Leita í fréttum mbl.is

Sérfræðingur umboðsmanns skuldara vann fyrir fjármálafyrirtæki

Athygli mín var vakin á því í dag, að annar af sérfræðingu Raunvísindastofnunar sem vann fyrir umboðsmann skuldara að úttekt á endurútreikningum fjármálafyrirtækja, veitti einu fjármálafyrirtæki ráðgjöf um hvernig standa ætti að útreikningunum.  Hann var sem sagt að taka út eigin vinnu.  Hvers konar bull er þetta?  Hefur fólk enga sómakennd?

Þetta koma upp á fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun með fjölmörgum aðilum um endurútreikning lánanna.  Þar sátu m.a. fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega, umboðsmaður skuldara, fulltrúar frá fjármálafyrirtækjunum og fleiri góðir gestir.  Á fundinum var, samkvæmt mínum upplýsingum, farið vítt og breitt yfir málin og kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Atlaga þingmanna beindist mest að umboðsmanni skuldara sem átti í vök að verjast, samkvæmt mínum heimildum.

Mér finnst það því miður skína í gegn um umræðuna um endurútreikningana, að verið væri að efast um að bankarnir reiknuðu rangt út úr líkönum sínum.  Svo er ekki, heldur hefur stirrinn staðið um að líkönin séu röng.  Ég velti því upp um daginn, hvernig umboðsmanni skuldara hafi dottið í hug að fá stærðfræðinga til að koma með lagatúlkun.  Ég efast ekki eitt andartak um hæfi þeirra til að reikna, en hvað túlkanir varðar, þá geta þeir haft sína skoðun, en hún er nákvæmlega það, þ.e. skoðun.  Ef ég vil leita mér lögfræðiálits, þá fer ég ekki til félagsráðgjafa, stjórnmálafræðings, viðskiptafræðings eða stærðfræðings.  Ég fer til lögfræðings.  Hvernig datt umboðsmanni skuldara að fá tvo stærðfræðinga til að koma með lögfræðilegt álit og túlkun á lögum nr. 151/2010?  Það er svo mikil fásinna, að hálfa væri nóg.  Og síðan kemur í ljós, að annar stærðfræðinganna hafði nú ekki meiri siðferðiskennd en svo, að hann sagði sig ekki frá verkinu vegna aðkomu á fyrri stigum fyrir aðila sem hann átti að taka út!

Í mínum huga er úttekt Raunvísindastofnunar ónýtt plagg.  Það getur vel verið að innihaldið sé satt og rétt, en það ómarktækt vegna vanhæfi annars sérfræðingsins sem vann það.  Þess fyrir utan er það brandari að umboðsmaður skuldara skuldi fá stærðfræðinga til að vinna lögfræðitúlkun.

Mesta vitleysan í þessu öllu er þó, að umboðsmaður skuldara sendi harðorða umsögn um mál nr. 206 sem síðar varð að lögum nr. 151/2010 og kennd eru við gengislán. Í umsögninni segir beint, eins og ég hef áður bent á, að embættið efast um að lögin standist ákvæði EES-samningsins:

Sú aðferðafræði sem lögð er til í frumvarpinu um endurútreikninga þeirra lána virðist í veigamiklum atriðum ganga gegn þeim skyldum sem íslenska ríkið ber á grundvelli EES-samningsins.

Annars staðar í umsögninni segir:

Rétt er að árétta að UMS leggst alfarið gegn því að skuldurum verði í kjölfar endurútreiknings gert að sæta hækkun á eftirstöðvum höfuðstóls, eða eftir atvikum gert að greiða bakreikning t.d. vegna þegar efndrar skuldbindingar.

Og síðan:

Vandséð er að mögulegt sé að beita afturvirkni við útreikning vaxta m.v. 4. gr. á vangreiðslur skuldara vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtryggingar...Það gengur þvert gegn neytendaverndarsjónarmiðum að reikna afturvirkt vexti á vangreiðslur sem voru í raun ekki vangreiðslur þar sem skuldari stóð fyllilega í skilum með umsamdan lánasamning.

Því miður virðist mótstöðu umboðsmanns hafa lokið með þessari umsögn, þar sem hann hefur því miður ekki tekið upp hanskann fyrir skuldara eftir þetta og beit svo höfuðið af skömminni með því að stærðfræðing til að koma með lögfræðilega og stærðfræðilega úttekt á eigin vinnu.

Í lokin vil ég benda á grein Gunnlaugs Kristinssonar, löggilts endurskoðanda, um endurútreikningana á vefnum visir.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi farsi er löngu komin út í öfgar. UMS, sem þiggur laun frá fjármálastofnunum, er í klemmu. Er að klóra í bakkann en getur eða vill ekki sinna starfi sínu sem raunverulegur umboðsmaður lánþega. Þetta er hlægilegt. Og síðast í dag barst bréf frá FF um að UMS hefði tvívegis staðfest að endurútreikningar gengislána væru rétt reiknaðir samkvæmt lögum. Á maður að hlæja eða gráta? Líklega hvorugt og halda bara áfram að mótmæla endurútreikningum.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 21:58

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er þyngra en tárum taki þegar fjármálafyrirtæki og slitastjórnir eru farin að réttlæta ólögmætar kröfur sínar með tilvitnunum í yfirlýsingar frá UMS. Ég fékk líka þennan snepil frá FF í dag, að venju óundirritaðan.

Sigurður Hrellir, 10.6.2011 kl. 23:14

3 identicon

Vann ekki þessi kona sem er í dag ,,sem umboðsmaður skuldara" líka hjá fjármálafyrirtækjum áður en hún fékk sína ,,vinnu" ?

Það er að koma í ljós hvers vegna þessi kona átti alls ekki að fá þessa vinnu !!!

Í starfi umboðsmanns skuldara á að vera einhver sem nennir að vinna !!!

Er ekki til neinn háskólalærður sem nennir að vinna í þessu landi ???

JR (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 00:51

4 identicon

Gaman væri að fá fleiri fréttir af þessum fundi viðskiptanefndar.

Kom t.d. fram þar hvernig fjármálastofnunum gengur að fá skuldara til að undirríta ný/notuð lán eftir endurútreikning?

Einhvern grun hef ég um að árangurinn sé nú ekki stjórnendum bankanna að skapi.

Stærðfræðingurinn ætti hinsvegar að eyða hvítasunnunni í að lesa lög 37/1993 þó ekki væri nema fyrir 6. lið 3. gr. sem hljóðar svona:

Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls

Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.

Séra Jón (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 01:55

5 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Það kom líka fram á þessum fundi að svo virðist vera sem þingmenn sem saþykktu frumvarpið hafi verið blekktir til þess, þarna var skjali veifað sem kom frá EVR á sama tíma og frumvarpið til að skýra endurútreikningana sem samræmist síðan ekki þeim aðferðum sem beitt er í dag.

Eins kom fram að SP fjármögnun gaf út nýja lánasamninga á viðkiptavini sína án þess að fá undirskriftir, enda telja þeir sig vera að fara eftir lögum og telja því að því er virðist enga ástæðu til að fara að neytendalögum og fá undirskrift viðskiptavinar á nýjan samning! 

Endurútreikningaðir samningar eru á bilinu 60 til 100 þúsund að mati Kjartans Gunnarssonar (SP-fjármögnun) og fjármálafyrirtækin töldu að fólk væri alls ekki óánægt með útreikninga því það hefðu borist svo fáar kvartanir til UMS og HH, bara nokkur hundruð sem væri örlítið brot af öllum samningum. Þannig að nú er um að gera að láta hrynja inn ath.semdum og kvörtunum til UMS ef fólk sér ástæðu til!

Hætt var að nota tólftu rót við vaxtaútreikninga eftir lagasetningu 1987. Man ekki númerið á lögunum.
Lagastofnun hefði haft of mikið að gera til að veita umsögn. Hið rétta er að þau töldu tímann of naumann vegna flækjustigs laganna. Þetta staðfesti UMS í raun.

Eygló fór fram á að UMS bæði túlkaði lög og tæki skýra afstöðu með skuldurum. Spurt var hvort UMS vanti valdheimildir. Andrea HH fór fram á það að UMS gætti hagsmuna neytenda á grundvelli annara laga og stjórnarskrár sem hún sjálf benti einmitt á í umsögn sinni sem þú vitnar til að ofan. Hún þyrfti ekki að einblína á þessi lög og fara einungis eftir þeim því henni bæri að vernda hagsmuni neytenda og beyta sér þá fyrir því að önnur gildandi lög væru virt!

Andrea J. Ólafsdóttir, 11.6.2011 kl. 09:01

6 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Mér sýnist nú á öllu, að hinn almenni borgari sé með kokið fyrir ofan augntóftirnar. Eða að strikið sem menn geta farið yfir sé færanlegt. Maður hefur það á tilfinninguni, að lögbrjótar og siðleysingjarnir séu vitlausu megin í þjóðfélaginu og dómsvaldið sé þar með farið að vernda gerandann en ekki þolandann. Ja, ég spyr nú bara svona.......

Guðjón Emil Arngrímsson, 12.6.2011 kl. 02:34

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kynnið ykkur IRR forsendur allar jafngreiðsluána, heimsins sem er löglegar. Kynnið ykkur hvar er YTM.

Hvað eru eignaverðbætur í efnhagsbókahaldi. [ekki tekjur]. Hvað er að afskrifa af áhættu einifé yfir á reiðfé: eiginfé. Varasjóðs.

Forseti Íslands á Hús út í garði úr gulli það veð er 100 pund, Breta drotting á eins hús úti í garð það veð 100 pund. 30 árum seinna ´er veðið í gullhúsi forsetans 60 % hærri en Drottingar í UK. Hún skilur þetta ekki, jú Íslendingar settu í lög á Íslandi að eignauppfærslur í bókhaldi af veðbréfum skyldi vaxa veldisvíslega.       AGS bendir á allskonar gloppur hér í lögum og reglugerðum. Mér segir sá hugur að ekki bara stæðfræðingar hafi ekki vit á alþjóðafjármálum hér. Sigurjón verkfræðingur í LB. sagði það er ekkert að hafa úr þessum fasteignalánum. Hvað á hann við þetta eru erlendis verðtryggingar lán og bakveð með stundum mælanlegri raunvaxtakröfu vegna þess að þetta eru veðbréf í sjóðsamhengi.  Max raunvextir á fasteingaveð bréfum alla vega neðri millistéttar eru max 1,99% á ári [hér til að byrja með fyrstu árin með niðurgreðslum áður en viðhaldið byrjar].  Hinsvegar eru þessar tekjur oft afskrifaðar vegna bindiskyldu til að geta hækkað jafnmörg útlán á næsta ári þetta er IRR karfa í sjóðum meira komi inn en fer út á hverju ári. Það gerist með að verðtyggja útlána upphæðir líka.  Hér er almenning lofuð ávöxtunarkrafa sem ekkert annað ríki getur lofað. Þar er borgað fyrir veð og verðtrygginu.  Verðbólga er um 3-4% í flestum nángranna ríkum að jafnaði á ári. Raunvextir í IRR sjóðum hækka þegar verðbólga lækkar og minnkar þegar hún hækkar.  Á Íslandi er ekkert fagfólk í lánamálum því miður. Hér er eignaverðbætur í veðsöfnum  ekki afskrifaðar heldur teknar sem tekjur og skattlagaðar.  Hér á að opna fyrir að allir  [almenningur] geti keypt húsbréf  til að lækka áhættu eiginfé lífeyrissjóða til dæmis.

Júlíus Björnsson, 12.6.2011 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1678166

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband