28.3.2011 | 14:48
Upphaf Internetsins - Í minningu Paul Baran
Menn geta deilt um það hvor þeirra Pauls Barans eða Tims Berners-Lees sé faðir Internetsins eða kannski voru þeir það báðir. Óumdeilt er að Paul Baran er sá sem þróaði aðferð til pakkasamskipta milli tölva og Tim Barners-Lee þróaði http-samskiptaaðferðina svo hægt væri að birta snið upplýsinganna með myndrænum hætti.
Á árunum 1992 til 1995 skrifaði ég um tölvumál í Morgunblaðið. Þetta var á þeim árum, þegar Internetið tók sín fyrstu alvöru skref inn í heim almennings, þ.e. eftir að veraldarvefurinn varð að veruleika. Af þeim sökum var leitað til mín um að skrifa stutta bók um notkun Internetsins í viðskiptalegum tilgangi. Var bók undir því heiti gefin út sem hluti af ritröð Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands og Framtíðarsýnar hf. árið 1995. Hvað sem því líður því hvor skiptir meira máli Baran eða Berners-Lee langar mig að birta undirkafla úr bókinni "Internetið í viðskiptalegum tilgangi" þar sem lýst er tilurð netsins.
Tilurð netsins
Internetið á rætur sínar að rekja til ógna kaldastríðsins. Bandarísk hernaðaryfirvöld óttuðust kjarnorkuárás frá Sovétríkjunum sálugu og voru að velta fyrir sér hvernig hægt væri að hald uppi vörnum ef gerð væri árás á aðalstöðvar hersins. Um líkt leyti sendu Sovétmenn Spútnik á loft (1957) og sýndu svo ekki varð um villst að flaugar þeirra gætu hæft Bandaríkin. Í framhaldi af því fór fram gagnger endurskoðun á mennta- og vísindastefnu Bandaríkjanna.
Innan varnarmálaráðuneytisins var stofnuð sérstök rannsóknadeild, Advanced Research Projects Agency (ARPA), sem átti meðal annars að endurskoða stjórnun hersins með kjarnorkuárás í huga. Rúmlega tíu árum síðar var kynnt í tilraunaskyni tölvusamskiptanet, svo kallað ARPANET, sem var fyrsta kerfið til að leyfa pakkasendingar milli fjarlægra staða (packet-switched computer network). Við hönnun netsins þurfti að takast á við margs konar vandamál. Eitt af þeim var öryggismál. Þeirra tíma tækni bauð ekki upp á mikið öryggi. Þannig gat bilun í einni tölvu orðið til þess að allt samskiptakerfið hrundi, sem var að sjálfsögðu ekki boðlegt. Markið var sett á kerfi sem gat starfað þó einstakir hlutar þess yrðu óstarfhæfir af einhverjum orsökum. Einnig var talið mikilvægt að allar tölvur á netinu yrðu að vera jafnréttháar, þ.e. netið varð að vera jafningja net. Niðurstaðan af þessari hönnunarvinnu var svo sett fram árið 1974 er birt var forskrift að TCP/IP samskiptareglunum. (TCP/IP - Transmission Control Protocol/Internet Protocol ...) Nokkru síðar var ARPANETið tekið í notkun.
Til að byrja með var vöxtur ARPANETs mjög hægur, enda einangraður við rannsóknastofur og stjórnstöðvar hersins. Um miðjan síðasta áratug [(níunda áratuginn)] lagði Vísindaráð Bandaríkjanna (National Science Foundation) það til að háskólar notuðu það til að tengjast ofurtölvum víðvegar um Bandaríkin. Eftir því sem fleiri háskólar tengdust því varð til nýtt fyrirbrigði, sem kallað var Internet. Jafnframt var hernaðarhluti netsins (MIL-NET) skilinn frá til að koma í veg fyrir fikt. Samskipti á Internetinu urðu brátt mikil þrátt fyrir að vera takmörkuð við vísindi og menntamál. Notendur áttuðu sig á hinum miklu möguleikum þess og þægindum sem fylgdu rafrænum samskiptum.
Almenningur áttaði sig líka fljótlega á þessu. Háskólanemar komu út á vinnumarkaðinn og vildu halda í þægindi tölvusamskiptanna. Fyrirtæki settu upp eigin Internetþjóna, en svo nefnist sá tölvubúnaður sem veitir Internet þjónustu. Þróun var hafin sem ekki er séð fyrir endann á. Á hverju ári frá 1989 hefur fjöldi notenda að minnsta kosti tvöfaldast. Árið 1993 var fjöldi notenda í fyrirtækjum í fyrsta sinn í meirihluta. Vöxturinn er slíkur að hann er að sprengja netið. Í janúar 1988 fóru 17,2 gígabæti (GB) af gögnum um menntahluta Internetsins. Tæplega sex árum síðar, í desember 1993, var gagnamagnið á Internetinu orðið 19,2 terabæti (TB).
---
Þetta er hluti kafla sem ritaður var 1995. Margt hefur breyst á þessum tíma og er svo komið að rekstur margra fyrirtækja hreinlega stöðvast komi upp bilun í netsamskiptum. Ótrúlegast af öllu er að nútímatölvusamskipti séu Spútnik að kenna/þakka.
Faðir internetsins látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1680817
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég held að Baran sé frekar afi internetsins þar sem ARPANET er forveri núverandi nets.
Svo er pínulítil innsláttarvilla hjá þér:
Axel Þór Kolbeinsson, 28.3.2011 kl. 16:04
Skrifaðir í moggan níutíuogeitthvað um tölvumál eh?
Er hér fundinn höfundur orðsins "Alnetið" sem sama blað notaði ákaft í nokkur ár með blessunarlega litlum árangri? ;-)siggi (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 19:25
Siggi, ef þú ert að segja að ég hafi fundið upp orðið "alnet", þá ferð þú villu vegar. Mér er sagt að ég hafi einmitt grafið orðið "alnet" með grein í sem birtist í Morgunblaðinu 7. október 1995 undir nafninu Hvað á netið að heita? og hægt er að nálgast með því að smella á tengilinn. Því fer fjarri að ég hafi verið hrifinn af því nafni. Þar sem innihald greinarinnar gekk gegn ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins, þá fékk ég hana ekki birta sem hluta af pistlaskrifum mínum fyrir blaðið, heldur var hún birt sem aðsend grein!
Marinó G. Njálsson, 28.3.2011 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.