hrun hafa skipulega reynt að hylma yfir með þessari brotastarfsemi. Það má vera að það takist ekki að koma þeim stjórnmálamönnum sem í þessu hafa staðið á bak við lás, en það á ekki að koma í veg fyrir að menn reyni það með öllum tiltækum ráðum.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 20:31
Það á að byrja á því að kæra fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir embættisafglöp í starfi.
Því eftir vitneskju hans um ólögmæti lánanna, hélt vitleisan áfram í 1 1/2 ár, hús og bílar boðið upp, vegna ólöglegra lána.
Síðan bera yfirmenn lögfræðisviða fjármálafyrirtækjnna,
mikla ábyrgð.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 21:11
Sæll Marinó og fyrirgefðu að ég fer hér inn en lokað var fyrir jarðskjálftabloggið.
Það er margt að gerast en á heimasíðu minni www.heilun.blogcentral.is
eru margir sem fá sömu sýn og stutt í mikin kvell á Suðurlandi og gos.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 21:13
Benedikt: Það sem þú ert að vísa til varðandi gjaldeyrisjöfnuð er einmitt líklega ein stærsta bókhaldsfölsun Íslandssögunnar, þegar þúsundir lánveitinga til innlendra aðila í íslenskum krónum með ólöglegri gengistryggingu, voru ranglega skráðar sem "erlendar eignir" í bókhaldi bankakerfisins, og gefnar upp sem slíkar á opinberum hagskýrslum. Þessi fegraða erlenda staða var líklega ein af meginástæðunum fyrir svimandi háu lánshæfismati bankanna fyrir hrun, og kann að varpa ljósi á það hvers vegna opinberir aðilar virtust sannfærðir um að bankarnir væru í raun mjög stöndugir þegar veruleikinn var allt annar.
Hvort þarna var brotavilji fyrir hendi skal ósagt látið. Hinn möguleikinn er að um sé að ræða afglöp af áður óþekktri stærðargráðu. Og hvorugur möguleikinn ber vott um nokkuð í líkingu við heilbrigt fjármálakerfi. Mér þætti gaman að vita hvort þau lán sem hafa verið dæmd sem krónulán eru enn skráð sem erlendar eignir, mig grunar að svo sé jafnvel þó að virði þeirra hafi verið endurmetið. En hafi meginvillan ekki verið leiðrétt í efnahagsreikningum nýju bankanna þá þýðir það að hin svokallaða endurreisn þeirra er miklu meira og alvarlegra klúður en við höfum gert okkur grein fyrir fram að þessu. Þá er nefninlega þjóðhagsleg áhætta eins og í ársbyrjun 2008 enn fyrir hendi, einmitt núna þegar fárviðri er aftur í uppsiglingu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Ég myndi hafa af þessu áhyggjur. En hvað gera stjórnvöld?
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2011 kl. 21:43
Mig langar að bæta hér við innleggjum frá Guðbirni Jónssyni, sem hann birti á fébókinni hjá Margréti Tryggvadóttur:
Innlegg 1:
Mér finnst þetta mjög athyglisverður punktur sem Marinó bendir þarna á. Augljóst virðist að bankamenn hafi vitða af óheiðarleikannum, því hann birtist í svo mörgum myndum.
Innlegg 2:
Það sem ég ætlaði að segja, er að gengistryggðu lánin eru ekki venjubundin útlán, því þessi lán eru ekki skráð í lánakerfi bankanna. Þau eru ekki heldur skráð sem sjálfstætt viðskiptanúmer, sem gjaldkerar hafi aðgang að til að taka við afborgunum. Þau eru ekki skráð í lánakerfi bankanna og þess vegna er ekki hægt að senda út greiðsluseðla.
Þeir aðilar sem taka svona lán, verða því að gefa heimild til skuldfærslu, því það er einungis á einum stað í hverjum banka, sem innborganir eru færðar inn á lánin. Viljir þú fá hefðbundið greiðsluyfirlit, þá er það ekki hægt, þar sem lánin eru hvergi tengd vinnslulínum lánakerfa bankanna.
Hvað skildi ég vera að gefa í skyn þarna. Allt virðist benda til þess að þessi gengistryggðu útlán hafi ekki verið í hefðbundnu eftirlitskerfi, sem Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið fara eftir við eftirlit með útlánum. Þessi útlánaflokkur virðist ekkert vera þar með. Og, þar sem þessi útlán voru ekki með í vinnslukerfi Reiknistofu bankanna yfir útlán þeirra, hefð átt að koma fram mikil gjaldeyrisuppsöfnum bankanna, einkanlega í þeim myntum sem útlánin voru skráð í.
Ef slík uppsöfnun gjaldeyris kom ekki fram í daglegu uppgjöri, sem Reiknistofan keyrir á hverri nóttu,eftir starfsdag banka, eru líkur á að sá gjaldeyrir sem sagður var lánaður út, hafi aldrei verið til. Hafi svo verið, sem allt virðist benda til, að öll lánaumsvif gengistryggðra lána hafi verið utan við hið hefðbundna eftirlitskerfi, gæti þarna allt eins verið um að ræða útlánastarfsemi, þar sem engin eignaverðmæti eða innistæður voru fyrir. Hafi svo verið, gæti þarna hugsanlega verið um einhver stærstu fjármálafölsun að ræða, sem upp hafa komið í sögu þjóðarinnar. EN, ég efast um að við fáum nokkurn tíman að vita sannleikann, en sagnfræði ransóknir framtíðarinnar gætu leitt þetta í ljós.
Innlegg 3:
[Þ]að sem ég held, eftir að hafa gengið hart eftir ýmsum upplýsingum vegna lána sem hafa alla tíð verið í skilum, er það að þessi útlánastarfsemi hafi í raun aldrei verið inni í rekstrar- eða efnahagsreikningum bankanna. Þess vegna sé ekki hægt að setja upp greiðslulínu beint inn á lánin, frá gjaldkerastúku. Ég notfærði mér þekkinguna af því að vera einn af unnu að gerð beinlínukerfisins, til að spyrja ýmissa spurninga sem beinlínis vísuðu til þess að þessi lán væru utan færsluflæðis Reiknistofunnar, og þar með utan reglubundins uppgjörs, villuskráningar og lánaflokkunar.
Það þarf ekki mikla skoðun á veltuþáttum bankanna, á þessum árum, til að sjá að ekki gat verið um slíka aukningu íslenskra króna í innstreymi til þeirra, sem gæti dekkað öll þau útlán sem framkvæmd voru með þeim hætti sem hér hefur verið lýst.
Ég hallast því að þeirri niðurstöðu að gengistryggðu lánin hafi verið utangarðs uppsöfnun, sem enginn eignagrunnur hafi verið fyrir. Það sé skýringin á því af hverju er ekki hægt að greiða við gjaldkerastúku beint inn á númer lánsins. Og að það séu einungis tilteknir einstaklingar í höfuðstöðvum bankanna, sem hafi heimild til að færa greiðslur afborgana inn á lánin. það þýðir í raun, þar sem hugbúnaður bankakerfisins er þannig upp byggður að gjaldkerasvæði er opið á öll færslusvið viðskiptabókhaldsins, að gengistryggðu lánin eru utan höfuðbóka og viðskiptasviðs; utan tölvukerfis Reiknistofu bankanna. Og þá um leið, utan eftirlits Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.
Því miður óttast ég að þetta sé sá kaldi raunveruleiki sem fólk þurfi fljótlega að horfast í augu við, bæði utan sem innan bankakerfisins.
Innlegg 4:
Ef þessi lán hefðu verið í greiðslukerfi bankanna (Reiknistofunnar) hefði verið tekið backup af láninu á hverri nóttu, eftir starfsdag banka. Auk þess hefði öll færslusaga lánsins verið til á ákveðinni færsluskrá sem uppfærist reglulega frá upphafi. Ekkert hefði því þurft að "leita" að hreyfingum á greiðsluskrá lánsins. Að svo skildi vera, sýnir að ekki er allt í lagi. Þetta sem þú segir, að þurft hafi að fara í mikla leit að greiðslusögu lánsins, segir mér einnig að þessi lán séu utan hefðbundins vinnuhugbúnaðar starfsmanna bankanna, Reglulega tekur móðurtölva hvers banka backuup af öllum hreyfingum venjubundins vinnuhugbúnaðar starfsmanna. Ekkert hefði því þurft að "leita" greiðsluferla, ef lánin hefðu verið skráð þar.
Marinó G. Njálsson, 21.7.2011 kl. 23:36
Við þurfum ekki að bíða eftir framtíðinni, í nútímanum má framkvæma sagnfræðirannsóknir nánast í rauntíma og veitir vart af á gervihnattaöld. Það þarf heldur ekki alltaf að leita djúpt í tölvukerfum til að finna vísbendingar. Á ytri vef Seðlabankans má finna í lýsigögnum um gjaldeyrisjöfnuð bankastofnana eftirfarandi skilgreiningar:
Gjaldeyriseignir
Eignir í erlendum gjaldmiðlum og aðrar gengistryggðar eignir.Gjaldeyrisskuldir
Skuldir í erlendum gjaldmiðlum og aðrar gengistryggðar skuldir.
Seðlabankinn gerði samkvæmt þessu engan greinarmun á alvöru erlendri mynt og (ólöglega) gengistryggðum krónum, og gerir ekki enn þó Hæstiréttur Íslands hafi fellt sinn dóm. Það er því eðlilegt að hvergi sé að finna neitt sem heitir "gengistryggð lán" í tölvukerfinu, því þau voru einfaldlega aldrei skráð sem slík.
Auk þess má benda á að gengistryggðu lánin voru í raun og veru einhverskonar afleiðuskuldabréf klædd í búning lána/leigusamninga og því er ekkert víst að þessir pappírar séu einu sinni skráðir sem lán, eða skráðir yfir höfuð. Á því er sjálfsagt allur gangur.
Neðar á sömu síðu stendur um gagnaskil:
Aðilar á millibankamarkaði senda Seðlabankanum daglega yfirlit um gjaldeyrisstöðu sína
Hvergi er neinn greinarmunur gerður í lýsigögnunum hvort um sé að ræða alvöru gjaldeyri eða gengistryggðar krónur, og því hefur þetta samanlagt væntanlega verið gefið upp sem ein stór tala.
Ég vil ítreka það sem ég gaf í skyn í athugasemdinni á undan, og legg mikla áherslu á alvarleika málsins: Ef ólöglega gengistryggðar krónueignir voru ekki færðar yfir á bókhaldslykilinn "innlendar eignir" í bókhaldi nýju bankanna þegar þeir voru stofnaðir, þá leyfi ég mér að fullyrða að þeir séu jafn gjaldþrota (í erlendri mynt) og hinir gömlu voru á sama tíma fyrir þremur árum. Velkomin í seinna hrunið!
Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2011 kl. 05:02
Hver man svo ekki eftir þessu?
Mótormaxdómi fagnað en áhrif sögð lítil - mbl.is
"Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum voru lánin sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg færð inn sem erlend eign þegar samningar voru gerðir um útgáfu gengistryggðs skuldabréfs sem Landsbankinn gaf út til þrotabúsins árið 2009."
Athugið að þarna er nýi Landsbankinn að verki eftir fyrra hrunið.
*úps*
Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2011 kl. 05:19
Sæll
Marinó
Það er í sambandi við starfsmenn sýslumanns embætisins,
Þeir eru brotlegir gagnvart 130 gr,131gr og 132 gr almenra hegningar laga,
þar sem þeir,fara ekki fram á að fá að sjá,
frumrit skuldabréfanna, til að ganga úr skugga um hver er þinglýstur eigandi af skuldabréfinu samanber 48gr, þinglýsingalaga 1978 nr. 39 10. maí og þar segir
Þinglýsing er forsenda þess, að veðbréf haldi gildi gagnvart rétthöfum samkvæmt samningum, sem gerðir eru í grandleysi við eiganda veðsins um veðsetta lausafjármuni, og gagnvart skuldheimtumönnum.
Ef þinglýsing fer ekki fram innan frests þess, er grein þessi tekur til, hefur veðbréfið ekki gildi gagnvart aðiljum þeim, sem getur í 2. mgr.
Réttaráhrif þinglýsingar á veðsetningu viðskiptabréfs gagnvart grandlausum framsalshöfum að bréfinu eru háð áritun á bréfið sjálft um veðsetninguna.
Og ein spurning í lokinn,hvernig ætla menn að hafa eigendaskifti á skuldabréfunum frá Glitni banka og KB banka þar sem það er formlega búið að loka þrotabú
unum !!!!
Sturla Hólm Jónsson, 23.7.2011 kl. 11:12
Sturla, það er alls ekki búið að loka þrotabúum Glitnis banka eða Kaupþings á þessum tímapunkti. Og í raun eru þetta ekki þrotabú þar sem bankarnir eru ekki í gjaldþrotaskiptum. Þessir bankar starfa enn á sömu kennitölum og fyrir hrun og nýta sama starfsleyfi og þeir höfðu fyrir hrun og eru meira segja að miklum meirihluta formlega skráðir eigendur afkvæma sinna, Íslandsbanka (Glitnir á 95% hlut í gegnum ISB holding, sem er í eigu Glitnir holding, sem er í eigu Glitnis banka hf, hins gamla) og Arion banka (Kaupþing á 87%, þekki ekki nákvæma aðkomu vegna þessa hlutar). Grundvallarbreytingin í starfsemi bankanna var sú að fyrri félagsstjórn fór frá og vald hluthafafundar færðist til skilanefndar. 12. maí 2009 skipaði Héraðsdómur Reykjavíkur Glitni slitastjórn. Á vef Glitnis banka kemur m.a. fram að slitatjórnin tekur á málum sem skilanefndin tekur ekki á.
Fékk eftirfarandi upplýsingar frá FME:
"Standi eignir eftir við gjaldþrotaskipti bankanna að greiddum kröfum lánardrottna skal skipta þeim milli hluthafa í hlutfalli við hlutafjáreign þeirra nema samþykktir félags kveði á um aðra skipan. Með öðrum orðum stendur hlutafjáreign hluthafa aftast í réttindaröð krafna við gjaldþrotaskipti."
Staðan í dag er hins vegar að hvorki Íslandsbanki eða Kaupþing eru í gjaldþrotaskiptum eins og stendur. Þeir eru í slitameðferð sem lýkur annað hvort með að:
1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða
2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl.,.........
Í 4.mgr. 103.gr.a. segir:
Nú liggur fyrir að eignir fjármálafyrirtækis nægi ekki til að standa að fullu við skuldbindingar þess og slitastjórn telur sýnt að ekki verði forsendur til að leita nauðasamnings skv. 3. mgr. eða frumvarp að honum hefur ekki fengist samþykkt eða hafnað hefur verið kröfu um staðfestingu hans og skal þá slitastjórn krefjast þess fyrir héraðsdómi, þar sem hún var skipuð til starfa, að bú fyrirtækisins verði tekið til gjaldþrotaskipta.
(sjá lög um fjármálafyrirtæki, 103.gr.a )
Hvorugt þessa er í augsýn.
Erlingur Alfreð Jónsson, 24.7.2011 kl. 00:04
Erlingur, þetta snýst um það að það er ekki glitnis kenitala sem er að rukka heldur íslandbanka,og sá banki er ekki með heimild samhvæmt lögum að rukka,
til þess að getað rukkað skuldina þá þarf að hafa eigendaskifti á bréfunum og þeim þarf að þinglýsa til að það hafi lagalegt gildi !!
Sturla Hólm Jónsson, 24.7.2011 kl. 10:47
Þar erum við sammála Sturla.
Erlingur Alfreð Jónsson, 24.7.2011 kl. 12:42
Marinó, góður pistill og comment.
Já, bankarnir og fjármálafyrirtækin vissu að gengislánin væru ólögleg. Líka stjórnmálamenn. Og FME. Og þú færðir sjálfur fyrir þessu rök fyrir löngu og oft. Guðjón Rúnarsson frá Samtökun fjármálafyrirtækja vissi 9 árum fyrr að gengislánin væru ólögleg.
Strákar eru kærðir fyrir að stela tyggjói. Stórbilað land að hann og nokkrir stjórnmálamenn hafi ekki verið kærðir.
Elle_, 26.7.2011 kl. 00:38
Og þarna er bréfið um vaxtalögin frá honum þarna í Samtökum fjármálafyrirtækja 9 árum fyrr.
Elle_, 26.7.2011 kl. 00:56
Ég vil bæta við að Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður, skrifaði öllum alþingismönnum þann 28.05.09 um ólögmæti gengistryggðra lána og um hugsanlega skaðabótaábyrgð ríkisins og stjórnmálamanna. Gunnar Tómasson, hagfræðingur, skrifaði öllum alþingismönnum 12.09.09 um ólögmæti gengistryggðra lána og hugsanlega skaðabótaskyldu ríkisins. Marinó, ég veit þú vissir þetta en er bara að safna saman í síðuna.
Þar á undan höfðu 2 lögmannsstofur komist að þeirri niðurstöðu að gengistryggðu lánin væru ólögleg. Lögmannsstofan LEX vann lögfræðiálit fyrir SÍ 12.05.09 með þeirri niðurstöðu að gengistryggð lán væru ólögleg og ekki hljóð um það frá Seðlabankanum. Yfirlögfræðingur SÍ, Sigríður Logadóttir, skrifaði lögfræðiálit fyrir SÍ 18.05.09 með þeirri niðurstöðu að gengistryggð lán væru ólögleg.
Elle_, 26.7.2011 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.