Leita í fréttum mbl.is

Brosandi ferðaþjónusta um allt land

Ég er nýkominn úr 12 daga ferð um landið með ísraelskan hóp.  Alls staðar sem ég kom með hópinn, sem var með mikið af sérþörfum, þá var tekið á móti honum með bros á vör.  Þjónustulund hótelstarfsmanna og veitingamanna, að ég tali nú ekki um brosmildi, var alveg til fyrirmyndar.  Auðvitað voru sumir broslyndari en aðrir.  Á skalanum 1 til 10 fékk enginn staður undir 9, en hann Sorin hjá Fosshóteli á Laugum, Daniella hjá Hótel Stykkishólmi og Sunna Mjöll hjá Fosshóteli á Húsavík sprengdu þó skalann og fá Smile frá mér. Og auðvitað hún Birna í Breiðuvík sem tekur á móti öllum með fríu kaffi/te/kakói sem koma til hennar, þó eingöngu sé til að komast á salernið!

Með þessu er ég á engan hátt að kasta rýrð á ótrúlega flott starfsfólk allra staðanna sem lögðu sig í líma við að verða við sérviskulegum óskum, læra framandi siði, sveigja reglur sínar svo hótelgestirnir yrðu ánægðir og svona mætti lengi telja.  Og trúið mér af nógu var að taka.

Takk fyrir frábærar móttökur á Hótel Hafnarfirði, Hótel Dyrhólaey, Gerði í Suðursveit, Icelandairhótel Héraði, Fosshótel Laugum, Fosshótel Húsavík, Hótel Staðarflöt, Hótel Ísafirði og Hótel Stykkishólmi.  Þið voruð öll æðisleg og dáist ég af natni ykkar, þolinmæði, þjónustulund og brosmildi.  Ferðalangarnir voru einstaklega hrifnir af ykkur öllum.  Þið sýnduð og sönnuðuð að þolinmæðin þrautir vinnur.

--

Spádeild Veðurstofunnar fær aftur fýlukarlinn frá mér.  Á hverjum morgni fór ég á netið til að skoða nýjustu verðuspá.  Svo leit ég út um gluggann og sá eitthvað gjörólíkt. :-(


mbl.is Vinalegasta viðmótið í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gaman að sjá jákvæðar fréttir af klakanum :)

Óskar Þorkelsson, 2.7.2011 kl. 09:11

2 identicon

Vertu ævinlega velkominn á Fosshótel Húsavík og takk fyrir þessi góðu orð - það er alltaf jafn gaman að heyra af því þegar gestirnir okkar eru ánægðir :)

OLGA HRUND (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 11:47

3 identicon

Gott að heyra að þau voru ánægð með mig! Takk fyrir komuna bara, algjör snilld :) :)

Sunna Mjöll (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 17:20

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Þetta er gaman að heyra!  Það kom oft fyrir þegar maður var að flækjast um landið hér á árum áður að það vantaði ansi mikið upp á að þjónusta væri góð og oft eins og verið væri að gera fólki óleik með því að trufla það.  En sem betur fer hefur þetta breyst:)  En ég er hræddur um að veðurspár á Íslandi verði seint meira en góðar ágiskanir;)  Veit ekki hvort þýðir að sakast við veðurstofuna um það, held að veðurguðirnir verði að taka á sig stóran part af þeirri sök:) 

Kveðjur,

Arnór Baldvinsson, 5.7.2011 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1680033

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband