Leita í fréttum mbl.is

Blekkingar á blekkingar ofan

Í janúar birti ég hér færslu undir heitinu Almenningur hafður að ginningarfíflum - Bankarnir lifa en almenningur tapar öllu.  Þar hélt ég því fram að stofnfjáraukningar tveggja sparisjóða, Sparisjóðs Keflavíkur og Sparisjóðs Svarfdælinga, hafi verið byggðar á sandi, þar sem verðmætaaukning í hlutabréfeign sjóðanna hafi verið blekking ein.  Í færslunni segi ég m.a.:

Sparisjóður Keflavíkur gaf út nýtt stofnfé og lánaði stofnfjáreigendum gengisbundin lán.  Stofnfjáraukningin var byggð á eignarhlut sjóðsins í Kistu ehf., en félagið hélt utan um eignarhluta sparisjóðanna í Exista sem síðan var stærsti hluthafinn í Kaupþingi.  Komið hefur í ljós að virði hlutabréfa í Kaupþingi var haldið uppi með grófum hætti og þróaðist í þveröfuga átt miðað við t.d. skuldatryggingaálag bankans.

Og síðar:

Hlutabréfamarkaðurinn var náttúrulega algjör brandari, þar sem verðmat þeirra byggði á því fjármagni sem þurfti til að greiða upp skuldir fyrri eigenda, en ekki hvers virði hlutabréfin voru.  Eftir því sem skuldir eigenda hlutabréfanna jukust, þá hækkað verð hlutabréfanna.  Oftast var það síðan lánveitandinn sem fékk allt kaupverð bréfanna í hendur enda snerist fléttan um að fyrri eigandi hlutabréfanna gerði upp skuldir við lánveitandann.  Fyrir þetta liðu aðrir kaupendur hlutabréfa.  Einnig myndaðist falskur hagnaður hjá öðrum hlutabréfaeigendum, svo sem lífeyrissjóðunum.

Frétt RÚV um skrípaleikinn varðandi viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi staðfestir þessa lýsingu mína.  Ekkert var raunverulegt, allt var gert til að falsa raunverulega stöðu.

Ég verð að segja, að þetta er hætt að koma mér á óvart.  Ég bíð bara eftir því, að upp komist að stjórnendur stórs fjármálafyrirtæki hafi stútað einhverjum og komist upp með það.  Mér sýnist það vera það eina sem geti toppað hrokann og óheiðarleikann sem var í gangi.

Annars get ég ekki sagt annað en að ýmislegt í kaupum Samherja á Akureyrarhluta Brims í gær veki upp spurningar.  Samherji borgaði 3,4 ma. kr. og fékk 11 ma.kr. að láni frá Landsbankanum.  Samkvæmt fréttum, þá runnu þessir 3,4 ma. kr. til að greiða upp skuld Brims í Íslandsbanka, vafalaust lán sem veitt var þegar Þorsteinn Már var stjórnarformaður bankans, og 11 ma. kr. lánið fór til að gera upp skuldir Brims við Landsbankann!  Lán Landsbankans til Samherja var stillt á 11 ma. kr. svo Brim gæti gert upp við bankann.  Ákaflega heppilegt fyrir Landsbankann, ekki satt.  Kaupverðið var stillt af svo bankarnir fengju sitt. 

Ég bíð bara eftir því að í ljós komi að Samherji hafi fengið einhverja afbrigðilega fyrirgreiðslu hjá hvorum banka um sig.  Því miður er traust mitt á bankakerfinu ekki meira en þetta.  Sagt er að Samherji fjármagni þessa 3,4 ma.kr. með sölu eigna erlendis.  Ætli þeir hafi fengið söluverðið yfirfært á aflandsgengi?  Tek það fram, að ég hef enga ástæðu til að halda að hér sé óhreint mjöl í pokahorninu, en trú mín á heiðarlegum viðskiptum er bara ekki meiri en þetta.


mbl.is Stórfelld sýndarviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þú ert ekki einn um að hugsa svona upphátt um staðreyndir sem eru fyrir augunum á okkur alla daga varðandi þessa banka!

Sigurður Haraldsson, 6.5.2011 kl. 02:07

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Marinó, fléttan sem þú lýsir með hlutabréfin í bönkunum og stofnfjáraukningu sparisjóðanna er sú sama og var tekin á:

-Húsnæðismarkaðnum

-Kvótamarkaðnum

-Gjaldeyrismarkaðnum

-Listinn heldur áfram...

Á mannamáli heitir þetta peningaprentun og þegar engin verðmætasköpun kemur á móti er það fölsun. Eins og aðrar stórfelldar peningafalsanir hefur það eftirfarandi áhrif:

-Hefur í för með sér ólögmæta eignaupptöku

-Grefur þannig undan trausti, sem:

-Fellir gengi gjaldmiðilsins

-Leiðir á endanum til óðaverðbólgu, sem:

-Rænir kaupmætti almennings

-Með einhliða verðtryggingu gerist þetta margfalt hraðar

Þetta er ástæðan fyrir því að í seinni heimsstyrjöldinni vörpuðu Þjóðverjar ekki bara sprengjum á Bretland heldur líka fölsuðum Sterlingspundum í tonnavís, sem þeir höfðu lagt sig sérstaklega fram um að fullkomna svo þau virtust ekta.

Íslensku Bankamennirnir notuðu einfaldlega nútímaútgáfuna af efnahagslegum hernaði, sem er fundin upp í Bandaríkjunum og leiðir oftast á endanum til þess að þjóðirnar sem bera tjónið rísa upp og mótmæla en eru jafnóðum þvingaðar til hlýðni með sprengjuárásum. Eini munurinn er að íslensku hryðjuverkamennirnir réðu ekki yfir sprengjuflugvélum og stýriflaugum og þess vegna þurfti að senda AGS á okkur til að handrukka. Vestræn þjóð hefur aldrei orðið fyrir jafn harkalegri árás án vopnavalds.

Welcome to the real world.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 02:24

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Voru þá ekki allir 3 stóru bankarnir að gera þetta? Annað kæmi mjög á óvart. Annars er að mestu sama fólkið við stjórn bankana og var fyrir hrun þ.a. bönkunum er stýrt að miklu leyti af lögbrjótum undir verndarvæng stjórnvalda.

Guðmundur Pétursson, 6.5.2011 kl. 09:52

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú það er rétt nafni. Ég vildi bæta einu við: þeir tóku samskonar snúning á Seðlabankanum líka.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 15:21

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sammála Guðmundi!  Þessir bankar voru ekkert annað en efnahagsleg hryðjuverkasamtök.  Hefur eitthvað breyst?  Það er stóra spurning...

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 6.5.2011 kl. 16:04

6 identicon

Erh ...

Told you so ?

Pump and dump !

 Og þetta hafa fraudlögmenn erlendis bent á frá því fyrir hrun án nokkurra viðbragða þáverandi né núverandi stjórnvalda.

Og þegar erlendu aðilarnir urðu nógu órólegir þá hrundi dæmið ... svo það sem þið eigið að vera skoða er ???

Hverjir kláruðu Dump hlutann .... ekki þá sem voru enn að pumpa.

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 17:10

7 identicon

One item is always forgotten........The money the banks made was just paper.....and that Paper money was used to hold up the Icelandic "Standard of living"... How many Icelanders paid cash for the Range Rovers, the Caravans, the Luxury houses, the summer cabins? Very few.....It was all borrowed from banks that had nothing but Paper shares......The last desperate attempt was to use IceSave investments.......Where is that money now that the British and Dutch invested? Your gangsters took most of it, but so did a lot of the Icelandic Public, who never could afford such luxuries.... I know a young couple under the age of 30 that had a luxury Jeep they did not own and bought (borrowed) a 28 mill flat in 2006 They lost bothe a year ago and are now Bankrupt.........Who is going to pay?...The Icelandic tax payer........Sad.....but true!

Fair Play (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1673804

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2023
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband