1.7.2011 | 17:28
Brosandi ferðaþjónusta um allt land
Ég er nýkominn úr 12 daga ferð um landið með ísraelskan hóp. Alls staðar sem ég kom með hópinn, sem var með mikið af sérþörfum, þá var tekið á móti honum með bros á vör. Þjónustulund hótelstarfsmanna og veitingamanna, að ég tali nú ekki um brosmildi, var alveg til fyrirmyndar. Auðvitað voru sumir broslyndari en aðrir. Á skalanum 1 til 10 fékk enginn staður undir 9, en hann Sorin hjá Fosshóteli á Laugum, Daniella hjá Hótel Stykkishólmi og Sunna Mjöll hjá Fosshóteli á Húsavík sprengdu þó skalann og fá frá mér. Og auðvitað hún Birna í Breiðuvík sem tekur á móti öllum með fríu kaffi/te/kakói sem koma til hennar, þó eingöngu sé til að komast á salernið!
Með þessu er ég á engan hátt að kasta rýrð á ótrúlega flott starfsfólk allra staðanna sem lögðu sig í líma við að verða við sérviskulegum óskum, læra framandi siði, sveigja reglur sínar svo hótelgestirnir yrðu ánægðir og svona mætti lengi telja. Og trúið mér af nógu var að taka.
Takk fyrir frábærar móttökur á Hótel Hafnarfirði, Hótel Dyrhólaey, Gerði í Suðursveit, Icelandairhótel Héraði, Fosshótel Laugum, Fosshótel Húsavík, Hótel Staðarflöt, Hótel Ísafirði og Hótel Stykkishólmi. Þið voruð öll æðisleg og dáist ég af natni ykkar, þolinmæði, þjónustulund og brosmildi. Ferðalangarnir voru einstaklega hrifnir af ykkur öllum. Þið sýnduð og sönnuðuð að þolinmæðin þrautir vinnur.
--
Spádeild Veðurstofunnar fær aftur fýlukarlinn frá mér. Á hverjum morgni fór ég á netið til að skoða nýjustu verðuspá. Svo leit ég út um gluggann og sá eitthvað gjörólíkt. :-(
Vinalegasta viðmótið í ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 1680033
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
gaman að sjá jákvæðar fréttir af klakanum :)
Óskar Þorkelsson, 2.7.2011 kl. 09:11
Vertu ævinlega velkominn á Fosshótel Húsavík og takk fyrir þessi góðu orð - það er alltaf jafn gaman að heyra af því þegar gestirnir okkar eru ánægðir :)
OLGA HRUND (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 11:47
Gott að heyra að þau voru ánægð með mig! Takk fyrir komuna bara, algjör snilld :) :)
Sunna Mjöll (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 17:20
Sæll Marinó,
Þetta er gaman að heyra! Það kom oft fyrir þegar maður var að flækjast um landið hér á árum áður að það vantaði ansi mikið upp á að þjónusta væri góð og oft eins og verið væri að gera fólki óleik með því að trufla það. En sem betur fer hefur þetta breyst:) En ég er hræddur um að veðurspár á Íslandi verði seint meira en góðar ágiskanir;) Veit ekki hvort þýðir að sakast við veðurstofuna um það, held að veðurguðirnir verði að taka á sig stóran part af þeirri sök:)
Kveðjur,
Arnór Baldvinsson, 5.7.2011 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.