Leita í fréttum mbl.is

Metnaðarfullt skjal en útfærsluna vantar víða

Óhætt er að segja að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sé nokkuð metnaðarfullt.  Vissulega er ansi margt sem á að koma til framkvæmdar síðar, en virða verður viljann fyrir verkið.  Í stórum dráttum sýnist mér yfirlýsingin nefna eftirfarandi:

1.  Hækkun bóta almannatrygginga.  Ekki er skýrt hve mikil hækkunin á að vera, bara að hún eigi að vera "með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga".

2.  Hækkun atvinnuleysisbóta, þannig að "atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabót og" samningur SA og ASÍ veitir.

3.  Tekju- og eignatenging vaxtabóta og barnabóta verður endurskoðuð vegna næsta árs!

4.  Lögfest að persónuafsláttur taki breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar ársins á undan.  Byrjar 2012. -  Er þetta endurtekning á loforði sem einhver önnur ríkisstjórn gaf hér um árið og virkaði í eitt eða tvö ár.

5.  Atvinnutryggingagjald lækki frá ársbyrjun 2012 úr 3,81% í 2,45%, en í staðinn hækka gjald í fæðingarorlofssjóð úr 1,08% í 1,28%, tryggingagjald hækkar um 0,25% og gjald í ábyrgðasjóð laun hækkar um 0,05% - Nettó breyting er því 0,86% til lækkunar (og allt niður í 0,73% fyrir suma, ef atriði 16 er tekið með).

6.  Breytingar á sköttum fyrirtækja verða lagðar fyrir á vorþingi.

7.  Ráðist verður gegn svartri atvinnustarfsemi.

8.  Sporna á gegn kennitöluflakki.

9.  Ná skal atvinnuleysi niður í 4-5% fyrir í lok samningstímans.

10. Efla fjárfestingar, þannig að þær verði árlega ekki lægri en 20% af landsframleiðslu.

11.  Fara á í ýmsar opinberar  framkvæmdir, s.s. nýja Landspítala, Vaðlaheiðagöng, ný hjúkrunarheimili, nýtt fangelsi, nýr framhaldsskóli, opinberar viðhaldsframkvæmdir, framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs, úrbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum og vegaframkvæmdir á Vestfjörðum.

12. Greiða á fyrir fjárfestingum í virkjunum (hef heyrt þetta áður), m.a. Búðarhálsvirkjun og virkjunaráform á Norðurlandi upp á 70-80 ma.kr.

13.  Greiða á götu lífeyrissjóða til að taka beinan þátt í fjárfestingur og/eða fjármögnun orkuverkefna.

14.  Aukinn aðgangur að framhaldsskólum og námstækifæri fyrir atvinnuleitendur.

15.  Samræming lífeyrisréttinda, taka skal á vanda LSR.

16.  Bætt verður í starfsendurhæfingu og allir launagreiðendur greiði til Starfsendurhæfingarsjóðs.  Einnig komi greiðsla frá lífeyrissjóðunum.

17.  Ný lög um stjórn fiskveiða.

Þetta er langur listi, en víða vantar kjöt á beinið.  Áður en ljóst er hver endanleg útfærsla verður, þá kálið ekki sopið, þó í ausuna sé komið.


mbl.is 60 milljarðar á samningstíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað var Gylfi Arnbjörnsson að skrifa undir?

 Ég er engu nær! Þarna er samhengislaust og ó-útskýrt dæmi! Og ekki orð um öruggan kaupmátt að hætti nýrra neysluviðmiða, sem miðast við kröfur samtímans og kerfis-batterísins!

 Og ekki orð um fisveiðistjórnunina?

 Það verður einfaldlega stríð og ríkisstjórnar-brottkast, ef ríkisstjórnin ætlar að svíkja þjóðina um stjórnar-sáttmála-loforðið um fiskveiði-stjórnunina!

 Það held ég að allir Íslendingar séu sammála mér um?

 Eða hvað?

 Hverjum er annars verið að heigla með þessum þokublindu og óljósu samningum? Það er ekkert eftir af þolinmæði almennings í þessu landi, og líklega halda Vilhjálmur E. og Gylfi A. að þeir séu sjálfir í öruggri höfn auðvaldsins, og því sé allt í lagi að svindla áfram?!

 En svo auðvelt verður ekki framhaldið hjá Íslensku svikurunum, sem öll heimsbyggðin mun fylgjast með, en ekki bara ESB-klíkan hliðholla!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband