Í gær féll ótrúlega furðulegur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sjómannafélagi Íslands gegn Arion banka. Sjómannafélagið krafði Arion banka um endurgreiðslu á ofgreiðslu sem innt var af hendi frá lántökudegi. Upphaflega var lánið 15 m.kr. til 20 ára, en Sjómannafélagið greiddi það upp á 3 árum, alls 37 m.kr. Krafði Sjómannafélagið Arion banka um tæpar 20 m.kr. í ofgreiðslur miðað við að lánið félli undir fordæmisgildi dóma Hæstaréttar í málum nr. 92/2010, 153/2010 og 471/2010. Héraðsdómari féllst á þá kröfu Sjómannafélagsins að framangreindir dómar væru fordæmisgefandi fyrir umrætt lán, þ.e. lánið væri með ólöglega verðtryggingu í formi gengistryggingar. En núna kemur að hinum ótrúlega þætti í málinu:
Dómarinn ákvað að ábyrgð Arion banka á láninu næði bara aftur til þess dags, þegar lánið var formlega tekið yfir af bankanum, þ.e. 8. janúar 2010.
Dómarinn ákvað sem sagt að rök Arion banka ættu að gilda, en um það segir í dómnum:
Stefndi segir að skuldabréf stefnanda hafi ekki verið á meðal þeirra eigna sem framseldar voru frá Kaupþingi banka til Nýja Kaupþings banka 21. október 2008. Skuldabréfið hafi ekki verið framselt stefnda fyrr en 8. janúar 2010. Hann hafi því aðeins tekið við síðustu greiðslunni af bréfinu, 5.901.515 krónum, sem innt var af hendi 13. janúar 2010. Fram til þess tíma hafi stefndi tekið við greiðslum í umboði annars aðila, fyrst Kaupþings banka og síðar Seðlabanka Íslands.
Eins og ég segi, þá veit ég ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta. Fáránleikinn í þessu máli er að Arion banki og áður Nýja Kaupþing sáu um innheimtu á lánum sem voru í eigu þriðja aðila, í þessu tilfelli Kaupþings banka og síðar Seðlabanka Íslands. Ég hef ekki hugmynd um hvort skuldarinn hafi vitað um það, að Arion banki/Nýja Kaupþing hafi eingöngu staðið í innheimtu fyrir raunverulegan eiganda eða ekki.
Það virðist ekki koma málinu við að þegar Nýja Kaupþing var stofnað var gegnið út frá því að bankinn tæki yfir réttindi og skyldur gamla bankans. Sjómannafélagið hefði því mátt ganga út frá því að svo hafi einnig verið þegar þetta lán var yfirtekið. Niðurstaða héraðsdóms er samt sú að Sjómannafélagið þarf að fara í mál við Seðlabanka Íslands til að fá endurgreitt það sem ofgreitt var meðan lánið var í eigum bankans og síðan virðist mér sem best fyrir félagið að láta þar við sitja. Með þessu fær félagið endurgreitt kr. 5.901.515 frá Arion banka og kr. 11.782.549 frá Seðlabankanum eða alls kr. 17.684.064 vegna ofgreiðslna á tímabilinu frá 1.1.2009 til 13.1.2010. Það kemur síðan í hlut slitastjórna eða skiptastjórnar Kaupþings banka að krefja Sjómannafélagið um "vangreiðslurnar" fyrir tímabilið frá lántökudegi og þar til Seðlabankinn eignaðist lánið. Sé ég nú ekki fyrir mér að slitastjórn/skiptastjórn leggist með miklum þunga í þá innheimtu, þar sem þá verða starfshættir Kaupþings banka dregnir inn í máið.
Skaut Arion banki sig í fótinn?
Ég get ekki annað en velt fyrir mér afleiðingum þessa dóms. Nú eru fjármálafyrirtækin á fullu eða endurreikna fyrrum gengistryggð lán, mörg hver allt að 10 ár aftur í tímann. Getur verið að þau hafi ekki heimild til þess vegna aðildarskorts. Getur verið að NBI ehf. sé ekki aðili að lánum sem tekin voru hjá Landsbanka Íslands fyrr en eftir yfirtöku þeirra? Gildir það sama um Íslandsbanka? Er Arion banka ekki heimilt að endurreikna lánin sem hann tók yfir 8. janúar 2010 nema frá þeim degi? Í því fólust rök Arion banka.
Réttindi og skyldur er snúið par. Hafi Arion banki ekki skyldur gagnvart láni Sjómannafélags Íslands nema eftir 8. janúar 2010, þá hefur bankinn ekki heldur réttindi gagnvart láninu nema frá þeim tíma. Þrautavarakrafa Arion banka er, t.d., að bankinn endurgreiði ekki ofgreiðslur sem áttu sér stað áður en bankinn var stofnaður í október 2008. Aftur, hafi bankinn ekki átt skyldur fyrir þann tíma, þá átti hann ekki heldur réttindi. Hver á þá slík réttindi og skyldur? Jú, Kaupþing banki. Hvaða réttindi og skyldur eru það? Að gera upp lán í samræmi við dóma Hæstaréttar frá 16. júní og 16. september 2010. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að Kaupþing banki láti reyni á vangreiðslur nokkur ár aftur í tímann? Samkvæmt tölum í dómi héraðsdóms eru vangreiðslur frá lántöludegi til og með 1.10.2008 kr. 949.511 ef miðað er við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands. Rökstuðningur Arion banka gengur út á, að ekki sé hægt að krefja bankann um endurgreiðslu á ofgreiðslu sem átti sér stað áður en "stefndi var stofnaður", eins og segir í dómnum.
Þetta er einmitt atriðið þar sem mér finnst Arion banki skjóta sig og keppninauta sína í fótinn: Sé ekki hægt að sækja ofgreiðslur til Arion banka sem áttu sér stað áður en Nýja Kaupþing var stofnað vegna aðildarskorts (miðað við málflutninga annars staðar), þá getur Arion banki ekki heldur krafið lántaka um vangreiðslur vegna gjalddaga áður en bankinn var stofnaður. Réttindi og skyldur Arion banka hljóta að gilda frá sömu dagsetningu. Nú verður Arion banki að ákveða sig frá hvaða dagsetningu þessi réttindi og skyldur bankans eiga að gilda. Þangað til bankinn hefur ákveðið sig, þá er það mín skoðun að enginn lántaki eigi að samþykkja kröfur bankans um vangreiðslur vegna gjalddaga fyrir 8. október 2008. Þessu til viðbótar eiga lántakar að krefjast upplýsinga um það hvenær bankinn tók yfir lán frá Kaupþing banka eða Seðlabanka Íslands og hafna öllum kröfum Arion banka um vangreiðslur fram að þeim tíma. Lántakar eiga aftur á móti að standa fastir á því að höfuðstóll lána þeirra verði leiðréttur, harðneita að ofan á höfuðstólinn verði bætt vangreiddum vöxtum fyrri ára. Eins og Arion banki segir sjálfur í vörn sinni fyrir héraðsdómi, þá er bankinn ekki aðili að þeim hluta kröfunnar.
Er afturvirkni vaxta þar með í reynd úr sögunni?
Ég get ekki annað en valt því fyrir mér hvort með þessu sé afturvirkni vaxtanna úr sögunni, a.m.k. í því tilfelli þar sem krafan/lánið hefur flust á milli kennitalna. "Vangreiddir" vextir ná í öllum tilfellum til gjalddaga áður en þríburarnir féllu. Krafan vegna vangreiðslu ætti því að eiga uppruna sinn hjá þeirri fjármálastofnun sem var handhafi skuldabréfsins á þeim tíma sem "vangreiðslan" átti sér stað. Þær fjármálastofnanir eru nær allar með tölu farnar á hausinn. Því til viðbótar tóku mörg þessara fjármálafyrirtækja og eigendur þeirra á grófan hátt stöðu gegn viðskiptavinum sínum, bæði með markaðsmisnotkun varðandi verð hlutabréfa og ekki síður í stöðutöku gegn krónunni í þeim, að því virðist, eina tilgangi að fella krónuna og græða sem mest á falli hennar.
Ég hlakka til að hlusta á málflutning Kaupþings banka, þegar reynt verður að innheimta vangreidda vexti. Þó svo að slitastjórn/skiptastjórn hafi ekki verið þátttakendur í svikunum, lögbrotunum og prettunum, þá þyrftu þessir aðilar að verja hátterni stjórnenda og eigenda bankans. Sé ég það ekki fyrir mér gerast.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég sá þetta líka með eigendaþáttinn að láninu. Þarna gæti skipt máli hver var skráður eigandi lánsins á greiðsluseðlum og greiðslukvittunum. Mér finnst einkennilegt hvernig dómarinn kemst að orði. Líkt því sem sækjandinn hafi ekki haft grun um þennan möguleika fyrr en gagnöflun var lokið. Ég á eftir að lesa dóminn vandlega. Verði þetta niðurstaðan, verður leiðrétting á mínu láni líklega ansi lítil.
Þeir kunna klækina þessir piltar í bönkunum.
Guðbjörn Jónsson, 19.2.2011 kl. 18:23
Það er annað sem er merkilegt við þennan dóm og það er hvernig dæmt er í vaxtahlutanum þ.e. að miða eigi vð dóm HR 471/2010. Dómarinn færir engin rök fyrir þeirri ákvörðun sinni.
Lán Kaupþings banka hf. voru öðruvísi en önnur lán þ.e. lán með breytirétti og byggðust vextirnir á grunnkjörvöxtum að viðbættu álagi. Bankinn ákvarðaði svo grunnkjörvexti eftir sínum eigin geðþótta.
Ástæða þess að miðað var við vexti Seðlabanka í dómi HR 471/2010 var LIBOR tenging vaxtanna þ.e. að vegna þess að lánið var dæmt íslenskt og ekki er til LIBOR á íslensk lán var lánið, skv. HR, í reynd vaxtalaust en óumdeilt að samið hafði verið um vexti. Við slíkar aðstæður sagði HR að miða ætti við hina umræddu vexti Seðlabankans.
Þessu er ekki til að dreifa í skuldabréfum Kaupþingsbanka. Hvergi er einu orði minnst á LIBOR í skuldabréfunum. Ég skoðaði fyrir nokkru grunnvaxtaákvörðun Kaupþings og bar saman við LIBOR og gat ekki séð samræmi þar á milli. Það er því ekki hægt að sjá að dómur HR í vaxtamálinu eigi við í þessu tilfelli. Að minnta kosti hefið dómarinn þurft að færa rök fyrir ákvörðun sinni.
Það er sorglegt hvernig dómarar virðast leyfa sér að dæma í jafn stórum málum og þessu án merkilegs rökstuðnins. Með þessu áframhaldi verður seint komist til botns í þessum málum.
Gunnlaugur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 14:11
Það er líka verðugt að skoða öll önnur lán frá gömlu bönkunum. Hver er í raun eigandi þeirra.
Sú staða getur hæglega komið upp að einstaklingar og fyrirtæki semji við nýju bankana um sín lán og borgi samkvæmt því samkomulagi.
En vakni svo upp við það einn daginn að bankinn átti alls ekki kröfuna, því gamli bankinn var búinn að veðsetja hana eða selja erlendum banka.
Og þá verður að borga allt upp á nýtt.
Tær snilld.
Sigurjón Jónsson, 20.2.2011 kl. 17:16
Sæll Marinó,
Ég þekki þessi mál lítið sem ekki neitt, en voru ekki þessir lánasamningar o.s.frv. yfirteknir af nýju bönkunum? Það hlýtur að vera eitthvað í samningum milli nýju bankanna og skilanefnda gömlu bankanna um hvað var tekið yfir af nýjum bönkunum. Er þetta ekki spurning um þá samninga?
Mér sýnist að ef þetta stenst þá geti nýju bankarnir ekki gert neitt í málum sem komu til áður en þeir urðu til, þau mál eru skilanefndanna að eiga við og innheimta. T.d. lán sem voru í vanskilum þegar nýju bankarnir tóku við þeim, eru í vanskilum við skilanefndirnar, ekki nýju bankana. Nýj bankarnir geti því ekki reiknað kostnað eða vexti vegna innheimtu, né farið að mönnum vegna eldri lána, því þegar nýju bankarnir tóku við þá séu þeir í raun að byrja með hreint borð. Hmm....
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 20.2.2011 kl. 19:15
Sæll Marinó.
Hér veltir þú upp mjög athyglisverðum spurningum, sem hlýtur að þurfa að taka á í framhaldinu, fyrst Aríon menn báru fram þessa málsástæðu fyrir dómi. Hér eru þeir að opna Pandórubox sem ég held að þeir átti sig ekki til fulls á hvað inniheldur.
þá tek ég einnig undir með Gunnlaugi, þar sem hann bendir réttilega á að hin ólögmætu gengistryggðu húsnæðislán Kaupþings banka hf. voru EKKI með LIBOR vaxta tengingu eins og nánast öll sambærileg lán annarra fjármálastofnana. Í dómi Hæstaréttar nr. 471/2010 og einnig í málunum frá sl. mánudegi, er það ein grunnforsendan að ekki sé til skráð LIBOR vaxtastig á íslensku krónunni og því beri að miða við Seðlabankavexti. Þetta á ekki við í Kaupþingsbréfunum. Nú gat ég ekki séð í dóminum að þessi þáttur hafi verið reifaður sérstaklega, en það er auðvitað lykilatriði að málsástæður komi fram og á þeim sé byggt, ella er dómara almennt ekki heimilt að byggja dómsniðurstöðu á þeim. Í því ljósi er varhugavert að gagnrýna hérasdóm fyrir endanlega niðurstöðu í málinu.
Björn Þorri Viktorsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.