Satt best að segja, þá hef ég aldrei heyrt aðra eins fásinnu, eins og þessa fullyrðingu Steingríms J. Sigfússonar, að ekki hafi orðið mikill eignabruni hjá venjulegu fólki. Fróðlegt væri að fá að vita á hverju maðurinn byggir þessa staðhæfingu. Stór hluti fasteigna landsmanna hafa ýmist lækkað mikið í verði eða lán hækkað upp úr öllu valdi, nema hvorutveggja sé. Verðtryggð lán hafa hækkað um 30% á um þremur árum, ekki er ljóst ennþá hve mikil hækkun áður gengistryggðra lána verður, en standi vextir Seðlabankans, þá er sú hækkun nokkuð nærri að vera minnst 40% á sama tíma. Lækkun fasteignaverðs hefur síðan verið á bilinu 20 - 40%. 20 m.kr. eign með 60% skuldsetningu í verðtryggðu láni í ársbyrjun 2008 er því kannski um 16 m.kr. virði í dag með 97,5% skuldsetningu. Eignabruninn er 7,8 m.kr. Algengt er að allt eigið fé sé horfið hjá fólki sem fjárfesti í fasteign á árunum 2000 - 2007 og gott betur en það.
Hún er einkennileg tilhneiging stjórnmálamanna sem hafa slæman málstað að verja, að velja tölur sem henta. Dæmi um það má nefna vefrit fjármálaráðuneytisins sem birt var í gær (20.5.). Þar eru taldar til tölur sem henta stjórnvöldum út úr skýrslu OECD. Höfundur greinarinnar í vefritinu viðurkennir meira að segja að hagstæðari tölurnar hafi verið valdar. Ég skil ekki svona vinnubrögð. Sama á við um ummæli Steingríms. Hvaða "venjulega fólk" er það sem ekki hefur orðið fyrir eignabruna? Nær eina sem ég get hugsað mér eru þeir sem áttu enga fasteign en helling af peningum í innstæðum í bönkum. Allir aðrir hópar í þjóðfélaginu hafa orðið fyrir verulegum eignabruna. Verði húsnæðiseigendur að selja eignir sínar í dag, þá yrði tjón flestra verulegt. Þar sem aðeins hluti þjóðarinnar er í þessari stöðu, þá gefst öðrum tækifæri til að bíða af sér verðlækkunina, en hækkun verðtryggðu lánanna mun sitja föst á höfuðstóli þeirra um aldur og ævi.
Það er gott og blessað að hækka vaxtabætur. 36 milljarðar á tveimur árum er þó dropi í hafi hækkunar lánanna. Á tímabilinu frá 1. apríl til 30. júní munu t.d. verðtryggð húsnæðislán landsmanna hækka um sem nemur 3% eða um 40 milljörðum króna vegna hækkunar vísitölu neysluverðs. Eldarnir loga um allt og Steingrímur stærir sig af því að hafa kastað vatnsfötu á eldana. Betur má ef duga skal.
Nú 36 milljarðarnir sem Steingrímur ætlar að setja í vaxtabætur á þessu ári og næsta eru 16,7% af gjöfinni sem hann gaf erlendum kröfuhöfum samkvæmt skýrslunni sem hann laumaði inn á þing 31. mars sl. Vá, almenningur sem hefur þurft að taka á sig tug milljarða skattahækkanir er að fá 1/6 af því sem erlendir kröfuhafar eiga að fá aukalega og er hvatinn fyrir óhóflegri hörku bankanna þriggja í innheimtu stökkbreyttra skulda heimilanna.
Er einhver til í að segja Steingrími sannleikann? Ekki gera já systkin hans hjá VG það. Ég fæ nánast á hverjum degi tölvupósta eða símtöl frá venjulegu fólki sem veit ekki hvað það á að gera. Foreldrar sem eru að sjá á eftir börnum sínum úr landi, þar sem hrunið gerðu þau eignalaus. Ellilífeyrisþega sem er ætlað að ráðast á ókleifan hamarinn. Barnafólk sem er við að missa húsnæðið sitt. Fólk sem neitar að viðurkenna innheimtukröfur eða endurútreikninga bankanna, þar sem það getur alveg eins lýst sig gjaldþrota eins og samþykkja þetta. Er einhver til í að vekja athygli Steingríms á þessu áður en það verður um seinan.
Auðvitað má deila um hvaða fólk er venjulegt. Meðaltöl eru alltaf hættuleg og ekki er ég viss um að ef venjulegur maður er metinn út frá meðaltalinu, þá væri viðkomandi svo venjulegur. Tölur Seðlabanka og fjármálaráðuneytisins, sem ég hafði aðgang að í vinnu hins svo kallaða sérfræðingahóps, sýndu að staða meðalfjölskyldunnar var frekar slæm. Raunar var staðan sú, að eingöngu mjög fáar fjölskyldur voru í góðum málum. Talsverður hluti hélt sjó, en mátti ekki við mikilli ágjöf án þess að þurfa að ganga á sparnað og eignir til að eiga fyrir útgjöldum. Restin hafði gengið á sparnað, selt eignir, tekið út séreignarsparnað, hætt að borga af lánum, skorið niður neyslu o.s.frv. til að eiga fyrir nauðþurftum. Allir hópar í samfélaginu hafa dregið úr neyslu, en þeir sem betur eru staddir gera það til að eiga borð fyrir báru.
Nei, Steingrímur, staðreyndin er sú að eignabruninn hefur einmitt orðið verulegur hjá "venjulegu fólki". Almenningur í landinu hefur orðið fyrir miklum búsifjum vegna hrunsins og því miður hefur ríkisstjórn ykkar Jóhönnu lítið gert til að draga úr því áfalli. Ef eitthvað er, þá hefur þessi endalausa eftirlátsemi ykkar við fjármálafyrirtækin gert illt verra. Ríkisstjórn ykkar Jóhönnu hefur ekki svo ég muni tekið hagsmuni almennings umfram hagsmuni fjármálafyrirtækjanna í eitt einasta skipti. Og er það þrátt fyrir að þú hefur vitað það frá vordögum 2009, að nýju bankarnir fengu allt að 65% afslátt af lánasöfnum fólks og fyrirtækja við flutning þeirra frá gömlu hryggðarmyndum sínum.
Ekki hjá venjulegu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 31
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 1679923
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 205
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sú sértæka vaxtalækkun og 4,5% launahækkun er einungis brot upp í þá eignaskerðingu sem "venjulegt" fólk hefur orðið fyrir.
Samt talar maðurinn eins og þetta sé einhver lykill að lausn kreppunar hjá okkur.
Maður hlýtur að spyrja sig hvort maðurinn sé með öllum mjalla!
Gunnar Heiðarsson, 21.5.2011 kl. 02:00
Maður verður bara reiður á því að lesa svona vitleysu. Maðurinn er alvarlega veruleika fyrrtur og það þarf að vista hann á viðeigandi stofnun!
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 02:25
Ég veit nákvæmlega hverjir hann telur sér trú um að sé venjulegt fólk, því ég þekki slatta af liði úr ungliðahreyfingu VG. Það er fólk sem hefur aldrei reynt að eignast neitt og fólk sem búið var að greiða skuldir sínar fyrir hrun. Þetta er einfaldlega kalt mat Steingríms, samviskulaus manns, á því til hverra hann sækir fylgi sitt.
Verandi gersamlega venjulegur fjölskyldumaður sem kaus að hætta að leigja, þá fell ég í þennan "venjulega" hóp. Ekki neyslu/hlutabréfalán eða annað. Einfaldlega kaupa rétt svo nógu stóra íbúð utanum fjölskylduna, greiða rúm 10% út og vinna, vinna, vinna fyrir restinni. Eignbruni nemur 40%.
Rúnar Þór Þórarinsson, 21.5.2011 kl. 05:32
naut sem horfir alltaf á rauða dulu tekur ekki rökum, þýðingarlaust að ræða við manninn.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.5.2011 kl. 08:07
Hér var blásin upp ein mesta fasteignabóla sögunnar. Í sumum hverfum þrefaldaðist fasteignaverð. Það gat ekki annað gerst en þessi bóla myndi springa.
Margir juku skuldirnar eftir því sem eignirnar hækkuðu í verði. Hægt var að fá endurmat og viðbótarlán. Einnig voru margir að "endurfjármagna", borga upp Íbúðarlánasjóðslán með bankaláni, en hækkuðu skuldina í leiðinni, þar sem fasteignin hafði hækkað.
Meðal fjölskylda jók skuldir sínar um 1.000.000 á ári í fjölda ára.
Þetta bull hlaut að taka enda og auðvitað á fólk ekki að komast upp með að afskrifa þetta allt saman, eins og virðist þó vera reyndin í mörgum tilfellum.
Þessi hegðun leiðir yfir okkur siðleysi og ábyrgðarleysi, enda sýnist manni fjármálaglæpir vera orðnir að þjóðaríþrótt íslendinga.
Sveinn R. Pálsson, 21.5.2011 kl. 08:59
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðherra Íslands er ég ekki venjulegur Íslendingur. Gott að vita það.
Hrannar Baldursson, 21.5.2011 kl. 09:10
Efri-millistéttin í landinu er búin að búa til hugmyndafræði sem gengur út á það, að aðrir niðurgreiði 400 fm. hallir og annað lúxuslíf.
Hafa þarf í huga, að stór hluti lána sem tekin voru með fasteignaveði, voru notuð til einkaneyslu, yfirleitt í flottræfilshátt eins og utnalandsferðir og fellihýsi.
Hvaða vit er í því, að lán sem tekin voru til utanlandsferða eða til að kaupa flott húsgögn, séu lækkuð vegna þess að fasteignamarkaðurinn gengur í sveiflum upp og niður?
Sveinn R. Pálsson, 21.5.2011 kl. 09:45
Það þarf ekki að segja Steingrími neitt. Hann er fullmeðvitaður um hlutina. Honum er bara skítsama.
Frá því að eiga 5 milljónir í íbúð minni fyrir þremur árum í að verða yfirveðsettur í dag telur hann kannski ekki eignabruna. Ég er þá líklega ekki venjulegt fólk.
Brjánn Guðjónsson, 21.5.2011 kl. 11:13
Sæll Sannur, ég vil ekki rökræða við þig en kannaðu hvers vegna bólur og kreppur koma.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.5.2011 kl. 11:24
Það var í raun svakalegt að sjá lántakendur fjármagna að stórum eða öllum hluta lán sín með erlendum gjaldeyri. Þegar stýrivextir hækkuðu og menn hlupu undan samfjárhagslegri ábyrgð og tóku erlend lán þá tóku menn stöðu gegn krónunni(þetta eru heimili, fyritæki og sveitarfélög). Þetta hleypti til viðbótar miklu lofti í blöðruna sem gulltryggði það að íslenska krónan myndi falla ofan á mikla verðbólgu. Allt samfélagið var keyrt á skuldum. Lífskjaraskerðingin sem átti sér stað vegna þennslunnar var algjör.
Þeir sem eru raunveruleg fórnarlömb kreppunnar eru þeir sem pössuðu upp á sitt keyrðu um á gamla Huyindai-num og bjuggu í kjallaríbúð. Skuldsettir stórlaxar hætta ekki látunum fyrr en þeir eru búnir að færa skuldir sínar á herðar okkar sem skuldum ekki neitt. En horfðum á kjörin okkar rýrna í verðbólgu og skattféið okkar fara í allt annað en það sem töldum okkur vera að greiða í það er heilbrigðisþjónustu og menntamál.
Mig grunar að skuldarar linni ekki látum fyrr en ég og aðrir erum farin að borga skuldirnar þeirra að öllu leiti, lílt og í óðaverðbólgunni fyrir 30 árum. Skuldirnar bara fuðruðu upp, var það ekki frábært? jú fyrir alla nema þá sem ekki skulduðu og áttu jafnvel smá uppsafnaðann eyri.
Ég mun aldrei sætta mig við að borga ykkar skuldir.
Andrés Kristjánsson, 21.5.2011 kl. 11:41
Fljótt á litið gengur ríkiststjórnin erinda erlendra fjármálastofnana og erlendra ríkja ... á kostnað þjóðarinnar.
Nógu skýrt fyrir ykkur ?
Hvort þeim hefur verið lofað stólum í staðinn veit ég ekki en margt bendir til að slíkt sé stundað.
Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 12:00
Sveinn Rósinkrans ("Sannur Íslendingur"), verð á fasteignamarkaði er fyrir rúmlega ári komið niður fyrir raunverð um mitt sumar 2004. Það er enginn sem ekki keypti á þeim tíma að taka mið af verði haustið 2007 enda er það óraunhæft. Aftur á móti sá sem keypti þegar verðið var hátt hefur orðið fyrir eignabruna.
Annað, Sveinn, í hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna þá var m.a. bent á þann möguleika að eingöngu lán sem sannanlega fóru til fjármögnunar húsnæðis færu í gegn um það leiðréttingarferli sem lagt var til. Lítill sem enginn vandi er að finna út hvaða lán voru vegna fasteignakaupa eða endurbóta. Á þetta var ekki hlustað frekar en svo margt annað.
Andrés Kristjánsson, innan við 10% af fasteignalánum var með gengistengingu meðan yfir 80% af bílalánum og 70% af lánum fyrirtækja. Að kenna þeim sem voru með lán upp á innan við 200 ma.kr. í gengisbundnum lánum um fall krónunnar, þegar heildar gengisbundin útlán bankakerfisins voru upp á 8.000 ma.kr. er heldur léleg rökfræði. Það er eins og að kenna mér sem kaupi eina öskju af jarðaberjum um skort af jarðaberjum, en ekki þeim sem keypti 1.000 öskjur. Þú hefur síðan ekki lesið umfjöllun um leyniskýrslu Steingríms um uppbyggingu bankakerfisins. Í henni kemur vel fram hvaða svigrúm bankakerfið hefur til að koma til móts við alla skuldara. Hvað heldur þú t.d. að stór hluti hækkunar vöruverðs megi rekja til stökkbreyttra lána fyrirtækja? Að ég tali nú ekki um falls krónunnar vegna glæfraskapar fjármálafyrirtækja í undanfara hrunsins?
Marinó G. Njálsson, 21.5.2011 kl. 12:20
Lánin stökkbreyttust ekki af ástæðulausu. Ég veit ekki hvort þú áttar þig á áhrifum stýrivaxta á krónubréfa kaup. Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að megnið af fjarfestingum bankanna sem voru afskrifuð voru fjármögnuð úti og fjárfesti úti (7000 milljarðar). Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að húsnæðislánin voru fjármögnuð af bönkunum með erlendum lánum og áttu þátt í falli krónunnar. Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að afskriftir fyritækja og fall þeirra og skuldir falla einungis með kennitölunni og veðum en ekki einstaklingunum á bak við. Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að körfulánin voru jafn ólögleg 2001 eins og nú 2011.
En ég veit að þú og þið hinir skuldararnir tóku lánin vitandi að þau voru verðtryggð. Ég veit að þið vissuð að fasteigna bólann gat sprungið. Ég veit að þeir sem tóku erlend lán áttuðu sig á gengisáhættunni. Það sem ég skil ekki er hversvegna á ég að borga skuldirnar þínar Marínó og ykkar hinna sem skuldið???
Varðandi öskjusamlíkinguna, þá er svarið einfalt, já. Vegna þess að margt smátt gerir eitt stór. Skuldirheimila eru 2000 milljarðar og að stórum hluta fjármagnaðar með erlendum gjaleyri.
Andrés Kristjánsson, 21.5.2011 kl. 13:38
Andrés, hvað kemur þetta sem þú segir (sem er margt ansi mikil hliðrun á sannleikanum) "venjulega fólkinu" hans Steingríms við? Hvers konar bull er það að 2.000 ma. skuldir heimilanna hafi að mestu verið fjármagnaðar með erlendum gjaldeyri. Áttar þú þig ekki á því að af þessum 2.000 ma.kr. eru 700 ma.kr. komnir til vegna verðbóta og vaxta frá árinu 2001, þ.e. voru aldrei tekin að láni. Þá á eftir að taka tillit til vaxta og verðbóta fyrir árið 2001. Síðan hafa ekki verið færðar neinar sannanir fyrir því að fjármálafyrirtækin hafi í reynd nota eina einustu krónu í erlendri mynt í útlán sín. T.d. er SPRON stærsti lánadrottinn FF og á milli þeirra fóru íslenskar krónur. Sama á við um fjármögnun bílalánafyrirtækjanna. Ekkert bendir til þess að þau hafi tekið lán í erlendri mynt. Þetta er einfaldlega innstæðulausar fullyrðingar hjá þér.
Þessi færsla er um fullyrðingu Steingríms um að venjulegt fólk hafi síst orðið fyrir eignabruna. Ef þú vilt ræða einhver önnur mál, þá mæli ég með því að þú skrifir færslu um það efni.
Marinó G. Njálsson, 21.5.2011 kl. 14:17
Andrés segir: ,, Það sem ég skil ekki er hversvegna á ég að borga skuldirnar þínar Marínó og ykkar hinna sem skuldið???"
Þetta er auðvitað fyrra og ekta rökstuðningur hin "venjulega Íslendings".
Nýja skýrsla fjármálaráðuneytisins einfaldlega staðfestir það sem er búið að margtyggja hér áður að ríkið rændi þá sem tóku gengislán réttindum sínum til leiðréttinga. Lánin voru metin ónýt en ríkisstjórnin ákvað að eigna sér niðurfellingu á ónýtum lánum sem ónýtt bankakerfi lánaði almenningi með afskiptaleysi yfirvalda.
Það er með ólýkindum að sumir ("venjulegir íslendingar") halda því fram að neytandur hefðu mátt vera inní öllum lögum um verðtryggð og gengisbundin lán. Þetta kerfi var svindl.
Mergur málsins er að fjármálakerfi íslendinga er ónýtt. Ríkisstjórnin er búin að gefa kerfinu veiðileyfi á að innheimta af heimilum landsins líkt og allar fyrri forsendur hefðu haldið. Forsendur lánasamninga heillar kynslóðar er brostin (til hvers eru greiðslumöt gerð?)
Ríkisstjórnin hefur gefið ofvöxnu og ónýtu banka kerfi leyfi til að lifa snýkjulífi á innkomu kynslóðarinnar sem átti að taka við keflinu. Með þeim afleiðingum að hér mun stöðnunin og fólks-flóttinn halda áfram næstu áratugi.
Til hamingju "venjulegu" Íslendingar!
Ágúst Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 14:24
Ég gæti trúað að hvergi í heiminum hafi verið komið jafn mikið til móts við skuldara eins og hér. En efri-millistéttin er óseðjandi og mun alltaf koma fram með auknar kröfur, enda ræður hún nær allri umræðu í landinu, samanber Silfur Egils, þar sem stjórnandinn og nær allir gestirnir koma úr umræddri stétt.
Frekari afskriftir skulda þarf að greiða úr ríkissjóði, eins og fréttir af Íbúðalánasjóði sýna.
Hvar er réttlætið í því, að láglaunafólk, með tekjur alveg niður í 200.000 á mánuði, sé að niðurgreiða skuldir hátekjufólks, sem stofnað var til á eyðslufylliríinu fyrir hrun?
Sveinn R. Pálsson, 21.5.2011 kl. 15:03
Það kemur að sama gagni að spyrja mannýgt naut til vegar og að biðja Steingrím um svör við einfaldri spurningu.
Þess vegna er langeinfaldast að láta skrípið í friði, hann ætlar að sitja í þessum stól út kjörtímabilið og við það ráða eingin Íslensk lög eða reglur.
Þess vegna leg ég til að þau bjarndýr sem hér koma á næstunni verði látin í friði jafnvel þó þau borði fólk, í þeirri von að þau borði líka Steingrím.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.5.2011 kl. 15:05
Heill og sæll Marinó; sem og aðrir gestir, þínir !
Marinó !
''Sannur Íslendingur'' (Sveinn Rosenkranz Pálsson); og helzti sporgöngumaður hans, Andrés Kristjánsson, láta sér í léttu rúmi liggja, hversu ástatt er, í samfélaginu.
Þeir láta; eins og uppljóstranirnar, um meðferð Jóhönnu og Steingríms, á ''gömlu'' Bönkunum, sem eftirmáli þeirra, skipti alls ekki neinu máli - þrátt fyrir ýtarleg greinaskrif þín; Marinó - sem Ólafs Arnarsonar o. fl., hafi fram komið, nýverið, þar um.
Fyrir það fyrsta; er ''Sannur Íslendingur'' ekki, í neinu jarðsam bandi við raunveruleikann, og hefir ekki verið, um langa hríð - og að öðru leyti minna þeir Andrés okkur á; kommisara skoffínin, sem fylgdu Ceauescu- hjónunum allt til enda, suður í Rúmeníu, unz þau voru tekin af, þann 22. Desember 1989, af þjóðfrelsissinnum þar, syðra.
Illa upplýstir; sem innrættir báðir tveir, ''Sannur'' og Andrés !
Það breytir ekki því; að samsekt : Davíðs Oddssonar - Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, í aðdraganda öllum, að hruni samfélagsins, má ALDREI í þagnargildi liggja, að heldur !
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 16:03
Það virðist enginn endi vera á vitleysisgangi þessarar guðsvoluðu ríkisstjórnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2011 kl. 16:04
Óskar, hvernig færðu út samsekt Davíðs Oddsonar...
Maðurinn lagði það til haustið 2008 að stofnaður yrði nýr ríkisbanki sem tæki við innistæðum og hinum bönkunum yrði bara leyft að fara á hausinn.
Það vildu Ingibjörg og Björgvin ekki gera og sögðu hann vera að dramatísera vandamálið væri ekki svo stórt og úr varð að ríkisstjórnin gerði stæðstu mistök íslandssögunnar en það er að yfirtaka einkafyrirtæki með öllum þeirra skuldbindingum.
Hefðu innistæður verið tryggðar af ríkinu en í nýjum banka. Þá hefði það verið kröfuhafanna. Detuche Bank og fleiri að greiða úr þrotabúum bankanna og þá viðhalda þeim ef svo bæri við.
Ef kröfuhafarnir hefðu ákveðið að koma bankanum til bjargar þá hefðu kröfuhafar bankanna þurft að tryggja innistæður og hefðu líklegast haldið lánalínum opnum að því marki að hér hefðu þeir getað bjargað lánasafninu. Það voru bara bankarnir sem voru í lausafjárkreppu og gátu ekki borgað.
Krónan hefði ekki fallið jafn mikið og kreppan hefði aldrei orðið svona djúp. Flest fyrirtæki og heimili hefðu þá getað haldið áfram rekstri og greitt eðlilega af lánum sínum. Þeas ef kröfuhafar bankanna hefðu kosið að halda þeim lifandi. Þeir hefðu einnig getað kosið að láta þetta bara falla. Þá hefðu þeir að öllum líkindum afskrifað mest af þessu og land og þjóð væri þá svo til skuldlaus.
Þetta lagði Davíð Oddson til á sínum tíma!
Fram að því þá hafði Davíð og þeir sem voru við stjórnvölin samhliða honum skapað hér gríðarlega gott umhverfi þar sem við höfðum gnótt tækifæra til að eignast húsnæði og koma undir okkur fótunum.
Eftirlitið brást að vísu en það var eftir að Davíð vék frá og staðreyndin er sú að Davíð sendi skýrslu eftir skýrslu eftir skýrslu úr seðlabankanum sem ekki var farið eftir.
Ég get ekki séð að hér hafi Davíð áunnið sér þessi ummæli þín. En svona til að setja hlutina í samhengi þá er einmitt fyrrum eigandi eins bankanna sem Davíð vildi bara láta fara í þrot eigandi hér um bil allra fjölmiðla á þeim tíma sem hrunið var. Það var óspart fjallað illa um Davíð í fjölmiðlum og þessu er öllu honum að kenna.
Og sauðhjarðeðlið í mörgum gleypir við allri vitleysunni sem matað er í okkur frá fjölmiðlum.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 16:21
Komið þið sæl; á ný !
Arnar Geir !
Ég vona; að minni þitt, nái aftur til 20. aldarinnar - og upphafs þeirrar 21., ágæti drengur.
Eða; ertu búinn að gleyma ráðabruggi Davíðs og Jóns Baldvins, frá Vordögum 1991 - og því; sem í kjölfar fylgdi (EES / Schengen, o.s.frv.), auk svokallaðrar einkavæðingar Bankanna, aukinheldur ?
Ég tel þig hyggnari; en svo, Arnar minn.
Ekki; ekki, leggja í þá vegferð, að reyna að fegra hlut Sunn- Mýlzka óbermisins; Davíðs Oddssonar - umfram hinna, Arnar minn.
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 16:29
Fjármagnið (krónubréfin) sem söfnuðust inn í seðlabankann og var síðan lánað út kom hvaðan?
Jafnvel þó að seðlabankinn og bankakerfið hefði bara prenntað peninga hvað heldur þú að það hefði í för með sér. Verðbólga og gengisfall.
Hvað hélduð þið að myndi gerast????? Ég vissi það uppá hár.
Annars er gaman að lesa samlíkinguna þína Óskar við einræðisherra Rúmeníu og mig. Kanski segir það meira um þig en mig.
Svo ég endurtaki mig, ég mun aldrei sætta mig við að borga skuldir ykkar nægur er skaðinn fyrir og nóg er búið að gera fyrir ykkur.
Hvar eru skaðabæturnar okkar?
Andrés Kristjánsson, 21.5.2011 kl. 16:35
Guð hjálpi mér Andrés Kristjánsson.
Jafnvel eftir útkomu bankaskýrslunnar, sem SJS reyndi að lauma hljóðlega framhjá þinginu, þá er ennþá til kappar eins og þú sem tala um að þú munir ekki borga skuldir fyrir einhvern annan. Hversu tregur er hægt að vera?
Skýrslan sýnir það svart á hvítu að SJS, með hjálp áróðurssnillinga eins og þín, mokaði á bilinu 150-200 milljörðum út úr hagkerfinu í formi skuldaaukningar hjá lántakendum, til þess að koma þér í ESB.
Það eru m.ö.o. lántakendur í þessu landi sem eru að borga undir rassgatið á þér svo þú komist alla leið til Brussel. Næst skaltu borga farmiðann þinn sjálfur en vera ekki að stela andvirðinu af einhverjum öðrum.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 16:40
Og; sæl, sem fyrr !
Andrés !
Framferði þitt; sem brengluð viðhorf, til atburðarásarinnar, fyrir og eftir Haustið 2008, hlýtur að gefa mér tilefni, til þessarra ályktana, hér ofar.
Ætli; okkar kynslóð, eigum ekki inni; sameiginlega, skaðabætur allar, fyrir það tjón, sem við urðum fyrir, árið 1983 - og síðan, eftir að launavísitalan var aftengd, Andrés minn ?
Þannig; að þú ættir að rifa segl, áður en þú tekur til við, að skenza fólk frekar, að nokkru.
Með; hinum sömu kveðjum, sem áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 16:42
Átti bágt með að trúa fullyrðingum um ca 40% eingnabruna á 3 árum. Fór inn á Hagstofuna og athugaði með neysluvísitölu frá apríl 2008 til apríl 2011 sem sagt 3 ár þar sést svart á hvítu að hún hefur hækkað um 25% og svo hefur fasteignavísitalan lækkað um 11% á sama tímabili þannig að það hefur orðið eignarírnun hjá venjulegu fólki með íbúðarlán upp á amk 36% og meira þegar reiknað er með vexti og verðbætur ofan á verðbæturnar. Hvernig getur maður eins og Steingrímur gert lítið úr þessum staðreindum?
Einar (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 16:53
Allt fjárhagskerfi landsins fór norður og niður vegna óheiðarlegra banka og fjármálafyrirtækja. Bankar voru tæmdir að innan af stórþjófum sem líka tóku stöðu gegn ísl. gjaldmiðlinum. Núverandi ríkisstjórn hefur beinlínis stutt þjófnað bankanna gegn alþýðu landsins og við vissum það fyrir löngu.
Og svo koma Andrés Kristjánsson og Sveinn Rósinkrans (og kallar sig sannan) með stökkbreytta sögu allt í þágu bankanna og kröfuhafa og EU- OG ICESAVE-STJÓRNARINNAR. Viljið þið ekki í alvöru lesa það sem hinir eru að skrifa?
Elle_, 21.5.2011 kl. 17:28
Einar: það er út í hött að miða við toppinn á mestu eignabólu sögunnar. Fyrir flesta eru þetta bara tölur á blaði en ekki raunveruleiki. Eingöngu þeir sem keyptu sína fyrstu eign á toppi bólunnar hafa tapað 40%. Ríkið hefur þegar komið til móts við þá sem hafa tapað með miklum niðurfellingum.
Annars er það tæpast hlutverk ríkisins að tryggja öllum hagnað af sínum fasteignaviðskiptum, eða hvað?
Sveinn R. Pálsson, 21.5.2011 kl. 17:56
Heill og sæll aftur Óskar,
Þú afsakar það væntanlega að minni mitt frá stjórnmálagjörningum sem áttu sér stað þegar ég var einungis 6 ára sé ekki fullnægjandi.
Hinsvegar frá því sem ég hef lært um þessa atburði þá var það Jón Baldvin áður Alþýðubandalagsmaður ( nú VG / SF ) sem barðist harðast fyrir inngöngu í EES. Eftir því að ég best veit hefur sú aðild keypt okkur aðgengi að mörkuðum Evrópuþjóða án þess að skuldbinda okkur til að fella tolla á okkar landamærum. Aðild sem ég sé ekki að hafi gert nokkuð nema færa okkur aukna hagsæld.
Hvað varðar einkavæðingu bankana þá stendur í upprunalegu frumvarpi lögðu fram af Davíð Oddsyn að þar sé gert ráð fyrir hámarkseign 5% á hvern aðila í bönkunum. Ef þú vísar svo til þess verðs sem sett var á bankana þá má til gamans geta að einungis starfsemi og rekstur bankanna var seldur. Kaupendur bankanna hendléku svo innistæður sem sitt eigið fé sem átti sér stað að mestu eftir vakt Davíðs.
Var það ekki Ingibjörg Sólrún með stuðningi framsóknar sem felldi niður þessa 5% reglu úr frumvarpinu ?
Enn og aftur segi ég að ég veit ekki hvað Davíð hefur gert til að verðskula ummæli þín frá áðan. Ég hef marga heyrt segja þetta er allt Davíð að kenna en enginn hefur bent mér á aðgerð eða aðgerðir af hans hálfu sem hafa komið okkur illa.
Nú ætla ég þó ekki að segja að Davíð sé gallalaus það var margt sem hann hefði mátt gera öðruvísi en ég veit ekki betur en að hann hafi stjórnað landinu með hagsmuni heildarinnar í huga. Enda væri hagkerfið sem hann kom á ennþá við líð þá hefði ég getað eignast húsnæði fyrr og getað fengið bráðnauðsynlega fyrirgreiðslu í bönkum til þess að koma fyrirtækinu mínu almennilega á koppinn.
En í dag þarf ég að vinna harðar og strita meira...og þetta skoffín sem hann Steingrímur Joð er gerir mér það strit ennþá erfiðara fyrir og þó ég vilji það síður en ef fram fer eins og á horfir þá mun vilji minn til að skapa fyrirtæki á Íslandi sem gæti séð fólki fyrir atvinnu, greitt skatta og skapað gjaldeyristekjur dvína og ég fara erlendis með starfsemina og mína fjölskyldu.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 20:23
Sveinn Rósinkrans (kallar sig sannan): >Annars er það tæpast hlutverk ríkisins að tryggja öllum hagnað af sínum fasteignaviðskiptum, eða hvað?<
Enginn að ofan sagði neitt í líkingu við það. Nei, hlutverk ríkisins er víst að tryggja að bankar, kröfuhafar og stjórþjófar fái að féfletta grunlausa menn í friði. Nú verður að koma þeim og meðhlaupurum þeirra burt frá völdum og skila þýfinu. Og koma þjófunum þangað sem þeir eiga heima. Ríkisstjórn peningaafla getur farið með þeim þangað.
Elle_, 21.5.2011 kl. 20:38
Ríkið á að fara að lögum. það er grundvallaratriði. Réttarríkið kostar!! Mistök stjórnmála og embættismanna kosta. Það er ekki hægt að vaða yfir fólk á skítugum skónum og segja að það eigi bara að sætta sig við að borga þegar það á betri rétt. Ríkið á að skila ÞÝFINU!!
Það á að reisa nýtt bankakerfi með vöxtunum og óafskrifuðum, forsendu brostnum (standast ekki greiðslumat) lánum á herðum skuldara landsins. Allt á kostnað skuldara fyrir hinn "venjulega Íslending" sem er væntanlega hópurinn sem fékk yfir 200 milljarða greitt frá ríkinu til að varnar innistæðna.
Embættismenn eins og Steingrímur eru okkar helsta vandamál í dag og þvælast fyrir endurreisninni og hafa beinlínis valdið fjölda einstaklinga skaða.
Ágúst Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 20:44
Zæll Jón Arnar með 6ára minnizleyzið.
Þér til fróðleikz þá er hægt að afla zér kunnáttu um ýmza hluti, án þezz að endilega þurfa að upplifa þá perzónulega.
Til er margt ritað merkt mál á pappír & fróðleik má einnig nálgazt á til dæmiz á veraldarvefnum.
Zvo eru líka til zkólar, með meðfylgjandi heimavinnu & doleiðiz böggi, zem að kenna fólki að undirbúa zig zmotterí áður en að það blaðurzkellir yfir náúnga zína einhverrri 'Hádegizmóavizkunni', uppurna úr Valhallarkjallaranum...
JBH væri varla kátur með að vera kenndur við alþýðubandalagið, allténd, en pabbi hanz hefði nú haft húmor fyrir því, grunar mig...
Steingrímur Helgason, 21.5.2011 kl. 21:02
Komið þið sæl; að nýju !
Arnar Geir !
Þér er fyrirgefin; æska þín, á þeim árum, sem þessi svika lýður, óf vefi sína.
Ingibjörg S. Gísladóttir - eða þá; einhver annarra.
Skiptir öngvu máli; verk þessa fólks, sýna öll, hversu komið er.
Með; þeim sömu kveðjum - og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 21:19
Steingrímur biðst afsökunar á óvarlegu orðalagi samkvæmt frétt á dv.is. Mér finnst þetta sýna að hann fór með rangt mál. Er gott að hann sér að sér en sýnir líka mátt bloggara og vefsins. Í gamla daga hefði hann komist upp með svona bull.
Marinó G. Njálsson, 23.5.2011 kl. 12:33
Komið þið sæl; sem áður - og fyrri !
Marinó !
Gildir einu; þó Steingrímur ''biðjist afsökunar''. Kemur ekki til greina, í mínum huga, að fyrirgefa Helvízkum ódámnum.
Hann mætti; innbyrða nokkrar í Vítis sóta dollur, mín vegna, fyrir öll sín hrakvirki, á hendur samlanda sinna.
Það er rétt hjá þér Marinó; hvað áhrifavald spjallsins (blogsins) snertir, það er búið, að margsanna sig.
Með beztu kveðjum; sem öðrum, fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:32
Sæll Marinó og þakka þér fyrir ávallt góð skrif. Þegar ég les kommentinn frá sumumu af þínum gestum, hugsa ég til þess hvort þessir ágætu menn hafa bara yfirleitt verið á Íslandi seinustu árin. Það er með eindæmum að það skuli ávallt vera til fólk sem er tilbúið að halda því fram að hinn venjulegi Íslendingur skuli hafa eitt svo um efni fram að hann missti allt sitt í vitleysu annarra. Ef ég, samkvæmt því sem " sannur íslendingur" segir, væri í efrihluta milli-stéttarinnar svokölluðu, þá langar mig að rifja upp fyrir honum og Andrési Kristjánssyni hvernig mín upplifun á því að hafa verið í þessari millistétt. Ég hef alltaf þurft að vinna eftirvinnu og helgarvinnu fram í eitt til að geta haft í mig og á. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð 1979, með víxillánum, uppáskriftum og öðru tilheyrandi stóð ég í þeirri trú að það sem ég væri að gera, væri samkvæmt mínum efnum. Myntbreytingin 1980/81 kom svo á stað óðaverðbólgu (150%) og viti menn, þessi litla 70fm íbúð (ábyggilega stórhýsi á þeirra mælikvarða) hvarf á tveimur árum. Ég stóð ekki með neitt eftir nema skuldir og fór í þrot. Ekki gafst ég upp. Árin liðu og ég náði að koma undir mig fótunum á ný og keypti annað stórhýsi uppá litlar 85fm árið 1988. Árið 1991, kom aftur óðaverðbólga, og viti menn. Aftur var allt af mér hirt. Árið 1997 keypti ég mér aftur íbúð. Nú var reysnin minni og hún bara 68fm. Alltaf átti ég fyrir því sem ég var að gera samkvæmt útreikningum míns banka. Allt gekk vel og árið 2004, lét ég verða af því að kaupa mér einbýlishús, sem ég meira og minna kom upp sjálfur. Nú var ég séður og keypti fyri utan borgina. Nánr tiltekið á Reykjanesinu. Eignarhlutinn minn í húsinu var næstum því 50% eftir að ég seldi íbúðina. Þess ber að gæta að ég var ekki að taka erlent lán, heldur aðeins 17.milljónir, sem mér fannst bara nokkuð hátt. Árið 2004 voru fasteignagjöl hjá mer aðeins tæp 140.000. Fasteignafjöldin fyrir árið í fyrra voru 267.000 og höfðu hækkað um 78% á aðeins 6 árum. Launin mín höfðu staðið í stað vegna þess að í góðærinu svokallaða mátti ekk hækka eitt né neitt vegna verðbólguáhrifa. Nú er svo komið, að ég, sem er greinilega ekki sannur Íslendingur, er að missa allt eina ferðina einn. Samt átti ég fyrir þessu öllu samkvæmt bankanum. Eina lánið sem ég tók 17. milljónir og átti að vera ekkert mál fyrir mig að standa við það. Búin að borga tæpar 8 milljónir af láninu en eftir stendur 27 milljónir. Eignarhlutinn minn úr íbúðinni sem ég seldi, 9 milljónir er horfin og bankinn að taka húsið. Ég spyr mig í dag, af hverju var ég ekki bara " sannur íslendingur" og fór bara á féló og heimtaði styrki til að geta veirð til eins og þessir mætu menn eru að leggja til að "sannir Íslengar" séu, því greinilegt er, að þeim er illa við fólk sem vill reyna að hafa í sig og á með sómasamlegum hætti. Það er andskoti hart að lesa svona fullyrðingar og mér er næst því að líkja svona fólki við, eins og flestir í ríksistjórninni eru, fólk sem aldrei hafa farið út fyrir garðinn sinn og unnið ærlegt handtak, heldur setið á jötunni á meðan almenningur í þessu landi þarf að blæða út. Það er engin afsökun að hafa verið á bleyju eða pela, það er nefnilega til nóg af okkar kynslóð í þessum hremmingum án þess að teljast " sannir íslendingar" samkvæmt ofangeindum kommentum. Reynslan mín í dag er sú, að það borgar sig að eiga ekki neitt og vera bara sem mest á styrkjum frá hinu opinbera, því greinilegt er að hér má engin eiga eitt né neitt nema örfáir.
Kveðja.
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 19:47
Sigurður, það þarf sterkt fólk til að brotna ekki undan þessu. Örugglega er þetta ekki öll sagan, en ég held að þingmenn, ráðherrar og stjórnendur í fjármálakerfinu hefðu gott af því að kynnast svona sögu. Vita hvað býr að baki og skilja angist fólksins yfir óréttlætinu. Ég skora á þig að senda þeim sögu þína spyrja um hvers þú eigir að gjalda.
Svona sögur segja manni best að við verðum að losna við verðtrygginguna og það ekki seinna en strax. Þetta sísvanga skrímsli sem óstjórn í ríkisfjármálum heldur sífellt við efnið.
Marinó G. Njálsson, 23.5.2011 kl. 20:38
Þetta er svakaleg saga Sigurður Hjaltested og algjörlega óþolandi að horfa uppá að þessir hlutir eru látnir viðgangast áratugum saman.
Stjórnmálamenn sem ekki ætla að nýta tækifærið hér eftir hrun og breyta þessu kerfi, eiga að snúa sér að einhverju öðru.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 21:05
Komið þið sæl; á ný !
Tek undir; með Benedikt Helgasyni, að loknum lestri frásögu Sigurðar Hjaltested.
En; sannið þið til, Andrés Kristjánsson og ''Sannur Íslendingur'', munu vafalaust koma með eitthvert pírumpár fimbulfambs, til þess að ómerkja gagnmerka frásögu; S. Hjaltested.
Þetta er; einhvers konar óhugnaðar trúarofstækis hjörð, sem felur sig glefsandi, að baki þeim Jóhönnu og Steingrími, gott fólk.
Jafnvel; Hýenur merkurinnar, eru vandari að virðingu sinni, en attaníossar gerspilltra, og kaldrifjaðra íslenzkra stjórnmála manna.
Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 21:40
Það er skelfilegt að lesa sögu Sigurðar hér að ofan. Mðe verðtryggingu eru fjármálastofnanir alltaf tryggðar fyrir fjármálalegum óstöðugleika sem þær valda sjálfar, ekki almenningur. Reikningurinn lendir hinsvegar alltaf hjá almenningi og svo er eitthvað lið eins og Andrés & co sem reyna að klína sökinni á lánþeganna.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 22:43
Takk fyrir þína góðu færslu, Sigurður H.
Hörður Þórðarson, 24.5.2011 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.